Þjóðviljinn - 06.08.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.08.1986, Blaðsíða 2
FRFTTIR Ríkisspítalarnir Óánægja með ráðuneytið að hefur verið það mikil óá- nægja meðal starfsfólks allra ríkisspítalanna með kjaramál á þessu ári og því síðasta að það hefur valdið verulegum truflun- um á rekstri þeirra, sagði Símon Steingrímsson framkvæmda- stjóri tæknisviðs ríkisspítalanna í samtali við blaðið „Þessa óánægju sem hefur komið út í verkföllum og vinnu- stöðvunum má rekja til ónógra launa og að mínu mati þjónar þetta ráðstjórnarfyrirkomulag í samningamálum ekki hag spítal- anna“, sagði Símon. „Spítalarnir hafa alltaf lagt á það mikla á- herslu að greiða hjúkrunarfræð- ingum í fullu starfi betri laun en þeim sem eru í hlutastörfum og eins að greiða deildarstjórum betur en þetta hefur ekki hafst í gegn. Frá sjónarmiði spítalanna þá þjónar fjármálaráðuneytið ekki hagsmunum þeirra og ástæðan sem gefin er upp er sú að þjóna verði hagsmunum allrar heildarinnar. Það er nauðsynlegt að hraðar sé brugðist við þegar horfir til vandræða en gert er í þessu miðstýrða kerfi og æskilegt væri að hægt væri að liðka til, til dæmis í síðustu kjaradeilum. Reynsla undanfarinna ára sýnir að það þarf að sinna ákveðnum starfshópum innan heilbrigðisstéttarinnar meira en' gert hefur verið og það er mikið áhyggjuefni í heilbrigðisþjónust- unni að ekki hafa fleiri en raun ber vitni innritast í hjúkrunar- fræðinganám. Sú grein stendur ekki nógu vel í samkeppni við aðrar starfsgreinar og það má rekja mikið til kjaranna sem eru ekki nógu góð, og einnig til þess að þar sem þetta er kvennastétt þá er eftirsóknin ekki eins mikil og áður því konur hafa úr miklu fleiri valkostum að velja“, sagði Símon Steingrímsson. -vd. Hver var að tala um gúrkutíð? Hallgrímskirkja 40 ára verki lokið Vœntanlega vígð 26. október. Enn hefur orgelinu ekki verð valinn staður í kirkjunni Að því er nú stefnt að vígsla Hallgrímskirkju á Skólavörðu- hæð geti farið fram þann 26. okt. n.k. Yrði það þá daginn fyrir miningardag Hallgríms Péturs- sonar en minningarguðsþjónusta I um hann hefur jafnan farið fram í Banaslys Hrapaði til bana Það hörmulega slys varð síð- degis á sunnudag að 27 ára gömul ensk kona hrapaði til bana í Tóar- fjalli í Dýrafirði. Konan var á ferð með tveimur vinkonum sín- um og voru þær að reyna að klífa upp á brún fjallsins þegar kon- unni skrikaði fótur og hrapaði um 100 metra niður á klettasyllu í fjallinu. Björgunarsveitin á Þingeyri fór á staðinn ásamt lækni og einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til. Konan var látin þegar að var komið og er talið að hún hafi látist samstundis. -vd kirkjunni þann 27. okt. Æfing- arnar eru nú að hefjast á þeirri tónlist, sem flutt verður við vígsl- una. Nú um verslunarmannahelgina hefur hópur sjálfboðaliða unnið að því að taka niður uppslátt og bera út úr kirkjunni. Unnið verð- ur að því áfram af ýtrasta kappi svo að sem mestu megi verða lok- ið þegar vígslan fer fram. Enn hefur ekki verið ákveðið hvar hinu mikla orgeli sem áformað er að kaupa, verður va- linn staður í kirkjunni. Hafa ýms- ar hugmyndir komið fram um það, að sögn Harðar Áskels- sonar, organista kirkjunnar. Varla væri nokkur einn staður í kirkjunni, sem ótvírætt bæri af öðrum. A þetta verkuðu margir þættir og myndi sá staður endan- lega verða valinn, sem sameinaði flesta kosti og næði mestum og bestum heildaráhrifum. Hinsveg- ar gerði formið á kirkjunni það að verkum, að hljóðdreifingin ætti að verða jöfn og góð. Fjörutíu ár eru nú liðin, síðan hafist var handa við kirkjubygg- inguna. Athygli vekur, að þar hefur aldrei orðið vinnuslys og er sú mildi með ólíkindum þegar þess er gætt, að slík slys hafa hent við ýmsar byggingar, sem smærri eru í s.niðum og slysahætta ætti að vera minni. -mhg Hörður Áskelsson, organisti, leikur að jafnaði á önnur hljómborð en þaO, sem rtann hefur hér hendur á. Mynd: EÓL HRAUN ÓTRÚLEG ENDING HRAUN - FÍNT hefur mjög góöa viðloöun viö flest byggingarefni og hleypir raka auöveldlega í gegnum sig. Mikiö veörunarþol — stórgóö ending. SEMEMTSOHArr «*’* Glæsilegur sigur Kasparoffs Kasparoff tefldi afar vel í fjórðu skákinni en Karpoff var í linara lagi. Byrjunin var Nimzo- indversk vörn, sem hefur dugað KasparofT svo vel gegn Karpoff, en hún snérist raunar fljótlega yflr í Enskan leik. Staðan opnað- ist Kasparoff í hag og gerðust biskupar hans þá mikilvirkir. Riddarar KarpofTs náðu engri fótfestu og má skákin teljast klassískt dæmi um yfirburði bisk- upa yfir riddara. Eftir drottn- ingakaup kom upp endatafl þar sem Kasparoff vann peð. Bið- staðan var vonlaus fyrir Karpoff svo hann kaus að gefast upp bar- áttulaus. Hvítt: Kasparoff Svart: Karpoff 1. d4 - Rf6 7. Bg2 - d5 2. c4 - e6 8. Db3 - Bxc3 3. Rc3 - Bb4 9. bxc3 - Rc6 4. Rf3 - c5 10. cxd5 - Ra5 5. g3 - cxd4 11. Dc2 - Rxd5 6. Rxd4 - 0-0 í næstu leikjum snýst viður- eignin um c-peð hvíts. Staðan er opin svo biskupar hvíts koma til með að njóta sín ef ekkert er að gert. Svart vantar góðan reit undir riddara á miðborðinu og í því skyni hefði komið til greina að drepa á d5 með peði (exd5). Hann hafði þá stakt peð á d5 en hvítur bakstætt peð á c3. Ef svart- ur gæti nú komið riddara sínum fyrir á c4 stæði hann ekki illa. Hvítur getur ekki leikið peðinu áfram nú því eftir 12. c4 Rb4 13. Dc3 Dxd4 vinnur svartur mann. En hvítur á öflugan leik. 12. Dd3 - Bd7 Ekkigekkl2.... Dc7vegnal3. Rb5 Dc6 14. Ba3 He8 15. Rd6 Hd8 16. c4 og hvítur vinnur. 13. c4 - Re7 14. 0-0 - Hc8 15. Rb3 - Rxc4 16. Bxb7 - Hc7 17. Ba6 - Re5 Hvítur teflir mjög vel og færir sér í nyt að svartur á enga fótfestu á miðborðinu fyrir riddarana. Hvítu biskuparnir eru mjög að- gangsharðir og ef þeir fá liðsinni hrókanna verður fljótt um svart. Karpoff tekst nú að ná upp- skiptum á hvítreita biskupun- um. 18. De3 - Rc4 22. Bxc8 - Rdxc8 19. De4 - Rd6 23. Hf-dl - Dxd3 20. Dd3 - Hc6 24. Hxd3 - He8 21. Ba3 - Bc8 25. Ha-dl - f6 Þótt svartur hafi létt nokkuð á stöðunni þá á hann í miklum erf- iðleikum. Hvítur hótaði m.a. Hd8 og eru þá kóngur svarts og riddari illa settir í borðinu. Hvít- ur hirðir nú fyrst peðið á a7. 26. Rd4 - Hb6 27. Bc5 - Ha6 28. Rb5 - Hc6 Ekki gekk 28. ... Hxa2 vegna 29. Rc7 Hf8 29. Rxe6 He8 30. Rc7 Hf8 31. He3 og svartur tapar minnst skiptamun. 29. Bxe7 - Rxe7 30. Hd7 - Rg6 31. Hxa7 - Rf8 32. a4 - Hb8 Taflið er vonlítið á svart. Hon- um tókst að koma í veg fyrir að hvítur gæti tvöfaldað hrókana á 7. reitaröðinni en hann á ekkert mótspil til að vega á móti peðinu. Næstu leikir voru leiknir í nokkru tímahraki og eru ef til vill ekki sem nákvæmastir. 33. e3 - h5 36. Hc3 - Hb-c8 34. Kg2 - e5 37. Hxc6 - Hxc6 35. Hd3 - Kh7 38. Rc7 - Re6 Eftir riddarakaup væri alls ekki einfalt að vinna hróksendataflið. 39. Rd5 - Kh6 40. a5 - e4 Hér fór skákin í bið en Karpoff gafst upp án þess að tefla frekar. Eina von hans um mótspil væri að leika riddaranum til g5 og f3 og hróknum upp í borð hjá hvíti. Þá hótar hann þráskák. Hvítur léki því best 41. h4 (til að taka g5- reitinn á riddaranum) og síðan kemur hrókurinn til e7 eða b7, riddarinn fer til b4 og eftir það rennur frípeðið upp. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.