Þjóðviljinn - 31.08.1986, Qupperneq 13
Frá Skeiðarárhlaupi 1938 þegar það er nærri hámarki. Ljósm. Pálmi Hannes-
son.
þessa áratugs og bíða vísinda-
menn því spenntir eftir að sjá
hvernig hlaup hegðar sér nú.
Mjög vel hefur verið fylgst með
yfirborði Grímsvatna og hefur
Jöklarannsóknafélagið farið á
hverju vori frá 1950 og mælt það.
Sagði Helgi að yfirborð Grím-
svatna hefði verið svo hátt í vor
að búast hefði mátt við hlaupi. Á
milli hlaupa rís yfirborðið um 80-
100 metra. Þetta vatnsmagn tæm-
ist svo úr öskjunni á tveim til
þrem vikum.
Hlaupið hefur hægan aðdrag-
anda og er um tvær vikur að ná
hámarki. Er álitið að tveir til þrír
rúmkílómetrar af vatni renni til
sjávar í hverju hlaupi. Meðal-
rennsli Skeiðarár að sumri til er
um 200 rúmmetrar á sekúndu en í
hlaupi verður það um 8-10.000
rúmmetrar. Til samanburðar má
geta þess að meðalrennsli Þjórsár
er um 400 rúmmetrar á sekúndu.
fuglum, silung og gróðri, auk
þess sem mönnum varð ómótt af
henni, fengju hausverk og súrn-
aði í augum. Hin megna jökulfýla
sem stafaði af móðunni fannst allt
austur í Djúpavog og vestur til
Þingeyrar. Urðu Reykvíkingar
einnig varir við fýluna.
Sagði Sigurjón að það væri
ljóst af loftmyndum sem voru
teknar árið 1954 að fyrir gosið
hefðu orðið smá eldsumbrot
undir ísnum og telur hann að eitr-
aðar loftegundir sem fylgja slík-
um eldsumbrotum hafi ekki
sloppið út í andrúmsloftið fyrr en
með hlaupinu. Telur hann að
þessar lofttegundir geti grandað
mönnum séu þær í meira magni
en þarna gerðist.
Vötnin stríð
Dr. Sigurður heitinn Þórarins-
son, ritaði sögu Skeiðarárhlaupa
Menn farast í hlaupi
Tvisvar er vitað um að fólk hafi
látist vegna Skeiðarárhlaups. í
annál Gísla biskups segir frá gosi í
Grímsvötnum og hlaupi í
Skeiðará árið 1629. Þar segir að
maður bláfátækur, kona hans og
og nokkur börn hafi orðið undir
flóðinu, en annar fátækur maður
hafi fyrir Guðs velgjörð komist af
heilu og höldnu eftir fimm daga
dvöl á auðri sandeyri úti í miðju
flóðinu.
Seinna skiptið sem talað er um
að hlaup hafi grandað fólki var
árið 1784. Þá reyndu fimm manns
að komast yfir árnar í hlaupi og
komust tveir yfir en þrír drukkn-
uðu.
Almannavarnir
Guðjón Petersen, fram-
kvæmdastjóri Almannavarna
ríkisins, sagði að unnið hefði ver-
ið markvisst að fyrirbyggjandi
ráðstöfunum á söndunum, til að
koma í veg fyrir að vegir og brýr
færu, en þó hlaup virtist í aðsigi
kallaði ekkert á sérstakan við-
búnað þess vegna. Brýrnar eru
sérhannaðar með það fyrir
augum að standast hlaup en hins-
vegar er alltaf hætta á að veginn
geti tekið í sundur vegna vatns-
flaumsins.
Þó er fylgst vandlega með allri
þróun mála á söndunum, en
Skeiðarárhlaup á sér ákveðinn
aðdraganda einsog hefur verið
sagt og nær ekki hámarki fyrr en
eftir tvær til þrjár vikur.
-Sáf
Sunnudagur 31. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Skeiðarórhlaup
Þrír rúmkílómetrar af vatni
Grímsvötn eru inni á miðjum
Vatnajökli vestanverðum og eru
askja og eru eldstöðvarnar mjög
virkar. Síðast gaus þar 1983.
Einsog nafn öskjunnar ber með
sér er vatn í henni. Vatnsborðið
rís í öskjunni þar til þrýstingur
þess er orðinn það mikill að vatn-
ið brýst fram.
hlaup komið reglulega á um 10
ára fresti, en seinni hluta aldar-
innar varð skemmra á milli
hlaupa. Ástæðuna fyrir því taldi
hann vera að jökulhellan hefði
verið mun þykkari í upphafi aldar
og vatnsborð því orðið að rísa
hærra en nú til þess að vatn næði
að þrengja sér undir jökulinn við
botn vatnanna.
Eftir lok seinni heimsstyrjaldar
hafa hlaup verið reglulega á 4-6
ára fresti. Þetta mynstur ruglaðist
þó við eldsumbrotin í byrjun
Eiturgufur í
kjölfar hlaups
Sigurjón Rist,vatnamælinga-
maður, hefur fylgst með Skeiðar-
árhlaupum frá 1954. Hann sagð-
ist búast við því að hlaupið núna
yrði svipað og í hlaupum fyrir
1980.
Það kom fram í samtali við Sig-
urjón að í hlaupinu 1954 hefði
lagt mikla bláleita móðu yfir
sandana og hefði hún grandað
og Grímsvatnagosa og gaf út á
bók sem nefnist Vötnin stríð.
Elsta gos, sem nefnt er í annálum
og mögulegt er að hafi verið í
Grímsvötnum, varð árið 1332. Þá
er talið nokkuð víst að hlaup hafi
komið úr Grímsvötnum fyrir
1360. í sögu Guðmundar biskups
góða eftir Arngrím ábóta á Þing-
eyrum segir: „Undan þeim fjall-
jöklum fellur með atburð stríður
straumur með frábærum flaum
ok fúlasta fnyk, svá at þar af
deyja fuglar í lopti en menn á
jörðu eður kvikvendi."
Auk hlaupsins 1954 er aðeins
vitað með vissu um eitt annað
hlaup þar sem fuglar létust vegna
eiturgassins en það var 1861.
Um síðustu helgi urðu menn
varir við megnan brenni-
steinsfnyk á Skeiðarársandi,
aukþesssem kunnugirtóku
eftir að Skeiðará hafði tekið
iitbrigðum og var nú mun
dekkri en venjulega tíðkast á
þessum árstíma. Þótti
mönnum þettafyrirboði um að
SkeiðarárhJauþ væri að hefj-
ast þó ekki væri merkjanlegt
að vöxtur væri kominn í árnar.
Athugun á efnasamsetningu
vatnsins sýndi svo að mikið af
háhitavatni var komið í árnar.
Öll þessi einkenni bendatil
þess að vatn úr Grímsvötnum
sé komið niður á sandana.
Hlaup koma
reglulega
Helgi Björnsson, jarðeðlis-
fræðingur hjá Raunvísindastofn-
un sagði í samtali við Þjóðvilj-
ann, að framan af öldinni hefðu
Séð yfir bæinn Bölta í Skaftafelli vestur yfir Skeiðarársand í hlaupinu 1962.
í fjarlægð ber í Lómagnúp. Ljósmyndina tok Rafn Hafnfjörö.
1
I
Málverkauppboð
8. málverkauppboð Gallerí Borgar í samráði við
listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf. fer
fram á Hótel Borg 14. september n.k.
Þeir sem vilja koma myndum á uppboðið eru
beðnir að hafa samband við Gallerí Borg, sími
24211, sem fyrst.
Frá grunnskólum
Seltjarnarness
INNRITUN
Innritun nýrra nemenda fer fram í skólanum dag-
lega frá kl. 9-12 f.h.
Sími í Mýrarhúsaskóla er 611585
og Valhúsaskóla 612040.
Upphaf skóiastarfs 1986
Mýrarhúsaskóli:
Kennarafundur mánudaginn 1. sept. kl. 9.00 f.h.
Nemendur komi í skólann mánudaginn 8. sept.
sem hér segir:
Kl. 9.00 - 3.4.5 og 6. bekkir.
Kl. 13.00 - 1. og aðrir bekkir.
Nemendur 6 ára deilda verða boðaðir símleiðis.
Valhusaskoli:
Kennarafundur mánudaginn 1. sept. kl. 9.00 f.h.
Nemendur komi í skólann föstudaginn 5. sept. kl.
9.30 f.h.
Kennsla hefst mánudaginn 8. sept skv. stunda-
skrá.
Skólastjórar
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga og
sjúkraliða á Droplaugarstöðum.
Nánari upplýsingar veitir forstööumaður, í síma:
25811.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á
sérstökum eyðublöðum er þar fást.
SJÚKRALIÐAR - SJÚKRALIÐAR
Ábending frá sjúkraliðum sem vinna á Drop-
laugarstöðum.
Hingað vantar sjúkraliða til starfa. Hér er góð
vinnuaðstaða, skemmtilegt umhverfi, góður
starfsandi og staðurinn er miðsvæðis í borginni.
Hvernig væri að koma og skoða?
St. Jósefsspítali, Landakoti
Hjúkrunarfræðingar
athugið!
★ Hjúkrunarfræðinga vantar strax á fastar
næturvaktir, 60% eða meira, í Hafnarbúðir,
öldrunardeild. DEILDARSTJÓRALAUN.
Góður starfsandi og góð starfsaðstaða.
27. ágúst 1986
Hjúkrunarstjórn
Börn og starfsfólk á dagheimilinu Steina-
hlíð við Suðurlandsbraut óska eftir sam-
verkafólki.
Menntun og/eða reynsla æskileg.
Upplýsingar í síma 33280.
BORC