Þjóðviljinn - 06.08.1986, Qupperneq 3
Hvalaviðrœðurnar
Slitnaði
uppúr
eftir fyrsta
fundinn
Halldór Asgrímsson
sjávarútvegsráðherra
á heimleið eftir einn
fund með Baldridge
viðskiptaráðherra
Bandaríkjanna
Svo virðist sem Haildór Ás-
grímsson sjávarútvegsráðherra
hafi farið erindisleysu til Banda-
ríkjanna, því þær fréttir bárust
frá Bandaríkjunum í gærkveldi
að Halldór væri á heimleið eftir
einn fund með Baldridge við-
skiptaráðherra Bandaríkjanna.
Fyrir hádegi í gær ræddust
embættismenn þjóðanna við en
eftir hádegið hittust svo Halldór
og Baldridge. Þótt litlar fréttir
bærust af fyrri fundi þeirra, þar
sem samkomulag náðist um að
skýra ekki frá því sem gerðist var
Ijóst að ekkert hafði þokast á
þeim fundi. Eftir fundarhlé hitt-
ust þeir svo aftur ráðherrarnir og
að loknum síðari hálfleik ákvað
Halldór Ásgrímsson síðan að
halda heim til íslands.
Ljóst er því að til tíðinda getur
dregið á næstu dögum í hvala-
deiiunni því farf Halldór heim til
Islands í dag má segja að hann
hafl lagt mikið á stöðuna, eins og
skákmenn segja. Nánari fréttir af
því sem gerðist á þessum fundi í
gær, ættu að liggja fyrir í dag.
-S.dór/m
Vesturland
Ékkert
síma-
samband
Bilanir á tækjabúnaði Pósts og
síma urðu þess valdandi í gær að
víða varð símasambandslaust á
vesturlandi frá norðanverðu
Snæfellsnesi og allt vestur á Isa-
Qörð.
Um hádegisbilið bilaði sjálf-
virka símstöðin í Stykkishólmi og
náðist þá ekki samband um
norðanvert Snæfellsnes.
Skömmu síðar rofnaði svo sam-
band við Patreksfjörð, Bíldudal
og hluta ísafjarðar. Viðgerðar-
menn voru sendir vestur með var-
ahluti og var ekki gert ráð fyrir að
sambandsleysi myndi vara ýkja
lengi.
Hörgárdalur
Bílslys
Skera varð þakið af
bifreiðinni til að ná
ökumanninum út
í gærkveldi varð bílslys við bæ-
inn Efri-Rauðalæk í Hörgárdal,
þegar bifreið með tveimur
mönnum í fór útaf veginum og
valt. Skera varð þakið af bifreið-
inni til að ná ökumanninum út en
bæði hann og farþeginn voru
fluttir á sjúkrahús. Meiðsli þeirra
eru ekki talin alvarleg.
Talið er að ökumaðurinn hafi
sofnað undir stýri enda langt að
kominn og þarna er vegurinn
beinn og sléttur, sem er það hætt-
ulegasta þreyttum ökumönnum.
Hvorugur bflverja var í bflbelti.
-yK
Rafmagn
Alltaf á næsta ári
Ekkert rafmagn í Hvítanessi í Ögurhreppi. Kostar rúmar tvœr milljónir,
samþykkt í Orkuráði en peningana vantar. Sýslunefndin af stað
að kostar rúmar tvær miljón-
ir að leggja rafmagn í bæinn
Hvítanes í Ogurhreppi, og þótt
allir séu boðnir og búnir flnnast
ekki peningar til verksins. Sýslu-
nefnd Norður-Isafjarðarsýslu
hefur nú ályktað um þetta og
reynt að þoka rafmagnsmáli
Hvítanesmanna frammávið með
bréfaskriftum, meðal annars til
Byggðasjóðs.
Sigríður Hafliðadóttir hús-
freyja á Hvítanesi sagði Þjóðvilj-
anum að þeim á Hvítanesi væri á
hverju ári sagt að rafmagnið
komi á næsta ári og væru þau
Kristján bóndi orðin langþreytt á
loforðunum. Á Hvítanesi er ljós-
avél, dýr í rekstri, og brátt komið
að því að hana þarf að endurnýja,
- „og það er illmögulegt fyrir
okkur að fjárfesta í nýrri ljósa-
vél“ sagði Sigríður. „Við fáum ol-
íustyrk, sem reyndar hefur ekki
hækkað í fleiri ár, en þetta er
miklu dýrara en rafmagnið.“
Rafmagn er komið í alla bæi í
Djúpi nema Hvítanesi, Eyri í
Seyðisfirði og í Uppsali til Bóbós.
Sýslunefndin fjallaði sérstak-
lega um Hvítanesrafmagn á fundi
í júlí, og í fréttatilkynningu frá
henni eru áréttaðar kröfur um að
rafmagni verði komið tafarlaust í
Hvítanes, og bent á að það sé afar
mikilvægt að þessi bær haldist í
byggð, ekki síst með tilliti til ör-
yggis í samgöngum, - en Hvíta-
nes er eini bærinn milli Ögurs og
Eyrar en þar á milli eru tveir firð-
ir langir, Skötufjörður og Hest-
fjörður. Á Hvítanesi eru 7 kýr og
um 200 fjár.
Kristján Haraldsson Orkubús-
stjóri Vestfirðinga segir þá félaga
reiðubúna til að rafvæða Hvítan-
es, - það kosti hinsvegar rúmar
tvær milljónir, og ekki verði að-
hafst fyrr en það fé er tryggt.
Orkuráð rafvæðir sveitir úr
Orkusjóði. Þar á bæ hefur verið
samþykkt að leggja rafmagn í
Hvítanes, en peningar hafa þó
ekki verð ætlaðir til verksins, og
þar við situr.
Við þessa frétt úr Djúpi er rétt
að bæta að Sigríður á Hvítanesi
segir tíð góða, fólk á kafi í hey-
skap, en spretta frekar léleg.
„Annars er það orði svo í þessum
landbúnaði að það má helst ekki
framleiða neitt, við erum til dæm-
is búin að selja alla þá mjólk sem
við megum fram að fyrsta sept-
ember“ sagði húsfreyjan í Hvít-
anesi.
-m
Slökkviliðið var lengi að slökkva allan eld í heyinu og var enn að þegar þessi mynd var tekin, rúmum 10 klukkustundum eftir að eldsins varð fyrst vart.
Mynd: -yk.
Svalbarðsströnd
Fjós og hlaða bmnnu
Aðfararnótt laugardags kvikn-
aði í útihúsum við bæinn Sólberg
á Svalbarðsströnd og brann bæði
fjós og hlaða ásamt 1000 hestum
af heyi.
Það var um klukkan 3 um nótt-
ina sem vegfarandi varð var við
að það rauk úr hlöðu við Sólberg
og vakti hann Ara Jónsson bónda
og lét hann vita. Árni hringdi
þegar á slökkviliðið á Akureyri.
Þegar slökkviliðið kom á staðinn
hafði eldur blossað upp í hlöðu-
nni og tókst hvorki að bjarga
hlöðu né fjósi frá eyðileggingu.
Hinsvegar náði slökkviliðið að
verja minkahús sem var sam-
byggt við hlöðuna.
Talið er að eldurinn hafi kvikn-
að vegna ofhitnunar í heyi.
Um 10 minkar drápust af völd-
um eldsins og einn kálfur sem var
inni í íjósinu. Aðrir nautgripir
voru úti og sakaði ekki.
Húsin og heyið voru skyldutr-
yggð en ekki er enn vitað að hve
miklu leyti tryggingin bætir tjón-
ið. -yk
Hólmavík
Oh/unarakstur olli slysum
Þrjú umferðaróhöpp vegna ölvunaraksturs og reykinga við stýri
rjú umferðarslys urðu í ná-
grenni Hómavíkur um helg-
ina og er orsök þeirra allra ölvun
við akstur og reykingar við stýri.
Á fimmtudag varð árekstur
skammt norðan við Hólmavík og
eyðiiögðust báðir bflarnir. í öðr-
um bflnum voru hjón og var kon-
an í belti sem forðaði henni frá
miklum meiðslum en hún mun
hafa rifbeinsbrotnað. Eiginmað-
ur hennar var ekki í belti og liggur
nú á spítala, Landspítalanum, al-
varlega slasaður og á fyrir hönd-
um að minnsta kosti 6 vikna legu.
í hinum bflnum voru þrír menn
og var ökumaður hans kærður
fyrir meinta ölvun við akstur.
Hann ók á 90 kflómetra hraða á
vegi þar sem lögreglan á Hólma-
vík telur að 40 kílómetra hraði sé
hæfilegur. Allir voru í beltum og
ökumaður og farþegi í framsæti
sluppu með minniháttar meiðsl.
Verr fór fyrir farþeganum í aftur-
sætinu en hann er talinn hafa
kastað sér til hliðar þegar hann sá
hvað verða vildi, fengið beltið
þvert yfir kviðinn án stuðnings
við öxl og hlaut þess vegna mjög
alvarleg meiðsli innvortis. Hann
lá enn á gjörgæslu á sunnudag.
Annað óhapp varð á aðfara-
nótt laugardags þegar dauða-
drukkinn unglingur ók útaf vegi
og gjöreyðilagði bflinn en slapp
að mestu ómeiddur. Þriðja
óhappið varð á sunnudag þegar
stúlka ók fram af 10 metra háum
kanti ofan í gil en slapp ómeidd
þar sem bfllinn fór aldrei af hjól-
unum. Orsök óhappsins var sú að
stúlkan var að kveikja sér í síga-
rettu við stýrið.
-vd.
Miðvikudagur 6. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3