Þjóðviljinn - 06.08.1986, Side 13
Sænskar
hersveitir taka væntanlega við
af frönskum í gæsiuliði Sam-
einuðu þjóðanna í Líbanon að
sögn talsmanna sænska hers-
ins. Frönsku hersveitirnar
verða til haustsins og hafa
embættismenn hjá SÞ beðið
Svía að taka við og senda 600
hermenn til Líbanon. Ákvörð-
un verður tekin á ríkisstjórnar-
fundi á morgun.
Hess
situr enn í Spandau-fangelsi
92 ára gamall. Kohl kanslari
Vestur-Þýskalands hefur beð-
ið um að honum verði sleppt úr
hatdi af heiisufars- og mann-
úðarástæðum og sent þessa
bón bréflega til fangavarð-
anna: Reagans, Gorbatsjoffs,
Mitterands og Thatchers, leið-
toga hernámsveldanna í
Þýskalandi. Hingaðtil hafa So-
vétmenn staðið gegn öllum
slíkum hugmyndum.
Aquinostjórnin
á Filippseyjum hóf í gær við-
ræður við leiðtoga vinstrisinn-
aðra skæruliða á eyjunum.
Landbúnaðarráðherra stjórn-
arinnar, Ramon Mitra, sagði að
viðræðurnar yrðu óformlegar
og væri líklegt að rætt yrði um
vopnahlé og önnur megin-
atriði. Leiðtogar skæruliða á
fundinum eru Satur Ocampo
og Antonio Zumel, báðir blað-
amenn að starfi. Hersveitir
skæruliða, sem oftast eru kall-
aðir kommúnistar í frétta-
skeytum, telja um 16.500
manns. A síðasta ári létust að
minnsta kosti fimm þúsund
manns í bardögum milli
skæruliða og stjórnarhers.
Karólína
prinsessa í Mónakó eignaðist í
gær annað barn sitt, stúlku
sem heitin verður Charlotte.
Móðurinni, sem er 29 ára,
heilsast vel að sögn fréttaskýr-
enda þar í landi.
Forseti
Túnis, Habib Bourgiba hélt
uppá 83 ára afmæli sitt á sunn-
udaginn með sundspretti í
sjónum eftir að hafa verið af-
hent blys af æskulýðssendi-
nefnd sem í var meðal annars
Mohamed Gammoudi lang-
hlaupari. Blysið á að tákna
ótvíræða forystu forsetans
sem heldur embætti til dauða-
dags.
ítalskir
konungssinnar hafa sótt tii
saka erfingja Umbertos, síð-
asta konungs á Ítalíu. Samtök
konungssinna telja að þeir hafi
ekki greitt til samtakanna það
sem þeim ber samkvæmt
erfðaskrá konungsins. Sam-
tökin krefjast þess að erfingjar
konungs, fimm að tölu, greiði
sér sem nemur um 50
milljónum íslenskra króna.
Meðal erfingjanna lögsóttu er
Vittor Emmanuel, sem kon-
ungssinnarnir telja réttkjörinn
konung í Róm.
Hundar
eru í tísku í Bombay í Indlandi.
Fyrirtæki í borginni hefur aflað
sér leyfis hjá borgaryfirvöld-
um til að safna saman
skinnum þeirra um 150 hunda
sem drepast daglega í borg-
inni og búa til úr skinnunum
bindi og handtöskur.
Brasilíumenn
og kínverjar hafa samið um að
skjóta upp gervihnetti til sam-
eiginlegra veður- og auðlind-
arannsókna. Hnettinum verð-
ur skotið á loft í Kína. Kostnað-
urinn, um 240 milljónir ísl. kr.,
verður borinn jafnt af aðilum.
Kínverjar hafa nú skotist inná
gervihnattamarkað sem kanar
og vesturevrópumenn hafa
einokað hingaðtil, en sú einok-
un varð fyrir skakkaföllum
þegar slys varð í geimskutl-
unni bandarísku og annað í
Ariane-flauginni.
HEIMURINN
Suður-Afríka
Thatcher fellst á aðgerðir
Samveldisleiðtogar sammála um að vera ósammála, en Thatcherféllst á takmarkaðar
efnahagsaðgerðir ífyrsta sinn. Vestur-Þjóðverjarfylgja sennilega á eftir
London - Fundi leiðtoga sjö af
49 ríkjum Breska samveldisins
lauk um helgina með því að
fundarmenn ákváðu að „vera
sammála um að vera ósam-
mála“ einsog það var orðað í
fréttaskeytum, - gáfu út sam-
eiginlega yfirlýsingu þarsem
lýst var afstöðu aðila til efna-
hagsaðgerða gegn Suður-
Afríku, annarsvegar afstöðu
breska forsætisráðherrans,
hinsvegar leiðtoga hinna ríkj-
anna sex, Kanada, Ástralíu,
Zambíu, Zimbabwe, Indlands
og Bahamaeyja. Þar lýsir
Thatcher því ylir að hún sé
loks reiðubúin til efnahagsað-
gerða gegn stjórninni í Suður-
Afríku, þótt hún gangi engan
veginn eins langt og hin ríkin
sex.
Breska stjórnin, sem hingað til
hefur staðið gegn efnahagsað-
gerðum gegn kynþáttamismunun
í Suður-Afríku, féllst í samþykkt-
inni á að banna strax nýjar fjár-
festingar Breta í Suður-Afríku og
banna allar auglýsingar um ferða-
mennsku í landinu. Að auki
skuldbatt Thatcher sig til að
standa ekki í vegi fyrir þeim að-
gerðum sem Efnahagsbandalags-
löndin hyggjast ákveða um miðj-
an september.
Hin samveldislöndin sex urðu
sammála um miklu víðtækari að-
gerðir, sem vænta má að önnur
samveldislönd taki þátt í. Kveðið
er á um flugbann á Suður-Afríku,
bann við nýjum fjárfestingum,
við innflutningi landbúnaðar-
vöru, innflutningi úrans, kola,
járns og stáls frá landinu og einn-
ig urðu leiðtogarnir sammála um
að leggja niður flestar ræðis-
mannsskrifstofur sínar þar.
í sameiginlegri yfirlýsingu frá
fundinum var tekið fram að
leiðtogarnir mundu halda áfram
fullri þátttöku í samstarfi sam-
veldislandanna, en fyrir fundinn í
London var búist við að Kenneth
Kaunda Zambíuleiðtogi mundi
draga ríki sitt úr samtökunum ef
ekki yrði full eining um harðar
aðgerðir. Sú úrsögn hefði getað
dregið nokkurn dilk á eftir sér
fyrir Samveldið og bresk áhrif í
þriðja heiminum, - og hefur síð-
ustu vikur ekki annað verið rætt
meira en teikn frá konungshöll-
inni bresku um að þar yrði ekki
glaðst yfir járnfrú sem klyfi sam-
veldið.
Mulroney forsætisráðherra
Kanada sagði eftir fundinn að úr-
slit hans bæru vott um alvarlega
hreyfingu á afstöðu Breta. Sama
hreyfing væri uppi í Bandaríkjun-
um, og væntanlega fylgdu
Vestur-Þjóðverjar og aðrir á
eftir.
Þrátt fyrir aðgerðirnar hefur
breski forsætisráðherrann verið
harðlega gagnrýndur fyrir linku,
meðal annars af helstu fulltrúum
svarta meirihlutans í Suður-
Afríku. Þeir Rajiv Gandhi Ind-
landsforseti og Robert Mugabe
leiðtog Zimbabwe hafa báðir lýst
vonbrigðum sínum með að
Thatcher skyldi ekki ganga
lengra. Fyrir það hefur henni
hinsvegar verið hrósað í stjórnar-
hollu suður-afrísku útvarpi.
Aðstoðarutanríkisráðherra
Vestur-Þýskalands, Júrgen
Möllemann, lét í gær að því liggja
að Vestur-Þjóðverjar mundu
fylgja Thatcher eftir og ef til vill
yrðu Vesturlönd að ákveða enn
harðari aðgerðir. Úr stjórnarher-
búðum í Japan, sem er annar
mesti viðskiptavinur Suður-
Afríku, heyrðist í gær að Japanir
mundu fylgja samræmdri vest-
rænni stefnu um efnahagsaðgerð-
ir.
Fyrstu viðbrögð úr efna-
hagsgeiranum í Suður-Afríku eru
á þann veg að aðgerðir samveld-
islandanna muni reynast þung-
bærar, sérstaklega flugbannið, og
utanríkisráðherrann Pik Botha
tilkynnti strax í gær um efnahags-
legar hefndarráðstafanir gegn
nágrannalöndunum.
ERLENDAR
FRÉTTIR
BERGMANN /R E Ul E R
OPEC
Draga saman um fimmtung
Olíuverð tekur stökk eftir óvœnta samdráttarákvörðun OPEC-
ríkjanna. Gœtu náð fram mun hærra verði og auknum ítökum
Genf - Framleiðslusamband
olíuríkja, OPEC, eru nú talin
geta átt vænlegri daga í vænd-
um en síðustu ár hafa bent til
eftir að olíumálaráðherrar ríkj-
anna náðu í gær óvæntu
samkomulagi um fimmtungs-
samdrátt framleiðslu í að
minnsta kosti tvo mánuði.
Ákvörðunin markaði óvænt
lok á langri og strangri ráðstefnu
OPEC-ríkjanna í Genf, sem
frammá lokadag var talið líklegt
að endaði með óeiningu eins og
svipaðir fundir ríkjanna í tvö ár.
Tillaga um samdrátt í framleiðslu
kom frá fulltrúa íran og þótti sá
uppruni ráða úrslitum þarsem
framleiðslukröfur óvinaríkjanna
íran og írak hafa verið einn helsti
þröskuldur í vegi samkomulags.
Samkomulag ríkjanna gerir
ráð fyrir að heildarframleiðsla
minnki úr 20,3 milljónum tunna á
dag í 16,8 milljónir ekki síðar en í
byrjun september. Minnkandi
framboð leiðir að öðru jöfnu til
hærra verðs, og við fréttirnar um
einingu OPEC-ríkja tók olíuverð
á bandarískum mörkuðum 20%
stökk. Olíuverð hefur hraðlækk-
að undanfarin misseri og mánuði,
og var fyrir fundinn 9 dollarar
tunnan af Norðursjávarolíu en 30
dollarar í desember síð-
astliðnum.
Fyrstu viðbrögð Norðmanna,
sem eru í fremstu röð olíuútflutn-
ingslanda utan OPEC, voru að
þeir væru tilbúnir til að draga
einnig úr framleiðslu til að hækka
markaðsverð, og má búast við að
fleiri fylgi á eftir ef samkomulag
OPEC-ríkja heldur.
Fréttaskýrendur telja að fund-
urinn í Genf gæti orðið til þess að
OPEC-ríkin nái aftur að hluta
fyrri tökum á olíuverði og -mark-
aði.
Samkomulagið er talið koma
Sádí-Aröbum verst efnahagslega
af OPEC-ríkjum, en best hinum
fjölmennari og fátækari í hópi
þeirra, svo sem Alsír, Indónesíu
og Nígeríu.
Nicaragua
Ortega vill viðræður
Forseti Nicaragua heimsœkir Bandaríkin: Ekki kúbanskt módel
Chicago - Daniel Ortega forseti
Nicaragua hefur lýst vilja sín-
um til nýrra viðræðna við
stjórn Bandaríkjanna á grunni
friðarsáttmála sem hann hefur
samið ásamt Jesse Jackson
leiðtoga svertingja og fyrrver-
andi forsetaframbjóðanda.
Ortega er nú í óopinberri
viku heimsókn til Bandaríkj-
anna og skoraði á Bandaríkja-
stjórn til viðræðna úr höfu-
ðstöðvum mannréttindahrey-
fingar Jacksons í Chicago.
Forseti Nicaragua fer frjáls fer-
ða sinna um Bandaríkin þar-
sem löndin eiga ekki formlega
í styrjöld.
Ortega vill einnig viðræður við
önnur ríki Mið-Ameríku og við
Vatíkanið, - en þar er Nicaragua
í ónáð vegna presta í ríkisstjórn,
nýlegs brottrekstrar kaþólsks
biskups úr landi og stuðnings
sandínista við frelsunarguðfræði
sem vinsæl er í Suður-Ameríku
en miður í Róm.
Ortega hefur lýst því yfir í Am-
eríkuferð sinni að löndum sínum
sé engin þörf sérstaks stuðnings
frá Sovétríkjunum til að vega upp
á móti 100 milljón dollara aðstoð
Bandaríkjaþings við contra-
skæruliða; þjóðin sé ákveðin í að
verjast og vel búin, þar á meðal
sovéskum þyrlum sem notaðar
eru gegn contra-mönnum. For-
setinn segist í viðtali við Time
vera reiðubúinn að festa í samn-
ingum við Bandaríkjamenn að
ekki verði sovéskar herstöðvar í
Nicaragua, ekki sovéskir her-
menn, ekki sameiginlegar heræf-
ingar með Sovét. Hann neitar því
að andstaða Washington-
stjórnarinnar hafi gert
Nicaragua-menn háða Sovét eða
leitt þá til að stæla þjóðfélagsgerð
þar eystra. „Þetta er ekki kúb-
anska módelið," segir Ortega,
„við erum helst einsog mexíkan-
ska byltingin á upphafsskeiði
Helsinki
r
Sovétmenn og Israelar tala saman
Stjórnmálasamskipti sennilega tekin upp að nýju. Sovét með í taflinu fyrir botni Miðjarðarhafs
Moskva- Sovéskir og ísraelsk-
ir diplómatar hittast í Helsinki
17. ágúst til viðræðna um tak-
markað stjórnmálasamband
með ræðismannsskrifstofum.
Þetta staðfestu um helgina
talsmaður sovéska utanríkis-
ráðuneytisins og forsætisráð-
herra ísraels, Símon Peres.
Sovétríkin slitu stjórnmála-
sambandi við ísrael eftir sjödag-
astríðið 1967 ásamt fylgiríkjum
sínum öllum nema Rúmeníu, -
en Sovétmenn lögðu hinsvegar
blessun sína yfir sjálfa stofnun ís-
raelsríkis árið 1948. Tillaga að
viðræðum er sögð hafa komið frá
Moskvu, en auk konsúlata á ekki
að ræða opinberlega annað en
meðferð eigna rússnesku
orþódox-kirkjunnar í Jerúsalem
og rétt sovéskra borgara í ísrael.
Þessar viðræður eru þó taldar
geta verið fyrirborði um annað og
meira, Sovétríkin hafa lengi vilj-
að skapa sér sterkari stöðu fyrir
botni Miðjarðarhafs, og Gorbat-
sjoff hefur nýlega lagt til að frið-
arviðræður á þeim slóðum fari
fram á ráðstefnu sem fastaríkin
fimm í Öryggisráði SÞ, - Banda-
ríkin, Sovét, Kína, Frakkland,
Bretland-, héldu, og í gær sagðist
forsætisráðherra ísraels, Símon
Peres, ekki sjá neitt athugavert
við aukna þátttöku Sovétmanna í
Miðvikudagur
viðræðum á þessum slóðum. Sýr-
lendingar hafa verið helstir
bandamenn Sovétríkjanna fyrir
botni Miðjarðarhafs síðari ár.
Þá er því spáð að stefni Sovét-
menn að þokkalegri samskiptum
við ísraelsríki í framtíðinni muni
þeir verða sveigjanlegri um að
leyfa sovéskum gyðingum að
flytjast úr landi sem er ísraelsríki
opinberlega mikið kappsmál.
i. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13