Þjóðviljinn - 31.08.1986, Page 6

Þjóðviljinn - 31.08.1986, Page 6
Séra Jón M. Guðjónsson á öðrum fremur þakkir skildar fyrir upp- byggingu safnsins og varðveislu gamla prestsetursins. Mynd R.Á. Framkvæmdir hófust í sumar við að færa elsta steypuhús á íslandi, og að því er sumirtelja á Norðurlöndunum öllum, í sitt upprunalega horf. Þetta hús er gamla prestssetrið í Görð- um á Akranesi og fer vel á því að hefja þessarframkvæmdir í ár þar sem bygging hússins hófst fyrir réttum 110 árum, árið 1876. Byggðasafnið í Görðum sér um Séra Jón Benediktsson Garða- prestur er talinn hafa orðið öreigi vegna húsbyggingarinnar. Hann hóf byggingu hússins 1876, en hrökklaðist frá embætti 10 árum síðar. Mynd Byggðasafnsins. smíði Hegningarhússins í Reykjavík. Um byggingu hússins segir í Iðnsögu Islands að fram að þess- um tíma hafi kalk og sement að- eins verið notað í múrlím, en eng- inn hafi opinberlega minnst á steypu eða steypuhús, nema Jón Hjaltalín og hann hafi aðeins „nefnt þau á nafn.“ Engin kunn- átta var því fyrir hendi í landinu um hvernig byggja ætti slíkt hús og er talið að Sigurður steinsmið- Garðahúsið síðsumars 1986, 110 árum eftir að séra Jón hóf byggingu þess. Talsverðar breytingar verður að gera á húsinu svo upprunalegt útlit fáist. Mynd gg. Byggðasafnið Görðum Elsta steypuhúsið í upprunalegt horf Gamla prestsetrið í Görðum á Akranesi jafnvel talið elsta steinsteypuhús á Norðurlöndum. Endurbygging hafin í sumar framkvæmdir á húsinu og nýtur til þess styrks frá sveitarfélögu- num sem standa að því og Húsaf- riðunarsjóði, auk þess sem Sem- entsverksmiðja rfkisins hefur veitt dyggan stuðning. Séra Jón Benediktsson sóknar- prestur í Görðum réðist í bygg- ingu hússins og fékk hann til verksins Sigurð Hansson steinsmið. Sigurður hafði lært steinsmíði af Sverri Runólfssyni og vann hann m.a. um tíma að ur hafi fundið aðferðina af sínu eigin hyggjuviti „og jafnframt hafði hann þá djörfung að reyna hana á heilu húsi,“ segir í Iðn- sögu. Byggingin varð Jóni ofviða Byggingartími prestseturs séra Jóns stóð allt fram til ársins 1882 og varð húsinu þó ekki að fullu iokið. Það var þá aðeins innréttað að hluta til, framhurð- ina vantaði og sömuleiðis tré- tröppur framan við aðaldyrnar. Auk þess varð setrið mun dýrara en Jón hafði haldið og fór svo að lokum að ævintýrið varð honum ofviða. Hann er sagður hafa orð- ið öreiga af þeim sökum, enda þótt hann hafi fengið nokkurn styrk til byggingarinnar, og 1886 var honum fengið embætti að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Eftir brottflutning klerksins Þessi myndertrúlega frá þvífyriraldamótog sýnirsuðurhlið húss- ins frá búskaparárum Sigmundar og fjöl- skyldu hans. Þannig leit Garðahús- iðútum 1954. Þá hafði sóknarnefndin ætlað að hafa þar lík- hús og útfararkapellu ogþvíkomiðfyrir krossiávesturstafni oggertýmsar aðrar breytingaráhúsinu. bjuggu leiguliðar í húsinu og urðu mannaskipti tíð allt þar til Sig- mundur Guðmundsson flutti í húsið með fjölskyldu sína árið 1890. Sigmundur bjó þar síðan til ársins 1932. Þegar prestaskipti urðu í Görð- um var ætíð gerð úttekt á húsinu og má af þeim athugunum ráða að húsinu hafi hrörnað talsvert, einkum hvað ytra útlit þess snert- ir, en heldur mun hafa verið vist- legra innanstokks hjá Sigmundi en hjá séra Jóni þeim sem áður er getið. Þannig segir í úttekt sem gerð var árið 1921: „Strompurinn skekktur og járnið ryðgað. Vind- skeiðar á göflum eru að nokkru leyti burtu fallnar og er þar opið inn úr og þarf bráðrar aðgerð- ar...Gólfið er mjög fúið, einkan- lega til hliðanna og troðið og óþétt. Bitar undir gólfi eru fúnir mjög til endanna og styttum hleypt undir. Dregari er gallaður og fótstykki eyðilögð af fúa...“ Hið ytra var húsið orðið í meira lagi hrörlegt þegar þessi úttekt var gerð. Gluggar voru orðnir fúnir, málning var að hverfa, veggir og gaflar nokkuð sprungn- ir og þar fram eftir götum. Þegar þarna er komið sögu hafa þegar nokkrar breytingar verið gerðar á húsinu frá því Jón Benediktsson hrökklaðist frá embætti. Líkhús eða hafnaruppfylling Sigmundur Guðmundsson og fjölskylda hans voru síðustu ábú- endurnir í Görðum og fluttu þau úr húsinu árið 1932. Stóð húsið þá autt um nokkurn tíma, en 1936 ákvað sóknarnefndin að gera þar líkhús og útfararkapellu. Ráðist var í framkvæmdir, allar innréttingar fjarlægðar og tré- verk rifið úr húsinu, glugga- og dyraskipan breytt, steyptir stall- aðir kantar á sinnhvorn gafl og komið fyrir krossi og klukku á vesturstafni. Þannig hafði húsið verið fært í búning guðshúss hið ytra, en framkvæmdir sóknar- nefndar náðu ekki lengra og þannig klætt fékk það að grotna niður um all langt skeið. Ekki fer neinum sögum af nýt- ingu hússins fram til ársins 1946, en þá var því ætlað nýtt hlutverk. Akurnesingar voru í þá tíð að byggja hafnargarð og þótti mönnum sem húsið yrði ágæt uppfylling í garðinn. Verkstjóri Akranesbæjar, Ingólfur Sigurðs- son í Björk, var þá sendur upp að Görðum með vinnuflokk og átti að brjóta húsið. En þegar til átti að taka þótti Ingólfi að hér myndi unnið óhæfuverk. Frestaði hann því niðurbrotinu meðan hann hjólaði niður í bæ til að ráðfæra sig við ráðamenn. Fór hann til Jóns Sigmundssonar sparisjóðs- gjaldkera, sonar Sigmundar Guðmundssonar, og gat Jón upp- lýst hann um að húsið væri í eigu kirkjugarðsins og í vörslu sóknar- nefndarinnar, þannig að bæjar- yfiröld höfðu enga heimild til þess að fyrirskipa niðurbrot þess. Mun Ingólfur hafa fagnað þessu mjög og kallaði vinnuflokk sinn af vettvangi. Þannig varð þessu merka húsi bjargað frá glötun. Jón M. Guðjónsson hefur baróttu sína En þetta sama ár fékk séra Jón M. Guðjónsson Garðaprestakall og fluttist til Akraness. Jón hafði áður verið prestur í Holti undir Eyjafjöllum. Þar hafði hann ver- ið frumkvöðull að stofnun byggðasafns og þá hugsjón flutti hann með sér til Akraness. Það tók séra Jón 10 ára þrotlausa bar- áttu við misjafnar undirtektir að fá því framgengt að byggðasafni yrði komið upp að Görðum, en honum tókst að lokum að sannfæra málsmetandi menn og almenning um nauðsyn þess. Það var svo sunnudaginn 13. desemb- er árið 1959 að Byggðasafnið í Görðum var opnað við hátíðlega athöfn í húsinu sem Sigurður steinsmiður byggði af hyggjuviti sínu. Þessu samfara voru gerðar um- fangsmiklar breytingar á húsinu í Görðum. Síðan hefur það haldist nær óbreytt hið ytra, en stallarnir voru brotnir árið 1974 og kross- inn tekinn niður. Baráttusaga Jóns og saga uppbyggingar safnsins síðan eru merkari en svo að rúmist í frásögn sem þessa. En nú stendur fyrir dyrum aft ljúka ætlunarverki þeirra Jóns Bene- diktssonar og Sigurðar Hans- sonar og endurbyggja húsið í þeirri mynd sem þeir sáu fyrir sér fyrir 110 árum og varðveitast þar merkar minjar um íslenska bygg- ingarsögu. -gg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.