Þjóðviljinn - 11.09.1986, Side 4

Þjóðviljinn - 11.09.1986, Side 4
UEHDARI Stöndum saman! Deildu og drottnaðu, segir fornt máltæki róm- verskt. Öldungar í Róm sáu að hægara væri að fara um heimsbyggðina með ránum og grip- deildum, ef hægt væri að búa svo um hnútana, að andstæðingar væru of uppteknir af innbyrðis erj- um til að geta snúist sameinaðir gegn sameigin- legum óvini - Rómverjum. Þessi slægðarlega stjórnviska er notuð enn þann dag í dag, þótt öldungarnir rómversku hafi hvílt um aldir með vitin full af mold. Hatrammasta deilumál í sögu íslenska lýðveld- isins er tvímælalaust Hernámsmálið. Um þetta mál urðu þegar í upphafi heiftúðugar umræður. Og ekki þarf að tíunda það hér, að valdhafnarnir fóru með sigur af hólmi í fyrstu lotu, þannig að hér situr bandarískt herlið. Þetta er staðreynd. Hins vegar er það hvorki staðreynd né sjálfsagður hlutur, að hér skuli vera bandarískt herlið um alla eilífð, enda hafa her- námsandstæðingar og friðarsinnar verið óþreytandi við að minna okkur á að aldrei - ekki eitt augnablik - má hernámið verða að sjálfsögð- um hlut í íslensku þjóðlífi. Og við lítum með til- hlökkun til þess dags, þegar íslendingar ráða aftur landi sínu öllu. En klókir menn og óprúttnir hafa notað þetta alvarlega deilumál til að þjóna annarlegum hags- munum. Með deilunni um hernámið var rekinn fleygur meðal þjóðarinnar, svo að hún skiptist í tvær fylkingar: Með hernámi. Móti hernámi. Við skulum ekki eitt andartak halda, að í hópn- um, sem er hernáminu fylgjandi séu einvörðungu þeir sem sjá sér hag í því að fylgja hernámsflokk- unum, né heldur eingöngu þeir sem sjá sér gróða- von í hernáminu. Þarna er líka fólk sem er innilega sannfært um að íslensku sjálfstæði sé best borgið undir vængjum hins herskáa bandaríska arnar. Fólk, sem hefur látið sannfærast af ógnunum og sífelldum, öflugum áróðri. Það hefur svo sannarlega verið séð um að slík- an áróður skorti ekki. Hernámssinnar hafa verið óþreytandi að hóta og ógna fólki. Fyrst með Rúss- agrýlu - og síðan á mjög áhrifaríkan hátt með því, að Bandaríkjamenn mundu gera íslendinga gjald- þrota, ef við voguðum okkur að amast við nærveru þeirra hér. Þetta eru klókir menn og óprúttnir, sem segjast vilja hafa herinn einungis til þess að geta sofið fyrir áhyggjum af vörnum landsins. Þeir sverja af sér að vilja hagnast á hernum. Meira að segja Morg- unblaðið vill ekki sjá að hagnast á hernum. En hvað gengur áróðursmeisturum þá til úr því að þeir vilja ekki græða á hernum? Jú. Þeir græða einfaldlega á deilum þjóðarinnar um hernámið, því að þær deilur hafa leitt til þess að mikill fjöld.i fólks hefur látið stéttarlega hagsmuni sína lönd og leið og fylgir hernámsflokk- unum í blindum ótta, vegna þess að tekist hefur að sannfæra það um að keppikefli andstæðinga hernámsins sé fyrst og fremst að stefna varnar- lausri þjóð í hættu. Svona einfaldur er áróðurinn og því einfaldari þeim mun máttugri. Þetta verður að lagfæra þannig að fólk fái frelsi undan áróðrinum til að skipa sér þar í flokk, sem það telur hagsmunum sínum best borgið, því að það er óþolandi að atvinnurekendafiokkurinn ginni fólk til fylgis við sig meðal annars með því að þykjast einn geta séð um að varnir landsins séu í lagi. Með áróðri er hægt að ginna fólk um stund - en ekki alla alltaf. Og nú er fólk tekið að sjá gegnum blekkingavefinn. Ekki vegna þess að lát hafi orðið á áróðri né ógnunum, heldur vegna þess að Bandaríkjamenn hafa í önnum sínum gleymt að setja upp vinarbrosið, og meira að segja álpast til að blanda sér í íslensk innanríkismál fyrir opnum tjöldum og haft í hótunum við okkur. Þessu verður að svara með því að breyta um áherslur í samskiptum við hernámsliðið. Ólafur Ragnar Grímsson hefur komið fram með þá hug- mynd, að endurskoða herstöðvasamninginn á þriggja til fimm ára fresti, þannig að aldrei sé sjálfgefið að hér sé bandarískt herlið. Auðvitað tryggir þetta eitt og sér ekki að herinn fari á næst- unni, en nærvera hans verður þá sífellt samkom- ulagsatriði, sem verður endurskoðað eftir því hvernig mál þróast. Fleiri athyglisverðar hug- myndir hafa komið fram, enda krefst fólk þess nú, að samskipti okkar við verndarana sem hóta okk- ur séu endurskoðuð. Ef til vill tekst að móta stefnuna í þessum málum þannig að þjóðin geti sameinast um hana. Slíkt mundi leiða til gerbreyttra viðhorfa í þjóðmáium, því að þá getur íhaldið ekki lengur lifað á því að deila og drottna. Sameinaðir stöndum vér! - Þráinn KIIPPT OG SKORID Mynd frá S-Ameríku Á þriðjudagskvöldið var sýnd- ur í sjónvarpi þáttur úr áströlsk- um flokki um Suður-Ameríku. Hann fjallaði um trúarlíf fólks- ins, sem er einatt kynleg blanda, en þó sérstaklega um stöðu ka- þólsku kirkjunnar, sem hefur lengst af verið valdhöfum og ríkisfólki til trausts og halds, en á sér þó marga ágæta presta og jafnvel kardínála, sem gera mál- stað hinna snauðu að sínum, hjálpa þeim til að láta rödd sína heyrast. Mynd um þetta efni gefur mörg tilefni til að hugsa málin. Pessum áhorfanda hér ýtti hún út í vanga- veltur um það, með hvaða hætti þeir fjölmiðlar, sem mestu ráða um túlkun mála, afgreiða kúgun, misrétti og annan smærri og stærri þjóðfélagvanda - allt eftir því hvar þá ber niður á hnettin- um. Gjaldþrot hár og þar Þegar einhver vandkvæði eru uppi í blönduðu hagkerfi vestur- evrópsku (stöðnun í veigamikl- um framleiðslugreinum, skatt- svikasúpa, uppeldisvandræði) þá er jafnan stutt í það, að því sé fram siegið, að hér sannist gjald- þrot hins kratíska velferðarríkis, hinn vesturevrópska sósíalisrria hafi borið á sker. Þegar talið berst að landbún- aðarkreppu, skrifræðishneyksl- um og mannréttindabrotum í löndum sem kommúnistaflokkar stjórna þá er heldur ekki að sökum að spyrja: kommúnism- inn, marxisminn eða sósíalisminn (orðið velja menn sér eftir slótt- ugheitum hvers og eins) hefur siglt í strand og mun aldrei lausn finna á þeim vandræðum sem á fólki brenna. Þessi túlkun er í báðum dæm- um ofur eðlileg - sú borgaralega „frjálshyggja" sem ræður obban- um af fjölmiðlum mun, eins og eðli hennar býður, leggja sig fram um að halda því að mönnum að þegar öllu sé á botninn hvolft þá séu byltingarsamfélög undir stjórn kommúnista jafnt sem só- síaldemókratísk umbótastefna allt greinar af sama meiði „stjórn- lyndis," og muni þeir sem á það trúa enga aðra leið eiga vísa en þá sem fer norður og niður. En það er svo fróðlegt að rifja það upp, hver er sú heildarmynd sem sömu fjölmiðlar gefa af þeirri álfu, Suður-Ameírku, sem er til umfjöllunar í hinum ástr- ölsku sjónvarpsþáttum. í álfu þar sem stundum ráða herforingjar fyrir löndum og stundum þingræðisstjórnir og til- heyra, samkvæmt skilgreiningu, hinum „frjálsa heimi“ því að þau falla undir yfirráðasvæði hinna kapítalísku markaðslögmála. En það frelsi er einmitt í þess- um hluta heimsins engu líkara en „frjálsum mink í frjálsum hænsnakofa“ eins og Fransmenn komast að orði. Við förum ekki með tölur, við vísum á þriðjudagsmyndina og svo margt annað, sem fyrir augu og eyru hefur borið: landlausir bændur sem eiga í höggi við morðsveitir óðalsherra, hug- sjónamenn sem eru skotnir úr launsátri þegar þeir reyna að stofna verkalýðsfélög, fimm prósent landsmanna eiga svotil allan þjóðarauð meðan miljónir hýrast í ört vaxandi skúraþyrp- ingum vonlausra stórborga, feiknalegt atvinnuleysi, barna- þrælkun, ofbeldi hversdags- leikans, hungur og neyð... Það er miklu stærra djúp stað- fest milli daglegs lífs yfirstétta og fátæklinga í þessum hluta heims en milli almennings og forréttind- ahópa í fyrsta heimi (honum til- heyrir Vestur-Evrópa) og þá í öðrum heimi (kommúnistaríki). Samt er það svo, að sá sem túlkar ástand í Suður-Ámeríku á þá leið að það sýni gjaldþrot kapítalism- ans, sem kunni engin svör sem dugi við vanda þróunarríkja - hann mun í þeim fjölmiðlaheimi sem áðan var talað um vart í hús- um hæfur og líklega laumu- kommi. Skilnings- góðir í þessum fjölmiðlaheimi verða menn svo skelfing skilningsgóðir og útskýringaglaðir þegar kemur að löndum eins og Brasilíu og Ek- vador og Venesúela. Sagan er svo skelfíleg, segja menn. Hefðir of- beldis eru svo grunnmúraðar í þjóðfélagsmynstrið. Fólksfjölg- unin er svo mikil, það bara ræður enginn við neitt. Það skrýtna er, að allt er þetta satt, um alla þessa þætti er rétt að geta. En þegar allt er saman rakið þá kemur í ljós, að allar áherslur á túlkun ástandsins í löndum Suður-Ameríku hafa verið þær, að samsama þjóðfé- lagið einskonar óviðráðaníegum náttúrulögmálum. Menn segja ekki: hinir ríku kúga hina fátæku. Þeir segja: það er mikið djúp staðfest milli ríkra og fátœkra. Rétt eins og menn segja, að það liggi gljúfur mikil milli byggða í Andesfjöllum, einsogmenntala um miklar andstæður steikjandi sólar og rigninga sem eru eins og fossaföll. Eins og menn tala um að ekkert sé nýtt undir sólunni: svona var það og er það enn... DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðins- son. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Olafs- dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, Sigur- dór Sigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit8teiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bfl8tjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverö á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINn! Flmmtudagur 11. september 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.