Þjóðviljinn - 06.08.1986, Side 15

Þjóðviljinn - 06.08.1986, Side 15
! ÍÞRÓTTIR Frakkland Frakkarkaupa HM-stjörnur Franska félagið Brest hefur keypt tvær af stjörnum Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Brasilíumanninn Julio Cesar og Argentínumann- inn Jose Luis Brown. Julio Cesar á ekki beint góðar minningar um Frakkland, en eins og flestir muna var það einmitt hann sem misnotaði seinasta vítið gegn Frökkum í 8-liða úrslitum. Hann hlakkaði þó til að leika í frönsku deildinni og sagði franska knattspyrnu mjög líka þeirra brasilísku. Hann hafði áður fengið tilboð frá stóru liðun- um í Brasilíu s.s. Sao Paulo og ónefndu 1. deildarliði á Ítalíu. Hann kaus þó frekar að gera fimm ára samning við Brest. Jose Luis Brown er líklega þekktastur fyrir að hafa skorað fyrsta mark Argentínu í úrslita- leiknum við V-Þýskaland. Hann hafði áður fengið tilboð frá Val- encia á Spáni og Cologne í Þýska- landi. Alls munu því þrír leikmenn úr sigurliði Argentínu leika í frönsku deildinni sem hófst í gær. Þeir Julio Olitarcoecher mun leika með Nantes við hlið félaga síns Jorge Burruchaga sem var þar síðasta keppnistímabil. Forráðamenn Brest vildu ekki gefa upp kaupverðið á þeim Brown og Cesar, en sögðu verðið vera lægra en geta leikmannanna segði til um. -Ibe/Reuter. Bretland Butcher til Rangers Enski landsliðsmaðurinn Terry Butcher sem lék með Ipswich skrifaði um helgina undir samning við Glasgow Rangers. Kaupverðið var 725.000 pund eða 44 milljónir íslenskar krónur. Butcher sem er 27 ára lék mjög vei í Heimsmeistarakeppninni og var m.a. valinn í Heimsliðið. Hann er þriðji leikmaðurinn sem Graham Sounes kaupir síðan hann tók við í maí. Hann var áður búinn að kaupa markvörðinn Chris Woods frá Norwich og sóknarmanninn Colin West frá Watford. Þá er skoski landsliðsmaðurinn Richard Gough á leið til Eng- lands. Hann hefur farið fram á sölu frá Dundee United og vill spila á Englandi. Glasgow Ran- gers höfðu áhuga á honum, en stjórn félagsins kom í veg fyrir það. Líklegast er að hann fari til Tottenham. -Ibe/Reuter. Ítalía Skipta um þjálfara Azeglio Vicini þjálfari ítalska U-21 liðsins var um helgina skip- aður næsti þjálfari ítalska lands- liðsins. Hann tekur við af Enzo Bearzot sem hefur þjálfað ítalska liðið undanfarin 11 ár og fylgt þeim þrisvar í Heimsmeistara- keppnina þ.ám. árið 1982 þegar þeir urðu heimsmeistarar. Vicini tekur strax við, en Be- arzot óskaði eftir að hætta þegar samningur hans rann út eftir Heimsmeistarakeppnina. Vicini þjálfaði U-21 árs liðið í 10 ár með góðum árangri. Hann lék á sínum yngri árum með Sam- podoria og Vicenza. Ekki hefur verið nefnt hve lengi samningur- inn gildir, en líklega mun hann þó þjálfa ítalska liðið fram yfir Heimsmeistarakeppnina 1990. Fyrsti leikur Vicini er vináttu- landsleikur gegn Grikklandi í október. -Ibe/Reuter. Golflandsmótið Úifar og Steinunn sigmðu - í meistaraflokki. Ulfar yngsti íslandsmeistari frá upphafi. Jóhann og Alda sigruðu í 1. flokki Úlfar Jónsson GK, sigraði glæsilega í meistaraflokki karla á Golflandsmótinu sem lauk um helgina. Úlfar er aðeins 17 ára og er því yngsti íslandsmeistari frá upphafi. Steinunn Sæmundsdótt- ir átti góðan endasprett og sigraði í meistaraflokki kvenna. Úlfar var í öðru sæti tvo fyrstu dagana. Hann komst í fyrsta sæt- ið á þriðja degi og var þá tveimur höggum á undan Ragnari. Síð- asta daginn lék hann svo af öryggi og lék á 74 höggum, en Ragnar á 75. Ragnar Ólafsson var sá sem flestir spáðu sigri þegar mótið var hálfnað. Hann náði ekki að halda út og lenti því í 2. sæti. Frammistaða Gylfa Kristins- sonar GS vakti mikla athygli. Hann var í 16.-17. sæti eftir ann- an daginn en endaði í því þriðja. Lék af snilld tvo síðustu dagana, 72 högg sem var besti árangur mótsins. Úrslit í meistaraflokki karla: 1. Úlfar Jónsson GK 299 78-74-73-74 2. Ragnar Ólafsson GR 302 74-75-78-75 3. Gylfi Kristinsson GS 305 83-78-72-72 4. Sigurður Pétursson GR 309 79-75-76-79 5. Gunnar Sigurðsson GR 309 79-81-72-77 Steinunn Sæmundsdóttir var efst í meistaraflokki kvenna eftir annan daginn, en lék mjög illa á þriðja degi og missti forystuna til Ásgerðar Sveinsdóttur. Hún lék svo mjög illa á síðasta degi, en Steinunn var í essinu sína og sigr- aði í meistaraflokki kvenna. Úrslit í meistaraflokki kvenna: 1. SteinunnSæmundsdóttir GR 342 88- 82-93-79 2. Ásgerður Sveinsdóttir GR 346 91- 81-84-90 3. Jóhanna Ingólfsdóttir GR 346 86-86-88-86 4. Karen Sævarsdóttir GS 354 89- 91-89-85 5. RagnhildurSigurðard. GR 356 92- 83-92-89 í fyrsta flokki karla var keppni jöfn. Jóhann náði forystunni strax í upphafi, en aðrir voru ekki langt undan. Fyrir síðasta dag munaði aðeins 5 höggum á fyrsta og áttunda manni. Jóhann lék vel síðasta daginn og tryggði sér sigur í 1. flokki karla. Úrslit í 1. flokki karla: 1. Jóhann R. Kjerbo GR 319 80- 79-81-79 2. Guðmundur Bragason GG 322 82- 81-78-81 3. Gunnlaugur Jóhannsson GL 322 81- 81-79-81 4. Guðmundur Arason GR 323 83- 82-77-79 Alda Sigurðardóttir GK sigr- aði með yfirburðum í 1. flokki kvenna. Munurinn á henni og næstu á eftir voru 34 högg. Úrslit í 1. flokki: 1. Alda Sigurðardóttir GK 341 85-83-87-86 2. ÁgústaGuðmundsdóttir GR 375 94-95-96-90 3. Aðalheiður Jörgensen GR 376 100-92-95-89 Áður hefur verið fjallað um annan og þriðja flokk, en við látum efstu menn fljóta með til upprifjunar. I öðrum flokki karla sigraði Ögmundur Ögmundsson, GS, eftir bráðabana við Lúðvík Gunnarsson, GS, þeir voru báðir með 334 högg. Bernharð Boga- son, GE, og Tómas Baldvinsson, GG, voru jafnir í 3.-4. sæti með 336 högg, en Bernharð sigraði í bráðabana. í fimmta sæti var Jón P. Skarphéðinsson, GS, með 338 högg. I öðrum flokki kvenna sigraði Sigríður B. Ólafsdóttir, GH, nokkuð örugglega með 389 högg, Björk Ingvarsdóttir, GK, var í öðru sæti með 397 högg og Krist- ine Eide, NK, varð í þriðja sæti með 400 högg. Högni Gunnlaugsson, GS, sigraði í þriðja flokki á 342 högg- um. Rúnar Valgeirsson, GS varð í öðru sæti með 350 og Jóhannes Jónsson, GR í því þriðja á 352 höggum. Þetta landsmót er af flestum talið það besta frá upphafi, varð- andi skipulagningu. Allar tíma- setningar stóðust og eiga Logi Þormóðsson, Ómar Jóhannsson og Kristján Einarsson hrós skilið fyrir þá miklu vinnu sem þeir lögðu á sig til að mótið tækist sem best og sú vinna skilaði sér. ,, ° -Ibe. Úlfar Jónsson, yngsti íslandsmeistari frá upphafi og fyrsti (slandsmeistari GK. Hann er aðeins 17 ára. Mynd: E.ÓI. Ítalía Udinese í aðra deild ítalska 1. deildarfélagið Udin- ese var í gær dæmt niður í aðra deild, af aganefnd ítalska Knatt- spyrnusambandsins, fyrir að hafa hagrætt úrslitum. Þá var Lanerossi Vicenza sem vann sér sæti í 1. deitd síðasta keppnis- tímabil, dæmt til að fara aftur í aðra deild. í stað þessara liða koma Em- poli og Pisa. Þá voru tvö annarrar deildar lið dæmd til að byrja næsta keppnistímabil með 5 stig í mínus og eitt lið með 4 stig í mín- us. Þetta er ekki eina mútumálið á Ítalíu. ítölsku heimsmeistararnir frá 1982 voru á dögunum allir dregnir fyrir rétt fyrir brot á gjaldeyrislögum. Líklegt þykir að þeir peningar sem um ræðir hafi farið í að múta leikmönnum Camarou til að ítalska liðið kæm- ist örugglega og áreynslulítið áfram. Það er þó ekki búið að staðfesta það. -Ibe/Reuter. Stelnunn Sæmundsdóttir islandsmeistari kvenna 1986, púttar af öryggi. Drengjalandsliðið Lentu í fimmta sæti íslenska drengjalandsliðið lenti í 5. sæti á Norðurlandamót- inu sem haldið var í Danmörku. íslensku strákarnir léku tvo ieiki um helgina, sigruðu Færeyinga 4-1 og töpuðu fyrir Norð- mönnum 1-2. Þegar þrjár mínútur voru liðn- ar af íeiknum gegn Færeyjum var staðan 2-0. Þá tóku Færeyingar upp á því að pakka í vörn og var ekki óalgengt að sjá alla Færey- ingana inní eigin vítateig. ísland náði þó að bæta einu marki við fyrri hálfleik. Færeyingar komust aðeins meira inn í leiltinn í síðari hálfleik og náðu að skora, en ís- lendingar bættu líka einu marki við og leiknum lauk því með sigri íslands 4-1. Mörk íslands skoruðu þeir Ingólfur Ingólfsson 2, Axel Vatnsdal og Sigurður Bjarnason. ísland lék svo gegn Noregi og tapaði 1-2. Staðan í hálfleik var 1-1. Mark íslands gerði Sigurður Bjarnason. ísland lenti því í 5. sæti, en það gefur kannski ekki rétta mynd af getu liðsins því strákarnir töpuðu oft mjög naumlega. -Ibe Miðvlkudagur 6. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.