Þjóðviljinn - 20.08.1986, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.08.1986, Síða 7
Umsjón: Páll Valsson Guðni Franzson. Tónlist Hákon Leifsson. Hinn tæri hljómur Hákon Leifsson tekinn tali um Töðugjöld - tónleika í Dómkirkju Krists konungs við Landakot Afreksverk Lúðvíks Einstakt verk og ómetanlegt þjóðfræðirannsóknum í síðasta laugardagsblaði Þjóðviljans birtist viðtal við Ögmund Helgason cand. mag. um þjóðfræðaþing Norðurlanda, sem nú er nýaf- staðið í Reykjavík. Viðtal þetta var nánast tekið á hlaupum, mitt í önnum og erli þingsins og því mjög snöggsoðið. Það lætur því að líkum að margs og margra er ógetið í sam- bandi við þinghaldið. Sagðist Ög- mundur Helgason sérstaklega sakna nafns Lúðvíks Kristjáns- sonar þegar getið væri íslend- inga, sem fengist hefðu við þjóð- fræðastörf. Á því sviði hefði Lúð- vík Kristjánsson verið afkasta- mikill og ritverk hans um sjávarhætti ómetanlegt afrek og einstakt í sinni röð, jafnvel hvar sem leitað væri um heimsbyggð- ina. - mhg. halda tónleika af litlum efnum.“ - Er ekki mjög góður hljóm- burður í Kristskirkju? „Jú, hann er mjög fallegur. Það er full mikill endurómur, bergmál, þegar hún er tóm, en þegar komið er fólk í hana demp- ast hljómurinn og útkoman verð- ur þá verulega góð. Hljómurinn verður tærari. Við reiknum með þessum endurómi, annars er þetta svipað því að kasta steini í vatn, gárurnar ganga útfrá hon- um og eins er með hljómana.“ - Hverjir spila svo með ykkur? „Flest er þetta ungt fólk sem er kannski á ákveðnu millistigi. Krakkar sem eru í námi erlendis, eða rétt búnir að ljúka námi og ekki enn komnir út í atvinnu- mennskuna. Sumir haf þó leikið og leika með Sinfóníuhljómsveit íslands og aðrir eru í Tónlistar- skólanum. Sumsé ungt fólk en misjafnlega komið í tónlist." - Segðu mér eitthvað um verk- in sem verða leikin. „Hans Abrahamsen er yngstur tónskáldanna, fæddur 1952 í Danmörku. Hann er nokkurs konar flaggskip Dana af ungu tónskáldunum og verk eftir hann verið leikin víða um heim og mikið í hans heimalandi. Það er skrifað um hann að verk hans flokkist undir það sem kallað hef- ur verið „nýr-einfaldleiki“ (neo- simplicity). Verkið eftir Gustaf Mahler, þar sem Ragnheiður syngur ein- söng, eru fjórir söngvar við eigin ljóð Mahlers. Hann skrifaði það fyrir stóra hljómsveit, en það sem gerir þetta verk enn merkilegra er að Arnold Schönberg útsetti það fyrir litla kammerhljómsveit. Þar koma saman kraftar tveggja góðra tónskálda. Við spilum þessa útsetningu Schönbergs. Svo er það klarinettukonsert Mozarts, sem margir þekkja. Mozart skrifaði þennan konsert milli vita; næst á undan Sálu- messunni en þegar hann hafði lokið við Töfraflautuna. Þetta er með hans lengstu konsertum og Tööugjöld verða í Kristskirkju næstkomandi sunnudags- kvöld. Þarverðurframreitt kjarngott fóður og fleirum til veislunnar boðið en bændum og kaupamönnum; öllum sem fagnaeinhverri uppskeru, þótt sú hafi ekkert með naut- gæfafóðurgrasiðaðgera. í stað flatbrauðs, smjers og hangiflots verður á boðstólum Wolfgang Amadeus Mozart, Gustaf Mahler og Hans Abra- hamsen. Fyrir þessum töðugjöldum á andlega sviðinu gangast aðallega tveir ungir menn: Guðni Franz- son klarinettleikari og tónskáld og Hákon Leifsson tónskáld. Hákon mun stjórna hljóm- sveitinni sem þarna mun spila og hann var tekinn tali um tón- leikana: „Þetta er nú eiginlega einka- framtak hjá okkur Guðna, við fengum þessa hugmynd fyrir löngu og ákváðum að láta verða af þessu. Við fengum til liðs við okkur Ragnheiði Guðmunds- dóttur söngkonu og það má segja að við þrjú stöndum að þessum tónleikum. Ragnheiður er feikna góð söngkona sem alltof lítið hef- ur heyrst í. Hún og Guðni verða í sólóhlutverkunum. Undirbúningurinn hefur senni- lega tekið hátt í tvo mánuði. Þarna kemur fram 25 manna hljómsveit. Það tók okkur nokk- urn tíma að setja saman efnis- skrána; það máttu ekki vera of erfið verk vegna aðstæðna en samt þroskandi og góð tónlist. Það spilar að sjálfsögðug inní að við urðum að hafa þetta eins ódýrt og hægt var, þetta er ekkert styrkt og eina örugga innkoman er að það hefur verið ákveðið að taka tónleikana upp fyrir útvarp. Oft er það nú þannig í tónlistarlíf- inu að sú greiðsla er eina örugga innkoman. En hún er sannarlega vel þegin. Það má einnig koma fram að við fáum kirkjuna ókeypis og munar um minna, þegar menn eru að ráðast í að Þjóðfræði verulega þroskað og fallegt verk.“ - Nú er mikil gróska í íslensku tónlistarlífi, mörg góð og upp- rennandi tónskáld og tónlistar- menn. Hverjar eru helstu ástœður þessa að þínu mati? „Ég held að þetta sé sama þró- un og hefur verið annars staðar. Það fara fleiri til náms, einnig í tónlist og það veldur auðvitað gróskunni sem er greinileg. Það er fullt af mjög góðu fólki sem við eigum. Hins vegar held ég að við séum í ákveðinni biðstöðu núna í tón- list. Menn eru búnir að gera svo margvíslegar tilraunir, merkar og ómerkar, á þessari öld að ég held að um sinn verði ekki meira að gert. Nú þurfa menn að átta sig á þessu; skýra fyrir sér línurnar, draga þær saman, og reyna að skilja úr það besta sem hefur ver- ið gert. En samhliða eru menn líka að vinna eftir 70 ára gömlum vinnuaðferðum, ef ekki eldri. í íslenskri nútímatónlist er í rauninni afskaplega fátt nýtt. Flestir straumar eru fengnir að utan, menn hafa orðið fyrir áhrif- um erlendis frá. Með þessu er ég ekkert að kasta rýrð á tónskáldin, við eigum marga góða listamenn sem hafa verið að fást við mjög góða hluti. En við eigum engan verulegan spámann í tónlist á heimsmælikvarða. Þá á ég við í tækni, vinnuaðferðum og slíku. Mér finnst það vera tvennt ólíkt; að vera gott tónsláld og vera spá- maður í ýmsri tækni í sambandi við tónsmíðar. Við eigum mörg góð tónskáld en engan slíkan spámann og það tekur margar kynslóðir að búa til svoleiðis mannn. Annars eru ís- lensk tónskáld alltaf að verða betri og betri." Tónleikarnir í Kristskirkju hefjast kl. 20.30 á sunnudags- kvöldið. -pv ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 MiAuikudaaur 20. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.