Þjóðviljinn - 02.09.1986, Síða 15

Þjóðviljinn - 02.09.1986, Síða 15
FRETTIR Vöruskiptajöfnudurinn Úr jámum í hagnað Vöruskiptajöfnuður fyrstu 7mánuði ársins hagstœður um 3232 miljónir króna. A sama tíma í fyrra í járnum Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu 7 mánuði ársins er hagstæður um 3232 miljónir króna, en á sama tíma í fyrra var hann í járn- um. Á þessum mánuðum var verðmæti vöruútflutnings 13% meira á föstu gengi en á sama tíma og í fyrra og verðmæti vöruinnf- lutnings 1% minna en á sama tíma í fyrra. í júlímánuði einum sér var vöruskiptajöfnuðurinn hinsvegar hagstæðari í fyrra, 530 miljónir ef hann er reiknaður á sama gengi og í ár, er hann var 415 milónir. Þessar upplýsingar koma fram í fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands en þar segir jafnframt að útflutningsverðmæti sjávaraf- urða sé 14% meira en á sama tíma í fyrra og að þær séu röskir þrír fjórðu hlutar alls útflutnings. Verðmæti sjávarafurða hefur hækkað verulega á þessu tímabili og skýrir það að einhverju leyti þesa aukningu. Útflutningur á áli var 10% meiri en í fyrra og út- flutningur á kísiljárni var 27% meiri en á sama tíma í fyrra reiknað á föstu gengi. Útflutning- ur annarrar vöru var loks 3% meiri en í fyrra. Lækkun á verðmæti vöruinn- flutnings má að miklu leyti skýra með því að rekstrarvöruinnflutn- ingur álverksmiðjunnar var mun minni en í fyrra á sama tíma. Jafnframt var verðmæti innflutn- ings til stóriðju, innflutnings skipa og flugvéla svo og olíuinn- flutnings, sem kemur á skýrslur fyrstu 7 mánuði ársins, samtals 32% minna en í fyrra, reiknað á föstu gengi. Þessir innflutningsliðir eru jafnan breytilegir frá einu ári til annars, en séu þeir frátaldir reynist annar innflutningur (82%) af heildinni) hafa orðið um 10% meiri en í fyrra, reiknað á föstu gengi. _ K.Ól. Hafskipsmálið Rannsóknin aftur í gang Pórir Oddsson rannsóknar- lögreglustjóri: Stefnum að því að skila málinu af okkur í þessum mánuði Rannsókn Hafskipsmálsins hefur legið niðri nú um nokkurra vikna skeið vegna sumarleyfa. í gær voru hinsvegar allir sem að rannsókninni starfa komnir úr sumarleyfum og rannsóknin því hafin aftur. Þórir Oddsson settur rannsóknarlögreglustjóri sagði í gær að stefnt væri að því að rann- sókn málsins lyki í þessum mán- uði og að málið yrði þá sent til ríkissaksóknara. - S.dór Þingkassarnir Arkitektar funda Boðað hefur verið til fundar í Arkitektafélagi íslands í kvöld, og er fundarcfnið „umræður um samkeppnismál og störf dóm- nefnda“. Fundurinn er haldinn í kjölfar mikillar umræðu og óá- nægju meðal arkitekta vegna samkeppninnar um nýtt þinghús og þeirrar dómnefndar sem um þær tillögur dæmdi. Þess má geta að fyrir nokkrum dögum neitaði formaður AÍ því ið til stæði að boða fund í fé- aginu um þessi mál. _ m Emerlía Samúelsdóttir var fyrsti vinningshafinní Hlaðvarpahappdrættinu, „Lukkupottinum" - en í því er dregið þegar hverjir þúsund miðar hafa selst. Fyrstu þúsund miðarnir seldust á viku. Emilía vann árgerð 1987 af Nissan Sunny Coupé, og næst er í boði „Wagon“-gerð af sama bíl. Það er Styrktarsjóður Vesturgötu 3 sem stendur fyrir happdrættinu, og renna 40% ágóðans í styrktarsjóð fyrir listamenn en 60% í viðhald og rekstur Kvennahússins. Á myndinni eru Súsanna Svavarsdóttir og Guðrún Jónsdóttir að afhenda Emiliu vinninginn. (MyndrKGA) Herstöðvaandstœðingar Freigáta í til- efni friðarárs Samtök herstöðvaandstæðinga mótmœla her- skipaheimsókn en fagnaþvíað andstaða al- mennings hefur áhrif á hernaðartilburði Bandaríkjahers Við heimsókn bandarísku freigátunnar USS Doyle í fyrri viku komu herstöðvaandstæðing- ar saman til mótmælastöðu við Sundahöfn og dreifðu þar dreifi- bréfi. Herstöðvaandstæðingar hugðust daginn eftir þiggja boð hernaðaryfirvalda til almennings um skoðunarferð í skipið, en þá brá svo við að freigátan lagði frá landi og hefur ekki sést síðan. Starfsmaður svokallaðrar varn- armálarskrifstofu í utanríkis- ráðuneytinu gat engar skýringar gefið á brottför skipsins sama dag ög teyma átti íslendinga um borð, en líkum var leitt að því meðal verkamanna á Sundahöfn að for- ingjar sjóliða hefðu óttast heim- sókn herstöðvaandstæðinga um borð. Dreifibréf samtakanna við her- skipsheimsóknina hljóðaði svo: Bandaríska freigátan USS- Doyle kemur hér við á leið á her- æfingar Nató á Norður- Atlantshafi. Heræfingar þessar, sem nefnast Northern Wedding, eru liður í þeirri stefnu Banda- ríkjahers og Nató, að færa hina hugsuðu víglínu á Norður- Atlantshafi norðar og stórauka vígbúnað sinn á norðurslóðum. Sovétríkin hafa svarað með meiri hernaðaruppbyggingu á Kóla- skaga þannig að vígbúnaðark- apphlaupið heldur áfram sem aldrei fyrr. Þessi stefna sem valdið hefur spennu milli stórveldanna og aukið ófriðarhættuna á síðustu árum birtist hér á landi í mikilli uppbyggingu hernaðarmann- virkja. Iþvísambandiernægilegt að minna á ratsjárstöðvarnar og olíuhöfnina í Helguvík. Herskip- aheimsókn tengir íslendinga við heræfingarnar þó þeir séu þar ekki beinir þátttakendur. Hún sýnir að aðildin að Nató gerir okkur samábyrg í auknum hern- aðarumsvifum á höfunum um- hverfis landið. Sameinuðu þjóðirnar hafa beint þeim tilmælum til aðildar- landa sinna að þau noti friðarárið 1986 til kynningar á friðar- og af- vopnunarmálum. Hér á landi hefur lítið sem ekkert verið gert af opinberri hálfu til þess að minnast friðarársins. Þar á móti kemur þó, að almenningi gefst nú kostur á að fara um borð í USS Doyle og skoða þar fallbyssur og stýriflaugar. Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla eindregið þessari svo- kölluðu vináttuheimsókn og benda á hversu óviðeigandi hún- er á friðarári. Heimsóknin og tímasetning hennar undirstrikar enn á ný nauðsyn þess að fslend- ingar endurskoði stefnu sína í ör- yggis og varnarmálum. Island úr Nató - herinn burt. : g emnig i Garðabæ Hafðu samband við okkur DJOÐVIUINN Síðumúlt 6 LAUS HVERFI NÚ ÞEGAR Tjarnargata. Bjarkargata. Faxaskjól. Sörlaskjól. Blaðburður er besta trimmið og borgar sig! Þriðjudagur 2. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.