Þjóðviljinn - 11.09.1986, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 11.09.1986, Qupperneq 7
Frá Á að stjórna vestfirskum málefnum frá Reykjavík eða ísafirði? Þróunin í byggðamálum hefur verið til aukinnar miðstýring- ar og samþjöppun valds á suðvesturhorninu. Hugmyndin um þriðja stjórnsýslustigið er tilraun til þess að snúa þessari þróun við. Byggðamál miðstýringu til vaiddreifingar Erþriðja stjórnsýslustigið lausn? í nýútkominni skýrslu Byggða- nefndar þingflokkanna er fjallað sérstaklega um hvernig unnt sé að auka valddreiflngu og virkara lýðræði í landinu með tilliti til þess hvernig auka megi völd og áhrif landsmanna í eigin málum óháð búsetu. Nefndin er sammála um það að ef árangur á að nást á þessu svið þurfl að koma til ræki- leg endurskoðun á stjórnkerflnu í núverandi mynd og nauðsynlegt muni reynast að koma á hinu svokallaða þriðja stjórnsýslustigi sem yrði nokkurskonar millistig á milli hinni tveggja, ríkis og sveitarstjórna. í skýrslunni er bent á það að á hér á landi hafi þróunin undan farin ár og áratugi verið í átt til aukinnar miðstýringar andstætt því sem hefur verið að gerast á hinum Norðurlöndunum og víðar, þar sem megintilhneig- ingin hefur verið valddreifing, ekki einungis í opinberri stjórn- sýslu heldur einnig í rekstri fyrir- tækja. Á íslandi hefur hins vegar bæði stjórnunarleg og fjárhagsleg umsýsla ríkisins vaxið á kostnað sveitarfélaganna og auk þess hef- ur ríkið, í auknum mæli, tekið sér vald til þess að ráðstafa tekjum sveitarfélaganna með lögboðnu samstarfi um verkefni. Vanmáttur fámennra sveitarfélaga í skýrslu Byggðanefndar segir að meginástæðu þessarar þróun- ar megi rekja til vanmáttar fá- mennra sveitarfélaga, en af 224 sveitarfélögum á landinu eru hreppsfélögin 200 og í þeim búa 24% íbúa landsins. Stór hluti þessara hreppsfélaga hefur átt við fólksfækkunarvanda að stríða síðustu áratugi, en þróunin hefur verið sú að fámenn sveitarfélög hafa orðið enn fámennari og þau sveitarfélög sem voru fjölmenn, sem eru þá venjulega með þétt- býliskjarna innan sinna marka, hafa orðið enn fjölmennari. Nú er svo komið að 55 sveitarfélög hafa færri en 100 íbúa. Það gefur auga leið að fámennir sveita- hreppar, sem eru mikill meiri- hluti sveitarfélaga á landinu hafa, ekki sömu aðstöðu til að takast á við þau verkefni sem þeim eru ætluð samkvæmt lögum og þau sem eru fjölmennari. Eins og segir í skýrslunni þá hafa þessi sveitarfélög alls ekki reynst þess megnug að taka við auknum verkefnum, sem óhjákvæmilega eru stöðugt að aukast í samræmi við félagslega og efnahagslega þróun í landinu, án þess að aukning tekjustofns hafi komið til. Auk þess geta þau ekki gripið til aðgerða til þess að sporna við fólksfækkun og samdrætti. „Tekjumöguleikar þeirra eru takmarkaðir, og í reynd hefur þróunin verið sú, að forsvars- menn fámennustu sveitarfélag- anna hafa markvisst barist gegn því að ríkið færi þeim ný verkefni og unnið að því að auka hlutdeild ríkisins í kostnaði af sameigin- legum verkefnum“ segir í skýrslu Byggðanefndar. Ófullnægjandi lausnir Flutningur verkefna frá sveitarfélögum til ríkis dregur úr valddreifingu og stefnir óhjá- kvæmilega sjálfsforræði sveitar- félaganna í hættu og því hafnar Byggðanefndin þessari þróun sem lausn á vanda sveitarfélag- anna til þess að mæta þeim kröf- um sem þau verða að standa undir. Aðrar lausnir sem leitast hefur verið við að nota í þessum vanda telur nefndin ófullnægj- andi ef verulegur árangur á að nást í átt til valddreifingar, en þessar lausnir og gallar þeirra, að áliti nefndarinnar, eru eftirfar- andi. f fyrsta lagi að auka ríkis- styrki og fjölga sameiginlegum verkefnum og aukinni hlutdeild ríkisins í kostnaði af þeim. Þótt þessar aðgerðir bæti fjárhags- stöðu sveitarfélaganna þá fylgir þeim óhjákvæmilega krafa um aukið eftirlit af hálfu ríkisins og vaxandi íhlutun um málefni sveitarfélaganna. í öðru lagi að auka frjálsa samvinnu sveitarfé- laganna sem hefur verið gert í einstaka verkefnum, en þessar aðgerðir, segir í skýrslunni, hafa þá vankannta að einn sveitarst- jórnarfulltrúi ræður mestu um stefnuna í þeim málaflokki og, ef samstarfsverkefnin eru mörg og fulltrúar þeirra margir, verður á- kvörðunarvaldið svo dreift að erfitt getur reynst fyrir sveitarfé- lögin að fá yfirsýn yfir málaflokk- ana og áætlunargerðin verður erfið. Auk þess skapist misvægi á milli stærri og minni sveitarfélag- anna að því leyti að tilhneigingin er sú að þau fyrrnefndu gangast í fjárhagslega ábyrgð í slíku sam- starfi og störfin vegna þeirrar þjónustu sem kann að skapast út úr samstarfsverkefnunum verða oftast til í fjölmennasta sveitarfé- laginu. í þriðja lagi að sameina sveitarfélög með frjálsum samn- ingum, en sú umræða hefur verið í gangi í áratugi án þess þó að nokkur árangur hafi verið af henni. En sameining sveitarfé- laga, segir í skýrslunni, er við- kvæmt mál og mismunandi skoð- anir uppi um hvernig eigi að standa að sameiningunni. í því sambandi hefur m.a. verið talað um sameiningu grundvallaða á lágmarksíbúafjölda, þjónustu- svæðum og svæðum sem markast af landslagi og náttúru. Auk þess er engin þessara hugmynda án vankanta sem gætu orðið illleys- anlegir í einstaka tilfellum, sérstaklega þar sem um samein- ingu tveggja eða fleiri fámennra sveitarfélaga í strjálbýli væri að ræða. . KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIRi Fréttaskýring Þriðja stjórnsýslustigið Samkvæmt niðurstöðum Byggðanefndar verður mark- miðinu um aukna valddreifingu og virkara lýðræði ekki náð nema umtalsverð breyting verði á til- höguninni á samvinnu sveitarfé- laga og þeim hugmyndum sem liggja til grundvallar sameiningu þeirra. Aukinni samvinnu sveitarfélaga og sameiningu þeirra þar sem því verður við komið beri engu síður að stefna að, segir í skýrslunni, sem lið í því að styrkja sveitarstjórnarstigið auk stofnunar raunverulegs jöfn- unarsjóðs, sem greiði ákveðin lögboðin útgjöld fámennustu sveitarfélaganna. Þá beri að auka tilfærslu verkefna og tekjustofna frá ríkinu að svo miklu leyti sem þau verða sem stjórnunareining- ar talin fær um að taka að sér aukin verkefni. En þessar ráð- stafanir einar saman, segir í skýrslunni, nægja ekki til þess að markmiðinu um valddreifingu og virkara lýðræði verði náð. Til þess þurfi að koma til þriðja stjórnsýslustigið sem taki við um- talsverðum verkefnum og tekjum fyrst og fremst frá ríkinu. í skýrslu Byggðanefndar er hug- myndin um þriðja stjórnsýslu- stigið ekki útfærð, en nefndar- menn eru sammála um að um- dæmi stjórnsýslustigsins eigi að vera stór (t.d. núverandi kjör- dæmi) og að beinar kosningar eigi að verða til þessa stjórnsýslustigs (t.d. f tengslum við sveitarstjórnarkosningar) svo að pólitískur styrkur megi vera sem næst í hlutfalli við fylgi kjós- enda í hverju heimastjórnarum- dæmi. Hvað verkefni þriðja stjórnsýslustigsins varðar þá kemur ekki annað fram í skýrsl- unni en það að í upphafi skuli þau vera fá og skýrt afmörkuð. Ágreiningur Það er ljóst að um útfærslu og umfang hins þriðja stjórnsýslu- stigs eru uppi margar mismun- andi skoðanir, bæði innan stjórnmálaflokkanna og á milli þeirra. En um grunnhugmynd- inda sjálfa, þ.e. þriðja stjómsýslustigið, ríkir enn meiri ágreiningur og í tveimur tilvikum hafa þingflokkar beinlínis hafnað þeim hugmyndum sem fulltrúar þeirra hafa átt þátt í að móta, en það eru þingflokkar Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins. Innan þingflokks Alþýðu- bandalagsins ríkir einnig ágrein- ingur um þessar hugmyndir, en meðal þeirra sem hafna þeim alfarið er Skúli Alexandersson. Skúli sagði í samtali við Þjóðvilj- ann, að honum þætti eðlilegra að vinna skipulega að því, að styrkja sveitarstjórnarstigið með því að sameina sveitarfélögin og gera þau að stærri og öflugri félags- legum heildum, en að koma á þriðja stjórnsýslustiginu. „Þriðja stjórnsýslustigið nær ekki þessu markmiði. Því fylgir hættan um samþjöppun og tilfærslu valds frá höfuðborgarsvæðinu til annarra byggðakjarna úti á landsbyggð- inni sem kunna að vera úr jafnmiklum tengslum við þau sveitarfélög sem þeir eiga að þjóna. Þessum breytingum fylgir aukið skrifræði og um leið verður ákveðið vald tekið frá grunn- einingunni, sveitarfélögunum. Þar með er verið að fjarlæga lýð- ræðislega þátttöku almennings á þeim vettvangi þar sem unnið er að félagslegum rnálum", sagði Skúli. Hann sagði jafnframt að grundvallaratriðið í sameiningu sveitarfélaganna væri nauðsyn þess að jafna fjárhagsstöðu þeirra og bæri ríkinu að leggja fram fjármagn meðan verið væri að koma sameiningu í kring. Helgi Seljan er fulltrúi Al- þýðubandalagsins í Byggða- nefnd, en hann fékk samþykki meirihluta þingflokksins til að taka þá afstöðu sem fram kemur í skýrslunni. í samtali við Þjóðvilj- ann sagði Helgi að hugmyndin um þriðja stjórnsýslustigið væri líkleg til þess að leysa að ein- hverju leyti þann vanda sem ekki hefur tekist að leysa með öðrum ráðum einum og sér, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Það verður að skapa einingu í héruðunum sem er það sterk að hún veiti við- spyrnu fyrir heimamenn gegn samþjöppuðu valdi á höfuðborg- arsvæðinu. Þessi eining verður að hafa umsjón með skýrt afmörk- uðum verkefnum og halda innan sinna vébanda því fjármagni sem til verður í byggðarlögunum. Að sjálfsögðu munu þau greiða sinn skerf til sameiginlegrar neyslu landsmanna" sagði Helgi. Um hvort valdið myndi ekki í staðinn þjappast saman á afmörkuðum stöðum innan eininganna sagði Helgi að slíkt gæti auðvitað gerst, en það væri mun skárra en að hafa allt vald samþjappað í Reykjavík. „Hitt er annað mál að ef viljinn er fyrir hendi þá er auðveldlega hægt að dreifa valdi og þjónustu á réttlátan hátt á milli sveitarfélaganna“, sagði Helgi og minnti hann í því sam- bandi á skipan mála á Austur- landi þar sem t.d. Fræðsluskrif- stofan er á Reyðarfirði, mennta- skólinn á Egilsstöðum og verk- menntaskólinn í Neskaupsstað. Hvað snertir framtíð skýrslu Byggðanefndar þá verður hún tekin til áframhaldandi umræðu innan þingflokkanna, en ólíklegt er að þær tillögur sem hún hefur að geyma komi til framkvæmda í nánustu framtíð. Þessar hug- myndir eru svar við vaxandi mið- stýringu og hverfandi valddreif- ingu og þeim vanda sem því fylgir fyrir landsbyggðina. Hvort þær leysi þennan vanda ræðst að miklu leyti af því hvemig útfærsla hugmyndarinnar um þriðja stjórnsýslustigið verður, en ef “vemlegum árangri í valddreif- ingu og virkara lýðræði“ á að ná hlýtur útfærsla hennar að krefjast þess að verulegt tillit sé tekið til þess hvernig virkja megi betur hinn almenna íbúa sveitarfélags- ins og veita honum aukið svig- rúm, í ákvarðanatöku sem snertir hagsmuni þess og þeirrar heildar sem hann verður hluti af. -K.ÓI. Fimmtudagur 11. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.