Þjóðviljinn - 27.08.1986, Side 6
Suður-Afríka
Stefna mannfyrirlitningar
Margrét Heinreksdóttir: Apartheidstefnan á margtskylt við þýska nasismann
Þegar stórt er spurt verður oft
fátt um svör, sérstaklega þegar
gera skal flóknum og margþætt-
um viðfangsefnum skil í stuttu
máli.
Ástandið í S-Afríku hlýt ég að
harma eins og aðrar þær aðstæð-
ur víða um heim, sem valda
manneskjum þjáningum og
svipta þær virðingu og reisn. Það,
sem er að gerast suður þar, er
bein afleiðing þeirrar stefnu
mannfyrirlitningar, sem stjórn
hvíta minnihlutans hefur fylgt
áratugum saman, - endurtekning
atburða, sem áður hafa gerzt og
munu áfram gerast, þar til allir
íbúar landsins hafa öðlazt þau
grundvallarréttindi, sem þjóðir
heims hafa með alþjóðasam-
þykktum og samningum viður-
kennt, að allir menn eigi kröfu til.
Þar til heyrir fullur atkvæðisrétt-
ur. Égáekki von áþví, að meiri -
hlutinn íS-Afríku sætti sig við
neitt minna.
Sjálfsagt er að meta, að s-afrísk
stjórnvöld hafa nú séð sitt
óvænna og gert ýmsar ráðstafanir
til að koma til móts við kröfur
meirihlutans, þar á meðal
blökkumanna, sem eru 73%
landsmanna og langverst settir
þeirra allra. En þau skref, sem
stigin hafa verið, eru of stutt;
það, sem gefið hefur verið eftir of
lítið og kemur of seint. Baráttan
hefur kostað of miklar fórnir til
þess að þeir láti þar við sitja. Það
þarf, held ég, ekki mikið hug-
myndaflug eða mannþekkingu til
að skilja þá afstöðu.
Áratuga kúgun, svívirðingar
og niðurlæging hefur smám sam-
an þjappað blökkumönnum æ
betur saman, þó svo að
stjórnmálasamtök þeirra hafi
verið kveðin niður og allt verið
gert, sem unnt er, til að ala á
sundrungu þeirra á meðal. Og
með hverri kynslóð fjölgar þeim
röddum, sem telja haldlaus
önnur ráð en valdbeitingu.
Það er því miður gömul saga,
að valdhafar skelli skollaeyrum
við skoðunum og ráðum skyn-
samra manna.sem vilja leysa mál
með friði og sanngjörnum mál-
amiðlunum - og gefi ekki eftir
fyrr en fram á sjónarsviðið eru
komnir nógu margir boðberar of-
beldis til að virkja örvæntinguna
og vonleysið til vopnaðra átaka -
oft með þeim afleiðingum, að
þjóðirnar mega síðan þola nýja
tegund kúgunar. Þetta ætti hvíti
minnihlutinn í S-Afríku að vita, -
og veit. En hann telur sig enn
öðrum landsmönnum æðri og rétt
borinn til að nota þá sem vinnu-
þý, er vera skuli þakklát fyrir þá
mola, sem af borðum húsbænd-
anna hrjóta. Og í raun er hann
kominn í sjálfheldu; hann hvorki
vill, þorir né getur snúið við blað-
inu. Ekki aðeins vegna þess, að
hann viðurkennir ekki réttmæti
krafna meirihlutans; ekki aðeins
vegna þess, að hann getur ekki
fallizt á neina þá eftirgjöf, er leiði
til missis valds, eigna og yfirburð-
astöðu, heldur og vegna þess, að
hann óttast loga þess haturs, sem
hann veit, að kynþáttastefnan
hefur kveikt með hverri kynslóð-
inni af annarri.
Sú skoðun, að ástæðulaust sé
að býsnast yfir ranglætinu í S-
Afríku vegna annars ósóma, sem
viðgangist í heiminum, er að
mínu mati fráleit, en því miður
allt of algeng. Við látum ekki ein-
um haldast uppi afbrot vegna
þess, að aðrir brjóti af sér. Við
vinnum gegn afbrotum allra, þótt
lögum verði e.t.v. ekki komið
yfir alla í senn. Eins ber að vinna
gegn mannréttindabrotum hvar
sem er, - en ekki verður barizt á
öllum vígstöðvum í senn.
Apartheidstefnan er vissulega
nokkuð sérstaks eðlis. Hún á
margt skylt við nazismann í
Þýzkalandi á sínum tíma, enda
hefur Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna lýst hana „glæp gegn
mannkyninu“. Og meirihluti
þjóða heims telur sér rétt og skylt
að vinna gegn henni eins og naz-
isma. Sú barátta er alþjóðlegt
verkefni. Spurning er hins vegar
eftir hvaða leiðum menn vilja
vinna að því, - eðlilega greinir
menn á um hvaða meðul tilgang-
urinn helgi í því sem öðru.
Viðskiptaþvinganir eru nú of-
arlega á baugi sem baráttutæki.
Þar má leiða gild rök bæði með og
móti, en afstaða þjóðanna mótast
fyrst og fremst af hagsmunum
þeirra sjálfra.
Vissulega hafa viðskiptaþving-
anir leitt til undanláts en reynslan
sýnir einnig, að þeim hættir til að
renna út í sandinn, sé ekki um
þær því meiri eining, því að
auðvelt er að fara í kringum þær.
Enda þótt slíkar aðgerðir hefðu
e.t.v. áhrif á stjórnvöld S-Afríku
í fyrstu, efa ég mjög, að þær leiði
til undanláts að því marki, sem
blökkumenn geta sætt sig við. En
- þar sem forystumenn þeirra
sjálfra og margir aðrir, sem hafa
kynnt sér þessi mál gjörla, telja
þessa leið óhjákvæmilega og lík-
lega til árangurs, er vafalaust rétt
að reyna hana. Annað mál er,
hvort æskilegt sé, að stjórnvöld
geti þvingað þegna sína til slíkra
aðgerða eftir geðþótta. Ég er
hreint ekki viss um það, - tel þó
sök sér, ef ákvarðanir um þær eru
teknar af þjóðþingum, eins og nú
hefur gerzt á bandaríska þinginu.
Spurning er, hvort ekki sé væn-
legra að hvetja þjóðirnar, ein-
staklingana, til að sýna hug sinn í
verki á sem fjölbreyttastan hátt, -
m.a. með því að draga fram í
dagsljósið hverjir veiti stjórn S-
Afríku mestan stuðning og
sneiða hjá viðskiptum við þá, ef
unnt er. Það er e.t.v. eitt af því,
sem íslendingar gætu gert, jafn-
framt því að styðja ötullega þá
sem vinna gegn mannréttinda-
brotum, hvar sem er í heiminum,
og virða mannréttindi í eigin
heimahögum.
Margrét Heinreksdóttlr er frétta-
maður hjá sjónvarpinu. Hér birtist
svar hennar við spurningum Þjóð-
viljans um Suður-Afríku, en vegna
mistaka birtist það ekki í blaðinu í
gær.
Hjúkrun í þátíð,
nútíð og framtíð
Hjúkrunarfélag íslands og Félag háskólamennt-
aöra hjúkrunarfræöinga gangast fyrir ráðstefnu
1. september nk. á Hótel Sögu.
Fyrirlesari er bandaríski hjúkrunarfræöingurinn
Dr. Maryann F. Fralic, varaforseti Robert Wood
Johnson háskólasjúkrahússins í New Jersey.
Ráðstefnan ber heitið „Hjúkrun í þátíð, nútíð og
framtíð“ (The evolution of professional nursing
practic: Yesterday, Today, and Tomorrow).
Fjallað verður m.a. um:
• Hjúkrun - hvað er það?
(Professionalism - what is it?)
• Framboð á hjúkrunarfræðingum
(Nurse manpower - availability)
• Aherslan á gott heilbrigði
(The focus on wellness)
• Siðfræði og samviska - vandamál í aðsigi
(Ethics and morality - conflicts on the rise)
• Aldraðir - hvernig á að koma til móts við
þarfir þeirra?
(The elderly - how will their needs be met?)
• Rannsóknir innan hjúkrunarfræðinnar -
hvert munu þær leiða okkur?
(Research in nursing - where can it take us?)
Ráðstefnan stendur frá kl. 8.30-16.00, mánu-
daginn 1. september. Þátttökugjald er kr.
1.800.00 (matur og kaffi innifalið).
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Bandaiags há-
skólamanna símar 8 20 90 - 8 21 12 og skrif-
stofu Hjúkrunarfélags íslands símar 2 11 77 -
1 53 16, eigi síðar en föstudaginn 29. ágúst
1986.
Fræðslunefndir
hjúkrunarfélaganna.
VIÐHORF
Framhald af bls. 5
tilraunum sínum að stofna
heimsfriðnum í hættu, aftur og
nýbúinn, uns austur-þýsk
stjórnvöld gripu til sinna ráða 13.
ágúst 1961, lokuðu landamærum
síns eigin ríkis, reistu Berlínar-
múrinn og björguðu ekki bara
Alþýðulýðveldinu heldur og
heiminum frá nýjum hildarleik.
Afturhaldinu mistókst ætlun-
arverk sitt, þriðjungurinn af
föðurlandi Marx og Engels var
genginn því úr greipum um ó-
komna tíð. En það hefur engu
gleymt og lítið lært, um það ber
gumsið frá Reuter og Informati-
on vitni.
„Að sjálfsögðu var ekki haft
samráð við kommúnista," sagði
Morgunblaðið sigri hrósandi vor-
ið 1951 þegar sá amríski her sem
enn situr hér á landi kom, að
beiðni íslenska afturhaldsins. Að
sjálfsögðu hafði Þjóðviljinn ekki
samráð við kommúnískar frétta-
stofur og fjölmiðla til að skrifa
fréttaskýringar um Berlínarmúr-
inn sumarið 1986. Sei, sei, nei.
Og það var meira blóð í kúnni.
Ég sagði í upphafi að leiðarinn
hefði líka verið helgaður Múrn-
um og þar fór í verra. Skítt með
það þótt einhver IH. á blaðinu éti
upp og fái þar birt fræði Reuters
og það hrá, þótt auðvitað sé það
fremur óholl fæða, bæði fyrir
blaðið og hann sjálfan. Það er
lakara miklu með leiðarann, til
þeirra verður að gera ofurlítið
meiri kröfur, líka í málgagninu,
þrátt fyrir allt.
f umræddum leiðara, undirrit-
uðum af-m (Mörður, þekkt nafn
úr fslendingasögunni!!!) eru ykk-
ur íslenskum kommúnistum og
sósíalistum gefnar gjafir, sem
vert væri að launa í nokkru. Múr-
inn er „skipbrot sósíalisma í
Austur-Evrópu, svo blóði drifinn
og dapurlegur" að höfundur sér
enga ástæðu til að leita skýringa á
tilvist hans né „öðru góssi á rusla-
haugum sögunnar" enda vita allir
sósíalistar (af Marðarætt) að
hönnuðurinn var enginn annar en
sá vondi Jósep Stalín, sem þarna
fékk útrás fyrir vonsku sína að
nokkru. En er þetta svona sára-
einfalt allt saman eða er þetta
kannske „enginn skáldskapur
atarna Kolbeinn“?
Við skulum róta svolítið í
„ruslahaugum sögunnar", það
gefst oft vel til skilnings á raun-
veruleikanum, mun betur en rót í
einkahaugum.
Allar götur frá því að Þýska
alþýðulýðveldið var stofnað (7.
október 1949) og hóf eigin seðl-
aútgáfu (Ostmark) og til þess
tíma er bygging Berlínarmúrsins
hófst (13. ágúst 1961), gátu fbúar
Vestur-Berlínar farið í næsta
banka þar í borg með mörkin sín
(DM) og fengið 5 austurmörk
fyrir hvert 1 af sínum, keypt síðan
upp allar vörur í Austur-Berlín
og haft með sér heim. Og það
voru ekki íbúar Vestur-Berlínar
sem nutu þessara vildarkjara ein-
ir, heldur hver sá er vildi og átti
vesturmörk, t.d. ferðamenn frá
Vesturlöndum, Austur-
Þjóðverjar sem unnu í Vestur-
Berlín og jafnvel stöku náms-
maður frá Vestur-Evrópu, sem
naut gistivináttu Austur-
Þjóðverja!
Hér er um að ræða einhverjar
þær harkalegustu skemmdarað-
gerðir sem nokkurt ríki hefur
mátt þola á efnahagskerfi sínu,
enda tilgangurinn beinlínis sá að
gera það gjaldþrota, einkum ef
haft er í huga að Austur-
Þjóðverjar sögðu mark er mark,
hvort heldur það er austur- eða
vesturmark, en verðlag á
nauðsynjum var ívið lægra í
Austur-Berlín og félagsleg þjón-
usta mun betri þar.
Eftir að Múrinn reis má segja
að á þessu hafi orðið gjörbreyting
til hins betra og þótt eigi væru
önnur rök fram borin af hálfu
Austur-Þjóðverja fyrir byggingu
Berlínarmúrsins en þau að binda
endi á þessa stöðu mála, voru þau
ein og sér ærin, en auðvitað kom
fjölmargt annað til. Að þessu
sinni skal þó þetta látið nægja. Á
það má þó benda að smátt og
smátt hefur sambúð Vestur-
Berlínarbúa við nágranna sína
batnað að mun, þökk sé Múrn-
um, og æ fleiri þar í borg skilja nú
að þeir sem búa á eyju geta ekki
til lengdar átt hafið að óvini.
Þýska alþýðulýðveldið er nú
hart nær 40 ára. Á þessum stutta
tíma hefur þessi litla þjóð (íbúar
17.2 miljónir) sannað tilverurétt
sinn svo um munar, hafist úr ör-
birgð og rústum eftirstríðsáranna
í að verða stórveldi á ýmsum svið-
um t.d. iðnaði, íþróttum ofl. ofl..
Slíkt gerist ekki fyrirhafnar-
laust. Sagan af austur-þýska
undrinu verður ekki rakin hér að
sinni en á það bent að þessum
árangri hafa Austur-Þjóðverjar
náð undir merkjum sósíalismans
og einarðri forustu Einingar-
flokks sósíalista (SED). Þetta er
staðreynd hvort sem mönnum
líkar það vel eða illa. Austur-
þýsk leið til sósíalisma, ekki ætl-
uð til útflutnings heldur heima-
brúks, hefur eflt alþýðulýðveldið
stöðugt að íþrótt og frægð.
En það er gott að vita af henni
og margt má af henni læra. Á
þessari leið sinni notar austur-
þýsk alþýða þau tæki sem henni
henta best til að ná settu marki:
sósíalisma í Þýska alþýðulýðveld-
inu. Hvíta stflhreina mannvirkið í
Berlín, Berlínarmúrinn, er eitt
þessara hjálpartækja og því af
hinu góða.
Selfossi 24. ágúst
Ólafur Þ. Jónsson
Ólafur Þ. Jónsson er meðal annars
skipasmiður
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 27. ágúst 1986