Þjóðviljinn - 27.08.1986, Side 16

Þjóðviljinn - 27.08.1986, Side 16
möbhuinn MttnrjnrvMin 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Miðvikudagur 27. ágúst 1986 192. tölublað 51. árgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Nesradíó Sambandslaust í 4 tíma Ekkertsamband við Neskaupstað ígœrmorgun. Reynir Sigurþórsson umdœmisstjóri: Mannlegmistök. Ekki látið vita fyrr en ígœrmorgun. Enginn á vaktíNesradíói og tilkynningarskyldan óvirk. Hannes Hafsteinforstjóri SVFÍ: Höfum varað viðþessu að voru mannleg mistök sem ollu því að enginn vissi af því að sambandslaust var við Nes- kaupstað í nótt fyrr en 7.30 í morgun“ sagði Reynir Sigurþórs- son umdæmisstjóri Pósts og síma á Neskaupstað í sambandi við blaðið í gær, en þar var síma- og fjarskiptasambandslaust við Reykjavík frá klukkan 4.30 í nótt til klukkan rúmlega 9. Það var jarðýta sem sleit í sundur símastrenginn í Fagradal og að sögn Reynis tilkynnti sá að- ili í Gufunesi, sem af þessu vissi, ekki atburðinn til réttra aðila þannig að enginn vissi af sam- bandsleysinu fyrr en 7.30 í gær- morgun. Enginn var á vakt í Nes- radíói og þar af leiðandi gátu skip ekki tilkynnt sig fyrr en klukkan 8 þegar loftskeytamaður kom á vakt. „Það er rétt að enginn var á bakvakt“ sagði Reynir, „þetta ástand sem skapast hefur vegna mannaflaskorts er mjög slæmt. Fjarstýringin við Gufunes að nóttu til er eingöngu höfð vegna þessa neyðarástands, og ef það væri ekki þyrftum við að loka stöðinni. Við höfum treyst á að geta skipt á milli norður- og suð- urleiðar ef samband slitnar en hér er það mannlega hliðin sem bregst, ekki sú tæknilega." Þetta er í annað sinn sem sam- band slitnar við Neskaupstað síð- an fjarstýring á loftskeytasam- bandi hófst við Reykjavík í byrj- un mánaðarins og sagði Örn Sœmundsson loftskeytamaður í Nesradíói að ef eitthvað hefði borið útaf á hafi úti þá hefði ekki verið hægt að ná til lands. „Menn hafa getað meldað sig inn síðan 8 í morgun og látið vita af því að þeir hafi ekki náð í nótt“ sagði Örn, „þetta getur ekki gengið svona lengur, það hefur þegar sýnt sig.“ „Við höfum varað við þessu og ef eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir hefði verið mjög erfitt að koma boðum til fólks á Neskaup- stað til björgunaraðgerða" sagði Hannes Hafstein forstjóri Slysa- varnafélags íslands og yfirmaður Tilkynningaskyldunnar í samtali við blaðið. „Ef það á að fjarstýra stöðinni áfram þá verður að tryggja að það sé öruggt!“ -vd Vaxtamálin Samkomulag náðist í gær I gær náðist samkomulag milli lífeyrissjóðanna og fjármála- ráðuneytisins um að grciddir skuli 6,5% vextir af þeim skuldabréfum sem lífeyrissjóð- irnir kaupa af Húsnæðisstofnun á þessu ári. Samningum um fram- haldið er frestað fram í septemb- er. Lífeyrissjóðirnir geta valið um tvenns konar skuldabréf. Annars vegar bréf með 6,5% vöxtum all- an lánstímann, en hins vegar bréf með heimildarákvæði um upp- sögn og endurskoðun á vaxta- kjörum eftir þrjú ár og síðan á þriggja ára fresti. Þá geta sjóðirn- ir valið um mismunandi lánstíma, 15, 20 eða 25 ár, og einn eða tvo gjalddaga á ári. í ákvæðinu um vaxtaendur- skoðun segir að náist ekki sam- komulag innan 30 daga skuli gilda sömu vaxtakjör og ákveðin eru í nýjum skuldabréfum sem lífeyrissjóðirnir kaupa af hús- næðisstofnun á þeim tíma. - S.dór/-gg. „Kvennahreyfingin á Islandi hefur vakið mjög mikla athygli í Bandaríkjun- um fyrir allsherjarkvennaverkföllin tvö á kvennaáratugi Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna ákváðum við að koma til íslands og kynna okkur störf kvenna- hreyfingarinnar hér“, sögðu þessir fulltrúa NOW, National organisation for women, sem eru hér í stuttri heimsókn. Fulltrúarnir halda hér á fánum hreyfing- arinnar í New York fylki og Massachuttes, en kvenréttindasamtökin NOW eru meðal stærstu kvenréttindasamtaka í Bandaríkjunum og teygja anga sína til all flestra fylkja landsins. Sjá bls. 14. s Arnessýsla HöimuTegir vegir Geysileg óánægja í Biskupstungum með ástand vega jóðvegir í uppsveitum Árnes- sýslu hafa verið með eindæm- um vondir í sumar, einkum í Biskupstungum, og er nú svo komið að heimamenn eru farnir að ræða þann möguleika að loka þeim í mótmælaskyni. Geysileg óánægja ríkir á svæðinu með ástand veganna. „Þessum vegum hefur verið allt of lítið sinnt í sumar og það er orðið mjög brýnt að fá ofaníburð í þá. Fólk kvartar mjög undan þessu ástandi“, sagði Már Sig- urðsson í Haukadal í samtali við blaðið í gær. Fleiri viðmælendur blaðsins á svæðinu tóku í sama streng og sögðu ástandið hörmu- legt. „Þessir vegir eru varla meira en jeppafærir", sagði einn við- mælenda blaðsins. „Auðvitað er þetta ófremdará- stand og eðlilegt að fólk kvarti undan þessu“, sagði Steingrímur Ingvarsson umdæmisverkfræð- ingur vegagerðarinnar á Selfossi í gær. Aðspurður um hvað gert yrði til þess að bæta ástand veg- anna, sagði hann ekki von á neinu stórátaki, en unnið yrði að því hægt og bítandi að bæta úr þessu. „Umferð um þessa malar- vegi er mikil og þeir hafa farið illa á því, en það er rétt að viðhald hefur ekki verið nægjanlega mikið. Vitaskuld þarf að koma bundið slitlag á þessa vegi og það hefur verið gert talsvert í því, t.d. í Grímsnesinu", sagði Steingrím- ur. - gg- Suðurland Kippimir urðu tíu Upptök jarðskjálftanna á mörkum Holtahrepps og Landmannasveitar. Harðastiskjálftinn mœldist3,9stigáRichter r Amæla jarðskjálftadeildar Veðurstofunnar mældust 6 kippir en þeir munu alls hafa ver- ið 10 á Suðurlandi frá því kl. 1 til 6.30 í fyrrinótt. Þeir hörðustu voru 3,2 til 3,9 stig á Richter. Upptök skjálftanna voru á mörk- um Holtahrepps og Landssveitar, sagði Barði Þorkelsson á jarð- skjálftadeild Veðurstofu íslands í gær. Barði sagði að þessi hrina væri ekki sambærileg við þá sem kom 1978 en þá mældust tugir skjálfta á svæðinu. Svo einkennilega vildi til að þessi hrina kom uppá dag 90 árum eftir að jarðskjálftarnir miklu urðu á Suðurlandi, en það eru einhverjir mestu jarðskjálftar sem komið hafa hér á landi og tjón varð mikið. Víða á Suðurlandi hrökk fólk uppúr svefni í fyrrinótt þegar hörðustu kippirnir komu og á Hellu duttu hlutir niður úr hill- um. „Ég held að fólk hér um slóð- ir sé orðið svo vant þessu að það kippir sér ekki mikið upp við þetta. t það minnsta urðum við ekki varir við neinn ótta og engir leituðu til okkar", sagði Sveinn ísleifsson lögregluvarðstjóri á Hvolsvelli í gær. Sveinn sagði að þegar mest gekk á 1978 hefði ótta orðið vart hjá fólki, ekki kannski síst fyrir það að fjölmiðlar gerðu mikið úr málinu. „Hitt er annað að þótt fólk hafi tekið þessu með ró hér um slóðir þá er það sér meðvitað um að mikil tíðindi geta gerst hér, menn gleyma þessu aldrei alveg“, sagði Sveinn. - S.dór. Borgarráð Gata fyrir vínbændur Akreinfrá Reykjanesbraut að Sprengisandi, gegn mati Umferðarnefndar Á borgarráðsfundi í gær sam- þykkti meirihluti Sjálfstæðis- flokksins, auk Bjarna P. Magnús- sonar fulltrúa Alþýðuflokksins og annars fulltrúa minnihlutans í borgarráði, tillögu þess efnis að opnuð verði akrein frá Reykja- nesbraut að veitingastaðnum Sprengisandi. Sigurjón Pétursson fulltrúi Al- þýðubandalagsins í borgarráði greiddi atkvæði gegn tillögunni og segir í bókun sem hann lét gera að aðgerðin sé í andstöðu við mat Umferðarnefndar og helstu um- ferðarsérsfræðinga borgarinnar og þjóni þeim tilgangi einum að styrkja fjárhag eigenda veitinga- hússins. -K.Ól.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.