Þjóðviljinn - 06.08.1986, Page 4
LEIÐARI
Hírósíma, - aldrei aftur
í dag er sjötti ágúst, og þess er minnst með
ýmsum hætti um allan heim að þennan dag árið
1945 var fyrstu kjarnorkusprengjunni varpað á
borgina Hírósíma í Japan. Minnst er fórnar-
lamba þessarar árásar, og fórnarlamba
Nagasakí-sprengjunnar þrem dögum síðar,
bæði þeirra sem létust samstundis, þeirra sem
lengur þjáðust og þeirra sem enn í dag bera
merki návígis við sprengjurnar tvær.
Það fólk japanskrar ættar sem meðal annars
var minnst við Tjörnina í Reykjavík í gærkvöldi
er auðvitað ekki merkilegra en það fólk annað
sem látist hefur í styrjöldum. Hinsvegar hafa
hörmungarnar í Hírósíma og Nagasakí fyrir
fjörutíu og einu ári fyrir okkur nútímamenn sér-
stakt tákngildi. Atburðirnir mörkuðu tímamót í
mannkynssögunni, þau tímamót að það er
undir núlifendum komið hvort sú saga verður
áfram skrifuð.
Svokallaðarframfarir við vopnasmíð hjá þeim
þjóðum sem helst fara fyrir á síðari hluta tuttug-
ustu aldar hafa sí og æ aukið kjarnorkuhættuna.
Og með annarskonar vísindum vitum við nú enn
ger en áður hvernig kjarnorkustyrjöld getur farið
fram og hvað bíður þeirra sem úr kæmust á
löngum helvetri.
Afleiðingar Tsérnóbíl-slyssins hafa nýlega
verið okkur smátt dæmi um að jörðin öll er eitt
land í tilliti kjarnorkunnar, og um að við íslend-
ingar á heimshjara erum engu óhultari en þær
þjóðir sem við töldum hingaðtil standa næstar
vettvangi.
Dagurinn í dag er ekki einungis minningar-
dagur. Hann er líka alþjóðlegur baráttudagur,
gegn kjarnorkuvopnum, gegn hefðbundnum
vígvélum, og gegn styrjöldum. Sprengjan í Híró-
síma markaði okkur nefnilega ekki síst þau
tímamót að mönnum skildist að ábyrgð um stríð
og frið er ekki einkamál stórvelda, ekki einkamál
fáeinna leiðtoga. Ábyrgðin er okkar allra, og af
þessari staðreynd hafa sprottið fram hreyfingar
þess fólks sem reynir að taka saman höndum
yfir landamæri, hugmyndafræðileg mörk og
hagsmunaágreining, reynir að ná samstöðu í
átt til varanlegs friðar.
Okkur gleymist stundum að í friðarmálum er
sótt fram í litlum skrefum. Okkur finnst stundum
að fundir okkar, ávörp, samkomur, greinar og
ræður séu hjóm eitt, fáfengileg athöfn og hjá-
kátleg í samanburði við þá ógn sem sífellt vex af
vopnabúrum stórveldanna. Gleymum því þó
ekki á slíkum stundum að það er ekki síst hinni
samfelldu hreyfingu þessara funda, ávarpa,
samkoma, greina og ræðna að þakka að þrátt
fyrir þjáningar og hörmungar hefur sagan frá
ágúst 1945 ekki endurtekið sig.
Það er líka þessari samfelldu hreyfingu að
þakka að í dag hefst í bænum Ixtapa í Mexíkó
merkur fundur leiðtoga sex ríkja sem hafa tekið
nýtt frumkvæði í afvopnunarátt með því að sam-
einast um afvopnunartillögur til risaveldanna
tveggja og annarra kjarnorkuvelda, og samein-
ast um að vera milligöngumenn í erfiðum sam-
ræðum stórveldanna um framtíð mannkyns. í
Mexíkó koma saman leiðtogar ríkja úr fimm álf-
um, ríkja sem hvert um sig er varla nema smá-
þjóð eða meðalþjóð á alþjóðakvarða, en saman
og með stuðningi heimsbyggðar gætu vísað
langan veg með litlum skrefum. Við fögnum
frumkvæði leiðtoga Indlands, Svíþjóðar, Tans-
aníu, Mexíkó, Grikklands og Argentínu og bíð-
um þess með raunsæislegri óþreyju að forystu-
menn stórvelda taki við sér. Fundur leiðtoganna
sex í Mexíkó er í dag merkasta minningarat-
höfnin um Hírósíma-sprengjuna og fórnarlömb
hennar.
En við höfum okkar verk að vinna hér heima,
okkar skref að stíga. Við eigum að halda áfram
samtengdri sjálfstæðis- og friðarsókn með því
að losa okkur við stórveldisher í landinu, og við
eigum að taka saman höndum yfir hafið um að
banna kjarnorkuvopn í okkar heimshluta. Og
við eigum að vera óhrædd við að taka frum-
kvæði í friðar- og afvopnunarmálum á alþjóða-
vettvangi. Fundurinn í Mexíkó í dag, 6. ágúst,
sýnir okkur ekki síst að smáar þjóðir geta leikið
stórt hlutverk hafi þær til þess þrótt og vilja. Og
ábyrgð þeirra er engu minni en hinna stærstu.
- m.
KUPPT OG SKORIÐ
Samkvæmni
Þingmenn kvarta stundum yfir
því, að virðing þeirra á meðal
Íandsmúgsins sé alltof lítil, og
hafi í rauninni snöggtum
minnkað frá því sem áður var.
Séu þó verðleikar þeirra ágætis-
manna sem nú verma hæg sæti við
Austurvöll öldungis jafn gildir og
forveranna. En auðvitað hafa
þingsetar skýringu á takteinum:
það eru þau pöróttu fól sem vinna
við fjölmiðlana, sérflagi dagblöð-
in, sem hafa undan þeim grafið
einsog svo mörgu góðu og gildu
sem aflaga fer í samtímanum.
Þetta hljómar auðvitað nokk-
uð hjárænulega. En í þessu er þó
á vissan hátt sannleikur fólginn,
en þó allur annar en sá er kvört-
unarsamir fulltrúar fólksins
hyggja. Staðreyndin er nefnilega
sú, að valdsmönnum og öðrum
sem baða sig í opinberu kastljósi
eru nú settar mun strangari
skorður um samkvæmni en áður
- og það eru einmitt fjölmiðlarnir
sem því valda.
Pólitíkusum hættir til nokkurr-
ar tækifærismennsku, - og er
enda viðhald tegundarinnar að
nokkru byggt á henni. Menn sem
lifa á atkvæðum eiga oft þann
grænstan að hvísla ljúflega í lítinn
hóp, og hafa þá uppi þann mál-
flutning sem fyrirfram er vitað að
fellur í bestan jarðveg í það og
það sinni. Það heitir víst „að
halda utan um“ kjósendur.
Maður-á-mann
Þetta geta menn gert giska
auðveldlega í návígi við kjósend-
ur. Þá er maður-á-mann aðferð-
inni beitt, og fár er til frásagnar.
En ekki á fundum, og alls ekki
þegar ritljón fjölmiðlanna eru
mætt á svæðið albúin að hremma
bráðina um leið og færi gefast.
Nútíma fjölmiðlun gerir þá kröfu
til stjórnmálamanna að þeir haldi
nokkurn veginn jafnvægi á hinni
hálu línu samkvæmninnar. Víki
Gunnar G. Schram a’
Framsóknarmenn að vera „opinn
í báða enda“ og þykir hrósvert í
þeirra sveitum.
„Endurgeiða bej
— - - •< Mr
oftekna skatófc*
- ótvíræð siðferðiieg skyida iðdsstjómarbnu \«V
.,Nú *.*r kí'miö i ijt«s að álagning
á wrwiaklinga hofur iyr-
ir fúnVtlífg mist-ök orðið tvV) nnlljón*
urn króua hmrrt t*n nió var f>nr
L'i.'rt i tjarlóirum þessa árs.” sKigði
(mnnar (J Schram. þingmaóur
SiailVta’öisflokksins. i viðtíiJi viö
DV.
Komió hff'ur i'ram aö Djoöliagó-
• tjú'nun .iætlaöi Íwkkun a takjum
manna tnilli ára um 8% minni (?n
raun.vaið ó.
„Það «*r ásuvðan fvrír Jiíswari
óva«ntu og frálfítu skattahækkun
jiar stor hópur manna iendir í
efeta skattþrapi.
Ég tc-i að ríkhwtjórninní beri því
fr’in skykfa til að endurgreiða þessa
luvkkun tekjuskotts. swn enginn
virtist hafn séð fyrir, þajtnig að a
ohnenning verði ekki Jagður hærrí
tekjuskattur en öórlóg gera ráð fyr-
ir. J’ess vegna á aðlækka tekjuskatt-
inn fram að árnmótum um þmr tx30
rnilljónir krona sem menn eru nú
otkrafðir um á skattaeðlum símtm.
I’að er ótvirteð síðferðileg skyldít
ríkisrtjómarínnar og i fullu sam
nemi við l'yrri fyrirheit. Lágmark^-
krafan hlvtur að vera sú að fólkið i
landínu berí ekki )ia*rri skatta m
fjáriöp gerðu rað tyrir. Skakkjan i
U’kiumati miJli ára er ckki jiví að
kenna og fyrír |kí skvkkju a ••kkiuó
refra akattlx>rgiiruni,“ sagði t.uimmr
Og hann hmtir v»V. ,.Og vit yfír alb ■
þjófafrilka tvkur jwð að evða hlutn
af hinu oftekna skatttV* iuðni
gn.:i<Vlur ;i kindakjoii."
-ADH
þeir útaf henní tekur ekkert ör-
yggisnet við einsog í öðrum sirk-
usum. Þeir falla beint til jarðar
einsog steinar, því fréttastofur
fjölmiðlanna sjá um að koma af-
leiknum samviskusamlega á vit
umbjóðenda viðkomandi stjórn-
málamanna, svo að segja sam-
tímis.
Á þetta ráku sig ráðherrar
Framsóknar í síðustu viku í
hvalamálinu svokallaða. Þeim
var auðvitað nokkur vorkunn.
Báðír aldir upp í stjórnmála-
flokki þar sem það þykir nokkur
fásinna að hafa yfirleitt skoðun á
því sem efst er á baugi hverju
sinni, og hendi sú ógæfa forystu-
mann úr þeim flokki að hafa
skoðun, þá verða þær yfirleitt
tvær í hverju máli. Þetta kalla
Denni og
Hvala-Dóri
En hvalamálið byrjaði með
miklum buslum af hálfu þeirra
Denna og Hvala-Dóra (en það
nafn fékk ráðherrann eftir að
hann fékk hvalina á sinnið og
gleymdi að það er ýmislegt fleira
sem þarf að hyggja að í sjávarút-
vegi en fyrirtæki Kristjáns Lofts-
sonar). „Óþolandi afskiptasemi
af hálfu Bandaríkjamanna,"
sagði forsætisráðherra og setti
upp vestfirska ygglibrún við blað-
amann DV. Hvala-Dóri hafði
uppi svipaða tóna.
Þjóðin gladdist við þetta.
Röggsemi af hálfu Framsóknar er
alltaf óvænt ánægja, - og þeim
mun óvæntari sem hér áttu
Bandaríkjamenn í hlut. En
Adam fólksins var ekki lengi í
paradís Framsóknar. Næstum því
á einni nóttu skiptu þeir Denni og
Hvala-Dóri um stefnu. Mennirn-
ir sem höfðu hæst um að íslend-
ingar myndu aldrei beygja kné
fyrir yfirgangi Kanans köstuðu
sér kylliflötum við fætur drottn-
aranna úr westri, bönnuðu hval-
veiðar hér við land næstum því
áður en fullljóst varð hvort um
einhverjar hótanir væri yfirleitt
Venjulegt fólk, sem hafði fyllst
gremju yfir yfirgangi Kananna
(sem flestir gerðu án tillits til þess
hvort menn voru á bandi græn-
friðunga eða Hvals hf) varð
auðvitað gersamlega krossbit.
Það gat á engan hátt skilið, að
mennirnir sem í fyrstunni vildu
sýna Könum hörku, þeir gáfust
án sýnilegs tilefnis upp á einni
nóttu fyrir hönd heillar þjóðar.
Til að kóróna farsann sagði svo
Denni forsætisráðherra í viðtali
við einn miðilinn að hann væri í
rauninni sammála fólki um að
réttara hefði nú verið að láta
reyna á hótanir Bandaríkja-
manna áður en veiðarnar voru
stöðvaðar. Þarmeð komst hann í
heilan hring og rímruglaður
pöpullinn á götunni spurði í för-
undran: „Hver ræður eiginlega í
ríkisstjórninni, íslenski forsætis-
ráðherrann eða bandaríski sendi-
herrann?"
Það er ósamkvæmni af þessu
tæi sem sviptir stjórnmálamenn
tiltrú.
Enn átakanlegra dæmi um ein-
mitt þetta var svo að lesa í við-
tölum við Gunnar G. Schram,
þingmann Sjálfstæðisflokksins á
Reykjanesi, eftir að ljóst var að
Þorsteinn flokksbróðir hans
hafði næstum upp á sitt eindæmi
hækkað skattbyrði fólks um
fimmtung. Á leið til Sauðárkróks
til að sitja þingflokksfund Sjálf-
stæðisflokksins sagði Gunnar G.
Schram, aldeilis hlessa á skatt-
gleði flokksbróður síns: „Ég tel
að ríkisstjórninni beri...bein
skylda til að endurgreiða þessa
hækkun tekjuskatts...“
Almenningur varð glaður við.
Loksins kominn upp þingmaður í
flokki Sjálfstæðisins sem þorði að
hafa skoðun. Kristján Thorlacíus
tók undir málflutning þing-
mannsins á baksíðu DV, degi síð-
ar. En sama dag, og á sömu blað-
síðu og Kristján Thorlacíus leggst
á sveifina Gunnars, er annað við-
tal við hinn hugumstóra þing-
mann Reyknesinga. Nú er hins
vegar annað hljóð í strokk Gunn-
ars G. Schram: „Ekkert svigrúm
til skattaleiðréttinga“.
Er nema von menn hafi fyrir-
vara á virðingu sinni fyrir fólki á
borð við þessa?
-ÖS
ÞJOÐVIIJINN
Máigagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs-
dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur-
dórSigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, VíðirSigurðsson (íþróttir),
Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrlta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlltstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir.
Augiýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Simvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgrelðslustjóri: Hörður Jónsson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Roykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
Helgarbiöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 450 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. ágúst 1986