Þjóðviljinn - 01.08.1986, Síða 15

Þjóðviljinn - 01.08.1986, Síða 15
ÍÞRÓTTIR Ragnar Ólafsson GR lékágætlega í dag og er enn þremur höggum á undan Fjórar góðar. Karen Sævarsdóttir í 5. sæti, Guðfinna Sigurþórsdóttir móðir Karenar, Jóhanna Ingólfsdóttir 3. sæti og næsta manni. Mynd: E.ÓI. Steinunn Sæmundsdóttir í 1. sæti. Fatlaðir Tveir Islendingar á Heimsleikana Heimsleikar fatlaðra íþrótta- manna verða haldnir í Gautaborg 3.-17. ágúst. ísland sendir tvo keppendur, þá Hauk Gunnars- son, sem kcppir í frjálsum íþrótt- um og Jónas Oskarsson, sem keppir í sundi, en þeir hafa báðir staðið sig mjög vel að undan- förnu. Alls munu um eitt þúsund keppendur frá 38 þjóðum taka þátt í þessum Heimsleikum, en þeir eru þeir fyrstu sem haldnir eru. Keppt verður í sundi, frjáls- um íþróttum og bogfimi. Þjálfarar og fararstjórar verða þau Erlingur Jóhannsson og Anna K. Vilhjálmsdóttir. Haukur keppir í 100, 200 og 400 metra hlaupum og eru mestar vonir bundnar við 400 metrana. Jónas keppir í 100 metra bringusundi, 100 metra skrið- sundi, 100 metra baksundi og 200 metra fjórsundi. Baksundið hef- ur verið sérgrein Jónasar og ætti hann, ef allt gengur vel, að geta náð langt þar. Þeir Jónas og Haukur hafa staðið sig mjög vel að undan- förnu, Haukur kom með tvenn bronsverðlaun heim af síðustu Ólympíuleikum og Jónas ein silf- urverðlaun. -Ibe. Brosandi á leið á heimsmótið, f.v. Haukur Gunnarsson, Erlingur Jóhannsson þjálfari og Jónas Óskarsson. Ljósmynd: Ari. Golflandsmótið Ragnar enn efstur eftir 36 holur Steinunn efst íkvennaflokki. Ögmundur og Sigríður unnu Í2. flokki og Högni Í3. flokki Eftir 36 holur í meistaraflokki er Ragnar Olafsson efstur í karla- flokki með 149 högg og Steinunn Sæmundsdóttir er efst í kvenna- flokki með 170 högg. Ragnar er sá eini í hópi 6 efstu sem ekki bætti sig. Hann fór brautina á 75 höggum. Úlfar Jónsson náði besta árangri í gær, fór brautina á 74 höggum og bætti sig um fjögur högg. Staðan í meistaraflokki eftir annan dag: 1. Ragnar Ólafsson GR 149 2. Úlfar Jónsson GK 152 2. Magnús Jónsson GS 152 4. Sigurður Pétursson GR 154 5. Sveinn Sigurbergsson GK 156 5. Jón H. Guðlaugsson NK 156 Steinunn Sæmundsdóttir komst í efsta sætið í meistara- flokki kvenna, en hún bætti sig um 8 högg og Ásgerður Sverris- dóttir komst úr 4. sætinu í 2. sæt- ið, en hún bætti sig um 10 högg. Staðan í meistaraflokki kvenna eftir annan dag: 1. Steinunn Sæmundsd. GR 170 2. Ásgerður Sverrisd. GR 172 2. Jóhanna Ingólfsd. GR 172 4. Ragnhildur Sig.d. GR 175 5. Karen Sævarsd. GS 180 Staðan í fyrsta flokki karla: 1. Jóhann R. Kjerbo GR 159 2. Þorbjörn Geirharðss. GS 161 3. Gunnlaugur Jóhannss. GK 162 4. Guðmundur Bragas. GG 163 Staðan í fyrsta flokki kvenna eftir annan dag: 1. Alda Sigurðard. GK 168 2. Ágústa Guðmundsd. GR 189 3. Aðalheiður Jörgensen GR 192 4. Guðrún Eiríksd. GR 197 Úrslit í 2. og 3. flokki í gær var seinasti dagurinn í 2. flokki karla og kvenna, og 3. flokki karla. Hörkukeppni var í 2. flokki karla og þurfti tvo bráð- bana til að skera úr um röð efstu manna. Ögmundur Ögmundsson sigraði Lúðvík Gunnarsson og Bernharður Bogason sigraði Tómas Baldvinsson. Lokastaðan í öðrum flokki: 1. Ögmundur Ögmundss. GS 334 2. Lúðvík Gunnarss. GS 334 3. Bernharð Bogas. GE 336 4. Tómas Baldvinss. GG 336 5. Jón P. Skarphéðinss. GS 338 Lokastaðan í öðrum flokki kvenna: 1. Sigríður B. Ólafsd. GH 389 2. Björk Ingvarsd. GK 397 3. Kristine Eide NK 400 4. Gerða Halldórsd. GS 401 5. Guðbjörg Sigurðard. GK 415 Lokastaðan í þriðja flokki karla: 1. Högni Gunnlaugss. GS 342 2. Rúnar Valgeirss. GS 350 3. Jóhannes Jónss. GR 352 4. Guðmundur Guðmundss. GR 353 5. Hjörtur Kristjánss. GS 354 Mótið hefur gengið mjög vel það sem af er, og er öll skipulagn- ing með ágætum. Flokkar með hærri forgjöf hafa runnið mjög hratt í gegn og þess má til gamans geta að í 3. flokki karla voru slegin alls 23.276 högg. - Ibe. Föstudagur 1. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.