Þjóðviljinn - 31.08.1986, Page 10

Þjóðviljinn - 31.08.1986, Page 10
Fálkinn er spennandi og dularfullur Fálkinn er tignarlegur fugl og hefur byggt Island í þúsundir ára, en þó hefur hann lítið ver- ið rannsakaður hér á landi. Eini íslendingurinn sem hefur Stundað skipulegar rann- sóknir á þessari konungsger- semi og gert hann að við- fangsefni í doktorsritgerð er Ólafur K. Nielsen líffræðingur. Hann varði doktorsritgerð sína um vistfræði fálkans við Cornell háskóla í Bandaríkj- unumnúívor. Ólafur starfar sem stendur hjá Náttúrufræðistofnun. Hann ólst upp á Bergstaðastrætinu, gekk í Miðbæjarskólann og síðan í Verslunarskólann. Þá lá leiðin í Háskóla íslands, en að afloknu BS prófi í líffræði hélt hann utan til Bandaríkjanna til framhalds- náms við Cornell. Fálkinn er spennandi fugl „Ég hef lengi haft sérstakan áhuga á fálkanum. Hann er spennandi fugl,“ segir Ólafur þegar spurt er hvers vegna fálk- inn varð fyrir valinu hjá honum. „Hér í Reykjavík sér maður fálka aðeins á veturna, og mér þótti það spennandi að fara og leita hann uppi á sumrin. Finna hreiðrin og fylgjast með þessum fugli. Hann verpir á mjög skemmtilegum stöðum, aðallega í giljum, gljúfrum, sprunguveggj- um og í hömrum í fjöllum. Það fylgir þessu talsverð fjalla- mennska og ég hef gaman af því, en að vísu eingöngu í þeim til- gangi að kanna leyndardóma náttúrunnar. Svo er það heillandi að fylgjast með því hvernig allt líf fálkans snýst um rjúpuna og hvað er að gerast hjá henni.“ Samspil fálka og rjúpu Og það hefurðu verið að rann- saka siðan árið 1981? „Já ég ákvað að rannsaka sam- spil fálka og rjúpu og um það fjallar ritgerðin að mestu leiti. Rannsóknasvæðið náði yfir 5200 ferkflómetra á Norðausturlandi og þar stundaði ég rannsóknir frá árinu 1981 og þangað tilísumar.“ Geturðu ekki sagt mér sitthvað um rannsóknirnar og niðurstöð- ur þeirra? „Til þess að gera mér grein fyrir þessu samspili þurfti ég að fylgjast með breytingum á stofn- stærð rjúpu á svæðinu. Ég fór því á hverju vori norður og taldi karra á sex afmörkuðum svæð- um, en karrarnir eru staðbundnir á vissum óðulum á vorin. Og nið- urstaðan varð sú að stofnstærðin þrefaldaðist á þessu tímabili, enda er rjúpan á íslandi þekkt fyrir breytingar á stofnstærð. Stofninn var í stöðugri uppsveiflu allan tímann. Rjúpustofninn hef- ur náð hámarki á um það bil 10 ára fresti og þessar sveiflur hafa verið nokkuð reglulegar, með undantekningum þó.“ Fastheldnir á óðul sín „Það er nokkuð erfitt að telja fálka, eini fasti punkturinn eru óðulin. Fálkar eru mjög fast- heldnir á óðul sín og þau eru not- uð af kynslóð eftir kynslóð. Við upphaf rannsóknanna vissi ég af mörgum þessara óðala og heim- sótti þau fyrsta árið, en hafði einnig mikið gagn af heima- mönnum. Þeir gáfu mér mikil- vægar upplýsingar um mörg óðul sem ég vissi ekki um fyrir. Ég kannaði árlega hve mörg óðul voru í ábúð og fékk þannig hug- mynd um fjölda fálka. Og ég komst að raun um að á tímabilinu fjölgaði óðulum í ábúð úr rúm- lega 40 upp í rúmlega 50. Þannig fylgdist ég með breytingum á stofnstærð fálkans. Nú, hluti af verkefninu var að fá hugmynd um fæðusamsetn- ingu fuglanna. Þegar fálki drepur fugl á vorin og sumrin byrjar hann á því að plokka hann á staðnum og tekur innan úr hon- um. Ef um rjúpu er að ræða étur hann höfuðið og lappirnar strax en ber afganginn í hreiðrið. Ég heimsótti nokkur hreiður á hverju sumri og safnaði öllum beinum sem ég fann. Þá taldi ég saman fjöida einstaklinga og fjöl- da tegunda sem höfðu orðið fálk- anum að bráð. Þannig safnaði ég saman á þessum sex árum leifum af um 10 þúsund fuglum sem fálk- arnir höfðu étið.“ Lífið er rjúpa „Og það kom í ljós á mínu svæði að hlutdeild rjúpu í fæð- unni jókst á tímabilinu, enda er rjúpa uppáhaldsfæða fálkans. Ef hann hefur rjúpu étur hann ekk- ert annað. En fálkahjónin á þessu svæði eru misvel í sveit sett hvað veiðum á annarri bráð viðkemur, svo sem öndum og svartfuglum. Hlutdeild rjúpu í sumarfæðu þeirra sem höfðu fátt annað að veiða hélst nær óbreytt allan tím- ann, um 90%. En rjúpuát þeirra sem geta gert sér aðra bráð að góðu í rjúpnaleysisárum jókst nokkuð samfara fjölgun rjúpu á svæðinu. Þá er ég að tala um í fyrsta lagi fálka sem lifa við sjó- inn og veiða auk rjúpu einkum svartfugl og í öðru lagi fálka sem lifa í grennd við Laxá og Mývatn og veiða rjúpur og endur. Hlut- deild rjúpu í fæðu þessara fálka jókst að meðaltali úr 67% í 79% á árunum 1981-1986. Þannig tekur fálkinn rjúpuna fram yfir aðra bráð ef hann hefur aðgang að henni. Fálkum fjölgaði sem sagt jafnt og þétt um leið og rjúpu fjölgaði og hlutdeild rjúpu í fæðu þeirra jókst. Hins vegar hefur veðurfar mest áhrif á varpárangur fálkans, mun meiri en stærð rjúpustofns- ins.“ Kynhvötin karranum að falli „Fálki verpir fugla fyrst á ís- landi. Hann verpir venjulega í mars, en þá ríkir vetur og snjór er yfir öllu. I apríl kemur rjúpukarr- inn af fjöllum og fer að helga sér óðul. Flann er þá alhvítur og er mjög áberandi, ekki síst þar sem hann hreykir sér og lætur ófrið- lega. Kynhvöt hans er mjög sterk og verður varkárninni yfirsterk- ari þannig að hann er auðveld bráð fyrir fálkann. Á tímabilinu apríl til maí éta allir fálkar nær eingöngu rjúpu og eru það mest megnis karrar. Mér taldist til að 75% þeirra rjúpna sem fálkinn drap á þessum tíma hafi verið karrar. En um miðjan júní hefst varptími rjúpunnar og þá fellir karrinn yfir í brúnan sumarbún- ing og felur sig, hverfur svo að segja alveg. Og fálkinn verður fyrir barðinu á þessu. Ef hann á kost á annarri fæðu en rjúpu leitar hann meira í hana. Ungar þeirra fálka sem ein- göngu hafa rjúpu yfir hásumarið svelta stundum. En þessu tíma- bili lýkur síðsumars. Það er þegar rjúpuungarnir eru að komast á Grétar Eiríksson tók þessa mynd af fálkamóður með unga sína. Fálkinn er og var kpnungsgersemi, prýddi eitt sinn skjaldarmerki okkar, ertákn æðstu orðu ríkisins og getur því með réttu kallast þjóðarfugl Islendinga, segir Ólafur. Mynd KGA. legg, en rjúpuungar eru auðveld bráð fyrir fálka og uppistaðan í fæðu þeirra síðsumars." Með eindœmum harðger „Fálkinn er hánorrænn fugl og með eindæmum harðger. Nyrstu varpstöðvar fálkans eru á norður Grænlandi. Það er talið að hann hafi orpið hér á landi á ísaldar- tímanum, en talið er að landið hafi aldrei verið alþakið jökli." Hvað er talið að hér séu margir fálkar. Vita menn það? „Á vegum Náttúrufræðistofn- unar er nú unnið að því að kanna stærð fálkastofnsins á landinu og við giskum á að nú séu hér um 300 pör. Stofnstærðin er mjög breyti- leg og stjórnast líklega fyrst og fremst af breytingum á stofn- stærð rjúpu, miklu frekar en af mannavöldum. Norðausturland er lang þéttbýlasta fálkasvæðið á landinu.“ Eru skilyrði á íslandi lífvænleg fyrir fálka? „Hann býr við mjög góð lífs- skilyrði hér á landi. Hér er gnótt rjúpu og anda og svartfugla og auk þess étur hann mikið af mús- um, læmingjum og allt upp í full- orðnar grágæsir. Hagamúsin er honum mjög mikilvæg yfir hávet- urinn. í raun og veru getur fálk- inn drepið flestar tegundir fugla.“ Elgn Danakonungs Áður fyrr var fálkinn nytjað- ur? „Fálkinn var þýðingarmikil út- flutningsvara allt fram til alda- móta 1800. Danakonungur sló eign sinni á fáikastofninn á ís- landi og hélt fjöldann allan af fálkaföngurum hér. Mest var veitt á Vestur- og Norðvestur- landi og voru fluttir úr landi allt upp í 150 fugla ári þegar mest var. Konungur sendi síðan sérstakt skip eftir þeim og flutti til Dan- merkur. Sumum hélt hann sjálf- um sér og hirðinni til gamans, en hann gaf einnig nágrönnum sín- um og valdamönnum um alla Evrópu fálka, einkum í þeim til- gangi að vinna vinskap þeirra. En þessi útflutningur lagðist niður um 1800. Það hafði verið vinsæl íþrótt í margar aldir að hafa fálka til veiðileikja, en á 18. öldinni fór áhugi manna að dofna. Þetta var ekki lengur í tísku. Síðastu fálkasendingunni til Danakonungs var lógað hér á landi áður en hún komst í skip.“ Stunduðu íslendingar þessar veiðar fyrir sinn arfakóng? „Það voru allra þjóða kvikindi við þessar veiðar fyrir konung, Hollendingar voru t.d. klókir fálkafangarar. Og í kringum þetta spannst mikil saga. Oft urðu deilur og málaferli vegna fálkaveiða og deildu menn þá um réttinn til veiðanna. En þar sem konungur hafði slegið eign sinni á fálkann mátti enginn gera honum mein. Fálkinn var og er konungsger- semi, hann prýddi eitt sinn skjaldarmerki okkar, er nú tákn æðstu orðu ríkisins og það má með réttu segia að hann sé þjóð- arfugl okkar íslendinga.“ Ströng viðurlög við fálkaþjófnaði Áhugi manna á fálkum er hins vegar ekki úr sögunni og margir hafa áhyggjur af ásókn útlcnd- inga í fálka. Fálkastofninn er ekki í hættu eða hvað? „Nei. Um miðja þessa öld var talið að stofninn væri að deyja út ogþvívarhannfriðaðurum 1950. Hann hafði að vísu verið friðaður áður en það var einungis tíma- bundið. Éngu að síður eru tals- verð brögð að því að menn ræni ungum eða eggjum. Þeir sem hafa verið teknir fyrir að taka fálkaunga eða egg og ætla að flytja úr landi hafa nær eingöngu verið þýskumælandi, Þjóðverjar og Austurríkismenn. Þetta eru menn sem hafa atvinnu af þessu. þeir ala fuglana upp og selja þá síðan dýrt, sennilega mest til Miðausturlanda, en þar er mikill áhugi á veiðum með fálkum, einkum meðal auðmanna. En viðurlög við fálkaþjófnaði eru mjög ströng, sektir og fang- elsi. Þjóðverji sá sem tekinn var síðastur fyrir slíkt brot var dæmd- ur til þriggja mánaða fangelsis- vistar og hárra fjársekta.“ Hvaða augum heldurðu að fálkinn sé litinn almennt? „Ég held nú að viðhorf manna til fálkans sé almennt jákvætt. Menn dást að honum og það ekki að ástæðulausu. Þó kemur það fyrir að menn skjóti fálka. Á síð- ustu árum hafa komið upp nokk- ur mál þar sem íslendingar hafa skotið fálka, bæði fugla við hreiður og á rjúpnaveiðitíma. En 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. ágúst 1986 ÓlafurK. Nielsen, sem varð fyrstur íslend- inga til að stunda rannsóknir áfálkum, lýsir viðskiptum sínum viðránfuglinn Fálkar í hreiðri: Úr bók Hjálmars R. Bárðarsonar, Fuglar íslands. almennt held ég að fálkinn sé vel séður.“ Hermann Göring á fálkaslóðum Nú ert þú fyrsti íslendingurinn sem rannsakað hefur fálka skipu- lega. En hvað um erlenda vísinda- menn? „Erlendir náttúruskoðarar hafa í gegnum tíðina haft mikinn áhuga á íslenska fálkanum. Hing- að hafa komið fjölmargir leiðangrar erlendis frá til að fylgj- ast með og rannsaka fálkann. Sá frægi Hermann Göring var mikill áhugamaður um veiðar og útiveru og sendi hingað leiðangur árið 1937 til að taka fálka. Þeir fóru einmitt um svæðið þar sem ég stundaði rannsóknir og tóku með sér um 10 unga. Göring gerði einnig út leiðangur til Grænlands í sama tilgangi. Á þessum árum var talsvert um að lifandi fálkar voru fluttir út. Rétt fyrir stríð fóru t.d. 40 ungar út til Þýskalands.“ Hvernig gengur hjónalíf fálka fyrir sig? „Hjónalífið já. Karlinn er miklu minni en kerlingin, sem er ríkjandi í sambúðinni. Kerlingin getur orðið allt að tveimur kíló- um að þyngd meðan karlinn er þetta 1200-1300 grömm, þannig að stærstu karlar eru minni en minnstu kerlingar. Hlutverkaskipting kynjanna er mjög skýr, einkum og sérflagi yfir varptímann. Þegar þau byrja í til- hugalífinu hættir kerlingin öllum veiðum og eftir það sér karlinn eingöngu um að draga í búið. Kerlingin ungar út eggjunum og matar ungana og sinnir ekki öðru á meðan. Hún verður mjög þurftafrek og ef karlinn er ekki nógu duglegur að bera í hana bráð vill varpið oft misfarast. Kerlingin rekur hann því áfram við veiðarnar og það er oft eins og karlinn sé hræddur við hana. Ég fylgdist eitt sinn með því þegar karl var rekinn á veiðar. Ég hafði legið og fylgst með þessu pari í um það bil klukkutíma og allan þann tíma hafði karlinn setið heima við klett í mestu makind- um, snyrti sig og lét fara vel um sig. Allt í einu kallaði kerlingin hátt til hans. Hann kipptist þá við og lét af snyrtimennskunni. Þó svaraði hann ekki kallinu svo kerling kallaði aftur og þá miklu hærra. Það var nóg til þess að karlinn flaug upp og tók beint strik upp í heiði, greinilega í veiðihug. Svo kom hann ekki aft- ur fyrr en hann hafði klófest rjúpu og færði hana í búið. Karl- inn fer oft langar vegalengdir eftir bráð. Ég veit dæmi til þess að fálki hafi varið allt að 40 kíló- metra langa leið frá hreiðri til veiða, eða 80 km alls.“ Alltaf í hœfilegri fjarlœgð „Þessi hræðsla karlsins við kerlingu sína gengur svo langt að jafnvel þegar þau para sig dvelur hann ekki hjá henni augnabliki lengur en nauðsynlegt er. Þá kemur hann fljúgandi, lendir á baki hennar og er svo rokinn um leið og hann hefur lokið sér af. Hann heldur sig yfirleitt í hæfi- legri fjarlægð. Enda eru jú til dæmi þess, þar sem fálkar eru hafðir í haldi, að kerling hafi drepið karl sinn, þannig að hann hefur kannski fyllstu ástæðu til að vera var um sig gagnvart kellu sinni“ Hvernig tókst til með varpið í sumar? „Varpið tókst mjög vel í sum- ar. Þetta er besta sumarið sem við þekkjum síðan 1981. Fálkar eru fleiri nú en þá og hlutfall para sem komið hafa upp ungum hefur aldrei verið hærra. Stofninn er greinilega á uppleið." Mögur ár framundan Og hvað er svo framundan hjá þér hvað fálkarannsóknir snert- ir? „Nú, við höldum líklega áfram að kanna stofnstærðina. Mark- miðið var að heimsækja allar sveitir landsins og skrásetja alla fálkabyggðina. Auk þess hef ég hug á að fylgj- ast áfram með framvindu mála á Norðausturlandi ef það er hægt. Rjúpnastofninn hefur verið í uppsveiflu á undanförnum árum og ætti að ná hámarki innan tveggja ára. Ég hef mikinn hug á að fýlgjast grannt með því sem gerist hjá fálkum fram að þessu hámarki og þó ekki síður mögru árunum sem fylgja á eftir, þegar rjúpum fækkar. Þetta er heillandi verkefni,“ sagði Ólafur. -gg Sunnudagur 31. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.