Þjóðviljinn - 31.08.1986, Qupperneq 8
Fréttamynd ársins „Þjáningar Omairu Sanchez", tekin af Frank Fournier.
Dauðastríö hennar stóð yfir í 60 klukkutíma og var Fournier við hlið hennar allan
tímann. Fjöldi manns gerði allt til að bjarga henni en hún lést að lokum úr
hjartaáfalli.
Frá Nicaragua. í felum í stríði
heitir myndin. Ljósmyndari Jam-
es Nachtwey.
Loksins rigndi í Eþíópíu en rign-
ingin færði líka með sér ný vanda-
mál fyrir klæðlitla flóttamenn.
Mynd Alain Keler
Winnie Mandela og Desmond
Tutu faðmast. Ljósmyndin tekin
af David Turnley.
Um þessa helgi verður fréttaljósmyndasýningin „World Press
Photo“ opnuð í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16. Opnunin verður
laugardaginn 30. ágúst, kl. 14.
Sýningin samanstendur af 180 Ijósmyndum sem fengu verðlaun í
alþjóðlegri samkeppni fréttaljósmyndara í Amsterdam. Hefur þessi
keppni verið haldin árlega frá 1956 og bárust að þessu sinni um 5500
myndir frá rúmlega 900 Ijósmyndurum frá um 50 þjóðlöndum.
Fréttaljósmynd ársins var valin myndin „Þjáningar Omairu Sanc-
hez“ úr samnefndri myndaröð. Það var bandaríski Ijósmyndarinn
Fournier sem tók myndirnar af dauðastríði þessarar kólombísku stúlku
sem ásamt þúsundum varð fórnarlamb leðjugossins úr Nevado del
Ruiz, sem lagði þorpið Armero í rúst.
Sýningin verður opin daglega til 14. september og er opnunartími
virka daga frá 16-20 og um helgar frá 14-22.
(tengslum við sýninguna verða fyrirlestrar og tónleikar. Guðmundur
Sigvaldason, jarðfræðingur, mun halda erindi um náttúruhamfarirnar í
Kólombíu kl. 16 á sunnudaq.
-Sáf
Forsíðumyndin var tekin af David Parker, Ijómyndara á bæjarblaði í Mary-
sville í Kaliforníu. Faðir hélt fjórum börnum sínum sem gíslum þvi eiginkon-
an hafði yfirgefið hann. Eftir sex tíma umsátur tókst að bjarga börnunum án
blóðsúthellinga. Á myndinni má sjá lögreglumann bjarga hinum sjö ára
Shannon.
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. ágúst 1986