Þjóðviljinn - 31.08.1986, Síða 3

Þjóðviljinn - 31.08.1986, Síða 3
saman hjá sjónvarpinu aö það getur gert skákinni best skil. Þegar fréttatíma lýkur kl. 20.30 er aðeins hálftími eftir af tíma kappanna við skákborð- ið. Sjónvarpið gæti þá birt stöðuna og fengið einhvern af okkar snjöllu skákmönnum til að spá aðeins í stöðuna. En, nei skák, jafnvel heimsmeistaraeinvígið virðist vera fyrir neðan virðingu sjón- varpsins. ■ Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin INNRITUN í PRÓFADEILDIR GRUNNNÁM Aðfaranám og Fornám. FRAMHALDSNÁM - Forskóli sjúkraliða - Viðskiptabraut - Almennur menntakjarni fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, mánu- dag 1. sept. kl. 17-20. Kennslugjald fyrir fyrsta mánuð greiðist við innritun. Upplýsingar í símum 12992 og 14106 Skólastjóri Sláturleyfishafar - Bændur! Verðlagsnefnd búvöru samþykkti á fundi í gær að heimila sláturleyfishöfum að greiða bændum 8% hærra en haustgrundvallarverð fyrir kjöt af dilk- um, sem slátað er í fyrstu viku septembermánað- ar og 4% hærra í annarri viku septembermánað- ar. Féð til þessarar greiðslu verði innheimt með verðjöfnunargjaldi kjöts. Kjöt af dilkum sem slátr- að er eftir 15. september verður greitt þeim mun lægra verði. Reykjavík 26. ágúst 1986 Framleiðsluráð landbúnaðarins Skólastjóri tónlistarskóla - organisti Skólastjóra vantar að Tónlistarskóla Ólafsvíkur sem jafnframt gæti verið organisti Ólafsvíkur- kirkju. Mjög góð laun í boði. Allar nánari upplýsingar veita bæjarstjóri í síma 93-6153, formaður skólanefndar í síma 93-6303 og formaður sóknarnefndar í síma 93-6233. Frá Öskjuhlíðarskóla Föstudaginn 5. sept. eiga nemendur skólans að mæta sem hér segir: Nemendur árdegisdeilda og starfsdeilda (eldri nemendur) kl. 11. Nemendur síðdegisdeilda (yngri nemendur) kl. 13. Nýir nemendur verða boðaðir símleiðis. Afhentar verða stundaskrár og kennsla hefst skv. þeim þriðjudaginn 9. sept. og þá hefst einnig akstur skólabíla. Almennur starfsmannafundur verður í skólanum 1. sept. kl. 13. Skólastjóri. Kennari góður! Við viljum vekja athygli þína á því að til Vestmannaeyja vantar þrjá almenna kennara til kennslu við grunnskólann. Einnig vantar tónmennta-, myndmennta- og sérkennara. Margskonar fyrirgreiðsla er í boði svo sem flutn- ingur á búslóð til Eyja, útvegun húsnæðis og barna- og leikskóla aðstöðu. Uppl. veita skólastjórar í síma 98-1944 (heima 98-1793) og 98-2644 (heima 98-2265), einnig skólafulltrúi í síma 98-1088 (heima 98-1500). Skólanefnd grunnskóla Vestmannaeyja 15 ára stúlka óskar eftir barnfóstrustarfi á kvöldin og um helg- ar. Hringið í síma 79674 og talið við Mörtu. Frá Menntamálaráðuneytinu: Vegna forfalla vantar þroskaþjálfa og uppeldisfulltrúa að blindradeild Álftamýrarskóla í Reykjavík. Upplýsingar um störfin eru veittar í skólanum í síma 686588. Rýmingarsala hjá 20% afsláttur af öllum vörum búðarinnar Nú og á næstunni verður haldin rýmingarsala hjá okkur í Framtíðinni - á meðan birgðir endast. Þetta er gullið tækifæri til að fá sér ullarvörur, skinnavörur, band og lopa eða keramik og postulín fyrir gjafverð. Gríptu gæsina á meðan hún gefst. Þessi rýmingarsala stendur aðeins yfir meðan birgðir endast.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.