Þjóðviljinn - 31.08.1986, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 31.08.1986, Qupperneq 12
Teikning af bæ sem hrundi í skjálftanum 1896 (Úr Öldinni sem leið) Að kvöldi til 26. ágúst 1896 dundi fyrirvaralítið yfir Suður- landsundirlendið ógurlegur landskjálfti, sem olli stórfelldu tjóni. Fjöldi bæja hrundi í þessum skjálfta en ekkert manntjón varð. Upptök skjálftans voru á sömu slóðum og aðfararnótt þriðju- dagsins var, eða á mótum Holta og Lands í Rangárvallasýslu. Er það álit manna að styrkleiki þessa skjálfta hafi verið um 7 stig á Richter-kvarða. Daginn eftir, 27. ágúst kom snarpur jarðskjálftakippur í Vestmannaeyjum og lést einn maður vegna grjóthruns. Litlar skemmdir urðu á húsum nema prestssetrinu Ofanleiti, sem skekktist mjög. Upptök skjál- ftans munu hafa verið nálægt Skarðsfjalli á Landi og var hann álíka snarpur og skjálftinn daginn áður. Laugardagskvöldið 5. sept- ember hristist svo Suðurlands- undirlendið enn á ný af ógur- legum landskjálfta, sem gerði engu minna tjón en hinn fyrri. Jarðhræringarnar voru nú all- miklu vestar en áður og varð hann lang harðastur um Skeið Holt og Flóa. Hér var um þrjá kippi að ræða. Sá fyrsti var um 6 stig að stærð og átti upptök undir Selfossi. Annar átti upptök nærri Hestfjalli og var um 6,5 stig og sá þriðji í Öífusi einnig 6 stig á Ric- hter. Á Selfossi urðu hjón undir þegar baðstofa hrundi og köfn- uðu. Þá lést kona á Ragnheiðar- stöðum, sem hafði nýalið barn. Fékk jarðskjálftinn svo mikið á hana að hún dó. Miklar húsaskemmdir urðu í þessum skjálftum og tóku prestar á svæðinu saman skýrslu um tjón- ið. í Rangárvallasýslu gjörféllu 603 bæjarhús, 1507 skemmdust mikið, 1030 skemmdust lítillega en 107 voru óskemmd með öllu. í Árnessýslu féllu 706 bæjarhús, 1261 varð fyrir miklum skemmd- um, 1849 skemmdust lítillega og 644 sluppu óskemmd. Þá féllu rúm 1400 peningshús í Rangár- sýslu og tæplega þúsund í Árnes- sýslu auk þess sem mikill fjöldi skemmdist mikið í báðum sýslun- um. Reglubundnir skjálftar Allt frá því að land byggðist hafa orðið stórir jarðskjálftar á Suðurlandsundirlendinu. Þessir skjálftar verða vegna þess að á Suðurlandi er sprunga sem liggur út á Reykjaneshrygginn. Spenna safnast í berginu og þegar brota- marki er náð losnar hún úr læð- ingi. Því lengri tími sem líður milli skjálfta því meiri orka safn- ast fyrir í berginu og því von á stærri skjálftum. Meðaltími milli skjálfta fyrr á öldum er um 20 ár, en nú eru nákvæmlega 90 ár liðin síðan landskjálftarnir urðu á Suð- urlandi 1896. Árið 1912 varð mikill jarð- skjalftakippur á Suðurlandi. Er talið að sá skjálfti hafi verið Suðurlandsskjálfti ónúcHflQfi o_i_:_i_„ i_IX:_: tengdur Heklu, enda voru upp- tökin í nágrenni eldfjallsins. Um 30 bæir urðu fyrir miklum skemmdum á efri hluta svæðisins frá Þjórsá austur undir Eyjafjöll. f Næfurholti varð barn undir sperru og rotaðist til bana. Um 100 manns látist Sigurður heitinn Þórarinsson, jarðfræðingur tók á sínum tíma saman töflu yfir jarðskjálfta á Suðurlandi, sem voru það sterkir að bæir hrundu og er sú tafla birt í skýrslu vinnuhóps Almanna- varna um jarðskjálfta á Suður- landi og varnir gegn þeim. Allt fram til 1700 eru annálar ófullkomnir um skjálftana en þó er vitað um 20 skjálfta fram að þeim tíma: Sá fyrsti sem vitað er um varð 1164 og létust 19 manns í honum og er þess getið í annálum að bæir hafi hrunið í Grímsnesi. 18 árum seinna varð svo annar Spenna bergsins losnar úr læðingi varnaráð hefði farið fram á fjár- veitingu hjá ríkinu til að láta Verkfræðistofnun Háskólans sjá um könnun á mannvirkjum eins- og sjúkrahúsum og skólum enda væru þau mannvirki í eigu hins opinbera. Því var hafnað af fjár- veitingavaldinu og því hefur sú könnun ekki farið fram. um. Mældust 10 kippir og voru þeir á bilinu 2,5 til 4,1 stig á Ric- hter. Svipuð jarðskjálftahrina varð á þessu sama svæði 1978 þannig að þessir kippir þurfa alls ekki að vera fyrirboði um að Suðurlandsskjálftinn sé að koma. f skýrslu Almannavarnaráðs er lagt mat á hugsanlegar afleiðing- ar af Suðurlandsskjálfta. Þar segir að mat á hugsanlegu mannt- jóni og slysum sé mjög erfitt. Um ástand núverandi mannvirkja á Suðurlandi með tilliti til jarð- skjálftaþols segir að fullvíst sé að margar byggingar og önnur mannvirki standist ekki kröfur um styrkleika vegna meiriháttar jarðskjálfta. Er þar helst um að kenna litlum jarðfræðirannsókn- um á svæðinu, ófullkomnum byggingarsamþykktum, ófor- svaranlegri hönnun og misjöfnu eftirliti með byggingum. Hús munu laskast mjög mikið Almannavarnaráð taldi ekki rétt að hið opinbera gerði könn- un á skjálftaþoli húsa í einkaeign og stimplaði þau góð eða slæm með tilliti til skjálfta hinsvegar var fólk hvatt til að láta meta hús sín sjálft. Því miður hefur lítið verið gert af því. í skýrslunni er bent á að Sam- band sveitarfélaga á Suðurlandi geti gegnt mikilvægu hlutverki til samræmingar á þessari úttekt. Vinnuhópurinn lagði til að Teikning af bæ sem varð fyrir skemmdum i skjálftunum 1896. (Ur Öldinni sem leið) skjálfti og létust ellefu manns í honum og 1211 varð enn skjálfti sem grandaði 18 manns. Samtals er vitað um að 98 manns hafi farist í skjálftum á Suðurlandi. Árið 1734 fórust 9 manns og þá urðu Ölfusið, Flóinn og Grímsnesið verst úti og hrundu bæir í þessum sveitum. Árið 1784 varð svo önnur mjög stór jarðskjálftahrina og sluppu aðeins tvær sveitir á Suðurlandi við tjón en það voru Selvogurinn og Landeyjarnar. í öllum öðrum sveitum hrundu bæir og þrír menn létust. Síðan liðu rúm 100 ár þar til næsti stóri Suðurlandsskjálfti kom, skjálftinn 1896. Þá sluppu bara tvær sveitir á Suðurlandi við tjón, Selvogur og Þingvellir. Stórir Suðurlandsskjálftar hafa komið nokkuð reglulega á um það bil hundrað ára fresti og reikna því vísindamenn með slík- um skjálft einhverntímann í ná- inni framtíð. Skjálftinn nú í vik- unni var mun vægari en þeir skjálftar sem hér hefur verið rætt Ekkert fé til rannsókna Þá segir að til að unnt verði að meta þol núverandi mannvirkja gagnvart jarðskjálftum á Suður- landi sé nauðsynlegt að fram- kvæmd verði kerfisbundin rann- sókn á öllum mannvirkjum á svæðinu. Skýrsla þessi var unnin um miðjan síðasta áratug en enn hefur slík rannsókn ekki verið gerð að sögn Guðjóns Petersen, framkvæmdastjóra Almanna- varna ríkisins. Úttekt hefur verið gerð á orkuverum, flutningslín- um, tengivirkjum og öðru til- heyrandi raforkumálum. Einnig hefur farið fram úttekt á vega- kerfum, brúm og ræsum. Hins- vegar hefur ekki verið gerð úttekt á sjúkrahúsum, heilsugæslust- öðvum, skólum og samkomuhús- um og ekki heldur á veitukerfum, þjónustukerfum, atvinnuhús- næði og almennu íbúðarhúsnæði, né á símstöðvum, símalínum og radiofjölsímum. Guðjón sagði að Almanna- haldið yrði áfram heimildakönn- un um skjálfta á Suðurlandi og leitað yrði að helstu jarðskjálfta- sprungum og þær kortlagðar. Þeim rannsóknum miðar mjög hægt. Þá var lagt til að gerð yrði jarðfræðikönnun þéttbýlissvæða en á Suðurlandi eru nokkrir þétt- býliskjarnar á sprungusvæðinu og Selfoss þeirra stærstur. Hefur lítið verið gert í slíkum rannsókn- um. Á Selfossi er töluvert mikið af hlöðnum húsum en þau munu fara verst í jarðskjálftum. Hins- vegar er talið að járnbent steinhús standist skjálftann en að sögn Guðjóns eru allir sammála um að hús á svæðinu muni laskast mjög mikið og innveggir hrynja þó burðarveggir standist skjál- ftann. Eftir að skýrslan birtist hefur ekkert verið byggt af hlöðnum húsum á Selfossi og þess vandlega gætt að nýjar bygg- ingar hafi mikið skjálftaþol. Suðurlandsundirlendið er landbúnaðarhérað og er talið að áhrif landskjálfta á bústofn og landbúnað almennt geti orðið geigvænleg. Mikill kúabúskapur er á svæðinu en útivistartími mjólkurkúa er aðeins um 20% af heildartíma ársins. Miklar Iíkur eru því á því að bústofninn verði í húsi þegar skjálftinn gengur yfir en lítið er vitað um styrkleikaþol peningshúsa á svæðinu. Þótt bústofninn slyppi tiltölulega lítið skaddaður út undir bert loft gæti hann orðið fyrir miklum afföllum sökum skjólleysis og vosbúðar. Þá munu skemmdir á dreifikerf- um rafmagns hugsanlega valda stórvandræðum í umönnun bú- stofnsins. Samgöngur eru miklivægar fyrir nútíma landbúnað og Ölfus- árbrú og Þjórsárbrú eru báðar á mjög virku svæði. Að sögn Guð- jóns eru þær brýr vel í stakk bún- ar að mæta jarðskjálftum. Reyndar fannst veila í legubún- aði á Þjórsárbrú en hann hefur nú verið lagfærður. Brúin yfir Rangá reyndist hinsvegar ekki eins vel byggð og er talið að hún geti farið í stórum skjálfta. Nýja brúin yfir Sog er svo sérhönnuð með tilliti til jarðskjálfta enda byggð eftir að skýrslan var gerð. A skjálftasvæðinu liggja há- spennulínurnar frá Búrfelli, Sig- öldu. Eftir að skýrslan var gerð var Hrauneyjafosslína lögð og er hún fyrir utan skjálftasvæðið og kemur niður í Hvalfirði. Getur Hrauneyjafosslínan tekið við öllu rafmagni frá virkjununum ef hin- ar skyldu bresta. Jarðskjálftaþol línanna var kannað í kjölfar skýrslunnar og kom þá í ljós að gegnumsneitt geti þær staðist jarðskjálfta af þeirri stærðar- gráðu sem búast má við, hinsveg- ar þurfti að styrkja nokkur möstur og hefur það verið gert. Hvað virkjanirnar sjálfar varð- ar þá eru þær að sögn Guðjóns byggðar með tilliti til stærstu jarðskjálfta, t.d. er Búrfell byggt í sjálfstæðum einingum sem eru samtengdar með fjöðrum. Aftur á móti reyndust ýmsir veikleikar í tengibúnaði stöðvanna og stóðu ýmis stjórnborð og spennar laus á gólfinu. Lagði Landsvirkjun í mikinn kostnað til að ráða bót á því og hefur það verið gert. Nefndin lagði til að gerð yrði áætlun um viðbrögð og hjálpar- starf vegna Suðurlandsskjálfta og hefur sú áætlun verið fram- kvæmd. Sl. haust fór hópur á vegum Almannavarna til Mexíkó til að skoða vegsummerki eftir jarð- skjálftana þar. Voru verkfræð- ingar m.a. í hópnum og sagði Guðjón að eftir að hafa virt eyðil- egginguna fyrir sér væru þeir mun meira uggandi en áður yfir hverj- ar afleiðingar Suðurlandsskjálfta gætu orðið. Sagði hann að verkf- ræðingarnir væru jafnvel efins um að sum mannvirki í Reykja- vík væru nógu vel byggð til að mæta skjálftanum, en búast má við að hræringarnar nái á höfuð- borgarsvæðið. ískjálftanum 1784 t.d. urðu skriðuföll í Akrafjalli. -Sáf 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.