Þjóðviljinn - 31.08.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 31.08.1986, Blaðsíða 19
Um síðustu helgi fór fram í Árbæjarskóla námskeið fyrir leiðbeinendur í íþróttum aldraðra, en það er haldið á vegum Félags áhugamanna umíþróttiraldraðra. Er Ijósmyndara blaðsins bar að voru aldraðir frá Kópavogi undirjStjórn Eiísabetar Hanriesdóttur að sýna leikfimi af mestu leikni. Guðrún Nielsenerformaðurfélagsins og gaf hún okkur góðfúslega upplýsingar um það og námskeiðið. „Félag áhugamanna um íþrótt- ir aldraðra var stofnað í fyrra, aðal hvatamenn að stofnun þess voru íþróttakennarar sem sóttu námskeið um þetta efni á Norð- urlöndum. Markmið með stofn- un félagsins voru m.a. vinna að vellíðan aldraðra með því að stuðla að iðkun íþrótta og sunds og styðja í starfi að þvf að fram- kvæmdar verði rannsóknir um heilsufræðilegt gildi íþrótta fyrir aldraða. Þetta námskeið er hið fyrsta á vegum félagsins og það sóttu 43 starfsmenn hjúkrunar- og dvalarstaða, sjúkraþjálfarar, félagsráðgjafar og íþróttakennar- ar af landinu öllu. Námskeiðið var í formi fyrirlestra og kennslu og leiðbeinendur voru íþrótta- ...Og hægri fót upp. Einn og tveir og hopp-a... Fimlegur fótaburður og mætti hver sem er vera stoltur af... íþróttir aldraóra Léttar sveiflur og lipur spor... Komið við í Árbæjar- skólaánámskeiði fyrirleiðbeinendur íþróttafyriraldraða kennarar, sundkennarar, sjúkra- þjálfarar, félagsráðgjafi og lækn- ir. Reykjavíkurborg styrkti nám- skeiðið með hentugum og vist- legum húsakynnum og einnig veitti heilbrigðismálaráðuneytið styrk til þess. Þátttakendur létu í ljós mjög mikla ánægju með námskeiðið, en auk beinnar fræðslu fengu þeir að kynnast notkun hjálpartækja, sjónsnælda o.fl. sem varðar íþróttaiðkun aldraðra.“ - Hvernig stöndum við í dag hvað snertir aðstöðu fyrir íþrótta- iðkun aldraðra? „Við stöndum illa, vægast sagt. Þau hús sem nú eru í byggingu fyrir aldraða gera ráð fyrir 45 fer- metra aðstöðu til íþrótta og segir það sig sjálft að slík skonsa dugar skammt. Við reynum að fá að nýta leikfimisali skóla og stofn- ana og nú eru flest námskeið fyrir aldraða á vegum Félagsmála- stofnunar. Við reynum að sinna þessu eins og hægt er en það vant- ar fyrst og fremst starfsfólk og aðstöðu. Við höfum t.d. verið með námskeið í íþróttaheimilum, í Neskirkju, Ársölum í Árbæjar- hverfi og í Hallgrímskirkju og stefnan er sú að halda námskeið fyrir aldraða í öllum hverfum borgarinnar, þar sem allir ald- raðir sem vilja mega koma. Þetta er þáttur sem ekkert hefur verið sinnt, en við ætlum að vinna ötul- lega að því að þarna verði breyting á á næstu árum,“ sagði Guðrún Nielsen að lokum. HeimiliÖlBó Það getur verið gaman að sleppa stundum fram af sér beislinu. Hoppa og skoppa, kasta bolta í mark, dorgafyrirvinning í veiðipottinum eða fara í hlutaveltuna. Allt þetta og miklu meira í SKEMMTILANDI. Eitthvað fyrir alla. Sjáumst á sýningunni. Laugardalshöll

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.