Þjóðviljinn - 20.08.1986, Síða 8

Þjóðviljinn - 20.08.1986, Síða 8
MENNING Bókmenntir Betur má ef duga skal Kristján Kristjánsson - „Til hans gerir maður meiri kröfur" Kristján Kristjánsson Dagskrá kvöldsins Útg. Guðmundur Örn Flosason 1986 Þessi önnur ljóðabók Kristjáns Kristjánssonar hefur að geyma 34 Ijóð og skiptist bókin í þrjá hluta. Kristján hefur áður gefið út bók- ina Svartlist og birt af og til ljóð sín í tímaritum, sem lofað hafa góðu. Ef miðað er við bókina Svart- list, þá leikur enginn vafi á því að Dagskrá kvöldsins sýnir ótvíræð framför í yrkingum og meðferð máls. Kristján er orðinn mun þroskaðra skáld og hefur einnig öðlast meira vald á tungumálinu og kann betur að byggja sín ljóð. f>að besta í þessari bók er vel og haglega gert. Fyrsti hluti bókarinnar ber yfirskriftina „Fyrr en varir...“ Þar yrkir Kristján mestan part um stundir dagsins, kvöld og morgna og einatt situr persóna skáldsins, eða svokallað „ég“ ljóðs í forgrunni og setur þetta persónulegan blæ á ljóðin. Ljóð Kristjáns eru fremur hljóðlát; hugleiðingar útfrá hversdags- legum atriðum en inn á milli bregður fyrir frumlegum þönkum og viðhorfum. Þegar best lætur ferskri sýn á hvunndaginn. En í heildina tekið þá er þessi bókarhluti, sem er um helmingur bókarinnar, um of snauður af spennu og virkilegum átökum við yrkisefnin. Inn á milli örlar dá- lítið á tilfinningu fyrir skapandi spennu eða ótta, en hún skilar sér ekki í textann og fyrir vikið verð- ur hann bragðdaufari en til var ætlast. Það spilar líka inní að Kristján geldur nokkuð saman- burðar við það ljóðskáld sem .hann greinilega sækir mikil og góð áhrif til, Gyrði Elíasson. Kristján beitir svipuðum aðferð- um í stfl, hrynjandi og uppsetn- ingu og Gyrðir, en vantar þá spennu og þann slagkraft sköp- unar sem einkennir yrkingar PÁLL VALSSON Gyrðis. Þótt Kristján kunni vel til verka og ljóð hans séu ofar með- alvegi í ljóðagerð íslenskra ung- skálda, þá vantar frumlegri efni- stök og sköpunarkraft til þess að hann nái að skipa sér í fremstu röð. f öðrum hluta bókarinnar, „...og kvöldið rann upp svart og fagurt“ er sjónvarpið í aðalhlut- verki. Það er sömu sögu þar um að segja, handbragðið víða gott en maður saknar frumleika og dýptar. Og honum fatast veru- lega flugið, þegar hann yrkir og birtir heilt ljóð sem ekkert er annað en endurtekning á hug- mynd úr gömlu ljóði eftir Einar Má Guðmundsson. Laugardagur ( dag berst engin staðfesting á tilveru minni: ÖLL PÓSTÞJÓNUSTA LIGGUR NIÐRIÁ LAUGARDÖGUM f frægu og margívitnuðu ljóði segir Einar Már þetta með einni setningu og ristir mun dýpra: „Þótt póstkassinn sé alltaf tómur ertu örugglega til“. Kristján bætir engu við og því verður ljóð hans einsog tugga; sama hugmynd og hjá Einari en bara ekki eins vel gerð. Þriðji hluti bókarinnar er jafn- framt sá besti og það er einungis hér sem bregður fyrir einhverjum tilþrifum; sem Kristján sýnir hvað í honum býr. Kaflinn ber yfirskriftina „Úr leikhúsi sárs- aukans“ og það með rentu. Hér er að finna vísi að þeirri spennu og átökum sem svo sárlega var saknað úr hinum bókarhlutun- um. Ort er um mörk draums og veruleika og ekki síst sársaukann þar sem Kristján gerir nokkrar atrennur að sömu hugmynd. Lík- lega er Ijóó númer átta, hið besta þess bálks og jafnframt besta ljóð bókarinnar: Þessi bók Kristjáns Kristjáns- sonar vottar um að hann getur ort góð ljóð, en þó nokkuð vantar á til þess að hægt sé að segja bókina sæta tíðindum í ljóðagerð. Til þess skortir hann nægilegt frum- kvæði; að slíta sig frá áhrifavöld- um og hleypa sköpunarkrafti sín- um á skeið. Láta lesandann finna fyrir einhverri ólgu og að ort sé af þörf. Það skal að lokum ítrekað að bókin er yfir meðallagi á ís- lenskum ljóðabókamarkaði, en til manna eins og Kristjáns gerir maður meiri kröfur. Átta sjáðu fingur minn brenna í gulum loga kertisins sjáðu ég horfi á hann brenna í rauðgulum loganum en það berast engin boð það berast engin boð um að gera eitthvað ég horfi ég horfi á hann brenna það er allt og sumt (ég er allt sem sársaukinn er ekki ég er allt sem gerist ekki ég er biðin ég er tíminn ég er skilaboðin sem berast ekki ég er allt sem sárs- aukinn er ekki ég er allt og sumt) Gunnar Dal - Færir borginni afmæliskveðjur. Reykjavík Gunnar yrkir borgarljóð Ný ljóðabók Gunnars Dal Víkurútgáfan hefursentfrá sér nýja Ijóðabók eftir Gunnar Dal og heitir hún Borgarljóð. Þar eru tutt- ugu Ijóðum ReykjavíkeftirGunn- arog kennir margra grasa. Svo dæmi sé af titlum tekið þá heita Ijóðin nöfnum eins og Morgunn í Reykjavík, Flugleiðir, Við Ellið- Norðanvindur nœðir. Nístir hann grös og blóm. Haustið ígarð ergengið og gatan er auð og tóm. aárnar, Utangarðsmenn og NiðurLaugaveg. Gunnar Dal hefur sent frá sér fjölmargar bækur bæði ljóða og heimspekiiegs eðlis. Við birtum hér sem sýnishorn eitt borgar- kvæða Gunnars, sem nefnist Fjúk. En eitt í veðri og vindum hér velkist Morgunblað. Og kranabíll þar kemur og keyriryfir það! Ólíkt okkur hinum, upp það rís á ný. Óg haustsins hvössu vindar til himins lyfta því. -pv 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. ágúst 1986 Djass Þýskur saxófónleikari í heimsókn Spilar í Djúpinu í kvöld og annað kvöld Michael Sievert „ Þetta er dálítið öðruvísi músik en við eigum að venjast hér á ís- landi. Hún er frjálsari í formi og óbundnari. En viðmunum íbland leika venjulegan djass. Ég lofa því tónleikum þar sem bæði verða ýmsar reglur brotnar og samhliða leikinn djass sem fólk þekkir," sagði Tómas R. Einars- son bassaleikari ísamtali ígær um þýska saxófónleikarann Mic- haelSievertsem hérerstaddur og mun leika í Djúpinu í kvöld og annað kvöld klukkan tíu. Michael Sievert er einn þeirra fjölmörgu þjóðverja sem hrifust af bandaríska frjálsdjassinum. Á síðustu 10 árum hefur hann leikið víða um lönd auk þess sem hann nam við Creative Music Foundat- ion í New York í Þrjú ár. Hann hefur hljóðritað með fjölmörgum þekktum djassmönnum af yngri kynslóðinni, s.s. Ahmadu Jarr, Andrew Cyrille, Edvard Vesala, Harry Miller og Heinz Becker. Michael Sievert hefur einnig fengist við tónsmíðar og beitt þar á stundum óvenjulegum brögðum eins og í verkinu Menn og vélar sem skrifað er fyrir sax- ófón, t rommur ,tölvuogdansara. Þeir íslendingar sem leika með Michael Sievert eru allir að góðu kunnir: Pétur Grétarsson og Tómas R. Einarsson hafa starfað með fjölmörgum djasshljóm- sveitum og í öðrum geirum tónl- vel þekktur frá hljómsveitinni istarinnar og Friðrik Karlsson er Mezzoforte.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.