Þjóðviljinn - 01.08.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.08.1986, Blaðsíða 16
Fðstudagur 1. ágúst 1986 171. tðlublað 51. árgangur Fasteignir Hækkunar að vænta Práttfyrir nýjar reglur léttist greiðslubyrði ekki nema hjá hluta húskaupenda. Hliðarráðstafanir um skammtímalán og greiðslukjör? r Inýútkomnum Fréttum frá Fast- eignamati ríkisins segir Stefán Ingólfsson að búast megi við hækkun á fasteignaverði í haust. í grein Stefáns kemur fram að fasteignaverð er nú eitt hið lægsta í fimmtán ár og sala lítil á fyrri- hluta árs. í kjölfar nýrra ákvæða á útlánareglum Húsnæðisstofn- unar megi búast við verðhækkun á fasteignamarkaði. Þá segir Stefán að lánsfjár- aukning við hinar nýju reglur nýt- ist sennilega ekki sem skyldi vegna þeirrar háu útborgunar sem hér er lenska, - og spáir því að greiðslubyrði muni ekki léttast nema hjá takmörkuðum hópi kaupenda, þar sem aðgerðirnar í húsnæðismálum snerti ekkert bankalán og eftirstöðvalán. „Hinar nýju reglur koma ein- stökum þjóðfélagshópum mis- jafnlega til góða“, segir í grein Stefáns. „Kaupgeta fólks sem er að kaupa sína fyrstu eign og hefur full lánsréttindi mun sennilega aukast frá því sem verið hefur. A hinn bóginn er óljóst hvernig þær reynast kaupendum sem hafa á undanförnum árum keypt sér íbúðir en þurfa nú að stækka við sig. Þeirra lánsréttur er skertur í hinu opinbera lánakerfi, lítil lán verður framvegis að hafa frá líf- eyrissjóðunum og hlutur banka- stofnana er óljós“. Eigi að ná þeim markmiðum sem stefnt var að með laga- breytingum í vetur verður, sam- kvæmt Stefáni, að koma til hlið- arráðstafanir, sem einkum snerti skammtímalán og greiðslukjör. - m. Ekki vantar hugmyndaflugift hjá skátahreyfingunni um þessar mundir, iöndum þátt í landsmóti skáta '86 í Viðey. Um 1000 manns eru í eyjunni og hafa frekar en fyrri daginn. í vikunni stofnuðu þeir nýtt lýðveldi í Viðey. Viðey er þau getað baðað sig í sólskini allt frá því að nýja lýðveldið var stofnað. Viö lokuð almenningi á meðan é mótinu stendur eða fram yfir verslunarmanna- vonum að svo verði áfram, ennánarverðursagtfrálandsmótiskátaíGlætunni helgi. Öll eyjan er undirlögð af skátum í leik og starfi og var allt iðandi af lífi og í dag. Ljósm. Ari. . , fjöri þegar Þjóðvjtjinn heimsótti hið nýja lýðveldi í gær. - Alls taka skátar frá 15 Sjá GlŒtU blS. 7-8. Vestmannaeyjar 3ja mflna landhelgi? Elías Björnssonformaður Jötuns: Þegar togbátar erufarnir að veiða svo nœrri landi að maður heldur að þeir séu strandaðir, þá erþörfá3ja sjómílna landhelgi umhverfis Vestmannaeyjar essi hugmynd er ekki ný. Henni hefur oft skotið upp áður, þótt aldrei hafí orðið neitt úr því að fá hana framkvæmda. Ég held hinsvegar að ef ein- hugur væri um það hjá Vestmannaeyingum að fá 3ja mflna landhelgi umhverfis eyjarnar, þá yrði trauðla fyrir- staða hjá stjórnvöldum. Persónu- lega er ég hlynntur hugmyndinni, því að þegar svo er komið, að Sprengisandur bátarnir eru farnir að veiða svo nærri landi að maður heldur að þeir séu strandaðir, þá er þörf á landhelginni, sagði Elías Björns- son formaður Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um þá hugmynd að setja 3ja mflna land- helgi umhverfis Vestmannaeyj- ar. Varir við þreytu Hlaupararnir koma til Reykjavíkur á mánudag Við erum að koma í Þjórsárdal- inn, sagði Árni Kristjánsson, einn hinna vösku langhlaupara sem nú hafa senn hlaupið þvert yfir hálendi íslands. Þegar Þjóðviljinn náði sam- bandi við Árna var stund milli stríða. Þeir félagar höfðu þá lagt að baki á þriðja tug kflómetra og voru í þann veginn að leggja af stað til að Ijúka þeim 40 kflómetr- um sem þeir hafa einsett sér að hlaupa dag hvern. Árni kvaðst ekki neita því að þeir kapparnir væru orðnir svo- lítið þreyttir, en það kæmi einna helst í ljós á morgnana þegar þeir færu af stað. Þá væru þeir nú dá- lítið aumari en dags daglega. Aðspurður hvort þeir væru á einhverju sérfæði sagði Árni að svo væri ekki, hins vegar þyrftu þeir að drekka nokkrum lítrum meira en þeir væru vanir. Einnig þyrftu þeir að bera áburð á fæt- urna til að þeir þyldu þetta álag, en vegalengdin sem þeir hlaupa jafngildir einu maraþonhlaupi á dag. Venjulega hlaupa þeir „að- eins“ 10-15 kílómetra á dag. Áætlað er að hlaupararnir komi til Reykjavíkur næstkom- andi mánudag og ljúki þessu ein- stæða afreki á Lækjartorgi um kl. Elías sagði að útgerðarmenn hefðu verið andvígir þessari hug- mynd, enda væri það svo að litlu togskipin sem eru á milli 16 og 20 væru togandi uppí harða landi. Stjórntæki þessara skipa væru orðin svo fullkomin að þau kæm- ust mun nær en áður var, og mætti segja að þessi skip fóru orðið yfir hvað sem er. Þá benti E1 as á að það væri verið að friða firði og flóa og hvers vegna skildi þá landgrunnið við eyjarnar ekki vera friðað? Hann vildi engu spá um hvort alvara yrði úr því að fá hugmynd- inni hrint í framkvæmd, en sagð- ist þó vona að svo yrði. - S.dór. Helgin Straumur tilEyja Mikillfjöldifer í Þjórsárdal, Þórsmörk og Galtalæk Það er greinilegt af öllu að straumur ferðafólks um helgina liggur á þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum. Svo til uppselt er í allar ferðir Herjólfs og Smyrils, og stanslaus loftbrú er til Eyja. Tíu ferðir voru farnar í gær á vegum Flugleiða og í dag verða alls 15 ferðir farnar. Samkvæmt upplýsingum frá BSÍ eru töluvert margar ferðir til Þorlákshafnar en þaðan fara Herjólfur og Smyr- ill, en einnig er mikill straumur fólks í Þjórsárdal og í Þórsmörkina. Fjöldi fólks fer í Galtalæk og vestur í Skeljavík, en aðalstraumurinn virðist vera til Eyja. Að sögn Þórs Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra þjóðhátíðar- nefndar getur Herjólfsdalur tekið við um 10.000 manns og Vestmannaeyingar eru við öllu búnir. Stórsveit handknattleiks- liðs ÍBV sér um öryggisgæslu og að auki verður Hjálparsveit skáta á svæðinu til þess að líta eftir því að allt fari vel fram. Mikið af Eyjatjöldum er komið í dalinn og sagðist Þór aldrei hafa séð slíkan fjölda af þeim áður. Smyrill fer eina ferð að austan og að sögn Engilberts Gíslasonar hjá Ferða- skrifstofu Vestinannaeyja þá virðist svo vera að þeir sem áður hafi stundað Atlavíkurhátíðina ætli allir til Eyja. - vd. Afvopnun Friðar- vika í Mexíkó Undirbúningsfundir leiðtogastefnu hefjast ídag I dag hefjast í Mexíkóborg fundir nefndar sem undirbýr stefnu sex leiðtoga afvopnunar- ríkja í bænum Ixtapa 6. ágúst, á Hírósímadaginn. Þar hittast Gandhi frá Indlandi, Alfonsin frá Argentínu, Carlsson frá Svíþjóð, Papandreou frá Grikklandi, Ny- erere fyrrverandi forseti Tansan- íu og de la Madrid frá Mexíkó. í undirbúningsnefndinni á sæti meðal annarra Ólafur Ragnar Grímsson sem formaður fram- kvæmdanefndar alþjóðlegu þing- mannasamtakanna PGA, Parli- amentarians for Global Action, en þau samtök eiga stóran hlut að bandalagi þjóðarleiðtoganna sex um afvopnunarmál. Vænst er frá fundi leiðtoganna nýrra tillagna um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, en þeir hafa und- anfarið þrýst á kjarnorkuveldin að taka upp slíkt bann. Auk fundahalda verða í Mex- íkó ýmsar samkomur og hátíðir í næstu viku leiðtogunum til stuðn- ings og til minningar fórnarlamba fyrstu kjarnorkusprengjunnar. - m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.