Þjóðviljinn - 11.09.1986, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 11.09.1986, Qupperneq 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA SKEIÐARÁ HEIMURINN ÍÞRÓTTIR Ríkisvaldið Vill afnema verkfallsrétlinn Stéttarfélög opinberra starfsmanna sameinast gegn hugmyndum fjármálaráðherra. Kristján Thorlacius: Látum ekki ríkisvaldið deila og drottna Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, launamálaráð ríkis- starfsmanna í BHM og Bandalag kennarafélaga hafa tilkynnt fjár- málaráðherra að þau hafi ákveð- ið að koma sameiginlega fram í viðræðum um samnings- og verk- fallsrétt opinberra starfsmanna. Þetta samstarf stéttarfélaganna er ekki síst tilkomið vegna hug- mynda ríkisvaldsins um stór- fellda skerðingu á samnings- og verkfallsrétti opinberra starfs- manna. Á fundi okkar með fulltrúum ríkisins á dögunum kynntu þeir hugmyndir um að setja í löggjöf hvaða starfshópur opinberra starfsmanna mættu ekki fara í verkfall. Þar voru uppi hugmynd- ir um að afnema með öllu verk- fallsrétt hjá heilbrigðisstéttum, löggæslu og ýmsum fleiri starfs- hópum. Þetta getum við engan veginn sætt okkur við. Grund- vailaratriðið hjá okkur með þess- um samningsviðræðum er að fá aukinn rétt í samnings- og verk- fallsmálum en ekki að afnema þann rétt sem við höfum fyrir, sagði Kristján Thorlacius for- maður BSRB í samtali við Þjóð- viljann í gær. „Við ætlum ekki að láta ríkis- valdið deila og drottna heldur höfum við ákveðið að standa saman í þessari baráttu fyrir bætt- um rétti okkar félaga. Meginat- riðið hlýtur að vera að samræma löggjöf um samningsrétt opin- berra starfsmanna við það sem gildir hjá öðrum stéttarfélögum", sagði Kristján Thorlacius. -Ig- Góðcerið Enginn velt um góðæríð Almenningur kannast ekki við góðœri íeigin vösum Upp á síðkastið hafa ráðamenn og aðrir keppst við að skýra frá því í fjölmiðlum að nú sé góðæri í þjóðfélaginu, meira en áður hef- ur gerst. Efnahagslífið er í blóma, metafli á miðunum og Þjóðhags- stofnun spáir minni viðskipta- halla á árinu, meiri hagvexti og minni verðbólgu. Spurningin er því hvort al- menningur hafi orðið var við þennan mikla efnahagsbata og hvort lífsafkoma hefur batnað. Þjóðviljinn fór á stúfuna í gær og innti fólk eftir þessu en svörin voru öll á sömu lund, almenning- ur kannast ekki við góðæri í eigin vösum. „Þetta er bara eitthvað sem maður heyrir um og les í blöðum“, sagði einn viðmælenda blaðsins í gær. Sjá nánar á síðu 2. -vd. íslenska Iandsll6i6 í knattspyrnu var nálægt slgri á Evrópumeisturum hægri, reyndi einnig að ná til boltans en Joel Bats markvörður er vfðsfjarri. Frakka á Laugardalsvellinum. Eitt besta færið í leiknum sést á myndinni, Mynd: E.OI. Sjá íþróttir bls. 15. Sævar Jónsson skýtur framhjá marki Frakka. Ragnar Margeirsson, lengst til Vestfirskir kratar Skólamál Stefnir í stórslag Hólmganga Karvels ogSighvats á nœsta leiti. Mikil uppstokkun framundan: Jón Baldvin íhugar aðfarafram á Austurlandi, Árni Gunnarsson villflytja sig til Reykjavíkur. Toppkratar vildufá GuðmundJsemafþakkaði Troðið í skólana Velflestirskólar íReykjavík og á Reykjanesi tvísetnir. Ekki gert ráðfyrir öðru Forystumenn krata hafa rætt sín á milli um þann möguleika að fá Guðmund J. Guðmundsson, þingmann Alþýðubandalagsins, í framboð fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík. Guðmundur hefur hins vegar tekið því víðs fjarri. En talið er að öruggt sæti losni á listanum í Reykjavík, þar sem Jón Baldvin íhugar sterklega að bjóða sig fram á Austfjörðum, þar sem kratar hafa ekki haft mann inni síðan 1959. Miklar sviptingar eru því fram- undan í framboðsmálum krata, og innan Alþýðuflokksins telja menn að eftir yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar um framboð á Austfjörðum geti for- maðurinn ekki horfið frá því án þess að teljast ómerkingur. Það vilji hann alls ekki og því sé hon- um nauðugur einn kostur að standa við yfirlýsingarnar. En breytingar á kosningalögum gera líkur á kosningu hans þaðan óvissari en samkvæmt gömlu lög- unum. Á Vestfjörðum stefnir í mikla hólmgöngu á milli Sighvats Björgvinssonar, fyrrverandi fjár- málaráðherra, og Karvels Pálma- sonar, sitjandi þingmanns. Sig- hvatur hefur samkvæmt heimild- um Þjóðviijans útbúið öfluga kosningavél í héraði, en Karvel hefur hins vegar misst mikilvæga stuðningsmenn. Til að koma í veg fyrir stórslag milli þeirra hafa Jón Baldvin og helsti pólitíski ráð- gjafi hans, Ámundi Ámundason, áformað að bjóða Sighvati efsta sætið í Norðurlandi vestra. Frekari uppstokkun er á döf- inni, - þannig íhugar Árni Gunn- arsson nú að flytja sig úr Norður- landi eystra og fara í prófkjörið í Reykjavík, þar sem Jón og Ám- undi vilja styðja hann til þriðja sætisins. -ÖS Sjá opnu. að eru allir skólar í Reykjavík tvísetnir að þremur undan- skildum sem eru eingöngu með 7.-9. bekk en lyá þeim er skóla- dagurinn of langur til þess að hægt sé að tvísctja skólana, sagði Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslu- stjóri í Reykjavík f samtali við blaðið í gær. „Ókostir þessa fyrirkomulags eru mjög margir og má sem dæmi nefna að börn í sömu fjölskyldu verða oft að fara í skólann á mis- munandi tímum og auk þess hafa kennarar engan sameiginlegan tíma til fundahalda né til að sinna nauðsynlegum verkefnum. Allt samstarf er því erfiðara þegar troðið er svona í skólana. Slysahætta eykst einnig mjög þegar börn eru að fara í skóla á ótrúlegustu tímum og það væri nær að veita því fé sem fer í afleið- ingar þessa í fyrirbyggjandi að- ferðir. Þá má nefna að mikið er lagt upp úr námsumhverfi barna í dag sem þarf auðvitað að vera mismunandi fyrir mismunandi aldurshópa. Þegar 8. bekkur not- ar sömu stofu fyrir hádegi og 8 ára börn nota á öðrum tímum skapar það erfiðleika og fyrir- höfn fyrir alla aðila." í fyrra var ákveðið að Folda- skóli yrði einsetinn skóli en vegna íbúaaukningar í hverfinu hefur börnum þar nú fjölgað úr 160 í 260 og því er skólinn nú tvísetinn einsog aðrir skólar. Sörnu sögu er að segja á Reykjanesi, að sögn Margrétar Guðjónsdóttur skrif- stofustjóra Fræðsluskrifstofunn- ar þar eru allir skólar, nema þeir sem eingöngu sinna eldri bekkj- ardeildum, tvísetnir. „Það er ekki gert ráð fyrir öðru í bygging- arnormum menntamálaráðu- neytisins en að stofur fyrir börn á aldrinum 6-9 ára séu tvísetnar" sagði Margrét. -vd.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.