Þjóðviljinn - 11.09.1986, Side 14

Þjóðviljinn - 11.09.1986, Side 14
FLOAMARKAÐURINN HEIMURINN íbúð óskast Starfsmaður Þjóðviljans óskar eftir að taka á leigu 2-3ja herb. íbúð sem fyrst. Tvennt í heimili. Reglusemi og öruggar mánaðargreiðslur. Uppl. í síma 681331 kl. 9-17. Örlagið hefur ánægju að kynna Dagbók Lasarusar, nýja Ijóðabók eftir Kjart- an Árnason. Bók sem lyftir andan- um og er til sölu hjá höfundi, Hamrahlíð 33A, Máli og menningu, Eymundssyni og Laxdalshúsi á Ak- ureyri. Örlagið, sími 32926. Hæ hæ, allir hressir húseigendur Viljum taka á leigu lítið hús eða íbúð í Reykjavík. Erum mjög róleg og reglusöm. Getum borgað einhverja fyrirframgreiðslu ef nauðsyn krefur. Vinsamlegast hafið samband við Hjördísi í s. 79126 í kvöld og næstu kvöld. 3 unglingarúm með dýnum o.fl. fást gefins gegn því að þau verði sótt. Sími 37745. Körfustólar - gítar Tveir körfustólar til sölu, 1.500.- kr. stk., kosta 3.000.- nýir. Einnig Yam- aha þjóðlagagítar til sölu. Selst ódýrt. Uppl. í s. 22461. Óska eftir ýmsum notuðum handverkum til trésmíði svo sem smergeli, lítilli hjólsög o.fl. Sími 72072. Grillofn og vöfflujárn og straujárn til sölu. Sími 18873. Vantar þig í eldhúsið tvöfaldan stálvask m/stálplötu til vinstri? Stærð: 120x57 sm. Hafðu þá samband í síma 651294 eftir kl. 17. Bíll til sölu Til sölu er Volkswagen Jetta '82 ek- inn 137 þús. km. Verðhugmynd 190 þús. kr. Fæst á góðum kjörum t.d. á skuldabréfi. Uppl. í s. 622084 eða í bílasölunni Bílkaup, Borgartúni 1, s. 686010. Fundist hefur í Kópavogi lítið, brúnt veski. Uppl. í s. 40116. Til sölu Subaru '79 1600 GFT. Þarfnast við- gerðar á boddíi, að öðru leyti í lagi. Einnig til sölu Lada '79 station og önnur í varahluti. Uppl. í s. 44919 eftir kl. 16. Kettlingar Kettlingar af hinu fræga Blóma- skálakyni fást gefins. Uppl. í s. 44919 eftir kl. 16. Kettlingar fást gefins 1 Vfe mán. og 3 mán., fallegir og vel upp aldir, sannkölluð snyrtimenni. P.S.: eru af sérstöku úrvalskyni (þó ekki af Víkingslækjarætt). Uppl. í síma 21861 kl. 18-20. Vantar 3-4ra herb. íbúð strax Upplýsingar Hafdís í s. 31938. Kvenskíði Blizzard skíði 150 sm og Alfa 140 sm. Önnur eru með bindingum en hin ekki. Seljast ódýrt. Sími 27913, Óli. Brio barnakerra til sölu og Emmaljunga tvíburakerra, bað- vaskur og eldhúsvaskur. Sími 681993 og 685144. Hailó! Við erum svört kisubörn og okkur vantar gott heimili. Erum voða góð. Hringið í síma 28892. Tll sölu 30 watta Zansui magnari, ákaflega gott tæki. Fæst fyrir lítið, sími 621454. Óska eftir að kaupa ódýra og góða eldavél (ekki gorma). Sími 34956 í hádegi. Óska eftir að kaupa nothæfa rafmagnsritvél. Uppl. í s. 13589. Furursvefnbekkur til sölu . Þetta er vandaður og traustur bekk- ur og selst á rúmlega hálfvirði. Uppl. í síma 76796 eftir kl. 16. Tölva til sölu Amstrad CPC 6128 m/grænum skjá og diskettustöð. OKIMATE 20 gæðaletursprentari, RS 232C seri- al interface ásamt ritvinnslukerfi, skákforriti og ýmsum gagnlegum forritum. Fæst á mjög góðu verði. Sími 32926. Saumanámskeið - saumanámskeið Hjá okkur eru byrjendur og fram- haldstímar, dag- og kvöldtímar, fag- lærðir og frábærir leiðbeinendur. Innritun i fullum gangi í símum 18716 og 77812. Húsengill óskast Er einhver á lausu sem vill taka að sér heimilishjálp í Hafnarfirði einu sinni í viku? Ef svo er, vinsamlegast hringið í síma 53978 eftir kl. 18 á kvöldin. Fuglavinir 2 páfagaukar, karl og kona, óska eftir góðu heimili. Búr og fylgihlutir fylgja með. Sími 39325 eftir kl. 18. Borðstofuskápur (tekk), borð, 6 stólar og skápur til sölu á tækifærisverði. Uppl. í s. 82432 eftir kl. 17. Til sölu AEG griilofn lítið notaður. Uppl. í s. 22436. Sófasett til sölu ódýrt Sími 18038 eftir kl. 5. St. Jósefsspítali, Landakoti Ræstingar Starfsfólk óskast til ræstinga. 100% vinna. Vinnutími frá kl. 7.30-15.30. (Hlaupandi frídagar). Uppl. veitir ræstingastjóri í síma 19600/259 milli kl. 8 og 16. Reykjavík 10.9. 1986. Verkefnisstjóri Marska hf. Skagaströnd óskar aö ráöa verkefnisstjóra í fjóra til sex mán- uði. Starfið snertirframleiðslu, umbúðir, vélvæðingu, frystingu o.fl. Uppl. veita Heimir í síma 95-4789, Sveinn í síma 95-4690 og Lárus í síma 95-4747. Marska hf. Eiginmaður minn og fósturfaðir okkar Jón Kolbeinsson Hátúni 4 lést miðvikudaginn 10. september. Valgerður Guðmundsdóttir Ella Kolbrún Kristinsdóttir Pálína M. Kristinsdóttir Kínverji vinnur við tölvu: á skerminn hefur hann ritað táknin „wang an“, sem þýðir „konunglegur friður". Kínversk tákn til vegs og sóma Tölvutœkni nútímans auðveldar mjög ritun þeirra Fyrir fáum áratugum virtist kínverska letrið, sem í aldir og jafnvel árþúsundir hafði sett svip sinn á menningu Suðaustur-Asíu, vera dauðadæmt. Víetnamar og Norður-Kóreumenn höfðu lagt það algerlega niður og Japanir, sem höfðu lengi notað tvenns konar samstöfuletur við hliðina á kínverskum táknum, ákváðu að takmarka notkun myndletursins og leyfa aðeins 200 slík tákn í rit- máli sínu. Peking-stjórnin reyndi að einfalda letrið með því að fækka strikum í flóknum táknum - og voru þá stundum notaðar „skammstafanir“ eða fljótaskrift sem lengi höfðu tíðkast í hvers- dagslífinu - en hún lét einnig taka í notkun sérstaka stafsetningu vestræns iatínuleturs, svokallaða pinyin-stafsetningu, sem var miklu fullkomnari en eldri til- raunir til að skrifa kínversku á okkar letri og er nú almennt not- uð á Vesturlöndum, þegar kín- versk nöfn eru skrifuð. Var stefnt að því að þessi pinyin-stafsetning myndi smám saman leysa gamla myndletrið af hólmi. Straumhvörf En nú hafa orðið merkileg straumhvörf og virðist kínverska letrið sterkara en það hefur lengi verið: yfirvöld í Peking eru hætt öllu tali um að leggja það niður og taka upp vestrænt letur í stað- inn, í Japan er notkun kínverskra tákna aftur að aukast, og á ráð- stefnu sem haldin var í Tókíó í maí stungu fulltrúar frá ýmsum löndum upp á því að nota þetta myndletur sem e.k. alþjóðatákn- mál fyrir mikinn hluta Austur- Asíu: þar sem táknið sýnir hug- myndina en ekki framburðinn (táknið „Fjall“ er t.d. borið fram „shan“ á kínversku og „yama“ á japönsku) geta menn skilið það þótt þeir tali annað mál en sá sem skrifaði það, rétt eins og t.d. tal- an „100“ er skiljanleg í rituðum texta á hvaða tungumáli sem er. Ein helsta ástæðan fyrir því að kínverskt letur er nú aftur hafið til vegs og virðingar eru tækni- framfarir. Vegna hins gífurlega fjölda táknanna var lengi firna erfitt að vélrita eða prenta texta með kínversku letri: kínversk rit- vél var risastórt bákn með letur- kassa og e.k. „krana“ sem tók upp eitt tákn í einu og setti það svo aftur í kassann. Þótt Kínverj- ar hefðu fundið upp prentlistina á undan Evrópumönnum, var setj- aravél þeirra einnig klunnaleg í notkun. En með tölvutækni nú- tímans hefur þetta gerbreyst: það er orðið sáralítið vandamál að prenta og fjölfalda texta með kín- verskum leturtáknum. Þannig getur letrið ekki á neinn hátt tal- ist „tímaskekkja“ eins og áður var gjarnan sagt, og hefur athygli manna þá jafnframt beinst að þeim kostum sem það býr yfir. Kostir letursins Vesturlandabúar hafa á síðari árum gjarnan haft tilhneigingu til að líta á kínverska letrið sem al- gerlega fáránlegan fomaldararf, sem einungis forpokaðir mennta- menn og skriffinnar haldi fast við af hreinni íhaldssemi, en fyrir tungumál eins og kínversku eru kostir þess mjög miklir. Kín- verskan er byggð upp úr eins at- kvæðis orðum, en vegna þess hve einföld hljóðfræði málsins er, verður tala hugsanlegra „orða“ mjög lág: ef málið er skrifað með venjulegu latínuletri, eru ekki til nema um 400 mismunandi „orð“, en séu sérstök merki sett til að sýna tónana (eins og gert er í pinyin-stafsetningu) kemst talan upp í u.þ.b. 1200. Af þessu leiðir að þessi „orð“ sem hafa gerólíka merkingu eru gjarnan borin fram á nákvæmlega sama hátt. Úr þessu er reynt að bæta í daglegu talmáli með því að nota mikið samsett orð, þar sem merkingin sjálf er kannske tvítekin (eins og í orðinu „dansiball“ á íslensku), og Svo skýrir samhengið merking- una. En í ritmálinu er þetta vandamál ekki fyrir hendi, þar sem táknin sýna merkinguna en ekki framburðinn og mismun- andi orð eru skrifuð með mis- munandi táknum þó svo þau séu borin eins fram. Fróðir menn segja að flókinn kínverskur texti, sem skrifaður sé með okkar latínuletri, geti orðið illskiljan- legur - og texti á gamalli kín- versku, þ.e.a.s. allar sígildar bókmenntir Kínverja, hreinlega óskiljanlegur. En þegar táknin eru notuð er allt deginum ljósara og lesturinn miklu fljótlegri þar sem lesandinn þarf ekki að brjóta heilann um það hvert af þeim mörgum tugum orða, sem borin eru fram „yi“ eða „hu“ er þarna á ferðinni, táknið segir honum það í einni sjónhendingu. Ekki er það heldur eins erfitt að læra kínverskt letur og Vest- urlandabúar halda yfirleitt, þar sem það fylgir ýmsum reglum. Venjuiega eru kínversk tákn sett saman úr tveimur hlutum, og er annar þeirra nefndur „lykill“. Þessir „lyklar“, sem eru á annað hundrað talsins cg notaðir til að raða táknunum í orðabókum, eru einföld tákn og því til sjálfstæðir, og eru upprunalega gjarnan stfl- færðar myndir af hlutum. Hinn hluti táknsins getur verið annar „lykill", annað einfalt tákn eða fleiri, og eru flókin tákn æfinlega samsett úr öðrum einfaldari. Sá háttur er gjarnan hafður á, að „lykillinn“ gefur til kynna merk- ingarflokkinn en hinn hluti táknsins framburðinn: það ber t.d. oft við að tákn orða sem bor- in eru eins fram eru eins að öðru leyti en því að skipt er um „lykil“. Svo hafa orð skyldrar merkingar oft sama „lykilinn": flest vökva- heiti hafa þannig „lykil“ sem er ekki annað en táknið „vatn“ í lítillega breyttri mynd. En að- ferðirnar til að setja saman tákn og gefa til kynna hugmyndina, sem í því felst, eru harla margvís- legar: táknið sem merkir „góður“ (hao) er þannig sett saman úr tveimur einföldum táknum, sem merkja „kona“ og „bam“, og táknið sem merkir „friður“ (an), er sett saman úr tákninu „kona“ og tákninu „þak“, sem sett er yfir hið fyrra, þannig að samsetning- urinn þýðir eiginlega „ein kona í húsi“... Á þennan hátt fá táknin gjarnan e.k. „yfirtóna“ sem bætast við bókstaflega merkingu þeirra og jafnvel sérstakan „til- finningablæ", og er þetta allt mikið notað í ritmálinu, þannig að það er engan veginn „hlut- laust“ eins og latínuletur okkar heldur felur í sér eða vísar til mik- ils hluta kínverskrar menningar- arfleifðar. Ýmsir telja reyndar að tilgangur leturbreytinganna, sem boðaðar voru á tímum „menning- arbyltingarinnar" hafi verið sá að slíta þjóðina úr tengslum við þennan menningararf: þessar breytingar hefðu orðið jafnáhrif- aríkar og bókabrennur Qin She Huang Ti keisara í fomöld... En tölvutækni aðhæfir þennan forna arf að nútímanum betur en nokkur önnur „menningarbylt- ing“. Fjöldamörg tölvukerfi eru nú þegar komin í notkun, sem gera mönnum kleift að skrifa um sextíu tákn á mínútu. -e.m.j. (eftir Newsweek) 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 11. september 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.