Þjóðviljinn - 11.09.1986, Síða 9
. Komin er upp staða sem er
hættuleg skólamálum í Reykja-
vík.
t Borgarstjórnarmeirihluti
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
. hefur staðið fyrir tilgangslausri
og illskiljanlegri deilu um yfir-
stjórn skólamála í borginni um
nokkurra ára skeið og hefur
skólastarfið goldið þess í vaxandi
mæli. Um þverbak hefur keyrt
eftir borgarstjórnarkosningarnar
í vor en þá var knúin fram stofnun
svonefnds skólamálaráðs sem
taka skyldi við sem næst öllum
verkefnum fræðsluráðs Reykja-
víkur, en það ráð hefur fram til
þessa farið með stjórn skólamála
í umboði borgarstjórnar og í sam-
ræmi við grunnskólalög.
f 18. grein laga um grunnskóla
segir m.a.: „Fastir kennarar í
skólahverflnu kjósa úr sínum
hópi fulltrúa til starfa með skóla-
nefnd, kennarafulltrúa, og hafa
þeir málfrelsi og tillögurétt á
fundum. ... I Reykjavík fer
fræðsluráð m eð hlutverk skóla-
nefndar. Þar skulu kennarafull-
trúar vera þrír.“
í 11. grein laganna segir:
„Kennarafulltrúar skulu boðaðir
til funda á sama hátt og fræðslu-
ráðsmenn.“
í 14. grein sömu laga segir um
fræðsiustjóra: „Hann er fram-
kvæmdastjóri fræðsluráðs...
Hann fylgist með því, að gildandi
fyrirmælum um fræðslumál sé
fylgt í grunnskólum umdæmisins,
bæði varðandi kennslu- og stjórn-
unarmál, og í öðrum skólum, sem
kostaðir eru sameiginlega af ríki
og sveitarfélögum.“
Ef litið er yfir grunnskólalög
þar sem fjallað er um hlutverk
skólanefnda og Fræðsluráðs
Reykjavíkur (t.d. 17.-20. gr.,
23., 24., 26. og 29. gr.) og þau
borin saman við samþykkt fyrir
skólamálaráð (sem hvergi er
nefnt í lögum) verður deginum
ljósara að verkefni skólamála-
ráðs eru hin sömu og Fræðsluráði
Reykjavíkur ber lögum sam-
kvæmt að sinna.
Borgarfulltrúar minnihlutans,
fulltrúar minnihlutans í fræðslu-
ráði, fulltrúar kennara í fræðslu-
ráði og fræðslustjórinn hafa allir
snúist öndverðir gegn hugmynd-
inni um skólamálaráð, enda
verður ekki séð að til þess sé
stofnað í neinum öðrum tilgangi
en þeim að bola kennarafulltrú-
unum og fræðslustjóranum frá
áhrifum á fræðslumál í borginni.
Samkvæmt langri hefð og í sam-
ræmi við grunnskólalög, svo sem
að ofan er rakið, er kennarafull-
trúum og fræðslustjóra tryggður
seturéttur á fræðsluráðsfundum,
en í hinu nýstofnaða skólamála-
ráði er fræðslustjóra beinlínis
bolað burt og kennarafulltrúum
ekki tryggður neinn réttur.
Guðríður Þorsteinsdóttir,
hdl., segir í álitsgerð eftirfarandi
um þetta atriði: „Borgarstjórn
getur ... ekki sett neinar reglur
um aðild kennarafulltrúa að
skólamálaráði, sem fara í bága
við lög og reglugerðir um aðild
kennarafulltrúa að fræðsluráði
Reykjavíkur.“
I orðu kveðnu hefur meiri-
hlutinn ekki lagt fræðsluráð nið-
ur, enda væri það einum of
augljóst lögbrot, heldur er svo
kveðið á í samþykkt fyrir skóla-
málaráð að sömu aðilar skuli sitja
í báðum þessum nefndum, skóla-
málaráði og fræðsluráði. Hins
vegar hefur margsinnis komið í
ljós að fyrir meirihlutanum vakir
að efna aðeins til örfárra funda á
ári í fræðsluráði, en þvinga hins
vegar nær öll verkefni fræðslu-
ráðs undir forræði skólamálar-
áðs, og koma þannig í veg fyrir að
fræðslustjóri og kennarafulltrúar
geti gegnt lögboðnum skyldum
sínum og neytt lögboðins réttar
síns.
Samkvæmt nýju sveitarstjórn-
arlögunum (58. gr.) er sveitarfé-
lögum heimilað að sameina
nefndir þannig að ein nefnd fari
með verkefni á fleiri en einu sviði
þótt svo sé kveðið á í lögum að
kjósa skuli sérstaka nefnd til þess
að fara með tiltekin verkefni.
Látið hefur verið í veðri vaka af
hálfu meirihluta borgarstjórnar
að stofnun skólamálaráðs helgist
af þessu ákvæði sveitarstjórnarl-
aganna. Athugun leiðir hins veg-
ar í ljós að þetta er fullkomið
rugl: Stofnun skólamálaráðs er
beinlínis í andstöðu við anda og
bókstaf þessarar lagagreinar þar
eð þvf eru ekki ætluð nein önnur
verkefni en fræðsluráð hefur
sinnt á umliðnum árum; ekki er
um neina sameiningu að ræða. í
raun er sprottinn upp umtals-
verður tvíverknaður auk stöðugs
ruglanda og ágreinings um verka-
skiptingu. I stað sameiningar og
samræmingar er kominn klofn-
ingur, ágreiningur og árekstrar.
Við þetta bætist að formaður
fræðsluráðs (og skólamálaráðs),
Ragnar Júlíusson, hefur vanrækt
fundahöld svo mjög að á endan-
um þurfti að leita fulltingis for-
seta borgarstjórnar til að knýja
fram fund hinn 1. sept. s.l., en þá
voru liðnar nær 7 vikur frá síðasta
skólamálaráðsfundi og fullir tveir
mánuðir frá síðasta fræðsluráðs-
fundi. Tjónið af framferði meiri-
hluta borgarstjórnar er ómælt, en
birtist m.a. í vaxandi losarabrag.
og óvissu um yfirstjórn skóla-
mála. Fræðslustjóra er orðið
mjög óhægt um vik að sinna upp-
lýsingaskyldu sinni við skóla-
stjóra í borginni, vanrækt hefur
verið af hálfu skólaskrifstofu að
auglýsa kennarastöður í sumar og
nú er svo komið að kennara-
skortur í Reykjavík er alvarlegri
en nokkru sinni fyrr. í húsnæð-
ismálum skólanna gætir einnig
furðulegrar vanrækslu. Þannig
hefur nú um þriggja mánaða
skeið hvílt bann af hálfu Vinnu-
eftirlits ríkisins og Heilbrigðiseft-
irlits Reykjavíkursvæðis við
kennslu í einum af stærstu grunn-
skólum borgarinnar án þess að
fræðsluráði hafi verið gert við-
vart.
Ríkjandi skipulagsleysi og tví-
verknaður kom berlega í Ijós á
tvöföldum fundi skólamálaráðs
og fræðsluráðs hinn 8. þ.m. Þá
var efnt til fundar í fyrrtalda ráð-
inu kl. 12.15 og á dagskrá var
langur listi mála sem hingað til
hafa heyrt undirfræðsluráð. Full-
trúar minnihlutans töldu út í hött
frá skynsemissjónarmiði og auk
þess óvíst um lögmæti þess að
hefja slíkan fund án viðveru
kennarafulltrúa og fræðslustjóra.
Þeir óskuðu því eftir fundarhléi
til að unnt væri að boða þessa
aðila. Þessu höfnuðu þremenn-
ingar Sjálfstæðisflokksins. Að
því búnu Iögðu fulltrúar minni-
hlutans fram bókun þar sem bent
var á að vefengja mætti lögmæti
fundarins. Að loknum þessum
fundi hóf formaður fund í
fræðsluráði og þá fengu fulltrúar
kennara og fræðslustjóri náðar-
samlegast að vera viðstaddir. í
upphafi þessa síðari fundar kom í
ljós að formaður hafði algerlega
vanrækt að hafa samband við
fræðslustjóra til að undirbúa
fundinn og ítrekaðir tilraunir
fræðslustjóra til að hafa upp á
formanninum höfðu engan ár-
angur boðið. Sjálft fundarhaldið
var með mjög sérkennilegu sniði.
Formaður tók fyrir hvert fundar-
efnið á fætur öðru og vísaði því til
næsta skólamálaráðsfundar
(minna má á að í skólamálaráði
sitja allar sömu manneskjur og
þarna sátu inni) að viku liðinni.
Loks var fræðslustjóra nóg boðið
að sitja undir þessum skrípa-
látum og lýsti yfir því sem emb-
ættismaður að hún gæti ekki látið
af hendi gögn sín, sem hún vildi fá
rædd og afgreidd, til einhverrar
samkomu sem henni væri
meinaður aðgangur að og væri
þar að auki ólögleg að mati fjölda
lögfræðinga. Greip þá formaður
til þess að slíta fundi í miðri setn-
ingu fræðslustjóra, þrátt fyrir að
dagskrá væri ekki tæmd og aðrir
fundarmenn hefðu óskað eftir að
taka til máls. Eftir þessar mála-
lyktir er komin upp staða sem er
hættuleg skólastarfi í Reykjavík.
Meirihluti borgarstjórnar
lætur sér ekki nægja að sýna emb-
ætti fræðslustjóra og kennara-
samtökunum fullan fjandskap,
heldur leggur hann lykkju á leið
sína til að lítilsvirða meginreglur
um embættaveitingar í skólakerf-
inu. Rík venja, sem styðst við lög
sem reglugerðir hefur skapast um
að í embættum fræðslustjóra sitji
reyndir skólamenn. Forstöðu-
maður skólaskrifstofu Reykja-
víkur, sem meirihlutinn hefur
sérstaklega sett til höfuðs
fræðslustjóranum og reynir nú að
gera að æðsta embættismanni í
þessu 13 þúsund barna skólaum-
dæmi, er hins vegar lögfræðing-
ur, sem ekki er vitað til að hafi
komið nálægt kennslu.
Fræðslustjóri hefur frá því
snemma í ágúst leitast við að fá
úrskurð menntamálaráðherra
um formlega stöðu sína gagnvart
skólamálaráði. Ekkert bólar enn
á svari ráðherra og eykur það
vitaskuld enn á óvissuna. Verður
það að teljast mikill ábyrgðar-
hluti af ráðherra að draga starfs-
mann sinn þannig von úr viti á
svari í máli sem snertir svo mjög
hagsmuni þúsunda starfsmanna
og tugþúsunda heimila í borg-
inni.
í borgarráði í dag fluttu fulltrú-
ar minnihlutans svofellda tillögu:
„Ljóst er eftir síðasta fund í
skólamálaráði/fræðsluráði hinn
8. þ.m. að komið er í algert óefni
með yfirstjórn skólamála í borg-
inni. Við teljum því óhjákvæmi-
legt að leita þegar í stað úr-
skurðar menntamálaráðuneytis-
ins, sem lögum samkvæmt fer
með yfirstjórn skólamaála, um
lögmæti þeirrar skipunar sem
komið var á í borginni með stofn-
un skólamálaráðs.“
Þessi tillaga var felld.
Borgarfulltrúar minnihlutans í
Reykjavík munu allir sameigin-
lega á fyrsta fundi borgarstjórnar
í haust flytja tillögu um gagngera
endurbót á yfirstjórn skólamála í
borginni. í tillögunni mun felast
að horfið verði frá hinni vanhugs-
uðu tilraun með skólamálaráð,
en fræðsluráð fái aftur mikilvæg-
ustu verkefni sín. Borginni verði
skipt í skólahverfi og stofnuð
verði skólanefnd í hverju þeirra
sem öðlist svipaða stöðu og
skólanefndir í öðrum fræðsluum-
dæmum. í hverri skólanefnd
verði fulltrúar kennara og for-
eldra í skólahverfinu. Þessum
nefndum verði fengið lögform-
legt vald. Vonast minnihlutinn til
þess að með þessu fyrirkomulagi
verði valdið fært nær þeim sem
standa í hinum daglega erli skóla-
starfsins og komið verði í veg
fyrir ýmis mistök og vanrækslu
sem efalaust stafa að hluta til af
vanþekkingu.
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 11. september 1986
Alþýðuflokkur
Stefnir í hólmgöngu milli Karvels og Sighvats. Ámundi og Jón vilja sœttir með því að bjóða Sighvati Norðurland vestra. Árni Gunnarsson
íhugar suðurför. Jón Baldvin á erfittmeð að hörfafráframboðiáAustfjörðum eftir yfirlýsingar sínar. En nýju lögin setja babb í bátinn
Til verulegra tíðinda kann að
draga í framboðsmálum Al-
þýðuflokksins á næstu mán-
uðum. Prófkjör eru í aðsigi og
á Vestfjörðum stefnír í
hólmgöngu Karvels Pálma-
sonar, sitjandi þingmanns og
Sighvats Björgvinssonar, fyrr-
verandi fjármálaráðherra. En
Sighvatur á harma að hefna á
Karveli, sem nánast hrifsaði af
honum þingsæti í harðsóttum
prófkjörsbardaga fyrir síðustu
kosningar. Bak við tjöldin er
unnið að því að sneiða hjá
þessum átökum með því að fá
Sighvat til þess að yfirgefa
æskuslóðir á Vestfjörðum og
fara í staðinn fram í Norður-
landskjördæmi vestra.
í kringum framboð foringjans
sjálfs, Jóns Baldvins, kanna einnig
að hvessa. Jón hefur gert víðreist um
Austfirði síðustu vikur, í kjölfar
ferðalaga eystra nánast lýst yfir að
hann hyggist yfirgefa vígið í Reykja-
vík og gerast oddviti listans á
Austfjörðum, þar sem Alþýðuflokk-
urinn hefur ekki haft mann inni síðan
1959. Jón hefur þegar gefið svo skor-
inorðar yfirlýsingar að hann á erfitt
með að snúa aftur og halda andliti.
En hver myndi þá erfa fyrsta sætið
í Reykjavík? - Einsog á formanninn
er einnig að vaxa faraldsfótur á Árna
Gunnarsson, ritstjóra Alþýðublaðs-
ins. Hann íhugar nú að flytja sitt pól-
itíska farteski úr Norðurlandi eystra,
þar sem hann hefur leitt krata, og
freista stjómmálagæfunnar í
Reykjavík. Mögulega mun hann
spreyta sig á fyrsta sætinu í próf-
kjörsslag, steypi Jón Baldvin yfir sig
austfirskum kosningakufli.
Ráögjafinn
Þeir sem mestu munu ráða um
framboð og væntanlega uppstokkun
á framboðslistum Alþýðuflokksins
vítt um land eru þó ekki forystumenn
í héraði, heldur Jón Baldvin og Á-
mundi Ámundason, fyrrum
umboðsmaður skemmtikrafta. En á
Ámunda tekur Jón Baldvin mest
mark allra manna, og hann er ein-
mitt sá sem heitast eggjar formann-
inn að bíta í sig kjark til að fara fram
á Austfjörðum.
Það er einnig Ámundi sem um
þessar mundir vinnur ötullega að því
að efla fylgi við hugmynd þeirra Jóns
Baldvins um að stugga Sighvati yfir á
Norðurland vestra. Ámundi hefur
sömuleiðis talað fyrir því að komi
Ámi Gunnarsson suður eigi Jón
Baldvin ekki að styðja hann í fyrsta
sætið - losni það vegna hins austur-
lenska ævintýris formannsins - held-
ur í þriðja sætið. í það fyrsta vill
Ámundi nefnilega fá „sprengifram-
boð“, - nýjan mann sem ekki einasta
kæmi á óvart, heldur gæti frískað
upp á þreytulegt yfirbragð flokksins
á þingi. Nöfn em nefnd...
Innan Alþýðuflokksins sjá margir
ofsjónum yfir þeim miklu völdum
sem Ámunda hafa hlotnast fyrir til-
stilli Jóns Baldvins. Jón hins vegar
lætur sér finnast fátt um andróður
gegn Ámunda. Hann hefur tröllatrú
á pólitísku þefnæmi umboðsmanns-
ins fyrrverandi og hlustar grannt á
ráðleggingar hans um pólitískar
áherslur hverju sinni engu síður en
Nikulás Rússakeisari á Raspútín
forðum tíð.
Þess má geta að það er Ámundi
sem er hönnuður Dallasslikjunnar
Karvel Pálmason: Búinn að missa mikilvæga stuðn-
ingsmenn.
Sighvatur Björgvinsson mun tæpast taka sáttaboði
Ámunda og Jóns um Norðurland vestra, enda búinn
að skrúfa mikla kosningavél saman á Vestfjörðum.
Árni Gunnarsson vill flytjast I prófkjörið hjá krötum í
Reykjavtk, að því tilskildu að sterkur eftirmaður fáist
til að reisa flaggið í Norðurlandi eystra.
Jón Baldvin er búinn að segja of mikið til að geta
auðveldlega fallið frá framboði fyrir austan.
yfir fundaherferðum Jóns formanns,
enda vanur að búa til „rétt“ and-
rúmsloft á mannfögnuðum, frá því
hann var smákóngur í skemmtiiðn-
aði landsmanna. Þeir sem innan Al-
þýðuflokksins sjá ofsjónum yfir upp-
hefð Ámunda þreytast heldur ekki
að minna á að hinn pólitíski ráðgjafi
formanns Alþýðuflokksins gat sér
áður helst orð fyrir innflutning á
nektardansmeyjum frá Danmörku.
Hólmgangan
Fyrir síðustu þingkosningar hafði
Karvai Pálmason frægan sigur í
viðureign við Sighvat Björgvinsson
um efsta sætið á lista Alþýðuflokks-
ins. Prófkjörið var öllum opið, og
stuðnir.gsmenn Sighvats héldu því
fram að Karvel hefði haft sigur með
því að smala í prófkjörið fólki úr öðr-
um stjórnmálaflokkum. Margt hníg-
ur að því að beiskar ásakanir liðs-
manna ísfirðingsins Sighvats styðjist
við rök. Til dæmis tóku um 300
manns þátt í prófkjörinu úr heima-
vígi Karvels, Bolungarvík, og obb-
inn af þeim skilaði sér auðvitað á
hinn bolvíska kandídat. Við síðustu
sveitarstjórnarkosningar hlaut AI-
þýðuflokkurinn hins vegar minna en
hundrað atkvæði í Bolungarvík. Það
bendir auðvitað sterklega til að
stuðningurinn þaðan við Karvel á
sínum tíma hafi komið að verulegu
leyti utan Alþýðuflokksins.
Gengi Karvels vestra hefur dalað
frá síðustu kosningum. Það sést
meðal annars af því að hann hefur
misst úr liði sínu þýðingarmikla
stuðningsmenn, sem smöluðu fyrir
hann í prófkjörið góða á borð við
meðal fjallskilakónga. Þannig er
floginn úr landi Flateyringurinn
Hendrik Tausen sem var ötulastur
manna í baráttunni fyrir Karvel og
skilaði honum næstum sovéskri
kosningu prófkjörsmanna á Flateyri.
Ingólfur, fyrrum skólastjóri á Núpi,
og einn þriggja helstu herráðsmanna
Karvels er horfinn úr héraði, og
þriðji herráðsforinginn, Valdimar
L. Gíslasoni á Bolungarvík,, býr við
sýnu minni áhrif en áður. Hann var
til að mynda efsti maður á lista krata
í Bolungarvík við síðustu sveitar-
stjórnarkosningarnar og naut þá
stuðnings innan við hundrað
sveitunga sinna.
Sighvatur hefur hins vegar unnið í
kyrrþey um langa hríð að því að bæta
stöðu sína. Um alla Vestfirði hefur
hann skrúfað saman mikið gang-
virki, sem bíður þess eins að fara í
gang þegar blásið verður til próf-
kjörs. Staða ísfirðingsins virðist því
hafa batnað meðan Bolvíkingurinn
er ótvírætt lakar staddur en fyrrum.
Ekkert bendir til annars en Sighvat-
ur ætli sér hólmgöngu við Karvel, og
einsog horfur eru í dag er fjármála-
ráðherrann fyrrverandi sigurstrang-
legri.
Fyrir engan mun vill Jón Baldvin
missa dyggan stuðningsmann, Kar-
vel, úr liði sínu í þingflokknum.
Hann vill heldur ekki snörp átök
milli tveggja manna af þungaflokki
Sighvats og Karvels. Jarðskjálftinn
kringum þau gæti nefnilega leitt til
misgengis víðar í flokknum. En síð-
ast en ekki síst vill formaðurinn geta
sýnt þjóðinni sameinaðan flokk, - en
ekki flokk þar sem menn berast á
banaspjót einsog stefnir í fyrir vest-
an.
Jón Baldvin vill því kosta öllu til
að komast hjá hólmgöngunni.
Tilboð til Sighvats
Reyndar eru þeir Jón og Ámundi
búnir að finna mögulega leið fram-
hjá hráskinnaleik vestra. Þeir ferð-
uðust um Vestfirðina í sumar og
heimsóttu Alþýðuflokksmenn. Á
réttum stöðum íétu þeir falla vægi-
lega orðaðar hótanir um að tækjust
ekki sættir með Karveli og Sighvati
myndu þeir setja fram þriðja kandí-
datinn. Að baki þessum orðum bjó
lítil alvara, - þau voru ætluð til þess
fyrst og fremst að setja þrýsting á
Sighvat, mýkja hann upp áður en
þeir gerðu honum tilboð...
Tilboðið sem Ámundi og Jón
Baldvin áforma að gera Sighvati er
einfalt: þeir munu bjóðast til að
ryðja jötuna í Norðurlandi vestra og
tryggja honum efsta sætið á lista Al-
þýðuflokksins. Kratar eru án þing-
manns í kjördæminu, en telja sig eiga
ágæta möguleika á að ná manni næst.
Maður af styrkleika Sighvats ætti
vitaskuld öllu betri kost á því en létt-
avigtarmennirnir sem eftir hnossinu
sækj ast, og það gerir hreppaflutning-
inn á Sighvati enn fýsilegri í augum
Jóns Baldvins.
Sá sem situr á fleti fyrir er hag-
fræðingurinn Jón Sæmundur Sigur-
jónsson, sem stefnir fast að því að
halda sætinu. Um það bítast þó fleiri,
meðal þeirra Birgir Dýrfjörð þing-
lóðs krata. Honum hefur verið
einkar tíðförult á sumarskemmtanir
á Norðurlandi vestra þetta árið...
Jón Baldvin mun ekki þurfa á
kraftaverkum að halda til að pranga
Sighvati inná forystumenn krata í
kjördæminu. Þeir myndu gleypa við
honum einsog nýrunnir laxar við
spriklandi maðki. Hins vegar mun
væntanlega miður ganga með Sighvat
sjálfan. Það verður að teljast ólíklegt
að hann glepjist til að flytjast vestan-
að þar sem hann hefur búið tryggi-
lega um sig, - og getur nánast talið
sér sigur vísan yfir Karvel. Fátt bend-
ir þvf til annars en það stefni í stór-
slag á milli Sighvats og Karvels á
fjörðum vestur.
Austfjarðaþoka
Kratar hafa ekki haft þingmann
inni á Austfjörðum síðan 1959. Eftir
mikla vinnu þeirra í kjördæminu og
endalausa fundi Jóns Baldvins er það
nú skoðun þeirra að flokkurinn eigi
þar kost á manni við næstu kosning-
ar. Það hefur hins vegar ekki tekist
samstaða um kandidat til að leiða
listann.
r
nRRi ir i&tP* mfi
SKARPHÉÐINSSON JtWM
Jón Baldvin hefur síðustu misseri
sinnt kjördæminu af natni og hefur
nú svo gott sem lýst því yfir að hann
ætli sér að leiða austfirska krata í
hinn krappa kosningadans. Á fund-
um á Austfjörðum hefur hann marg-
sinnis látið orð falla í þá veru. Yfir-
lýsing hans í DV á dögunum og það
hvernig hún hefur af hirð hans verið
notuð innan flokksins og utan sem
dæmi um kjark og forystusnerpu,
gerir að verkum að Jón Baldvin á
afskaplega erfitt með að hætta við
framboð á Austfjörðum, án þess að
fá á sig stimpil ómerkingsins.
Það er hins vegar hrein blekking af
hálfu Jónsmanna að með framboði á
Austurlandi myndi formaðurinn
sýna dirfsku og forystu. Staðreyndin
er allt önnur, - og fremur mætti segja
að hann væri þá kominn á flótta frá
fyrirsjáanlegri útkomu flokksins í
Reykjavík.
Það vekur nefnilega athygli póli-
tískra skoðunarmanna hversu Jón
forðast sitt eigið kjördæmi, Reykja-
vík. Meðan aðrir þingmenn setja
eigin kjördæmi á oddinn, þá er for-
maður Alþýðuflokksins ævinlega á
hlaupum um landsbyggðina. Aldrei í
Reykjavík. Það er líka athyglisvert
að í raupi sínu um fylgisvöxt krata
talar hann ævinlega um uppsveiflu á
landsbyggðinni, - minnist lítið á
Reykjavík. Staðreyndin er nefnilega
sú að honum og Alþýðuflokknum
hefur lítið orðið ágengt í höfuðborg-
inni. Jón Baldvin leiddi sjálfur
þinglistann við síðustu kosningar, og
lagði gífurlega átorku í vinnustaða-
fundi og önnur pólitísk mannamót.
Árangur sjálfs formannsins (sem þá
var að vísu „óbreyttur") var hins veg-
ar ekki til þess að auglýsa. í sveitar-
stjórnarkosningunum í vor varð fylg-
isaukningarinnar sem birtist á lands-
byggðinni heldur ekki vart í Reykja-
vík, þar sem kosningabarátta Ál-
þýðuflokksins snérist að verulegu
leyti í kringum eiginkonu formanns-
ins. Staðreyndin er sú, að þó Jón
Baldvin hafi gert höfuðborgina að
föðurlandi sínu hefur borgin eigi að
síður valið sér aðra spámenn. Það
skilur hann nú ioksins.
Bjartsýni gætir um þessar mundir í
herbúðum Alþýðuflokksmanna, og
þeir gera ráð fyrir drjúgri fylgis-
aukningu á landsbyggðinni. En
jafnhliða hafa þeir sætt sig við að það
þarf næstum því kraftaverk til að ein-
hver vöxtur verði á.fylgi þeirra í
höfuðstaðnum. Jón Baldvin vill að
sjalfsögðu láta þakka sér fylgis-
aukninguna á landsbyggðinni, - en
það mun trautt ganga meðan hann er
sjálfur oddviti listans í því kjördæmi
þar sem minnst, eða engin, fylgis-
aukning verður. Af þessum sökum
ríður honum á kjördæmi í dreifbýl-
inu og við núverandi aðstæður eru
Austfirðir einkar hentugir fyrir for-
manninn að hefja áhlaup sitt á Al-
þing.
Hræringar nyrðra
En síðast en ekki síst myndi flutn-
ingur formannsins úr Reykjavík
skapa kærkomin tækifæri á upp-
stokkun þar, á nýju „sprengifram-
boði“, því liðsmenn Jóns líta svo á,
að rými hann fyrsta sætið í Reykjavík
eigi hann móralskan rétt á að stýra
hver mun að lokum hreppa það
hnoss.
Vitað er að Árni Gunnarsson
íhugar sterklega að flytja sig til
Reykjavíkur af Norðurlandi eystra,
og demba sér í prófkjörsslag þar sem
honum er að minnsta kosti þriðja
sætið tryggt. Hann mun væntanlega
tilkynna hvort hann fer suður eður ei
á kjördæmisráðstefnu nyrðra næstu
daga.
Jón og Ámundi vilja fá Áma í
þriðja sætið, sem þeir telja verða
baráttusætið í Reykjavík. Ámi er
hins vegar fullur kapps, og fari Jón
Baldvin til Austfjarða mun hann ef
til vill leita eftir efsta sætinu. Talið er
að Jóhanna Sigurðardóttir, sem síð-
ast skipaði annað sætið hyggist ekki
leita eftir því fyrsta. Þar vilja Á-
mundi og herráðið fá „sprengifram-
boðið“, nýjan og óvæntan kandídat.
Helst í fyrsta sætið, en í annað taki
Jóhanna undir sig hið fyrsta. Sá mað-
ur sem á meðal toppkrata er um
þessar mundir nefndur sem æski-
legast fórnarlamb er Jón Sigurðsson,
forstjóri Þjóðhagsstofnunar. En
kratar hafa áður leitað hófanna hjá
Jóni, og óvíst hvort hann verði þeim
leiðitamari nú en áður. Jón stefnir
nefnilega markvisst að því að verða
arftaki Jóhannesar Nordal, Seðla-
bankastjóra, og mun ekki vilja spilla
því fyrir stundarframa hjá Álþýðu-
flokknum.
Þess má geta, að eitt afbrigði af
fléttu Ámunda og Jóns var að fá
Guðmund J. Guðmundsson, núver-
andi þingmann Alþýðubandalagsins
í framboð fyrir Alþýðuflokkinn í
Reykjavík. Guðmundur tók því
hins vegar víðsfjarri.
Hrekkur Jón?
Allt er þetta komið undir því,
hvort Jón Baldvin stendur við yfir-
lýsingar sínar um að fara í framboð á
Áustfjörðum. Sem fyrr segir er hann
í rauninni búinn að segja of mikið til
að geta auðveldlega hörfað aftur til
Reykjavíkur. En herráðsforinginn
Ámundi gleymdi einu þegar hann
var að leggja áformin með Jóni, - og
það kann að setja alvarlegt babb í
bátinn. Það eru nýju kosningalögin.
Að vissu marki má segja, að kosn-
ing kandídats á þing fari nú minna en
áður eftir frammistöðu í kjördæmi.
Nýju kosningalögin eru þannig, að
fyrst eru talin saman atkvæði flokks-
ins í heild á öllu landinu, og þegar
fyrir liggur hversu marga þingmenn
flokkurinn á að fá er ákveðið hvaðan
þeir koma. Mestu munar þá um at-
kvæðafjöldann úr þéttbýlinu. Þó Jón
Baldvin næði þeim árangri sem sam-
kvæmt gömlu kosningaskipaninni
hefði nægt til að gera hann að fimmta
þingmanni Austfirðinga, þá er alls-
endis óvíst að sama atkvæðamagn
muni með nýju skipaninni nægja til
að fleyta honum inn á þing!
Þessi merku tíðindi eru fyrst þessa
dagana að renna upp fyrir Ámunda
og formanninum, með þeim afleið-
ingum að til að tryggja Jóni örugg-
lega þingsæti er nú rætt alvarlega um
að hann verði að halda sig við
Reykjavík. En þá þarf hann að éta
ofan í sig fyrri yfirlýsingar.
Gjömingurinn sem átti að sýna
kjarkinn og forystuhæfileikana kann
því að snúast upp í andstæðu sfna:
verða notaður gegn honum sem
dæmi um flumbrugang og kjarkleysi.
1