Þjóðviljinn - 06.08.1986, Qupperneq 5
VHDHORF
Fljótum við sofandi að feigðarósi?
„Vér lifum á öld sérfræðing-
anna sem einblína hver um sig á
vandamál sinnar greinar án þess
að gera sér grein fyrir eða skeyta
um samband þeirra við heildina,
sem þau eru hluti af“. Þessi orð
Rachel Carson komu í huga minn
við lestur smá klausu í Morgun-
blaðinu 23. júlí sl.. Þar kemur
fram að Danir hafi bannað inn-
flutning á húsgögnum sem í er of
mikið af efninu formaldehyd. í
greininni kemur fram að ekkert
sé fylgst með þessu efni hér á
landi og eins að það stæði öðrum
nær heldur en húsgagnainnflytj-
endum þar sem formaldehyd væri
mikið notað sem rotvarnarefni.
Frá hollustuvernd ríkisins komu
þær upplýsingar að ekki væru til
nógu góð mælingartæki til að
greina formaldehyd.
Ég verð að viðurkenna að
þetta er ofvaxið mínum skilningi.
Þegar rætt er um eiturefni þá vill
enginn taka afstöðu, bera við að
ekki sé full sannað að efnin séu
hættuleg mönnum, eða vísa hver
á annan. Þessir sömu aðilar virð-
ast ekki vera í vafa þegar um nátt-
úruleg lyf eða bætiefni er að ræða
sem fjöldi fólks hefur þörf fyrir
og hjálpar því að halda heilsu í
þessari gerviefnaveröld sem
þrengir æ meir að okkur.
Nei, þá stendur ekki á því að
finna þeim allt til foráttu og salan
er stöðvuð samstundis.
í Morgunblaðinu 24. júlí er
haft eftir Ólafi Ólafssyni land-
lækni að 15 áf hverjum lOþúsund
látist af völdum aukaverkana
lyfja og eins að kostnaður lyf-
læknisdeilda vegna aukaverkana
lyfja geti numið 15-17 miljónum
króna á þessu ári.
Gerum við okkur í raun grein
fyrir hve þetta eru óhugnanlegar
staðreyndir? Ólafur segir enn
fremur að ekkert lyf sem fram-
leitt er í heiminum sé án auka-
verkana.
Sem betur fer er sá hópur fólks
alltaf að stækka sem gerir sér
grein fyrir því hve gerviefnin eru
hættuleg manninum. Þess vegna
er það ófyrirgefanlegt þegar
þessu fólki er meinað að hagnýta
sér þau náttúrulegu efni sem völ
er á meðan eiturefnin fá að flæða
inn í landið án eftirlits.
Bókin „Raddir vorsins þagna"
eftir bandaríska líffræðinginn
Rachel Carson var gefin út af AB
1965. Það er óhætt að segja að
það er mögnuð bók. Þegar ég las
þessa bók fyrir 20 árum síðan
hugsaði ég með mér „þetta er nú
heldur mikil svartsýni" en í dag sé
ég að Rachel Carson tók ekki of
djúpt í árinni. Því miður hefur sú
von hennar ekki ræst að maður-
inn bæri gæfu til að snúa þessari
óheillavænlegu þróun við áður en
í óefni væri komið.
Eitt af þeim fjölmörgu viðfangs-
Hrefna Magnúsdóttir skrifar
Reykur og sót hafafylgt okkur í gegnum ald-
irnaren eiturefnin, gerviefnin og geislarnir
semframleidd eru á rannsóknastofum um all-
an heim hafa aðeins fylgt okkur í u.þ. b. 40-50
ár og afleiðingarnar afþeim eru þegar orðnar
skelfilegar.
efnum sem Carson tekur fyrir í
bók sinni er efnið úretan. Vitað
er að úretan getur valdið krabba-
meini. Við rannsóknir á músum
hefur komið fram að sé þeim gef-
ið úretan fá þær Iungnakrabba og
ekki aðeins þær heldur einnig
ungar þeir sem þær ganga með. I
raun og veru komust ungarnir
ekki í snertingu við efnið nema í
móðurkviði, sem bendir til að
efnið hafi komist í gegnum leg-
kökuna.
í dag er úretan mikið notað,
ekki aðeins sem skordýraeitur
heldur einnig í ýmsar efnavörur
eins og plast, lyf, dúka og ein-
angrunarefni. í ljósi þessara stað-
reynda er líklegt að eins geti farið
fyrir móður og barni ef móðirin
kemst í of mikla snertingu við úr-
etan.
Ef við lítum á fleiri atriði úr
bók Carson þá segir hún m.a.:
„Leiðin til krabbameins getur
einnig verið óbein í þeim skiln-
ingi að efni, sem ekki er krabba-
meinsvekjandi í venjulegum
skilningi, raskar eðlilegri starf-
semi einhvers líffæris þanriig að
afleiðingin verði krabbamein.
Dæmi um það er krabbamein í
æxlunarfærum, sem virðist vera í
einhverju sambandi við misvægi í
kynhormónum: þetta misvægi
getur stundum verið afleiðing
þess að eitthvað hefur haft þau
áhrif á lifrina að hún getur ekki
lengur stjórnað magni kynhorm-
ónanna í blóðinu. Klórsambönd
kolvatnsefna eru einmitt í hópi
þeirra efna, sem geta á þennan
hátt orðið óbeint völd að krabba-
meini, því að þau eru öll að ein-
hverju leyti eitruð fyrir lifrina.
Kynhormónarnir eru vitaskuld
alltaf til staðar í líkamanum og
gegna því nauðsynlega hlutverki
að örva vöxt í sambandi við æxl-
unarfærin. En líkaminn á í fórum
sínum stilli, sem gætir þess að
ekki safnist of mikið fyrir af
þeim, það er lifrin sem heldur
réttu jafnvægi milli karl- og
kvenkynhormónanna (báðar
gerðir myndast í líkömum beggja
kynja, en misjafnlega mikið). En
þetta getur lifrin ekki, ef skortur
er á B-vítamínum í líkamanum.
Þegar svo er safnast fyrir óeðli-
lega mikið af estrogenum
(kvenkynshormónum) í líkaman-
um.
Hvaða áhrif hefur það? Um
það höfum vér næga vitnneskju,
að minnsta kosti í dýrum. Við til-
raunir, sem gerðar voru í lækna-
rannsóknastofnun Rockefellers,
kom í ljós, að kanínur, sem voru
með skemmda lifur af völdum
sjúkdóms, fengu margar leg-
krabba, sem talið var að myndast
hefði af því að lifrin gat ekki
lengur gert estrogenin í blóðinu
óvirk, svo að þau náðu því magni
að valda krabbameini. Víðtækar
tilraunir á músum, rottum, mar-
svínum og öpum sýna, að estro-
gengjöf í langan tíma (ekki endi-
lega mikið) hefur valdið
breytingum í vefjum æxlunarfær-
anna, „í sumum tilfellum góð-
kynjuðum, en í öðrum tilfellum
illkynjuðum æxlum“. Æxli í nýr-
um hafa verið framkölluð í
hömstrum með því að gefa þeim
estrogen.
Enda þótt læknar séu ekki
sammála um það, að svipaðra á-
hrifa gæti gætt hjá mönnum, er
margt sem styður þá skoðun. Af
150 legkrabbatilfellum, sem
læknar við Royal Victoria spítala
McGillháskólans rannsökuðu,
fundu þeir óeðlilega mikið est-
rogen í blóðinu hjá tveim af
hverjum þrem sjúklingum. Af 20
legkrabbasjúklingum, sem síðar
voru rannsakaðir, voru 18 með of
mikið estrogen í blóðinu.
Það þarf enginn að segja mér
að sú mikla ofnotkun á hormón-
um í dag, t.d. í getnaðar-
varnarpillum, hafi ekki áhrif á
konur, það tekur að vísu lengri
tíma heldur en hjá dýrum, það er
líka að koma á daginn að krabba-
mein í konum er alltaf að aukast.
Læknar segja okkur að það sé
vegna aukinna reykinga - „þetta
minnir á strákinn sem kallaði úlf-
ur, úlfur, en svo var enginn úlf-
ur“. Það er á hreinu að reykur og
sót hafa fylgt manninum frá því
að eldurinn var fundinn upp og
formæður okkar ólu allan sinn
aldur í hlóðareldhúsunum í reyk
og sóti, að vísu voru aðeins nátt-
úruleg efni notuð við brennsluna,
héldu sinni frjósemi meðan þær
voru á barneignaaldri og skiluðu
henni áfram til næstu kynslóða.
Það er ekki aðeins að krabbam-
ein sé að aukast hiá konum held-
ur eykst ófrjósemi hröðum skref-
um og þar eru ekki öll kurl komin
til grafar enn.
Já, reykur og sót hafa fylgt
okkur í gegnum aldirnar en eitur-
efnin, gerviefnin og geislarnir
sem framleidd eru á rannsóknar-
stofum um allan heim hafa aðeins
fylgt okkur í u.þ.b. 40-50 ár og
afleiðingarnar af þeim eru þegar
orðnar skelfilegar. Ef við lítum á
þróunina þessi ár þá tökum við í
röð krabbamein, ofnæmi, sykur-
sýki, hjartasjúkdóma og að lok-
um síðasta stigið, sem réttilega
hefur verið nefnt eyðni.
í gegnum bók Rachel Carson
gengur lifrin eins og rauður
þráður vegna þess að öll efni sem
líkaminn kemst í snertingu við
fara í gegnum hana. Lifrin er
fullkomnasta efnaverksmiðja
sem til er og meðan hún þurfti
aðeins að vinna úr náttúrulegum
efnum sem hún gjörþekkti og var
hönnuð til að sjá um var allt í lagi.
Eftir að maðurinn fór að búa til
ný efni eftir pöntun með því að
breyta sameindunum, efnum svo
gjörólíkum því sem áður hefur
þekkst að náttúran getur hvorki
umbreytt þeim eða eytt, þá segir
það sig sjálft að lifrin hlýtur að
lenda í miklum vanda. Og svarið
við þeim vanda er eyðni, líkam-
inn eyðir sjálfum sér.
í bókinni gerviefnin sem AB
gaf út árið 1967 segir: „Öldum
saman var maðurinn háður nátt-
úrunni um öflun efnis til húsa,
fata og tækja. Nú hefur hann snú-
ið sér til efnafræðinnar og fær
gerviefni, sem oft eru betri en
náttúrulegu efnin“.
Það er spurning fyrir hvern
þessi efni eru betri. Neðar á sömu
blaðsíðu: „Gerviefnanna bíður
framtíð, sem er eins ótakmörkuð
og snilli þeirra manna, sem skapa
þau“.
Nú er það svo að snilli hugans
er háð því að orkustöð líkamans
sé í lagi, aftur á móti getur líkam-
inn starfað án hugans. Maðurinn
er farinn að líta á sig sem guð með
því að búa til nýjan heim, heim
gerviefna, og þó að alltaf séu að
koma í ljós fleiri sannanir fyrir
því að þessi heimur er ekki
lífvænlegur þá neitar hann að
viðurkenna að honum hafi mis-
tekist. Það nýjasta er að konur
sem vinna við tölvuskjái eigi á
hættu fósturlát og eins að fóstur-
skaðar aukist til muna. Ef
geislarnir hafa svo mikil áhrif á
fóstur, sem er mjög vel varið í
líkama konunnar, hvaða áhrif
hafa þeir þá á konuna sjálfa?
Ég ætla að vitna áfram í bók
Rachel Carson þar sem hún segir:
„í stuttu máli má segja að þau rök
sem styðja þá skoðun, að skor-
dýraeitur geti óbeint valdið
krabbameini, eru reist á þeirri
staðreynd, að þau valda tjóni á
lifrinni og skorti á B-vítamínum,
sem hvort tveggja hefur í för með
sér ofvöxt estrogena, sem líkam-
inn framleiðir sjálfur. Við þau
bætast svo gerviestrogen, sem vér
komumst nú í vaxandi mæli í
snertingu við - í fegrun-
arsmyrslum, lyfjum og matvæl-
um og í sambandi við ákveðnar
atvinnugreinar. Þegar öll þessi
áhrif koma saman, er full ástæða
til að óttast þau“.
Til þess að snúa þessari þróun
við verðum við að viðurkenna að
okkur hefur mistekist að bæta
sköpunarverk guðs. í staðinn
fyrir að krabbameinsvekjandi
efnum hafi verið útrýmt aukast
þau ár frá ári. Fæðið er að mestu
gerilsneytt, rotvarið og litað, að
ekki sé talað um sykurneysluna
sem er óhugnanleg. Það má segja
að börn og unglingar lifi nánst á
gosdrykkjum og sælgæti. Það
væri sannarlega þörf á því að
setja aðvörunarmerkingar á þess-
ar vörur, eins og t.d. ofneysla
sykurs eykur hættuna á syícur-
sýki, ofnæmi, krabbameini og
hjartasjúkdómum. Vatns- og
loftmengun eykst einnig hröðum
skrefum. Frá stóriðjum og út-
blæstri bíla myndast koltvíildi
sem kemur til baka í súru regni
sem er að eyða skógum á norður-
hveli jarðar að ógleymdri kjarn-
orkunni sem virðist vera að vaxa
manninum yfir höfuð. Byggingar
og styttur sem staðið hafa ó-
skemmdar gegnum aldirnar eru á
síðustu árum að molna niður.
Eins er að fara fyrir mannslíkam-
anum, gervilíffæraiðnaðurinn
eykst með hverju ári og með
sama áframhaldi verður ekki
langt í að við verðum vélmenni
með plastæðar.
En er velmegunin svokallaða
ekki of dýru verði keypt ef við
verðum að gjalda hana með líf-
inu?
Hrefna Magnúsdóttir er húsmóð-
ir í Mosfellssveit.
Sveittir
lögregluþjonar?
Mig langar að koma því á fram-
færi að það hlýtur að vera mjög
þreytandi fyrir lögregluþjóna
landsins að þurfa að hafa ein-
kennishúfu á höfðinu að sumar-
iagi.
Ég náði tali af nokkrum þeirra,
og þeir segja allir að'það sé erfitt
að vera með einkennishúfi á
höfðinu að sumarlagi, þeir svitni
svo mikið á höfðinu. í flestum
löndum er sá háttur hafður á að
lögreglumerkið er haft fyrir ofan
brjóstvasann á einkennisbún-
ingnum, en þá ganga lögreglu-
menn þar allir berhöfðaðir, enda
ólíkt þægilegra að sumarlagi.
Er ekki von á breytingum á
þessu hérna í samræmi við önnur
lönd?
Unnur Jónsdóttir, miðill.
FRA LESENDUM
Miðvikudagur 6. égúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5