Þjóðviljinn - 31.08.1986, Síða 5

Þjóðviljinn - 31.08.1986, Síða 5
Hálf ringlaður en himinlifandi írski þingmaðurinn Mervyn Taylor var hér á landi í síðustu viku ásamt nokkrum starfsfélögum sínum og mökum þeirra. Þeir voru dregnir um landið þvert og endilangt, og segir Taylor að svo til allt hafi komið sérfeikilega á óvart „Þettaerbúin að veraumfram allt skemmtileg en einnig nyt- samleg heimsókn," sagði Mervyn Taylor við blaðamann Þjóðviljans um upplifun sína af sex daga heimsókn sinni til landsins. Taylor hér á landi í síðustu viku ásamt írskum starfsbræðrum sín- um af írska þinginu í boði Alþing- is. Þingmennirnir fóru víða um landið, Akureyri, Eyjafjörð, Mý- vatn, Vestmannaeyjar og svo auðvitað Gullfoss - Geysis hring- inn ásamt heimsókn til forsetans. Blaðamanni tókst að króa Taylor af á síðasta degi heimsóknarinn- ar, stuttu fyrir brottför. Taylor er þingmaður fyrir Verkamanna- flokkinn á írlandi (Labour Party), einn núverandi stjórnarf- lokkanna. Hann sagðist vera hálfringlaður eftir öll ferðalögin en fyrst og fremst himinlifandi. „Ég verð að viðurkenna að ég vissi heldur lítið um landið en það kom mér samt feykilega á óvart. Þið búið við geysi mikla ónýtta möguleika, varðandi orkuna, t.d. svo ekki sé nú minnst á náttúru- fegurðina. Þar hafið þið geysi mikla möguleika. Þar að auki má gera að því skóna að þjóðirnar geti aukið samskipti sín á milli hvað þetta varðar, ferðamanna- bransann. Á írlandi er einnig mikil náttúrufegurð og mér skilst að fslendingar sæki þegar mikið til írlands. Svo er það líka verslun sem má koma á milli landanna og sú hugmynd hefur einnig komið upp í viðræðum okkar við íslend- inga undanfarna daga. Þetta voru auðvitað aðeins óformlegar við- ræður, skipti á hugmyndum en mér sýnist á öllu að framhald verði á þeim.“ Við snúum talinu að írlandi og írskum málefnum. Á undanförn- um árum hefur athygli fólks einna helst beinst að N-lrlandi og deilum kaþólskra og mótmæl- enda þar. Á síðasta ári kom írska lýðveldið hins vegar meira inn í gang mála í norður-hlutanum en verið hafði oft áður. Stjórn írska lýðveldisins gerði þá samning við bresku stjórnina um málefni N- írlands, „Ensk-írska samning- inn“ svonefnda. Sá samningur veitti írska lýðveldinu rétt til að- ildar að stjórnun N-írlands í for- mi ráðgjafar og ráðlegginga. Mótmælendur urðu æfir vegna þessa samnings og hafa haft í frammi ýmis mótmæli. „Þeir töluðum.a. um að eftirlit á landa- mærunum væri slakt," segir Tayl- or. „Slíkar fullyrðingar eru hins vegar staðhæfulausar. Hópur mótmælenda ætlaði fyrir stuttu að sýna þetta í verki og gerði áh- laup yfir landamærin. Þá kom hins vegar í ljós að lögregluyfir- völd voru vel viðbúin, komu strax á staðinn og héldu hópnum niðri. Það eru hinir svonefndu unionist- ar meðal mótmælenda sem hafa haft uppi mestan hávaða um bölvun þessa samkomulags. Þar hefur presturinn Ian Paisley verið áberandi. Hann hefur nú orðið undir fyrir aðstoðarmanni sínum, Robinson, sem er ekki síður öfgasinnaður í afstöðu sinni til kaþólskra, hvort sem þeir eru sunnan landamæranna eða norðan. Ég leyfi mér hins vegar að vera bjartsýnn fyrir hönd kaþólskra á N-írlandi. Fyrir mér er það mikil- vægast í Ensk-írska samningnum að hann sýnir n-írskum kaþólikk- um fram á að það er enn mögu- leiki á að fara samningaleiðina og að kaþólikkar í írska lýðveldinu hugsa mikið til bræðra sinna í norðri. Sjáðu til, Ensk-írski samningurinn á eftir að sanna sig,“ segir Taylor að lokum. -IH Mervyn Taylor, „írar og Islendingar gætu átt með sér mun meiri samskipti.“ Mynd. K.G.A. Hraustleg rýmingarsala í tilefni flutninga höfum við tekið rækilega til á bygginga- vörulagernum. í nýju húsakynnunum á Stórhöfða bjóðum við um þessar mundir alls konar afganga og efnisbúta, flísar, hreinlætistæki, teppi, teppamottur o.m.fl. með 30—50% afslætti. Þú gerir ósvikin reyfarakaup á þessari rýmingarsölu! BYGGINGAVÖRUR Stórhöfða, Sími 671100

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.