Þjóðviljinn - 01.08.1986, Page 9
HEIMURINN
Kosningar á Jamaica
Sósíalistar fengu 57% atkvæða
Þeirsegja að landsmenn hafi fellt sinn dóm yfirfrjálshyggju Edwards Seaga
Kingston, 31. júlí. Enn hafa úr-
slit hérðasstjórnarkosninga á
Jamaica, sem fram fóru á
þriðjudag, ekki verið tilkynnt
opiberlega - en allt bendir til
að hinn sósíalíski stjórnarand-
stöðuflokkur Michaels Man-
ley, fyrrum forsætisráðherra,
PNP, hafi fengið 57% atkvæða.
Þar með hefur flokkurinn unn-
ið sigur í ellefu af þrettán hér-
uðum og gert stöðu Edwards
Seaga forsætisráðherra og
Verkamannaflokksins hans
(JLP) mjög ótrygga.
Flokkur Manleys, PNP, hefur
lýst kosningunum sem einskonar
þjóðaratkvæðagreiðslu um frjáls-
hyggjustefnu Seaga. Einn tals-
maður þeirrar hreyfingar hefur
komist svo að orði að „fólkið er
hungrað og atvinnulaust og það
Andstæðingarnir tveir, Manley og Seaga: „Þetta var þjóðaratkvæðagreiðsla gegn skorti og atvinnuleysi...."
er helsta ástæðan fyrir því hver
úrslit kosninganna urðu“.
Kosningarnar á þriðjudag éru
fyrsta einvígi hinna tveggja stóru
flokka eyríkisins síðan 1980, en
þá vann flokkur Seaga drjúgan
sigur á sósíalistaflokki Manleys.
Flokkur Manleys hunsaði síðan
kosningar, sem efnt var til árið
1983, á þeim forsendum, að kjör-
skrár, sem lagðar voru fram,
væru úreltan
sjóður yrði sem jákvæðastur í
lánveitingum. Þessi stefna hafði í
för með sér verulega gengisfell-
ingu gjaldmiðils landsins, upp-
sagnir mikils fjölda opinberra
starfsmanna og annan niður-
skurð á útgjöldum hins opinbera.
En fyrr á þessu ári þótti Seaga
sem nóg væri að gert, og hann fór
fram á það við Alþjóða gjaldeyr-
issjóðinn, að honum yrðu settir
auðveldari skilmálar. Hann lagði
m.a. fram fjárlög, sem gera ráð
fyrir allmikilli þenslu í opin-
berum umsvifum, sem Seaga
kvaðst vona að leiddu til nokkurs
hagvaxtar. En hann hafði ekki
tryggt sér stuðning sinna erlendu
lánadrottna til þess að brydda
upp á slíku.
Erlendar skuldir Jamaica
nema nú 3,3 miljörðum dollara,
og ef Seaga tekst ekki að semja
um framlengingu á miklu af þeim
skuldum með sæmilegum kjörum
er líklegt að stuðningur við flokk
hans skreppi enn saman.
Kosningarnar fóru tiltölulega
friðsamlega fram, þó biðu tveir
menn bana í átökum þeirra vegna
og nokkuð hefur borið á því, að
óánægðir stuðningsmenn ríkj-
andi flokks hafi efnt til óeirða og
grjótkasts eftir að úrslit kosning-
anna bárust út.
Eftir fyrirmælum
Flokkur Seaga forsætisráð-
herra reyndi um fimm ára skeið
að stjórna landinu eftir fyrirmæl-
um IMF, Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins - í þeirri von að sá sami
Sovétríkin
Svíþjóð
Er Carisson
Og
þetta
líka...
Moskvu - 31. júlí. Sovétmenn hafa
tilkynnt að tveir kjarnaofnar t at-
ómstöðinni í Tsjernobyl verði
teknir aftur í notkun seint í haust.
Við þá munu vinna starfshópar á
tveggja vikna vöktum í senn. Það
er enn til athugunar hvort hægt
verður að nota þriðja ofninn. Sá
fjórði er ónytur - það var slys í
honum sem til þessa hefur orðið
28 manns að bana.
Murcia, Spáni - Fimm menn úr
Greenpeace-samtökunum voru
handteknir hér í dag þegar þeir
reyndu að taka úr sambandi
leiðslur sem skila úrgangi frá
kvikasilfursverksmiðju í sjóinn
Osló- Dómsmálaráðherra Noregs,
Helen Bösterud, hefur lýst því yfir,
að hún ætli að hvetja til þess að
Norðurlönd i sameiningu taki upp
alþjóðlega baráttu gegn klámi sem
byggist á misnotkun á börnum.
Ráðherrann ætlar að taka málið
upp á norrænum ráðherrafundi í
næsta mánuði.
Santa Clara, Kaliforníu - Marie
Henderson, sem hefur verið
„látin“ í þeim skilningi aö heili
hennar er ekki lengur starfandi,
hefur fætt barn, sem virðist við
góða heilsu. Barnsfaðirinn hafði
fengið þeirri ákvörðun hnekkt fyrir
dómi, að konan yrði tekin úr sam-
bandi úr kerfi, sem heidur meðvit-
undarlausum líkama hennar í
gangi.
Sættir í
landamæra-
deilu?
Peking - 31. júlí. Svo virðist
sem Sovétmenn séu nú reiðu-
búnir til að fallast á sjónarmið
Kínverja að því er varðar deilur
um það, hvernig draga skuli
landamæri ríkjanna, þar sem
ár skilja lönd í Austur-Asíu.
í ræðu sinni í Vladivostok, þar
sem Gorbatsjof bauðst meðal
annars til þess að fækka í sovésku
setuliði í Mongólíu, viðhafði
hann ummæli sem kunna að
tákna veigamikla endurskoðun á
afstöðu Sovétmanna í þessu máli.
Hann sagði að „landamærin
mætti draga eftir helstu siglinga-
leiðinni", um fljótin.
Sovétríkin hafa áður haldið því
fram, að landamærin ætti að miða
við árbakka Amúrfljóts Kína-
megin, og þar með gerðu þau til-
kall til eyja á Amúrfljóti og Úss-
úrífljóti miðju sem Kínverjar
töldu sig eiga. Urðu út af þessum
deilum veruleg átök og jafnvel
blóðsúthellingar á dögum menn-
ingarbyltingarinnar svonefndu í
Kína.
Nú virðist sem Gorbatsjof hafi
horfið frá þessari afstöðu í við-
leitni sinni til að bæta sambúðina
við Kína.
ERLENDAR
FRÉTTIR
BERGMANN /REUTER
Breska stjórnin
Thatcher
heigull?
Svíar deila um Suður-Afríku-stefnu
Frá Birni Guðbrandi Jónssyni í
Svíþjóð.
Sænska ríkisstjórnin virðist nú
eiga erfitt með að verja afstöðu
sína til viðskiptabanns á Suð-
ur-Afríku. Hér einsog víða um
heim er spurningin um algjört
viðskiptabann að verða mikið
hitamál. Munurinn er hinsvegar
sá að almenningur útum heim
bjóst ef til vill við annarskonar
afstöðu sænsku ríkisstjórnarinn-
ar en til að mynda hinnar bresku
og bandarísku.
Ingvar Carlsson forsætisráð-
herra lýsti því yfir um daginn að
sænska stjórnin teldi óráðlegt að
ganga til liðs við Norðmenn og
Dani um að lýsa yfir algeru við-
skiptabanni á Suður-Afríku.
Þessi yfirlýsing hefur í sænskum
fjölmiðlum þótt lítilsigld og lítt í
samræmi við hefðbundna sænska
utanríkisstefnu, og er Carlsson
nú harðlega gagnrýndur af fólki
Moskvu - 31. júlí. Verð á áfengi
verður hækkað á morgun i
Sovétríkjunum um 20-25% og
er þetta liður í hinni miklu her-
ferð gegn áfengisbölinu sem
farin hefur verið í landinu und-
anfarna mánuði.
Glúsjkof, yfirmaður Verð-
Ingvar Carlsson forsætisráð-
herra: Hvað hefði Olof Palme
gert?
innan og utan flokks síns, og
meðal annars hefur Desmond
Tutu, biskup í Suður-Afríku, lýst
vonbriðgum sínum.
Sovétríkin
lagsnefndar ríkisins, komst svo
að orði í dag, að baráttunni fyrir
algáðu þjóðfélagi yrði haldið
áfram með því að draga úr
áfengisframleiðslu, hækka verð á
vodka og vínum og fækka útsölu-
stöðum.
Aftonbladet, sem er hallt undir
krata, hefur á miðvikudag eftir
Tutu á forsíðu að Ingvar Carlsson
sé heigull, og eftir Winnie Mand-
ela er haft að hin nýlátni forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, Olof Palme,
hefði aldrei látið hafa eftir sér
neitt í líkingu við yfirlýsingar
Carlssons. Ahrifamenn innan
Jafnaðarmannaflokksins leggja
einnig hart að forsætisráðherran-
um að breyta um stefnu og benda
á að forsætisráðherra jafnaðar-
manna í Svíþjóð sé að lenda í
þeirri skömm að vera á sama báti
og erkiafturhaldið í kringum Re-
agan og Thatcher. Helstu blöð
jafnaðarmanna, svo sem Afton-
bladet og Arbetet, gera harða
hríð að Carlsson, og víst er að
karlinn verður að taka sig á, ef
sænsk utanríkisstefna á ekki
undir hans forystu að blikna svo
að hún verði marklaus í framtíð-
inni.
Flaska af vodka hefur nú um
hríð kostað sjö rúblur, en algengt
mánaðarkaup er 180-200 rúblur.
A móti þessum verðhækkun-
um kemur að lækkað verður verð
á barnafötum, skófatnaði, úrum,
mótorhjólum og loðskinnum.
er enn
andvíg
refsi-
aðgerðum
London - 31. júlí. Á ríkis-
stjórnarfundi í dag samþykktu
ráðherrar breksa íhaldsflokks-
ins „einum rómi“ að styðja
Margaret Thatcher í þeirri af-
stöðu, að ekki skuli reyna að
þvinga Suður-Afríkustjórn til
að láta af kynþáttakúgun með
efnahagsleguna refsiaðgerð-
um.
Þykir þetta súrt í brotið fyrir
Howe utanríkisráðherra sem
fékk hina snautlegustu meðferð
hj á Botha forseta á dögunum. Og
herma fréttir að verulegur á-
^ffeiningur sé uppi milli Thatcher
forsætisráðherra og utanríkis-
ráðherrans um það, hvert fram-
hald skuli vera á máli þessu.
Howe hefur látið í ljós þá
skoðun, að nú sé ekkert annað
framundan en samstillt átak Evr-
ópuríkja um að beita minnihluta-
stjórn hvítra manna refsiaðgerð-
um.
Bornar hafa verið til baka
fregnir tim að Howe ætli að segja
af sér vegna þessa ágreinings.
Vodkað hækkar um fjórðung
Föstudagur 1. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9