Þjóðviljinn - 31.08.1986, Page 14
Pólitískur tangó
kvikmyndarinnar
í tilefni fyrstu
pólitísku ís-
lensku kvik-
myndarinnar
er hérstaldr-
að við víða í
sögu hinnar
pólitísku kvik-
myndar
Hinn pólitíski Tangó Fernando Solanas þykir hafa leitt pólitíska kvikmyndagerö inn á nýtt spor.
Pólitísk kvikmyndagerð er
langt því frá dauð úr öllum
æðum. Nýjasta dæmið um
það gefur að líta ókeypis í Há-
skólabíó um þessar mundir;
Reykjavík, Reykjavík, Hrafns
Gunnlaugssonar. Það kemur
ekki á óvart að áhorfendurfá
að njóta Davíðs endurgjalds-
laust, enda mestur möguleiki
á að ná til þeirra með því að
krefjast ekki aðgangseyris af
þeim.
Reykjavík Davíðs og Hrafns
hefur fengið það orðspor að hún
sé ekki vel heppnuð pólitísk
áróðursmynd enda íslendingar
nýgræðingar í þessari tegund
kvikmynda. Víða erlendis hafa
kvikmyndagerðarmenn hinsveg-
ar náð mjög langt í þessu kvik-
myndaformi og oft á tíðum eru
þessar pólitísku myndir með því
markverðasta sem gert er á kvik-
myndasviðinu.
Pólitísk kvikmyndagerð er
jafngömul kvikmyndasögunni.
Kannski hafa aldrei verið gerðar
jafn sterkar pólitískar kvikmynd-
ir og á tímum þöglu kvikmynd-
anna. Slík kvikmyndagerð
blómstraði í Sovétríkjunum eftir
byltinguna 1917. Kvikmyndir
Eisensteins og Pudovkins og
fleiri meistara sovésku bylting-
armyndanna, tilheyra nú kvik-
myndaklassíkinni. I kvikmynda-
gerð þeirra þróuðu þeir upp nýtt
myndmál, montagefrásögn, þar
sem óskyldar myndir eru klipptar
saman á díalektískan hátt. Upp-
haf þessarar frásagnatækni í so-
véskum kvikmyndum kom þó til
af hráefnisskorti kvikmynda-
gerðarmannanna. Mikill hörgull
var á óáteknum kvikmyndaspól-
um en mikið var til af fréttamynd-
um úr borgarastríðinu og til að
lengja kvikmyndir sínar notuðu
menn búta úr þessum frétta-
myndum inn í frásögnina til að
leggja áherslu á ákveðna hluti
eða kveikja ný hughrif. Upp úr
því þróaðist svo montagetæknin
sem kvikmyndagerðarmenn not-
ast enn þann dag í dag við oft með
misjöfnum árangri, en sjaldnast
með jafn góðum árangri og gert
var í Sovétríkjunum í bernsku
kvikmyndarinnar.
Riefenstahl er annað dæmi um
kvikmyndagerðarmann, sem
notaði kvikmyndaformið í pólit-
ískum tilgangi. Kvikmyndir
hennar um flokksþing nasista í
Núrnberg og ólympíuleikana í
Berlín eru í hópi sígildra áróðurs-
mynda. Hitler og þó kannski
einkum Göbbels, gerðu sér góða
grein fyrir áhrifamætti kvik-
myndarinnar. Riefenstahl var
einsog himnasending til þeirra.
Hún var mikill arkitekt í kvik-
myndagerð með næmt auga fyrir
hvernig byggja átti áhrifamikil
myndskeið sem mikluðu fyrir
áhorfendum ytri umgjörð nas-
ismans þannig að innihaldið í pó-
litík þeirra gleymdist. Riefens-
tahl var endurreisnarmanneskja,
sem leit líkama mannsins svipuð-
um augum og Grikkir til forna,
íþróttamaðurinn var hin
fullkomna smíð guðanna, eink-
um væri hann Ijós yfirlitum.
Þessa eiginleika kunnu nasistarn-
ir að notfæra sér og það efast eng-
inn um að sú mynd sem Riefens-
tahl gaf af Þriðja ríkinu átti stór-
an þátt í að fegra nasismann í
augum umheimsins fyrir seinni
heimsstyrjöld.
Riefenstahl hefur sjálf lýst því
yfir í blaðaviðtölum að það hafi
ekki verið tilgangur hennar; að
hún hafi verið pólitískt viðrini og
myndirnar hafi eingöngu speglað
þann listræna metnað sem hún
hafði gagnvart viðfangsefninu.
Ekki skal lagður dómur á það
hér, en engu að síður verður að
telja kvikmyndir hennar meðal
best gerðu áróðursmynda sem
gerðar hafa verið.
Oft á tíðum falla áróðurskvik-
myndir í þá gryfju að predika
ágæti einnar pólitískrar stefnu
fram yfir aðra. Þetta var mjög
áberandi með pólitískar myndir á
sjöunda og áttunda áratugnum.
Þessar myndir náðu sjaldnast
þeim tilgangi sem stefnt var að.
Þær náðu til þröngs hóps já-
bræðra og -systra, en tilgangur
áróðursmynda hlýtur að vera sá
að ná til annarra en þeirra sem
eru fyrirfram með skoðun kvik-
myndagerðarmannsins á því sem
fjallað er um. Pólitíkinni þarf að
læða inn á lævísan hátt. Búa hana
í búning.
T.d. spennumyndar einsog
Costa-Gavras hefur gert. Hann
fékk stórstjörnur í aðalhlutverkin
og notaði sér frásagnarmáta
spennumynda til að sýna fram á
spillingu og vaidníðslu víða um
heim. í Z fjallaði hann um að-
dragandann að valdaráni herfor-
ingja í Grikklandi. Réttarhöldin
fjölluðu um Tékkóslóvakíu og í
Missing var augunum beint að
Chile. Kvikmyndir þessar náðu
til mun stærri hóps en vanalegt
var um kvikmyndir sem fjölluðu
um pólitískt misrétti. Hollywood
sá að þarna var feitan gölt að flá.
Vietnam-myndir og Water-
gate-myndir fengu góðan hljóm-
grunn meðal áhorfenda og
jafnvel kvikmyndir sem settu
spurningarmerki við ameríska
drauminn. En Hollywood er
alltaf Hollywood og í kvikmynd-
um sem gerðu upp við Víetnam
eða Watergate urðu þessir pólit-
ísku atburðir frekar rammi um
spennufrásagnir og hjartaknús,
en að spennan og hjartaknúsið
væri ramminn til að koma
ákveðnum skoðunum á framfæri.
Þrátt fyrir það er því ekki að
neita að á áttunda og jafnvel ní-
unda áratugnum komu nokkrar
mjög athyglisverðar kvikmyndir
frá Bandaríkjunum með þungan
pólitískan undirtón. Kínasynd-
rómið afhjúpaði samtryggingu
valdhafa, verkalýðsleiðtoga og
auðvalds kringum kjarnorkuver í
Bandaríkjunum og á seinni árum
hafa komið kvikmyndir einsog í
Eldlínunni, sem tók klára afstöðu
með Sandinistum í baráttu þeirra
gegn Sómósastjórninni í Nicarag-
ua og Salvador, sem tekur af-
stöðu með Skæruliðum í E1 Sal-
vador.
Áhuginn fyrir kvikmyndagerð
sem tekur afstöðu gegn opinberri
stefnu Reagan-stjórnarinnar fer
þó þverrandi í Bandaríkjunum og
önnur tegund af pólitískum
myndum hefur rutt sér til rúms og
er Silvester Stallone samnefnari
fyrir þá tegund ofbeldismynda,
með Rockya, Rambóa og Cobrur
í baráttu við útsendara and-
skotans úr austri. Ég er á móti
allri pólitík, segir svo Stallone.
Bandaríkjamenn virðast einnig
hafa náð sér aftur eftir Víetnam-
stríðið og nú er í tísku þar vestra
að fegra herinn. Officers and
gentlemen er okkur enn í fersku
minni og áður en langt um líður
mun Háskólabíó taka til sýninga
kvikmyndina Top gun, sem fjall-
ar um skóla fyrir unga og frama-
gjarna herþotustjórnendur og er
flugherinn bandaríski umvafinn
dýrðarljóma í þeirri kvikmynd.
Nei hér er ekki um pólitík að
ræða, segja framleiðendur,
myndin er bara gerð til að
skemmta fólki.
í austantjaldslöndunum eru
enn framleiddar pólitískar mynd-
ir, kvikmyndir sem á lævísan hátt
deila á ríkjandi skipulag.
Austantjaldsmenn eru orðnir
snillingar í að segja eitt en meina
annað til að sniðganga kvik-
myndaeftirlitið í löndunum. Pá
hafa einnig komið fram sterkir
pólitískir straumar í kvikmynda-
gerð um leið og valdhafar slaka á
kverkartaki sínu á listsköpun-
inni, einsog í Póllandi fyrir valda-
töku Jaruselskis. Þær kvikmyndir
nutu mikilla vinsælda í Póllandi
og má segja að jafnframt því sem
kvikmyndir á borð við Marmara-
mann Andrezej Wajda voru
hvatning og leiðarvísir fyrir al-
þýðu manna þá hafi þær jafn-
framt verið spegill til að skoða
þjóðfélagsþróunina í.
Um leið og harðnaði aftur á
dalnum gerðust margir pólskir
kvikmundar landflótta alveg
einsog tékkneskir starfsbræður
þeirra höfðu gert 1968. Sumir
halda áfram pólitískri kvik-
myndagerð en aðrir reyna að laga
sig að vestrænum siðvenjum og
láta ágóðavonina ráða um við-
fangsefnin.
Það hefur löngum verið talað
um að listamenn í austantjalds-
löndunum séu undir járnhæl op-
inberrar ritskoðunar, en land-
flótta kvikmyndagerðarmenn á
Vesturlöndum hafa bent á að lítið
betra taki við þegar vestur er
komið, þar ráði ritskoðun hagn-
aðarvonarinnar.
í S-Ameríku hafa kvikmynda-
gerðarmenn framleitt neðanjarð-
ar ádeilumyndir á valdhafa. Á
sjöunda áratugnum streymdu
ljóðrænar ádeilumyndir frá Bras-
ilíu eftir Glauber Rocha og Ruy
Guerra. Kvikmyndir þessar réð-
ust á bandaríska menningar-
heimsvaldastefnu en ljóðurinn
við þessar kvikmyndir var að þær
voru ekki sýndar þeim sem mest
þurftu á þeim að halda, íbúum
Brasilíu, heldur varð hlutskipti
þeirra að sanka að sér verð-
launum á evrópskum kvikmynd-
ahátíðum og njóta athygli rót-
tækra menningarvita, en voru
bannaðar í heimalandi sínu.
Myndir þeirra voru m.a. sýndar
sem mánudagsmyndir í Háskóla-
bíói upp úr 1970.
Það er augljóst að hin pólitíska
kvikmyndagerð er á vegamótum í
dag og sjá margir ekkert annað
en blindgötur hvert sem haldið
er. Þó ekki allir og þeirra á meðal
er Argentínumaðurinn Fernando
Solana. Nýjasta kvikmynd hans
Tango þykir benda til að eitthvað
nýtt og spennandi sé að gerast í
pólitískri kvikmyndagerð. Um
kvikmynd hans hefur verið sagt
að hann pakki boðskapnum inn í
kvikmyndalega séð athyglisverð-
ari umbúðir en áður hefur verið
gert. Hann notfærir sér kvik-
myndaformið til fullnustu í árás-
um sínum á herforingjastjórnina
sem var í Argentínu.
Kvikmyndin gerist meðal arg-
entínskra flóttamanna í París og
fjallar um langanir þeirra og þrár,
hvernig þeir upplifðu stjórnmála-
ástandið í heimalandinu, það að
vera landflótta og er Tangóinn
notaður til að tjá þetta.
Tangó er ekki bara dans
rauðvínskynslóðarinnar ís-
lensku. Tangó rekur uppruna
sinn til róttækrar baráttu í Rio de
la Plata í upphafi þessarar aldar
og til argentínskra flóttamanna
sem fluttu dansinn til Evrópu fyrr
á öldinni. Kvikmyndin rekur
þessa sögu dansins og í henni
speglast hin pólitíska barátta
Árgentínubúa gegn valdníðslu á
þessari öld. Þykir Solana hafa
leitt pólitíska kvikmyndagerð inn
á nýtt spor með Tangónum sín-
um.
Og nú höfum við íslendingar
semsagt eignast okkar fyrstu póli-
tísku kvikmynd og þykir einn hel-
sti galli hennar sá að leikstjórinn
virðist hafa átt erfitt með að gera
upp hug sinn hverslags kvikmynd
hann var að gera. Hann dansar
sinn vals við borgarstjórann án
þess að hafa allan hugann við
dansinn og því miður varð honum
og dansherranum fótaskortur á
því.
-Sáf
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. ágúst 1986