Þjóðviljinn - 31.08.1986, Page 7
Daginn sem einvígið um heimsmeistaratitilinn í skák hófst í London. voruþeir Helgi Ólafsson og Friðrik
Ólafsson stórmeistarar beðnir um að spá fyrir um hvor þeirra Kasparov eða Karopv ntyndi sigra. Friðrik
spáði heimsmeistaranum Kasparov sigri en Helgi veðjaði á Karpov. Núereinvígið hálfnað ogflyst það nú til
Leníngraðog við báðum þá Helga og Friðrik og Jón Torfason skákskýranda Þjóðviljans að spá aftur í spilin.
Helgi Ólafsson
Breyti ekki áœtiun
Helgi Ólafsson, stórmeistari:
Spái Karpov áfram sigri.
Ég breyti ekki áætlun og held
mig við fyrri spá um að Karpov
sigri. I þessurn 12 fyrstu skákum
hefur verið nokkuð jafnræði með
þeim Karpov og Kasparov og
mér hefur ekki þótt jafn mikill
kraftur í taflmennsku þeirra og í
fyrra einvíginu þegar Kasparov
náði heimsmeistaratitlinum.
Kasparov hafði frumkvæðið í 4
fyrstu skákunum, en svo fór
Karpov í gang og tefldi mjög vel í
næstu skákum. Ef til vill var það
áfall fyrir hann að ná ekki að sigra
í 7. skákinni, þar sem hann var
með unnið tafl alveg þar til í lok-
in. Má vera að úrslitin hafi orðið
til þess að hann gaf eftir í næstu
skákunt.
Sigur Kasparovs í 8. skákinni
var verðskuldaður, en samt er
ljóst að Karpov á betra með að
mæta byrjunum Kasparovs nú en
áður. Skemmtilegasta skákin af
þessum 12 er án nokkurs vafa sú
11. Hún var frábær. En sem sé ég
breyti ekki fyrri spá, sagði Helgi
Ólafsson.
-S.dór
Helgi og Friðrik
harðir á sínu
Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Friðrik Ólafsson halda fast við
upphafsspána um úrslit í heimsmeistaraeinvíginu í skák. Jón
Torfason skákskýrandi Þjóðviljans mjög varfærinn
Friðrik Ólafsson, stórmeistari:
Kasparov sigrar.
Friðrik Ólafsson
Engin ástœða
til að breyta
Hafi verið ástæða fyrir því að
spá Kasparov sigri í upphafi ein-
vígsins, þá væri síst af öllu ástæða
til að breyta henni nú eftir 12
fyrstu skákirnar. Hann hefur
vinnings forskot og Karpov verð-
ur að vinna tveimur skákum
fleira en Kasparov í síðari 12
skákunum til að ná af honum
heimsmeistaratitlinum. Þess
vegna held ég mig við upphafs-
spána um að Kasparov sigri í ein-
víginu.
Mér sýnist að þetta einvígi sé
nokkuð svipað því fyrra, allavega
það sem af er. Þeir virðast tefla
varfærnislega fyrir utan örfáar
skákir inní milli, þar sem mikil
barátta hefur átt sér stað. Mér
þykir 11. skákin bera af og sýna
vel hvílíkir snillingar þessir tveir
menn eru.
Þótt Leníngrað sé heimaborg
Karpovs, hann er fæddur þar, þá
held ég að það hafi ekkert að
segja í síðari hluta einvígisins.
Aftur á móti fer nú að reyna
meira á úthaldið og má til gamans
skjóta því inní að Kasparov, sem
hefur líkamlega meira úthald,
mótmælti viku stoppi nú, sem
hann taldi koma Karpov til góða,
sagði Friðrik Ólafsson.
-S.dór
Heimsmeistarinn Kasparov í þungum þönkum til hægri en fyrrverandi heimsmeistara og núverandi áskoranda Karpov
virðist leiðast biöin.
HM í skák
Jón Torfason, skákskýrandi:
Enginn skyldi vanmeta Karpov.
Jón Torfason
Frumkvœðið
er hjá Kasparov
Ég fer varlega í allar spár, en
hitt liggur ljóst fyrir að í þessum
fyrrihluta einvígisins hefur Kasp-
arov haft frumkvæðið. Og haldi
svo fram sem horfir ætti hann að
sigra, en engin skyldi vanmeta
Karpov.
Skákirnar í fyrri hlutanum hafa
að sjálfsögðu verið misjafnar eins
og gengur, sumar hafa verið
skemmtilegar og sú 11. bar af,
hreint afbragð, þar sem allt lék á
reiðiskjálfi fram að síðasta leik.
Ég er á því að fyrra einvígi
þeirra hafi verið öllu bragðmeira
en þetta. Það gekk meira á í því
en í fyrrihluta þessa. Einnig voru
skákirnar í fyrra einvíginu efn-
ismeiri en nú, hvað sem svo verð-
ur í síðari hlutanum, sagði Jón
Torfason.
-S.dór
ÚTBOÐ
Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli
óskar eftir tilboðum í hljóðkerfi fyrir nýju flugstöð-
ina á Keflavíkurflugvelli og nefnist verkið
FLUGSTÖÐÁ
KEFLAVÍKURFLUGVELLI
HLJÓÐKERFI FK - 15
Verkið nær til:
Hönnunar, smíði, uppsetningar, prófunarog við-
halds hljóðkerfis í flugstöðvarbyggingunni í sam-
ræmi við útboðsgögn.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. mars 1987.
Útboðsgögn verða afhent hjá Rafhönnun hf., Ár-
múla 42, 108 Reykjavík, gegn 10.000.- króna
skilatryggingu, frá og með föstudeginum 29. ág-
úst 1986.
Tilboðum skal skila til:
Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins
Skúlagötu 63
105 REYKJAVÍK
eigi síðar en 10. október 1986, kl. 14.00.
Reykjavík, 28. ágúst 1986
Byggingarnefnd flugstöðvar
á Keflavíkurflugvelli.
St. Jósefsspítali
Landakoti
vantar starfsfólk!
Vantar ykkur vinnu?
★ Hjúkrunarfræðinga vantar á eftirtaldar
deildir:
- Lyflæknisdeild l-A og ll-A.
- Hafnarbúðir.
- Handlæknisdeild l-B og ll-B.
★ Sjúkraliða á allar deildir.
★ Starfsfólk til ræstinga.
★ Einnig óskum við eftir hjúkrunarfræðing-
um og sjúkraliðum á aukavaktir.
Við bjóðum nú betri starfsaðstöðu á nýuppgerð-
um deildum, góðan starfsanda og aðlögunartíma
eftir þörfum hvers og eins.
Sveigjanlegur vinnutími kemur til greina.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari
upplýsingar í síma 19600-300 kl. 11:00-12:00 og
13:00-14:00 alla virka daga.
Nánari upplýsingar um læknaritarastarfið veitir
yfirlæknaritari í síma 19600-261.
Reykjavík 27. ágúst 1986
Hjúkrunarstjórn
fFrá Grunnskólum
Reykjavíkur
Nemendur komi í skólana fimmtudaginn 4.
september n.k., sem hér segir:
9. bekkur komi kl. 9.
8. bekkur komi kl. 10.
7. bekkur komi kl. 11.
6. bekkur komi kl. 13.
5. bekkur komi kl. 13.30.
4. bekkur komi kl. 14.
3. bekkur komi kl. 14.30.
2. bekkur komi kl. 15.
1. bekkur komi kl. 15.30.
Fornámsnemendur í Réttarholtsskóla komi
k. 13.
Forskólabörn (5 og 6 ára), sem hafa verið
innrituð, verða boðið í skólana símleiðis.
Sunnudagur 31. ágúst 1986 þjóÐVILJINN - SÍÐA 7