Þjóðviljinn - 02.09.1986, Side 6

Þjóðviljinn - 02.09.1986, Side 6
VIÐHORF FLÓAMARKAÐURINN Ritvél! Átt þú rykfallna ritvél í geymslunni hjá þér sem stelur piássi og kemur engum aö notum? Ef þú svarar þessari spurningu játandi hafðu þá samband við okkur á ÆF í síma 1 75 00, og við sendum bíl eftir gripnum samstundis og fjarlægjum hann fljótt og vel. Og þú getur verið örugg/ur um að hér verður hún í notkun hverja mínútu dagsins. Æskulýðsfylkingin! Helst hornsófa! Við í ÆF tókum okkur saman og löguðum til á skrifstofunni okkar fyrír skemmstu, sem varð til þess að það myndaðist þetta fína sófa- horn fyrir aðkomumenn og slæp- ingja, eina sem vantar er mublan í þetta fína horn sem mælist 150 sm x 240 sm. Ef sófi með mál í nám- unda við þetta stendur ónotaður heima hjá þér erum við fús að sækja hann og koma honum í gagnið. Æskulýðsfylkingin Til sölu Suzuki Alto '81 ítoppstandi. Verð 120.000. Gott verð. S. 53217 á kvöldin. Traustur bíll Til sölu Renault 18GTLárg. '79. Ek- inn 100 þús. km. S. 44837. Óska eftir ýmsum notuðum verkfærum svo sem smergeli, lítilli hjólsög o.fl. S. 72072. Gítarkennsla Fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Innritun og uppl. í s. 621126 milli kl. 19 og 21. Örlagið hefur þá ánægju að kynna Dagbók Lasarusar, nýja Ijóðabók eftir Kjart- an Árnason. Bók sem lyftir andan- um og er til sölu hjá höfundi, Hamrahlíð 33A, Máli og menningu, Eymundssyni og Laxdalshúsi á Ak- ureyri. Örlagið, sími 32926. 5 manna fjölskylda óskar eftir 3-4 herb. íbúð á Reykja- víkursvæðinu. Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið. Erum reglusöm. Uþpl. í s. 671732. íbúð óskast 26 ára einstæð móðir með eitt barn óskar eftir 2ja herb. íbúð sem fyrst. Öruggar mánaðargreiðslur. Góðri umgengni heitið. Meðmæli ef ósk- að er. Uppl. í s. 73426 eftir kl. 17. Yamaha S.K. Synthesizer til sölu Mjög vel með farinn og selst ódýrt. S. 40503. Bíll óskast Óska eftir gamalli Lödu lítið keyrðri og í góðu standi. S. 21784. Vefstóll til sölu Til sölu finnskur Normalo vefstóll 100 cm breiður ásamt fylgihlutum. Sími 32961 á kvöldin. Ritvélar til sölu Skólaritvél og rafmagnsritvél til sölu. Lítið notaðar. Uppl. í s. 10779. Barnapössun Ég er 6 ára gömul og verð í Vestur- bæjarskólanum í vetur. Mig vantar góða konu í vesturbænum til að gæta mín 2-3 morgna í viku. Síminn minn og mömmu er 39384 seinni part dags. Haglabyssur óskast Uppl. í s. 622829. Reiðhjól Ýmis reiðhjól til sölu. S. 621083. Kettlingar 3 kettlinga sem eru 8 vikna og vel vandir vantar heimili. Sími 20523. Meðleigjandi Einstæð móðir í Kópavogi óskar eftir meðleigjanda. Má hafa með sér barn. S. 641186. Geymsluherbergi Herbergi til leigu. Fyrirframgreiðsla ekki skilyrði. S. 641202 og 41039 í dag og næstu daga. ísskápur með frystihólfi óskast Má ekki vera hærri en 128 cm. S. 10432. Dúkkuvagn Mig langar í nýjan dúkkuvagn, minn er ónýtur. Þóra s. 15113. íbúð óskast Systkin óska eftir 3ja—4ja herb. íbúð. Öruggar mángr., s. 73426 eftir kl. 17. Barnlaust par vantar strax íbúð til leigu helst í eða sem næst miðbænum. Uppl. í s. 25000-450 Þórunn kl. 8-16 eða 74225 Hörður. Kvikmyndasýningarvél oq upptökuvél til sölu á hálfvirði. S. 621643. Svefnbekkir - armstólar Tveir mjög vel með farnir svefn- bekkir m/bláu áklæði, rúmfata- geymslu og göflum til sölu. Einnig 2 armstólar. Selst hræódýrt. S. 36715. Óska eftir að kaupa borðstofuborð og fatskáp. Uppl. í s. 11539. Mig vantar klósett með stút niður úr gólfi. Sími 51641. Sófi óskast ódýr eða gefins. Uppl. í s. 38870, Auður, kl. 7.30-16.30 eða 44149 á kvöldin. Svalavagn Egil litla bráðvantar gamlan barna- vagn, sem hægt er að sofa í úti á svölum. Hafið samand í s. 35639 e. kl. 17. Hjól, teppi og ísskápur Tilsölu 3ja gíra Winther drengja- reiðhjól 20 tommu með spuer stýri. Venjulegt stýri fylgir. Verð kr. 3.500. Einnig til sölu símunstrað teppi mosagrænt og brúnt ca. 2,5 x 3,5 m. Verð kr. 2.000. Á sama stað fæst gefins Philips ísskápur 85x52. Vantar þig aukavinnu með skólanum í vetur? Við viljum ráða áreiðanlega skóla- stúlku 16 ára eða eldri til að líta eftir þremur börnum frá kl. 15.30-20 að meðaltali 2 daga í viku og ef til vill einstaka kvöld. Búum á Laufá- svegi, sími 14329. Til sölu gott barnabaðborð á 1.200. kr. og svefnsófi með rúmfatageymslu á kr. 1.000. Uppl. í síma 43473. Til sölu JUPITER saxofónn í mjög góðu standi á kr. 10.000.-, 8.000.- ef staðgreitt er. Uppl. í síma 13226. Timbur til sölu Uppistöður og 1x6, ýmsar lengdir. Sími 42612. Hljómborð til sölu, Yamaha Portasound PCS- 500. Selst ódýrt, s. 18681. Kvennaathvarfið óskar eftir að kaupa góðan frysti- skáp eða frystikistu. S. 23720 milli kl. 10 og 12 eða í s. 27481. íbúð óskast Tvær stúlkur óska eftir íbúð til ieigu. Helst sem næst Fósturskóla Is- lands v/Sundlaugaveg, sem allra fyrst. Hringið í síma 40501. Garðprófastur Félagsstofnun stúdenta auglýsir lausa stööu Garðprófasts á Nýja Garöi frá 1. október nk. Um er aö ræða ólaunaö starf, en því fylgir frítt húsnæöi og sími. Nánari upplýsingar fást á skrif- stofu F.S. við Hringbraut, s: 16482. Umsóknum sé skilaö til F.S. fyrir kl. 17 fimmtudaq 18. sept. nk. Félagsstofnun stúdenta. Fast þeir sækja dollaramiðin Jóhann Björnsson skrifar „Það erathyglisvertað veltaþvífyrirsér hve hernaðarframkvœmdir kalla sífellt á ennfrekari hernaðarframkvæmdir og munu að öllum líkindum gera það áfram efekki verður í taumana tekið. Okkur Suðurnesjamönnum er sífelltýtt fastar í kaldanfaðm hersins. “ „Jú hierinn mætti fara mín vegna ef ég væri ekki í vinnu hjá honum". Eins og verkamennirnir segja. Eða eins og hermangs- burgeisarnir: „herinn mætti fara ef ég græddi ekki á honum“. Hve oft heyrum við ekki setn- ingar á borð við þessar? Jú það er víst ærið oft og ætli nokkur kippi sér upp við slíkt núorðið. Herinn, sem okkur hefur svo oft verið talin trú um að hér sé til verndar okkur fámenningunum í þessu landi og svo hinu vestræna lýðræði og frelsi sem mörg okkar trúum blint að verði ekki haldið nema með byssum og gaddavír, gegnir að því er virðist allt öðru hlutverki í augum a.m.k. okkar Suðurnesjamanna. Hér á Suðurnesjum eða „undir vængnum“ eins og réttast væri að kalla byggð hér syðra hefur her- inn margumtalaði verið ríkur þáttur í atvinnulífinu og sífellt fastar sækja Suðurnesjamenn dollaramiðin á heiðinni en hin hefðbundnu fiskiniið. Nú er svo komið að stór hluti Suðurnesjamanna byggir afkomu sína á hernum og fer ekki minnkandi nema síður sé. En er það ekki bara gott og gilt ef næg atvinna er á svæðinu? Vitaskuld viljum við hafa tryggt atvinnulíf, en málið er stærra. Innlendir atvinnuvegir geta ill- mögulega staðist samkeppnina við hið fjársterka herveldi um vinnuafl. Atvinnan á vellinum er stöð- ugri og reglubundnari en mörg önnur á þessu svæði, þannig að fólk treystir til inuna á störfin hjá hermanginu, auk þess sem þar er um að ræða tækifæri á ýmsum hiunnindum að auki s.s. ódýrum mat o.fl. Þess eru fjölmörg dæmi að iðn- nemar yfirgefi sinn vinnustað og fari í fang hersins strax að loknu námi og hafa forsvarsmenn Varn- armáladeildar á Keflavfkurflug- velli m.a. þakkað það tilkomu Fjölbrautaskóla Suðurnesja hve auðveldara hefur verið að fá bet- ur menntað fólk til starfa en áður var. Mikið vill meira Nú er svo komið að hernaðar- framkvæmdir hafa gengið fram úr öllu hófi. Um þessar mundir er unnið við sprengiheld flugskýli, olíustöð í Helguvík, ratsjárstöðvar sem eiga að vera víðsvegar um landið, kjarnorkustjórnstöð og nýja flug- stöðin verður að teljast til fram- kvæmda hersins þar sem þeir bera helming kostnaðar við hana og áskilja sér full yfirráð yfir stöð- inni á spennutímum og telja sig ekki þurfa að greiða þau gjöld til Miðheshrepps sem ætla mætti að þyrfti að greiða af mannvirki sem þessu. Það er athyglisvert að velta því fyrir sér hve hernaðarfram- kvæmdir kalla sífellt á enn frekari hernaðarframkvæmdir og munu að öllum líkindum gera það áfram ef ekki verður í taumana tekið. Okkur Suðurnesja- mönnum er sífellt ýtt fastar í kaldan faðm hersins, því sá leiði hugsunarháttur er svo víða ríkj- andi að ekki þurfi að veita fé til atvinnulífs á Suðurnesjum því við höfuin jú herinn. Afleiðingar slíks hugsunarháttar eru einfald- lega síauknar og viðameiri hern- aðarframkvæmdir svo ekki verði atvinnuleysi, því ekki virðist áhugi á innlendu atvinnulífi á Suðurnesjum. Hvar eru takmörkin? Hvenær skal numið staðar í hernaðaruppbyggingu landsins? Hvenær er komið nóg? Auðséð er að stjórnvöld eru eins og stefnulaust rekald í afstöðu sinni til þessara mála og hafa að því er virðist engan áhuga á því að setja „þak“ eða takmörk yfir það hve langt skuli ganga á sviði hernaðar hér á landi. Stjórnvöld eru eins og undirgefinn hundur húsbónda sínum í þessum efnum sem að þessu sinni er he/naðarklíkan í vestri. Nauðsynlegt er að marka á- kveðna og skýra stefnu í þessum málum ef við viljum reka sjálf- stæða utanríkispólitík. Ef íslendingar verða um ein- hvern tíma af illri nauðsyn að búa í návígi við erlent hervald líkt og nú er, á að hátta þannig málum að herinn sé með öllu aðskilinn íslensku þjóðlífi m.a. þannig að þau störf sem vinna þarf á vegum hersins eiga ekki að fara fram af hálfu íslenskra aðila eins og nú er. Ástæðan fyrir því er einfald- lega til bjargar íslenskum at- vinnuvegum og efnahagslegu sjálfstæði landsins. Það hefur svo sannarlega reynst rétt sem Brynjólfur Bjarnason sagði í ræðu sinni á Al- þingi þann 4. nóvember 1954: „Með framkvæmdum á Keflavík- urflugvelli er verið að grafa grunninn undan íslenskum at- vinnuvegum og efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði landsins“. Þessi staðreynd sem þarna var bent á 1954 og hafði án efa verið bent á áður blasir nú bláköld við. Alvarlegast er þó af þessu öllu hve siðferðisandi hernámsins hefur heltekið Suðurnesjamenn og fjölda annarra landsmanna, svo þeir eru að því er virðist reiðubúnir til þess að stofna sjálf- um sér, þjóð sinni og umhverfi í þá hættu að verða tortímt fyrir fjárhagslegan stundarhag. Það er trú margra að helsta lifi- brauð Suðurnesjamanna, hern- aðaruppbyggingin og sá hernað- argróði sem af henni hlýst, sé eini möguleikinn í atvinnumálum hér, annars blasi atvinnuleysið við. Þessu verður að breyta og nú er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að losa atvinnulíf á Suðurne- sjum úr helgreipum hersins og nýta þá innlendu möguleika sem fyrir hendi eru, áður en of seint verður, því hver veit hvað gerist með atómstöðina í framtíðinni sem er skotmark 24 tíma á sólar- hring? Jóhann Björnsson er fjöibrauta- skólanemi í Keflavík. Framhald'af bls. 5 Glæfraleikir í tapaðri skák Æsingurinn er orðinn slíkur að menn virðast tilbúnir að fórna aðal fiskmörkuðum þjóðarinnar fremur en að hætta að veiða hvali. Svo ruglað er þjóðarstoltið orðið. Og sterk löngunin til að klekkja á náttúruverndarmönn- um sem valin eru hin verstu heiti í margs konar blaðaskrifum og fundasamþykktum um þessar mundir. Sá sem kokkaði ofan í ráðherrana í hvalkjötsboði Þjóð- viljans fær ágætan uppslátt í blað- inu að launum: „Þessir Green- peace-menn vita ekkert hvað þeir eru að segja,“ sagði Jóhannes. „Við eigum að sýna þeim í tvo heimana, enga linkind við svona lið!“ Össur, ritstjóri, segir hins veg- ar í stóru greininni sem ég gat um áðan: „Þurfi íslendingar að gera upp á milli hagsmuna heillar atvinnugreinar eins og sjávarút- vegs á annað borð og á hitt borðið hagsmuna eins fyrirtækis, Hvals hf., þá er niðurstaðan sjálfgefin. Meiri hagsmunir hljóta að hafa forgang yfir minni.“ Auðvitað er göfugt og virðing- arvert að vera til í að fórna hags- munum fyrir hugsjónir. Það er bara ekki sama hverjar hugsjón- irnar eru. Ef þær felast í því að klekkja á náttúruverndar- mönnum og halda áfram að veiða hvalastofna, sem kunna að vera ofveiddir, þá er ekki ástæða til að fórna neinu. Síst af öllu í stöðu sem virðist töpuð hvort sem er. Þess vegna ætla ég að leyfa mér að vona að Össur fari að finna blaðamönnum sínum þarfari verkefni en að hvetja okkur til að éta meira hvalkjöt. Hætti að gera stuðning Bandaríkjastjórnar við útbreidd náttúruverndarviðhorf í landi sínu og um allan heim tor- iryggileg. Og haldi áfram að benda á hvaða hagsmunir eiga að ráða. Hörður Bergmann starfar hjá Vinnueftirlitinu og er mikilvirkur greinahöfundur um þjóðfélags- mál. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. september 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.