Þjóðviljinn - 20.08.1986, Page 14
á sunnudag
Námskeið hefst í
kvöld
Eins og undanfarin ár mun Hið
íslenska náttúrufræðifélag halda
námskeið í greiningu sveppa. Að-
aláherslan verður lögð á
greiningu sveppa til matar, en
einnig verða kynntir sveppir sem
ber að varast. Námskeiðið verður
haldið í kvöld í húsi Líffræðist-
ofnunar að Grensásvegi 12 (3.
hæð).
í tengslum við námskeiðið
verður farin sveppatínsluferð í
Skorradal sunnudaginn 24. ág-
úst. Lagt verður af stað frá Um-
ferðarmiðstöðinni kl. 10 árdegis.
Leiðbeinandi verður Eiríkur
Jensson.
Nýjung
ísúr
hreinum
ávaxtasafa
Kominn er á markað hcr á, -
landi ís, sem framleiddur er úr
97% hreinum ávaxtasafa, án
allrar dýrafítu og aukaefna og
engum sykri er bætt í hann. Hér
er um að ræða bandaríska upp-
finningu, sem nefnist Vitari-ís.
Þeir sem hafa ofnæmi fyrir
mjólkurvörum og geta ekki borð-
að mjólkurís, þeir sem berjast við
aukakfló og sykursjúkir geta
borðað þennan nýja ís. Hér eru
nú komnar á markaðinn tvær
bragðtegundir, eplabragð og
jarðaberjabragð en alls eru
bragðtegundirnar 12.
NRON/ASÍ/BSRB
Hagkaup
með besta
verðið
Neytendafélag Reykjavíkur og
aðildarfélög ASI og BSRB gerðu
nýverið verðkönnun á ýmsum al-
gengum neysluvörum. Var
könnunin gerð 13. ágúst sl. og
náði til 9 verslana í míðbæ
Reykjavíkur. Verslunin Hagkaup
var í flestum tilfellum með lægsta
verð eða í 13 af 19.
Mikill verðmunur kom á milli
verslana á grænmeti. Mesti mun-
ur var á íslensku hvítkáli en það
var ódýrast 59 kr. kílóið en dýrast
114 kr. kg.
Rokk
í heimsókn
Crime & The City Solution með tónleika
íRoxzý annað kvöld
íslenskir rokkunnendur eiga
von á óvæntri stórgjöf þann 21.
ágúst en þá mun ástralski kvint-
ettinn Crime & The City Solution
halda hljómleika í veitingastaðn-
um Roxzý. Crime & The City Sol-
ution kom fram á sjónarsviðið í
upphafí síðasta árs en forsaga
sveitarinnar nær þó allt aftur til
ársins 1976 og einnar virtustu
rokksveitar sem andfætlingar
okkar hafa alið: Birthday Party.
Birthday Party gáfu út plötur
sínar á fyrri hluta þessa áratugar
og tónlist þeirra, sem á köflum
var undir áhrifum frá Iggy Pop,
Captain Beefheart og Pere Ubu,
hafði til að bera áræði og frum-
leika, sem orðið hefur fyrirmynd
seinni tíma hljómsveita.
Birthday Party lögðu upp
laupa árið 1984 en tveir fyrrum
meðlimir stofnuðu síðar hljóm-
sveitina Crime & The City Soluti-
on. Þetta voru Mick Harvey,
gítar- og hljómborðsleikari og
Roland S. Howard en hann þykir
í hópi bestu gítarleikara heims.
Roland fékk Harry bróður sinn
til að leika á bassa og Simon
Bonney var ráðin söngpípa en
sumir sgja að hann hafi haft veru-
leg áhrif á hinn sérstæða söngvara
Birthday Party: Nick Cave, þegar
þeir voru að stíga sín fyrstu skref
á tónlistarsviðinu í Melbourne
um miðjan áratuginn.
Vorið 1985 sendu Crime & The
City Solution frá sér fyrstu smá-
skífuna The Dangling Man og
vakti hún þegar athygli manna í
Bretlandi á hljómsveitinni.
Hljómleikaferðir um Bretland og
Evrópu fylgdu í kjölfarið og síðan
bættist sveitinni góður liðsauki
með fyrrum trymbli ensku hljóm-
sveitarinnar Swell Maps: Epic
Soundtracks. Þannig skipuð gaf
Crime & The City Solution svo út
mini-lp plötuna Just South of He-
aven í september síðastliðnum og
fékk hún mjög lofsamlegar um-
sagnir í bresku popppressunni
auk þess sem poppgagnrýnandi
New York Times valdi hana sjö-
undu bestu mini-lp plötu ársins
Verslun
Valhúsgögn keyptu
verslunina Bláskóga
Verslunin Valhúsgögn í Ármúla 4.
Nýlega keyptu Valhúsgögn hf.
lager og fírmanafn þrotabús hús-
gagnaverslunarinnar Bláskóga.
Valhúsgögn hf. hafa rekið hús-
gagnaverslun í Reykjavík í 26 ár
eða frá árinu 1960. Lengst af hef-
ur verslunin verið að Armúla 4,
en nú standa yfir flutningar og
mun fyrirtækið framvegis verða
að Ármúla 8, þar sem Bláskógar
voru til húsa.
Aðaleigendur Valhúsgagna hf.
eru Haraldur Sigurgeirsson og
Sverrir Sigþórsson.
Fyrirlestur
Alþjóða-
flug til
umræðu
Föstudaginn 22. ágúst kl. 17.00
heldur Edward Hudson, fram-
kvæmdastjóri ECAC (European
Civil Aviation Conference, Paris)
fyrirlestur á vegum flugmála-
stjórnar íslands í ráðstefnusal
Hótels Loftleiða.
Fyrirlesturinn, sem haldinn
verður á ensku, fjallar um nýj-
ustu viðhorf í loftflutningum,
ekki síst leiguflugi, svo og um
fargjaldamál o.fl., en á þeim er
að vænta breytinga í Evrópu á
næstu árum. Að fyrirlestrinum
loknum verður nokkrum tíma
varið til fyrirspurna og umræðna
og er líklegt að marga fýsi að leita
skýringa á einu og öðru um þessi
mál.
í flugmálastjórn hafa um nokk-
urt skeið verið uppi áform um að
efna til slíks fundar enda eru
breytingar örar á reglum um bæði
áætlunar- og leiguflug. Um þess-
ar mundir er minnst margfalds af-
mælis íslenskra flugmála og er
þessi fyrirlestur líður í dagskrá
sem efnt er til í tilefni af því.
WL vý. -rtL
VFRIVÆSIA VERDG-ESIA VERDCÆaA
\ otuu-gutnm N.iin .i t>uð Gunr. íuosdúc Natn .i huð Haakaup Laucav. 59 Natn a huð HverfisK'cnu. h/eríisc. 50 Natn .i þuð Kiötx.Perurs Laucav. 2 Njtn .i huð Klötraar Laucav. 34 Njtn j huiV SlCCUDÚÓ Bercs.srr.46 Nain j huð SS Hafr.arst. 3 Nain j huíl Vicir Natn a huð Þir.gnolt Grur.darsr. 2 ?lisrr.. næsca oc iægsca yx. ver-s
( uco l'utls '4o f í 4 •. »( i-'.i. ♦ 152,56 152,5C. 156,00 122.60 127,90 149,50 25,40 20,C
( hccnos hnneir !vis 60,7 -* 72,9C 72,90 73,00 62.40 65,90 73,40 12,70 20,9
Monn: ipaenctti 25". <: 36, ■ * TT7T5 TU7TT7 27,50 41,60 9,00 25,1
Bueles l?5 e 37,7C *■ 101,30 97,40 99,5C 99,00 9C.50 . 95,00 98,60 13,30 15,2
Marvland coomcs kcx >4. »r 30,6< -¥ 35,50 34,80 22,00 4,90 16,0
Maarud íloeur l(X* c 56,50 66,90 55,00 56,60 52,30 Jf. 63,00 55,00 13,60 25,5
Smiorvi 300 e 32.00 74,70 * 81,60 79,50 87,40 82.00 74,80 78,20 85,00 12,70 17,0
Ora maiskom r dos 7C.50 56,30 7ö,óö 70,60 71,00 ól, 50 61,40 48,00 23,00 47,9
KJ maiskom ‘/:dos 52,30 * 65,60 57,10 13,3 25,4
Sólblómi 400 e 69.50 67,90 -¥■ 78,00 71,50 STTóö 7IR5Í3 71,50 72,y5 73,65 15.10 22.5
Kakómjólk V* l 17,70 16,50 + 17,70 17,70 17,70 17,70 17,70 17,70 17,70 1,20 7,3
Rió kaffi 99,60 94,90 99,60 94,60 *. 114,50 99,00 95,00 95,45 98,00 19,90 21,0
GevaJía rauður pakki 250 e 98,00 94,60 wm 95,70 V' 113,50 98,50 9.3,80 97,00 19,80 21,1
Melroseste 20ensjur 51,80 43,90 * 50,40 50,70 50,05 52,00 45,90 47,60 8,10 18,5
Blómkál ísl l fl l ke 120,00 105.00 120,00 98,00 120,00 104,00 78,00 jf. 94,00 42,00 53,8
Tómatar l . fl. I ke 115,00 98,00 *. 110,00 126,00 150,00 123,30 106,00 98,00 Jf. 119,00 52,00 53,1
Aeurkur l fl l kc 150,00 119,00 150,00 126,00 14C,00 134,00 •96,00 -¥■ 129,00 138,00 54,00 56,3
Gulrofur l.fl. Ike 105,00 85,0C *. 99,00 9í3,öö 105,00 93,80 96,00 98,00 20,00 23,5
Hvitkál ísl. I fl. I ke o,00 59,00 * 114,00 98,00 114,00 101,90 99,00 107,00 55,00 93,2
ÓHEIMILT er ad Inna .samanlagt veri) á
'ofangreimlum vöruicgiituiiim t cmstökum
verslunum.
11. VERÐKÖNNUN
i NRON
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. ágúst 1986