Þjóðviljinn - 02.09.1986, Side 13

Þjóðviljinn - 02.09.1986, Side 13
Flugmála- sérfræðingar í Bandaríkjunum leita nú skýr- inga á því hvers vegna tvær flugvélar rákust á í góðu skyggni yfir úthverfum Los Angeles borgar með þeim af- leiðingum að þær hröpuðu niður í íbúðahverfi og alit að 77 manns létust. Það voru DC 9 þota frá mexíkanska flugfé- laginu Aeromexico, og lítil Pip- er Archer skrúfuvél sem rák- ust á í fyrradag. í þotunni sem var að koma til Los Angeles frá Mexíko, voru 58 farþegar, flestir mexíkanskir, og sex manna áhöfn. Einn karlamað- ur og tvær konur voru í einka- flugvélinni. Allir létust. Björg- unarmenn sögðu að minnsta kosti 10 manns hafa látist þeg- ar heimili þeirra urðu fyrir flugvélaeldsneyti og braki úr flugvélunum. Mexíkanskir embættismenn lýstu því yfir í gærkvöldi að mögulegt væri að slysið hefði orðið fyrir mannleg mistök hjá stjórnend- um vélanna. Kassinn með samtölum flugmanna þotunn- ar og flugturns fannst í gær. Enn er ófundinn kassi með öðrum upplýsingum sem skráðar eru í vélinni. íranir hófu í gær nýja sókn gegn her- sveitum íraka á norðurvíg- stöðvunum í þeim tilgangi að ná aftur mikilvægum fjallahé- ruðum. írakar segjast hafa hrundið þessum árásum. Tals- maður írakska hersins í Bag- dað sagði að hersveitir íraka hefðu stöðvað það sem hann nefndi stórtæka árás írana. ír- anska fréttastofan Irna til- kynnti hins vegar í gær að sókn írana stæði enn og hundruðir írakskra hermanna hefðu verið drepnir, særðir eða teknir til fanga. Tveir andstæðingar alkóhólneyslu í Póllandi sem stóðu fyrir utan áfengisverslun í Varsjá í síð- ustu viku og auglýstu herferð kirkjunnar í Póllandi gegn of- notkun áfengis, voru hand- teknir í gær. Astæðan fyrir handtöku gærdagsins var sú að þeir neituðu að greiða sekt fyrir að efna til mótmælastöðu- nnar. Þeir voru dæmdir i 60 og 40 daga fangelsi. Nashyrnings- bjöllur áttu stóran þátt i að seinka fréttamannafundi sem Jacqu- es Chirac ætlaði sér að halda eftir komuna til Papeete, einn- ar eyjunnar í Frönsku Polynes- iu. Chirac var drifinn í gegnum tollinn við komuna til Papeete í gær en heilbrigðisfulltrúar heimtuðu að fá að sótthreinsa farangur hans og 20 frétta- manna sem hafa fylgt honum í Kyrrahafsferð hans. Ástæðan fyrir þessu háttalagi embætti- smannana mun vera sú að fyrrnbefnd bjalla mun vera mjög skæð gagnvart gróðri á eyjunum. Bandarískur fréttaritari vikuritsins „U.S. News and World Report“, Nicholas Daniloff var um helg- ina settur í fangelsi í Moskvu eftir að KGB menn gripu hann þegar hann hafði nýlega feng- ið í hendur pakka frá sovésk- um vini sínum sem innihélt skjöl merkt „Trúnaðarmál“. Hann verður hafður í haldi í tíu daga áður en sovésk yfirvöld ákveða hvort þau sleppa hon- um eða kæra hann fyrir njósn- ir. HEIMURINN Skipskaðinn í Svarta hafinu Óvíst um fjölda látinna Sovéskafarþegaskipið sem sökk í Svartahafinu ífyrrakvöld gatflutt 1000farþega, ekkivar vitað ígærkvöld hversu margirfórust en sovéskir embœttismenn segja skipskaðann mikinn harmleik Moskvu - Sovéskt farþegaskip sökk í Svarta hafinu í fyrra- kvöld eftir árekstur við stórt sovéskt flutningaskip. Ekki er Ijóst hversu margir fórust en sovéskur fulltrúi lýsti í gær slysinu sem miklum harmleik, skipið mun geta tekið 1000 manns. Fulltrúinn, Igor Averin, sagði við fréttamann Reuters að far- þegaskipið, „Nakhímof aðmír- áll“ sem er 17,053 tonn, hefði far- ið úr höfn í Novorossiysk í fyrra- kvöld og sokkið stuttu eftir miðn- ætti eftir árekstur við sovéska flutningaskipið Pyotr Vaséf. Fulltrúinn sagði ekki hversu margir hefðu farist, „Þetta er mikill harmleikur, það er alveg ljóst að margir hafa farist", sagði hann. Tass fréttastofan sagði í gær að mannskaði væri nokkur. Averin sagði í gær að enn væri mikill fjöldi manna sem ynni hörðum höndum við að bjarga fólki og væri vonast til að fjöl- margir hefðu komist af í heitum sjónum í Svartahafinu. Hins veg- ar hefðu líkurnar á því að komast af ekki verið miklar þar sem fólk hefði farið snemma til náða og skipið hefði sokkið mjög snögg- lega. Averin sagði einnig að skipið hefði getað tekið 1000 far- þega og verið væri að rannsaka hversu margir hefðu verið um borð. Starfsfólk á skipinu mun að jafnaði hafa verið um 340 manns en ekki er ljóst hvort það telst til þeirra þúsund manna sem skipið mun hafa tekið. Hjá Lloyds í London fengust þær upplýsingar að skipið hefði verið byggt árið 1925. Averin sagði að flutningaskipið sem lenti í árekstrinum hefði lítið skaddast og hefði ekki orðið þar mann- skaði. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR ,.ri,.rn HJÖRLEIFSSON R E Ul E R Kekkonen látinn Mikill Finni horfinn Uhro Kekkonen sem lést á aðfaranótt sunnudags, 85 ára að aldri Helsinki- Uhro Kekkonen, leið- togi Finnlands í 30 ár, lést á laugardaginn á sveitasetri sínu, 85 ára að aldri eftir iang- vinna baráttu við sjúkdóm i tengslum við blóðrennsli tii heilans sem hann átti við að stríða frá árinu 1981. Starfskraftar Kekkonen fóru að mestu í að gera Finnaland að sjálfstæðu ríki við hlið stórveldis, Sovétríkjanna, eftir langa óvin- áttu en hann byggði um leið upp traust milli ríkjanna sem enn stendur. Einnig verður hans minnst sem mikils talsmanns friðar og öryggis í Evrópu. Það er litið á það sem viðurkenningu á starfi Kekkonens að þessum mál- um að síðasti hluti ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu var haldinn í Helsinki í Finnlandi. Þar var árið 1975 samþykktur „Helsinki sáttmálinn“, eins og hann er yfirleitt nefndur nú. Sáttmálinn var samþykktur af 35 ríkjum í Evrópu og lagði grund- vallarreglurnar að samstarfi Evr- ópuríkja. Kekkonen var hins vegar ekki alltaf í góðu sambandi við Sovét- ríkin. Hann var einn fárra finn- skra embættismanna sem var andvígur þeim friði sem var saminn eftir „finnska vetrarst- ríðið“ gegn Sovétríkjunum, 1939 til 1940. Það var í síðari heimsstyrjöldinni þegar Finnland sem barðist með Þjóðverjum gegn Sovétmönnum og var að tapa því stríði, að Kekkonen gekk í lið með því fólki sem talaði fyrir samningum við Sovétríkin. Eftir það einbeitti Kekkonen sér að því að sannfæra Sovétmenn um að Finnar myndu ekki stríða gegn þeim. Uhro Kaleva Kekkonen fædd- ist í Pielavesi, 3. september árið 1900. Faðir hans, Juho Kekkon- en, var verkstjóri í skógarhöggi, móðir hans hét Emilia (Pylvana- inen). Kekkonen vann á unga aldri sem blaðamaður, tók lög- fræðipróf frá Helsinki háskóla og doktorspróf í lögfræði í Þýska- landi. Hann giftist Sylvi Salome Uino árið 1926. Tveimur árum síðar áttu þau saman tvíbura, Matti Kaleva og Taneli Kaleva. Sylvi Salome lést árið 1974. Kekkonen var fyrst kjörinn á þing árið 1936 sem fultrúi „Land- búnaðarflokksins“ sem nú nefn- ist „Miðflokkurinn". Hann var þá settur dómsmálaráðherra og varð síðar ráðherra í fjölmörgum ríkisstjórnum. Hann varð utan- ríkisráðherra árin 1952-53 og 1954. Hann varð fimm sinnum forsætisráðherra og forseti finnska þingsins frá 1948 til 1950. Árið 1956 var hann kjörinn fors- eti finnska lýðveldisins og síðan endurkjörinn í það embætti árin 1962 og 1968. Með sérstakri lög- gjöf árið 1973 var kjörtímabil hans sem forseta framlengt til 1978. Þá voru haldnar venjulegar kosningar og hann var endur- kjörinn. Hann sagði af sér emb- Uhro Kekkonen heilsar Kristjáni Eld- járn fyrrum forseta íslands við eina af fjölmörgum komum sínum hingað til lands. ætti árið 1981 vegna veikinda og núverandi forseti dr. Mauno Koi- visto, var kjörinn í janúar árið 1982. Koivisto sagði um Kekkonen í ávarpi á sunnudaginn:„Við höf- um misst mikinn Finna og leið- toga á alþjóðavettvangi“... „Hans helsta takmark í utanríkis- málum var að byggja upp traust í samskiptum okkar við Sovétríkin og styrkja það. Á þessum grund- velli byggði hann einnig upp gott samstarf við Vesturlönd". Þing breska alþýðusambandsins Eining um Verkamannaflokkinn Brighton - Leiðtogar breskra verkalýðssamtaka hófu í gær árlegt þing sitt og þykir ríkja mikil eining meðal þátttakenda um að fylkja liði með Verka- mannaflokknum til að ná völd- um við næstu þingkosningar. Norman Willis, aðalritari breska alþýðusambandsins (TUC), sagði nú um helgina að þetta 118. þingt samtakanna yrði „stökkbretti fyrir breytingar“. Hann sagði á fréttamannafundi á sunnudaginn að samtökin væru ákveðin í að sannfæra bresku þjóðina um að það fyrirfyndust skýrir og ákveðnir valkostir aðrir en íhaldsstefna forsætisráðherr- ans Margaretar Thatcher og íhaldsflokksins. „Við verðum að gera okkur grein fyrir að þetta kann að verða eitt síðasta tæki- færið til að hafa áhrif á þjóðina áður en hún kýs næstu ríkis- stjórn“, sagði Willis. „Næstu fimm dagar verða ákall um breytingar, breytingar á efna- hagsstefnu, breytingar á sam- skiptum og almennri gerð iðnað- arins og breytingar á stefnu okkar gagnvart umheiminum“, sagði Willis. Neil Kinnock hélt ræðu á þing- inu í gær og sagði m.a. að hann litið á þetta þing sem upphaf kosningabaráttu flokks síns. Þá hvatti hann einnig stríðandi fylk- ingar hægri og vinstri innan sam- bandsins til að ná sáttum. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Verkalýðsleiðtogar hafa und- anfarið átt í miklum viðræðum innbyrðis til að sætta ólíka hópa innan sambandsins. Leiðtogar hafa deilt harkalega um setningu reglugerðar um að haldin skuli leynileg atkvæðagreiðsla um það hvort farið skuli í verkfall. Á fyrsta degi fundarins, í gær, voru síðan samþykkt ný lög sem íhaldsstjórnin setti nýlega um þessi mál. Þykir sú samþykkt mikill sigur fyrir þá sem beittu sér fyrir því að hægri og vinstri menn innan TUC leggðu niður deilur sínar. Thatcher hefur undanfarin ár beitt sér mikið fyrir því að draga úr samtakamætti TUC. Nú er aðeins 41 % vinnufærra manna í TUC miðað við 50 % þegar Thatcher komst til valda árið 1979. Verkalýðsleiðtogum tókst á fimmtudaginn í síðustu víku að komast hjá miklum klofningi innan samtakanna þegar þeir á- kváðu að leggja til hliðar tillögu leiðtoga innan samtaka prentara um að fordæma rafvirkja fyrir að taka við störfum prentara hjá blaðakóngnum Rupert Murdoch þegar hann rak rúmlega 5000 prentara úr starfi. Prentararnir neituðu að vinna í nýrri, tækni- væddri verksmiðju Murdochs þegar ljóst var að hann ætlaði að fækka starfsfólki að mun. Á síðasta þingi samtakanna var mikil hætta á klofningi þegar harðlínumenn innan samtakanna vildu að verkalýðsfélag vélvirkja yrði rekið úr TUC fyrir að taka við fé frá ríkisstjórn Thatcher til fjármögnunar atkvæðagreiðslu um hvort farið skyldi í verkfall. S-Afríka Ný sprengjuherferð? Um það bil 18 manns sœrðust í mikilli sprengingu sem varð í vörumarkaði í Durban í S-Afríku ígœr Durban - Mikil sprenging varð í vörumarkaði í Durban í S- Afríku í gær með þeim afleið- ingum að 18 manns særðust. Er nú ekki talið ólíklegt að ný sprengjuherferð sé í undirbún- ingi í iandinu. Fulltrúi Upplýsingastofnunar stjórnvalda í S-Afríku sagði í gær að sprengingin hefði orðið í há- deginu, stuttu eftir að pakki var afhentur til geymslu í vörumark- aði í verkamannahverfi hvítra manna í Durban. 18 manns særð- ust, þar af ein þriggja ára hvít stúlka og tíu svartir menn. Durban er ein fimm borga í S- Afríku sem hafa orðið illa úti í sprengjuherferðum eftir að ríkis- stjórn landsins lýsti yfir neyðará- standslögum í landinu í júní síð- astliðnum. Ekki er vitað hverjir hafa staðið fyrir þessum spreng- ingum en stjórnvöld hafa sakað Afríska þjóðarráðið (ANC) um þær. Fjórir hafa látist í þessum sprengingum og um það bil 100 manns hafa særst.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.