Þjóðviljinn - 02.09.1986, Side 5

Þjóðviljinn - 02.09.1986, Side 5
Þjóðviljinn gegn hvalafriðun Áróður fyrir hvalkjötsáti Málgagn sósíalisma, þjóðfrels- is og verkalýðshreyfingar hefur undanfarnar vikur lagt mikla áherslu á baráttu fyrir auknu hvalkjötsáti landsmanna. Forsíð- ur og helgarblöð hafa verið und- irlögð fyrir myndir og frásagnir af ágæti þessarar fæðu og hversu eftirsótt hún er af ráðherrum jafnt sem alþýðu manna. Ég er alveg gáttaður á þessu. Ég hélt nefnilega að Þjóðviljinn væri vin- ur hvalanna. Maður gat vel leyft sér að vona að Þjóðviljinn mundi skipa sér í flokk með þeim sem vilja friðun hvala. A.m.k. fram til 1990 eins og Alþjóðahvalveiðiráðið og þingmenn Alþýðubandalagsins sem áttu sinn þátt í að Alþingi mótmælti ekki samþykkt þess þar að lútandi. Þótt vitað sé að rit- stjórarnir leggja mikið upp úr sjálfstæði sínu. Því ekki verndar maður vini sína með því að drepa þá og éta. Hver er tilgangurinn? Tilgangurinn með áróðri Þjóð- viljans fyrir auknu hvalkjötsáti er harla óljós. Mér skilst að hann Hörður Bergmann skrifar „Þjóðviljanum ber engin skylda til að hjálpa ríkisstjórninni út úrþví klúðri sem hún er búin að skapa með framkvœmd hinnar hrœsnisfullu og glœfralegu áætlunar um hvalveiðarí vísindaskyni“. tengist hugmyndinni um að upp- fylla það skiíyrði, sem fulltrúar okkar hafa samþykkt í Alþjóða- hvalveiðiráðinu, að það sem veitt verður „í vísindaskyni" fari aðal- lega til innanlandsneyslu. En þá vakna ótal spurningar um réttlæt- ingu. I fyrsta lagi spurningin um rétt- mæti þess drepa hvali til að afla vitneskju um stofnstærð. Málið verður að meta í ljósi þess að of- veiði er almennt viðurkennd og talning með ýmsum aðferðum er talin gefa ágætar upplýsingar. Á það bendir Óssur, ritstjóri og líf- fræðingur, í sinni miklu yfirlits- grein um hvalamálið hér í blaðinu 15. ágúst sl. Hann bendir líka á hræsnina sem birtist í því að fara að stunda veiðar í vísindaskyni núna en ansa ekki beiðni Alþjóð- ahvalveiðiráðsins um rannsóknir fyrr á árum. Hvernig sem ég velti málinu fyrir mér þá fæ ég ekki skilið að Þjóðviljanum beri skylda til að hjálpa ríkisstjórninni út úr því klúðri sem hún er búin að skapa með framkvæmd hinnar hræsnis- fullu og glæfralegu áætlunar um hvalveiðar í vísindaskyni. Hon- um ber engin skylda til að hvetja fólk til að borða meira hvalkjöt. Satt að segja finnst mér bæði við- kunnanlegra og röklegra að blað- ið hvetji okkur til að sniðganga þetta kjöt alveg. Og gangi hik- laust í flokk með friðunarsinnum. Áróöurinn gegn Bandaríkjastjórn En víxlspor Þjóðviljans í þessu máli eru því miður fleiri. Össur og blaðamenn hans linna ekki lát- unum við að skamma Banda- ríkjastjórn fyrir hótanir og yfir- gang þegar stjórnin og embættis- menn hennar gera sitt til að koma vitinu fyrir íslensku ríkisstjórn- ina. Og beita sér af alvöru og hörku fyrir því að hún standi við þær samþykktir sem fulltrúar hennarhafaundirritað. Reynaað gera okkur ljóst að hvalveiðar eru ekkert einkamál okkar. Rétt eins og við höfum reynt að gera fálkaþjófum ljóst að fálkaveiðar eru ekkert einkamál þeirra. Hið tvöfalda siðgæði sem tengist hval- veiðimálinu virðist engan endi ætla að hafa. Mér finnst óafsakanlegt að Þjóðviljinn skuli reyna að ala á æsingum gegn Bandaríkjastjórn þegar þeir eru að beita sér fyrir þörfu náttúruverndarmáli. Það þjónar engum tilgangi fyrir fram- gang herstöðvaandstöðu eins og sumir virðast halda. Af nógu og nærtækara er að taka í því skyni að efla hana. Og engin þörf á að fórna stuðningi við náttúruvernd- arstefnu í því skyni. Þjóðarstolt er nauðsynlegt dyggð hjá smárri þjóð. Hins veg- ar ber enga nauðsyn til að það birtist sem rembingur og rugl. Nýjasta dæmið um það er sú til- raun sem nú er gerð til að skapa einhvers konar múgæsing gegn Bandaríkjamönnum og Banda- ríkjastjórn vegna afstöðu þeirra til hvalveiðiáætlunar af því tagi sem íslenska ríkisstjórnin virðist ætla að framkvæma hvað sem tautar og raular. Hvaða ástæða er til að æsa fólk gegn stefnu sem maður hefur samúð með? Hvers konar þjóðarstolt birtist í því? Berjumst til þrautar Sú staðreynd blasir við okkur í dag að mikið misrétti ríkir á milli karla og kvenna og þá sérstak- lega í launamálum. Karlar eiga mun meiri mögu- leika á ýmis konar aukapóstum og yfirborgunum, auk þess sem þeir fá oftar stöðuhækkanir. Atvinnu- rekendur útskýra þetta gjarnan með því að segja að konur séu ótraust vinnuafl, séu frá vinnu vegna barneigna og svo framvegis. Þannig tengist þetta misrétti öðru óréttlæti í samfélaginu. Konur eiga augljóslega á brattann að sækja og á liðnum árum virðist árangur baráttunnar ekki mikill. Við leituðum því svara við þessu vandamáli hjá átta konum sem allar eru framarlega í kvenna- og kjarabaráttu og þau svör munu birtast í blaðinu næstu daga. 1. Barátta kvenna fyrir bættum launum er oft nefnd kjarabar- átta. En auðvitað er kjarabarátta miklu víðtækara hugtak, enda er launamisréttið milli karla og kvenna aðeins afleiðing af af- stöðu karla til kvenna almennt, og e.t.v. þess vegna afstöðu kvenna til sjálfra sín. Til þess að skýra þá afstöðu þyrfti að fara aftur í aldir og þess vegna ekki auðvelt að svara slíkri spurningu í stuttu máli. Allt líf okkar og menning í hinum vestræna heimi byggist á þeirri afstöðu karla, að þeirra sé að stjórna þjóðum og stýra atvinnulífinu, en umhirða barna - og þeirra sjálfra - og umönnun sjúkra og aldraðra sé vettvangur kvenna. Rekstur heimilisins er á ábyrgð konunnar eins og hann hefur verið um aldir, og þörf þjóðfélagsins fyrir störf nær allra kvenna hefur litlu breytt þar um. Sjálfsagt verða margir nútím- akarlmenn til að mótmæla þess- ari staðhæfingu og telja sig óra- langt frá þessum þankagangi. En það er alveg tómt mál að neita þessari afstöðu. Augljóst dæmi um hana er áhugaleysi ráða- manna á þjóðhættulegum skorti á dagvistarheimilum fyrir börn. Sérhver heilvita stjórnmálamað- ur - karl eða kona - veit að fátt er mikilvægara sérhverju þjóðfélagi en að vel sé búið að þeim sem eru að alast upp og taka eiga við af okkur hinum. Samt hafa menn haft sýnu meiri áhuga á að bæta holótta vegi en að byggja dagvist- arheimili. Þar hafa konurnar staðið einar. Og af hverju? Vegna þess að karlmenn líta á störf kvenna utan heimilis sem aukavinnu, en ekki framtíðar- stöðu þeirra við hlið karlmanna, og þess vegna treysta þeir einnig á það að konurnar sjái um að börnin fái aðhlynningu, að þær setji ekki krakkana út á gaddinn. Börnin eru á ábyrgð þeirra, eins og þau hafa alltaf verið. Ég er ósköp hrædd um, að í hugarheimi flestra karlmanna svífi enn myndin af þeim sjálfum í góðri stöðu í þjóðfélaginu, fallegt hús og þægilegur bíll, snotur kona og myndarleg börn, sem þeir sjálfir þurfa ekki að hafa hafa allt of mikið amstur af. Hafi eiginkonan tekið upp á því að verða læknir eða apótekari eða sest á þing, er snarlega ráðin önnur ómenntaðri til að annast heimilið. Aukin menntun kvenna hefur vakið vinnukonuna upp frá dauðum, því að flestir karlmenn eru ennþá ófrumbjarga, geta hvorki fætt sig, klætt né þrifið. Ég hef enga trú á að jafnrétti karla og kvenna verði raunveruleiki fyrr en þeim hefur verið kennt þetta þrennt. En það skulu menn gera sér ljóst að tækist það, væri þjóðfélaginu gjörbylt, og fátt bendir til að þess sé óskað. Karlmenn óttast fátt meira en þessa byltingu. Sá ótti er vafalítið kynferðislegs eðlis, óttinn við að missa yfirburði sína sem kynver- ur, sem sannir karlmenn. Tarzan skal vera Tarzan og Jane skal vera Jane. Til þess er ógrynni fjármagns varið með framleiðslu snyrtivöru og tískufatnaðar, að smástelpur heimsins haldi áfram að vera þokkafull leikföng handa hinum sönnu karldýrum, eins og tímaritaiðnaðurinn og auglýsing- aframleiðslan segir þeim að vera. í glænýrri kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar um Reykjavík vorra daga flissar þokkadísin framan í drenginn, sem með henni er, þegar þybbin, roskin kona kemur inn í strætisvagninn, örþreytt með innkaupapokana sína, líklega fulla af mat handa fjölskyldunni, og missir jafnvægið andartak, þegar vagn- inn fer af stað. Ekkert er fjær kvenímynd Hrafns en þreytt, þybbin barnakona, enda heiðraði borgarstjórinn mikli ekki sívinn- andi verkakonur borgarinnar með nærveru sinni í umræddri mynd, heldur olíubornar fegurð- ardrottningar tískublaðaheims- ins. Ekki er nú 68-kynslóðin, sem ég vænti að höfundur myndarinn- ar telji sig tilheyra, lengra komin en þetta, að gamlar konur, sem að mati þessara karlaaula eru ekki lengur liggilegar, eru hlægi- legar. Þeirra konur eru snoppuf- ríðar stelpur tímaritanna, sem gljáir á eins og lakkið á bílunum þeirra. Enginn þeirra myndi kaupa Playboy eða Rapport, ef á forsíðunni væri mynd af Gro Harlem Brundtland eða Karin Söder og ýtarlegt viðtal boðað í miðju blaðsins um norræn stjórnmál. Ekki heldur þó að ein- hverjir merkustu rithöfundar heimsins af kvenkyni prýddu forsíðuna, Doris Lessing, Isabel Allende eða Astrid Lindgren. Eða haldið þið að þið rifuð blöðin út, kæru bræður? O, nei, og þessi afskræmdi hugmyndaheimur karlmanna um konur og samskipti kynjanna er orsökin fyrir því, hve langt er í land að þær öðlist mannréttindi til jafns við karlmenn. Og hvergi eru þessar ranghugmyndir skýrari en í stjórnmálaheiminum: í hinum kapítalíska valdaheimi eru konur lítið annað en hluti af bústofni stjórnarherranna. Þeir fáu karlmenn, sembyrjað hafa að skilja eitthvað af þessu sorglega ranglæti og þeirri óhamingju og ástleysi, sem af því hlýst fyrir alla aðila, að annar aðilinn kúgi hinn, hafa margir hverjir orðið að endurskoða alla tilveru sína, oft með þeim afleiðingum að hjóna- bönd leystust upp, eins og tölur um sívaxandi hjónaskilnaði sýna. Það er hægara um að tala en í að komast, að gjörbreyta aldagam- alli ímynd um karlhlutverk og kvenhlutverk. En fyrr en sú breyting hefur átt sér stað, hef ég enga trú á að launamisrétti og gjörólík aðstaða kvenna og karla til lífs og starfa í þjóðfélaginu verði að veruleika. Vissulega er baráttan hafin, og hún verður ekki stöðvuð. Það er því öllum fyrir bestu að konur og karlar taki höndum saman í þeirri baráttu, og afskræmdum hug- myndum um samskipti kynjanna verði að eilífu hafnað. Allt þjóðfélagið þarf að vinna að því að ala upp fólk, sem gerir greinarmun á ást milli lifandi manneskja og kynórum tísku- heimsins. Þegar upp er vaxin kynslóð karlmanna, sem metur manngildi kvenna meira en þjón- ustugildi, ætti allt þjóðfélagslegt misrétti kvenna að heyra sögunni til. 2. Ég veit ekki um neina kvenna- byltingu sem hefur heppnast nema þá, sem Lysistrata vinkona okkar gekkst fyrir. Og ekki var sú leiðin þrautalaus! En að þeirri leið frágenginni, hljótum við að berjast til þrautar við að leiða hinum elskuðu bræðrum fyrir sjónir, að allt samfélagið yrði svo langtum heilbrigðara og heimur- inn svo miklu betri, ef körlum og konum auðnaðist að lifa og starfa hlið við hlið sem jafn réttháar manneskjur. Svo skal maður manni mæta á réttan hátt, segir í frægu kvæði. Guðrún Helgadóttir Þjóðviljinn spyr 1. Hvað veldurað illa gengurí kjarabar- áttu kvenna? 2. Hvað er til ráða? Guðrún Helgadóttir svarar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.