Þjóðviljinn - 06.08.1986, Síða 1

Þjóðviljinn - 06.08.1986, Síða 1
1936-1986 ÞJOÐVILJINN 50 ARA 6 ágúst 1986 miðviku- dagur 174. tölublað 51. árgangur IÞROTTIR VIÐHORF HEIMURINN ►að var mikið fjér á útiMHum um helgina og þesai myrnl var teton á þ)éÉhití6 í iyjum þegar menn voru at gera sig klára fyrir Stuðmannatoatiið í Herjólfsdat. Mynd Ari. Verslunarmannahelgin Fjör um allt land Um 25.000gestir voru á skipulögðum hátíðum. Alltfór vel fram. 10.000 í Vestmannaeyjum og 6000 í Galtalœk. Brennukóngurinn í Eyjum brenndist Utihátíðir um landið gengu stórslysalaust fyrir sig um helgina. Flest var í Vestmannaeyjum, á milli 10- 11.000 manns og að sögn Þórs Vil- hjálmssonar formanns þjóðhátíð- arnefndar var minna annríki í sjúkratjaldinu en áður miðað við mannfjölda og höfðu læknar þar plástrað og tekið spor í um 170 manns á laugardeginum. Sigurður Reimarsson, brenn- ukóngur Eyjamanna síðastliðin 30 ár, varð þó fyrir því óhappi að brenna sig í andliti og á höndum þegar hann kveikti í brennunni á föstudaginn. Búið var að hella olíu á köstinn og gekk Sigurður of nálægt honum til að kasta kyndli á hann. Hann er nú á sjúkrahúsi en er á batavegi. Á Gauknum, útihátíð í Þjórs- árdal, voru um 3000 gestir og í Galtalæk komu um 6000 manns, mest fjölskyldufólk en þó meira af unglingum en verið hefur. Þetta var í 19. sinn sem bindindis- mót var haldið í Galtalæk en það 27. af þeim mótum sem templar- ar hafa staðið fyrir. Á útihátíð Faralds að Laugum komu um þúsund manns og er það heldur minna en vonast var eftir að sögn Eggerts Þorleifs- sonar. Vestfirðingar fjölmenntu í Skeljavík við Hólmavík og töldu mótshaldarar að þangað hefðu komið um 15-1600 manns, þrátt fyrir gleymsku sjónvarpsmanna þegar þeir veittu öllum öðrum hátíðum ókeypis auglýsingu í þættinum „Unglingarnir í frum- skóginum" fyrir helgi. Skeljavík- urhátíðin fór vel fram og sagðist Matthías Lýðsson lögregluþjónn vilja koma á framfæri þakklæti fyrir hönd lögreglunnar til vestfirsku unglinganna sem voru Kvennaathvarfið Borgin borgar Reykjavíkurborg greiddi 300 þúsund krónur til Samtaka um kvennaathvarf í síðustu viku og hefur þá greitt að mestu þá upp- hæð sem samþykkt var á fjár- hagsáætlun fyrir þetta ár. Greiðslan kom í kjölfar viðræðna fulltrúa samtakanna við borgar- yfirvöld í síðustu viku. Samtökin hafa sótt um aukafjárveitingu frá borginni. Guðrún Jóhannsdóttir starfs- maður athvarfsins sagði í samtali við blaðið í gær að þessar 300 þús- und krónur færu beint í rekstur athvarfsins, en áður hefur safnast talsvert fé til viðgerða á húsnæð- jnu eins og kunnugt er. Þær Sigríður Stefánsdóttir, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Helga Árnadóttir bæjarfulltrúar á Akureyri lögðu í síðustu viku fram tillögu í bæjarstjórn um að Akureyrarbær greiddi athvarfinu 100 þúsund króna styrk vegna fjárhagsörðugleika þess, en til- Iögunni var vísað í bæjarráð. Mjög skiptar skoðanir munu hafa verið um styrkveitinguna í bæjar- stjórninni. Bæjarstjóm Garðabæjar hefur samþykkt aukafjárveitingu til at- hvarfsins að upphæð 30 þúsund krónur. Vitað er að nokkur sveitarfélög að auki íhuga nú að styrkja starfsemina. Þá hefur konunum borist stuðningur víða að frá einstak- lingum og félögum, m.a. frá Há- teigskirkju, sem greiddi 50 þús- und krónur. -«g Kasparoff vann að hans sögn „framúrskarandi skemmtilegt fólk.“ Ferðafólk fjölmennti víðar á landinu, 300 manns voru í Bjark- arlundi, um 2000 í Atlavík og svipað á Þingvöllum. Sjá bls. 6-7 'vd- Fjórða skákin í heimsmeistara- einvíginu fór í bið á mánudags- kvöldið en Karpoff gafst upp í gær án þess að tefla frekar. Kasparoff tefldi miðtaflið mjög vel og urðu biskupar hans meiri og sterkari en aðrir menn á borð- inu. Flann hefur nú hlotið 2Vz vinning en Karpoff l'/2 vinning. Næstu skák á að tefla í dag en skáksérfræðingar í London töldu ekki ósennilegt að Karpoff tæki sér frí eftir hrakfarirnar í fjórðu skákinni. -jt Sjá bls. 2 Mjólkurbú Flóamanna Framleiðsla minnkar um fimmhing Mjólkurframleiðslan dróst saman um 22.8% í júlí. 4.08% samdráttur í landsframleiðslu fyrstu sex mánuði ársins. Grétar Símonarson: Sé ekki fram á mjólkurskort Mjólkurframleiðsla hjá Mjólk- urbúi Flóamanna á Selfossi dróst saman um 22.8% í júlímánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn nam 14.6% í júní. Hins vegar hefur mjólkurfram- leiðsla á landinu aukist um 1.8%. Það sem af er þessu verðiagsári, sem lýkur um næstu mánaðamót. „Það er gífurlegur samdráttur og ég á ekki von á að hann verði minni nú í ágúst. En hins vegar gerum við ráð fyrir að ástandið batni með nýju verðlagsári og ég er ekki svo svartsýnn að ég sjái fram á mjólkurskort," sagði Grétar Símonarson mjólkurbús- stjóri á Selfossi í samtali við blað- ið í gær. Mikill samdráttur hefur einnig orðið á síðustu mánuðum hjá Mjólkursamlagi KEA. Að sögn Þórarins Sveinssonar mjólkur- samlagsstjóra varð 9.8% sam- dráttur í júlí, en framleiðslan hef- ur minnkað um 7.42% frá ára- mótum miðað við sömu mánuði í fyrra. Eiríkur Davíðsson hjá fram- leiðsluráði landbúnaðarins sagði í gær að samdráttur á landinu öllu hafi verið 14.77o í júlí miðað við júlí 1985. Fyrstu sex mánuði árs- ins var samdráttur í mjólkurfram- leiðslu landsmanna 4.08%. Ef á hinn bóginn er miðað við verð- lagsár, sem hefst 1. september, hefur framleiðslan aukist um 1.8% eins og áður segir. Samkvæmt reglugerð um bú- mark ábyrgist ríkið fulla greiðslu til bænda á 107 miljónum mjólkurlítra á þessu verðlagsári. Nú þegar hafa verið framleiddir 101.5 miljónir lítra og átti Eiríkur von á að framleiðslan færi tals- vert fram yfir 107 miljónir lítra. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.