Þjóðviljinn - 27.08.1986, Síða 4

Þjóðviljinn - 27.08.1986, Síða 4
LEIÐARI Góðærið og kjarasamningar íslendingar eru í miðju eins mesta góðæris sem þjóðin hefur notið um árabil. En það er nöturleg staðreynd eigi að síður að góðærið sneiðir hjá garði þess fólks sem vinnur í sveita síns andlitis við að skapa hin raunverulegu verðmæti. Batnandi hagur kemur þeim einum til góða sem höfðu það gott fyrir. Hjá launaþjóðinni, fólkinu sem lifir af því að selja vinnuafl sitt, er ástandið síst betra en áður. Vinnudagurinn er enn að lengjast samkvæmt opinberum skrám og nú er svo komið að ein ríkasta þjóð heims býr við hvað mesta vinnu- þrælkun allra þjóða. Vissulega táknar árið 1986 eitt besta góðæri um langan aldur, en engu er samt skilað til baka af kjararáninu frá 1983. Að meðaltali mun kaupmáttur þessa árs ekki hækka nema um tæpt prósent frá meðaltalinu í fyrra. Á meðan eykst lúxuslifnaður hinna ríku, og meira að segja sjálfur fjármálaráðherrann gumar af því að hafa minnkað skatta þeirra um heila þrjá miljarða. Skattbyrði launaþjóðarinnar eykst hins vegar í sífellu. Það er vert að vekja hér athygli á nokkrum atriðum úr þróun efnahagsmála síðustu miss- era, til að undirstrika andstæðurnar sem felast í annars vegar vaxandi góðæri en hins vegar lökum kjörum venjulegs fólks í landinu: Samkvæmt opinberum spám mun afli úr sjó aukast um fimm prósent á þessu ári. Eftirspurn eftir fiskafurðum erlendis eykst stöðugt, og verðlag hefur því farið hækkandi. Að vísu hefur dollaralækkun sett nokkurn strik í reikninginn, en hátt afurðaverð á alþjóðlegum mörkuðum hefur gert meira en vega upp lækkun dollarans. Þetta hefur leitt til þeirra gleðilegu tíðinda, að síðan 1983 hefur verðmæti sjávarafla aukist um þriðjung. Hagvöxtur hefur aukist í viðskiptalöndum okkar, en það skilar sér rakleiðis inn í efnahags- líf íslendinga. Margt bendir til áframhaldandi aukningar á hagvexti í þessum löndum, og þarmeð ávinnings fyrir okkur. Vaxtalækkun á alþjóðlegum fjármagns- mörkuðum hefur ein og sér skilað hundruðum miljóna fyrir þjóðina. Þróun í átt til lækkunar mun að líkindum halda áfram, til dæmis lækkuðu forvextir í Bandaríkjunum um hálft prósent í síð- ustu viku. Hraðiækkandi olíuverð hefur þó haft einna mest að segja fyrir íslendinga. Á þessu ári hefur reikningurinn fyrir hinn dökka vökva lækkað um tvo miljarða, - þar af minnkaði olíukostnaður sjávarútvegsins um 12 til 1300 miljónir. Meðal- verðið á olíufatinu er talið verða um 17 dollara á þessu ári, en olíumeistarar ráðgera að meðal- verð næsta árs verði um 15 dollarar. Olíureikn- ingur þjóðarinnar verður því á komandi misser- um enn lægri en á þessu, sem skiptir miklu fyrir afkomu sjávarútvegsins. Niðurstaðan er sú, að viðskiptakjör batna á þessu ári um 5 prósent, og vísustu menn telja að þjóðartekjur muni vaxa um fimm prósent - varlega áætlað. Efnahagur landsmanna ætti því að vera í betra ásigkomulagi á heildina litið en um langt skeið. Það er staðreynd, að þjóðartekjur á vinn- andi mann eru nú aðeins einu prósenti lægri en þegar þær voru hæstar, árið 1981, og heilum tveimur prósentum hærri en árið 1982. Hvernig í ósköpunum getur þá staðið á því að kaupmátt- ur kauptaxta er fjórðungi lakari en þegar ríkis- stjórnin tók við - og verður þrátt fyrir góðærið svipaður að meðaltali á þessu ári og því síð- asta? Hversvegna hefur góðærið ekki skilað sér í hærri kaupmætti taxtakaupsins, - hvers vegna er engu af kaupráninu frá 1983 skilað? Því var heitið af ríkisstjórninni að sjá tii þess að batn- andi þjóðarhagur leiddi til kjarabóta. Þau fyrir- heit voru greinilega einskis virði, einsog svo mörg önnur loforð stjórnarinnar. Það er hins vegar Ijóst að launin verða að hækka - og hækka mikið. Hin hagstæðu ytri skilyrði efnahagsmála hljóta aðskapa verklýðs- hreyfingunni nýja vígstöðu til öflugri sóknar en áður. Það verða launamenn að gera sér Ijóst áður en gengið verður til samninga í lok þessa árs. Verðmætin eru til - það er okkar að sækja þau! —ÖS KLIPPT OG SKORK) Frjálst.óháö dagblaö ' vO’ Úlgáfufélag FRJALS FJÖLMIÐLUN Hr St|órnarformaður og útgáfustjóri: Sx' Framkvæmdastjóri og útgáfustió * ,oúN Ritstjórar JÓNAS KRISTJ^* ^aCA . ö SCHRAN Aöstoöarritstjórar: HAl i*' , # Í1 ^ ug ELlAS SNÆLA# Fréttastjórar JÖN ' \ \\ » •/, og ÖSKAR MAGN-f ' Auglýsmgas*1' \ * ,<SSON og INGÖLFUR * Ritstjóm t »ll^* ..gar, smáauglýsingar, blaö' 4 ÞVr' ^fYV '022 , ,..da oa plotugerö: HILMIR HF"^ |(J * uR HF Askriftarverö á mánuöi 45tf *^ 1 ^olu virka daga 45 kr Helgarblaö 50 ’4| Gáfust u, A Þingvallafundinum í síðui arnir formlega upp við að stjjj ætla samt að sitja sem faj ákváðu að leggja fram fj^ með miklum halla, lík! Þótt oft hafi reyn; fjárhagsári, hefur vÁ hallalaj upp á þessi rf Ef ai ast má vf að kaupa sct Ellert líður illa Ellert Schram hlýtur að líða illa á DV. Það hlýtur að skapa ólgu í meltingu þingmannsins þegar hann tekur upp blaðið sitt yfir há- degismatnum og les leiðarana eftir Jónas Kristjánsson. Gamlir KR-ingar eru skaprík eintök, og það má gera ráð fyrir að það vakni eins konar Suðurlands- skjálftar í taugakerfi þingmanns- ins þegar hann neyðist til að horfa á kollega sinn rótast gegn ríkis- stjórninni einsog miðaldra tarf í flagi, dag eftir dag. Jónas hefur nefnilega ekki bara dágott vit á því hvernig sötra ber suðræn vín - þar sem hann tekur hverjum stofukomma fram - heldur býr hann að þeim eigin- leika sem ógjarnan finnst í fari gamallaíhaldsmanna: hanntekur sönsum. Og þó vafalaust fari mikill tími hjá hinum óumdeilda smökkunarmeistara íslenskrar blaðamennsku í að spá í görótta miði af fjarlægum löndum er samt ár og dagur síðan Jónas sá af meðfæddu hyggjuviti að núver- andi ríkisstjórn er til einskis nýt. Þessi vitneskja hefur síðan gerj- ast í honum einsog vont vín, - og þessa dagana er hann búinn að fá svo yfir sig nóg af ruglingu í ríkis- stjórninni að h.tnn ;etur ekki lengur hindrað ac hún velli með aliri sinni edikbeiskju gegnum hvern leiðarann á fætur öðrum, þar sem ríkisstjórnin er lamin einsog harðfiskur með vestfirskri sleggju. Þessvegna líður Ellert illa. Hann styður nefnilega ríkis- stjórnina á þingi. Á mánudaginn pirrast Jónas af innlifun gegn ríkisstjórninni í kjölfar þess að Þorsteinn Pálsson (sem Jónas elskar ekki útaf líf- inu) ætlar að svindla á lífeyris- sjóðum verkalýðsfélaganna með því að lækka vexti sem hann hafði í raun skuldbundið sig til að greiða þeim. Leiðari Jónasar ber réttnefnið „Sjónhverfingastjórnin". Og þar segir meðal annars: „Síðan formaður Sjálfstæðis- flokksins varð fjármálaráðherra hefur ríkisbúinu verið stjórnað með sjónhverfingum. Það hefur líkað vel í ríkisstjórninni. Hún samþykkti fyrir helgina að fara eftir vinnubrögðum ráðherrans og reyna að halda áfram að gabba þjóðina. Fyrst hækkaði fjármálaráð- herra skatta þessa árs og sagðist hafa lækkað þá. Næst jók hann með fjárlagafrumvarpi hallann á ríkisbúskap næsta árs og sagðist hafa minnkað hann. Og nú síðast hækkaði hann gamla raunvexti og sagðist hafa lækkað raunvext- ina.“ Féfletting „Ritstjóri DV - sá sem ekki situr á þingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn - hefur líka sitthvað að segja um frammistöðu Sjálfstæð- isflokksins í fjármálum þjóðar- innar: „Á Þingvallafundi ríkisstjórn- arinnar í síðustu viku var áður búið að ákveða, að hallinn á fjár- lagafrumvarpi næsta árs skyldi vera 2,2 milljarðar króna. Það er 2,3 milljörðum lakara en í fyrra, þegar fjárlagafrumvarp ríkis- tjórnarinnar var lagt fram halla- laust. Hins vegar eru ýmis bjargráð ríkisstjórnarinnar búin að koma kassanum á hvolf og halla ársins upp í 2,5 milljarða. Við þá tölu miðar ráðherrann, þegar hann segist vera að minnka hallann. Það er eins og við eigum að trúa, að engin bjargráð þurfi á næsta ári. Fjárlagafrumvarp næsta árs á auðvitað að bera saman við fjár- lagafrumvarp þessa árs, alveg eins og endanleg fjárlög næsta árs á að bera saman við fjárlög þessa árs og ríkisreikning næsta árs við ríkisreikning þessa árs. Saman- burður í kross er bara sjónhverf- ing. Tilraunir ráðherrans til að gabba þjóðina hófust fyrir alvöru í apríl síðastliðnum, þegar kom í ljós, að ríkið hafði ætlað sér um of í skattheimtu. í stað þess að leiðrétta stefnuna, ákváðu ráð- herra og ríkisstjórn að nota mis- muninn sjálf og féfletta skatt- borgarana um leið.“ Þetta er um það bil nákvæm- lega það sama og ýmsir talsmenn stjórnarandstöðunnar hafa við- haft um frammistöðuna, svo Jón- as er greinilega lentur í vafa- sömum félagsskap. Vondur árgangur Deginum eftir, á þriðjudag, er Jónas ekki viðskotabetri ríkis- stjórn lýðveldisins. Leiðarinn heitir „Gáfust upp“, og fjallar um hvernig ríkisstjórnin er týnd í þokunni. ,Áþingvallafundinum í síðustu viku“, segir Jónas byr- stur, „gáfust ráðherrarnir forrn- lega upp við að stjórna ríkisfjár- málunum, en œtla samt að sitja semfastast út kjörtímabilið". Smökkunarmeistari suðrænna vína víkur síðan að því, að með fjárlagafrumvarpinu sem ríkis- stjórnin hyggist leggja fram hafi hún í raun „glatað síðasta tæki- fœrinu til að sýna varkára fjár- málastjórn og efna loforðið um afnám tekjuskatts af venjulegum tekjum“. „Ríkisstjórnin mun því mæta kjósendumað vori með endurný- juð loforð, en engar efndir. Pað verður þá kjósenda að sœtta sig við þá franunistöðu", segir Jónas og bætir mæddur við: „Skynsam- legt væri að þeir gerðu það ekki, öllum ríkisstjórnum til verðugrar áminningar". Þarmeð er ritstjóri DV kominn í hóp stjórnarandstæðinga og lýs- ir því nánast yfir, að ekki muni hann kjósa ríkisstjórnina í bráð. Það eru auðvitað tíðindi þegar gamall málsvari íhaldsins bregð- ur á svo djarftækt ráð, - og ekki nema von að Ellert líði illa! Að dómi hins vínfróða ritstjóra eru ríkisstjórnarflokkarnir „tveir stœrstu framsóknarflokkar lands- ins“. Það eru ekki ný sannindi. Hitt er öllu merkilegra að ritstjóri DV skuli loks hafa séð ljósið eins- og guðsmaðurinn á leiðinni til Damaskus, og gaman verður að fylgjast með því hvort hann held- ur áfram að skrifa sín Kórintu- bréf um vonsku ríkisstjórnarinn- ar til landsmanna, eða hvort hann fer að prédika kærleikann rétt einsog Páll forðum. Ellert hlýtur auðvitað að vona að hér sé einungis um tíma- bundna sturlun að ræða. En flest bendir til að sinnaskipti hins vín- elska ritstjóra séu varanleg. Ríkisstjórnin varð til 1983, og hann veit sem er að það var af- skaplega vondur árgangur... DJOÐVIIJINN Máigagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs- dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur- dórSigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, VíðirSigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentuh: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 27. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.