Þjóðviljinn - 16.09.1986, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 16.09.1986, Qupperneq 2
rSPURNINGIN Hve mikið ert þú tilbú- inn að borga fyrir áskrift að nýrri sjónvarpsstöð? Brynrún Bára Guðjónsdóttir. „Ekki neitt. Ég hef ekki efni á að borga neitt, en mig langar til að sjá efni nýju stöðvarinnar. Mér líst ekkert á þetta gjald sem sett er upp og get ómögulega greitt það og verð því að vera án stöðvarinnar“. Kristján Theodórs- son sjómaður. „Ekki neitt, þessi sem ég hef nú þegar nægir. Hún er mín eigin stöð og ég hef engan áhuga á að sjá þessa nýju. Eg held það sé billegra að kaupa bara spólu ef maður er óánægður með það efni sem í boði er í sjónvarpinu“. Sveinbjörg Guðna- dóttir húsmóðir. „Ekki neitt. Mér finnst það verð sem talað er um of hátt og á meðan svo er ætla ég að bíða og sjá til. E.t.v. kemur meiri sam- keppni og þá lækka afnotagjöld kannski“. Daði Sveinbjörns- son vélstjóri. „Ég gæti hugsað mér að borga í mesta lagi 500 krónur á mánuði. Ég hef ekki hugsað mér að vera í áskrift að nýju stöðinni til að byrja með hvað sem síðar verð- ur“. Louise Schilt æskulýðsfulltrúi, „Ekkert, Eg hef alveg nógan tíma fyrir annað en sjónvarpsgláp og ætla að láta þá stöð sem fyrir er nægja. Ég kem frá Hollandi þar sem eru 8 rásir í boði og ég er dauðfegin að koma í rólegheitin hér“. FRETTIR Alkirkjuráðið Styöjum friðarhreyf i ngar Igærmorgun var sett þing fram- kvæmdanefndar Alkirkjuráðs- ins í Bústaðakirkju. Nefndin er æðsta stjórn Alkirkjuráðsins og mun hún funda hér út vikuna ásamt helstu starfsmönnum sín- um frá höfuðstöðvum ráðsins í Genf. Á fundinum eru um sextíu manns frá ölium helstu kirkju- deildum heimsins, nema rómversk-kaþólsku kirkjunni og koma fundargestir frá öllum heimsálfum. Hlutverk framkvæmdanefnd- arinnar er að móta heildarstefnu kirkjunnar í hinum ýmsu mála- flokkum, semja ályktanir þar að lútandi og ákveða hvar næsta al- heimsþing ráðsins verður haldið að fjórum árum liðnum. „Óað er öruggt að tvær ályktan- ir um ákveðin mál munu verða gerðar núna, í fyrsta lagi um ástand mála í Suður-Afríku og í öðru lagi um ástandið í Nicaragua og í Mið-Ameríku,“ sagði dr. Emilio Castro framkvæmdastjóri Alkirkjuráðsins í samtali við Þjóðviljann. „Við munum einnig ræða um slysið í Térnóbyl, um alnæmi, um stöðu kvenna innan kirkjunnar, um friðarmál og af- vopnun. Allt þetta kemur kírkj- unni við, við tökum öll mannleg vandamál fyrir og ræðum þau.“ ; Aðspurður um hvort rétt væri að íslenskir prestar blönduðu sér í umræðuna um kjarnorkuvopna-j laus Norðurlönd sagði dr. Castro að hann teldi svo vera, þetta væru málefni sem snerti líf og dauða fólks og sérstaklega hérlendis þegar tekið væri tillit til land- fræðilegrar legu landsins. „Vand- amálið er það að friðarhreyfing- um hefur ekki miðað nægjanlega áfram, kirkjan verður að styðja þær. Og ég sé ekki aðra leið til þess að byggja brýr trausts manna á miíli en að ræða opin- skátt um rnálin," sagði dr. Ca- stro. ~yd. Nordal Sigurðarstofnun sett á fót Fjölsótt minningarhátíð um Sigurð Nordal í Þjóðleikhúsinu á aldarafmælisdegi hans, fjórtánda september hófst á því að Sverrir Hermannsson menntamálaráð- herra steig í pontu og flutti reglu- gerð fyrir Stofnun Sigurðar Nor- dal. Um hlutverk hennar segir svo í reglugerðinni: „Hlutverk stofnunarinnar skal vera að efla hvarvetna í heimin- um rannsóknir og kynningu á ís- lenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenzkra og er- lendra fræðimanna á því sviði." Þessu hlutverki er stofnuninni ætlað að rækja með því að afla gagna um rannsóknir á íslenskri menningu í heiminum, gangast fyrir heimsóknum erlendra fræði- manna, ráðstefnum, útgáfu rita og styðja við bak íslenskra fræði- manna innanlands sem utan. Stjórnarmenn eru þrír, frá heimspekideild, háskólaráði og menntamálaráðherra og er sá formaður. Einnig er þess í reglu- gerðinni getið að heimspekideild sé umsagnaraðili um forstöðu- mann og starfslið stofnunarinnar sem stjórnin ræður. -pv Nú eru róttir hafnar. Hór kemur Ármann Bjarnason fjallkóngur á Arnarvatnsheiði úr göngum á leið í Fljótstungurétt. Leitir á Arnarvatnsheiði tóku fimm daga og þegar komið var í byggð var lambhrúturinn sem fjallkóngurinn reiðir fyrir framan sig orðinn ansi þreyttur, svo að hann fékk að tylla sér á hnakknefið síðasta spölinn. Ljósm. Þráinn. Snilldartaflmennska í gær var 16. skákin í einvígi Karp- offs og Kasparoffs tefld. Fyrstu 18 leikirnir voru þeir sömu og í 14. skák- inni en þá brá KarpofT út af. Upp kom flókin staða og sannaðist þá enn að Kasparoff er naskur á kóngssóknar- möguleika. Hann bauð Karpoff mann sem stóð í dauðanum leikjum saman. Um lokin er varla unnt að tala nema með lýsingarorðum í hástigi, liðsafli Kasparoffs vann saman á hrífandi hátt og í lokin small allt saman eins og í skákþraut. Kasparoff hefur 9Vi vinning en Karpoff 6V2 þannig að nú má telja að úrslit séu ráðin í eingvíginu. Hvftt: Kasparoff. Svart: Karpoff. Hvítur heldur þungri sókn þótt svartur drepi með hrók eða riddara á f8. Möguleikarnir eru ótölulegir. Riddarinn á a3 er friðhelgur eins og er því drottning svarts má ekki fara af skálínunni al-h8 31. Kh2-Hb3 27. Hg3-g6 28. Bxh6-... 1. e4-e5 2. Rf3-Rc6 3. Bb5-a6 4. Ba4-Rf6 5. 0-0-Be7 6. Hel-b5 7. Bb3-d6 8. c3-0-0 9. h3-Bb7 10. d4-He8 11. Rb-d2-Bf8 12. a4-h6 13. Bc2-exd4 14. cxd4-Rb4 15. Bbl-c5 16. d5-Rd7 17. Ha3-c4 18. Rd4-Df6 24. e5-dxe5 25. Rxe5-Rb-d3 26. Rg4-Db6 Þáttaskil. Svartur fær nú nánast frjálsar hendur drottningarmegin en hvítur nær uppskiptum á mikilvægum varnarmanni hjá kóngi Karpoffs (Bf8). Hér hlýtur Kasparoff að hafa reiknað langt og mikið. 28. ...-Dxb2 29. Df3-Rd7 30. Bxf8-Kxf8 vdjamenn um hríð og þótti hagur Karpoffs allvænlegur. Ra3 hangir og eftir Rh6 kemur R3-e5 en eftir d5-d6 má drepa á a3 með hrók. Uppskipti á d3 virðast ekki bæta stöðu hvíts og riddarinn á g4 flækist fyrir hróknum. 32. Bxd3-cxd3 33. Df4-... Magnaður leikur. Drottningin vík- ur af þriðju röðinni þar sem hún mátti búast við áreiti frá hrók svarts og mið- ar nú á d6 og h6 þaðan sem hún gæti ógnað kónginum. Hún stefnir líka á c4 þannig að ef svo bæri undir gæti riddarinn á a3 stokkið þangað í vald hennar. Ef Karpoff tekur ekki á a3 nú gæti komið upp endatafl þar sem hann hefur tveimur peðum minna. 33. ...-Dxa3 34. Rh6-De7 35. Hxg6-De5 36. Hg8+-Ke7 37. d6+-Ke6 38. He8+-Kd5 39. Hxe5+-Rxe5 40. d7-Hb8 41. Rxf7 b c d e f g h Karpoff gafst upp. Samleikur hvítu mannanna í lokin er afburða fallegur. Nýjung Karpoffs felur í sér peðs- fórn en gefur gott spil á b-línunni 4 tímar tniflaðir 19. R2-f3-Rc5 20. axb5-axb5 21. Rxb5-Hxa3 22. Rxa3-Ba6 | 23. He3-Hb8 Nú skýrast iínurnar, eða flækjast öllu heldur. Svartur pressar á b- línunni og ef/þegar b-peðið fellur hangir riddari hvíts á a3 og c-peð svarts eflist. Hvítur fær á móti vænlega kóngs- sóknarmöguleika. Islenska sjónvarpsfélagið hyggst hefja útsendingar eftir næstu mánaðamót. Dagskrá verður sjö tíma löng, þar af fjögurra tíma trufluð dagskrá, sagði Jón Óttar Ragnarsson í gær. Aöspurður um verð á afnota- gjaldi sagði Jón Óttar að það væri ekki ákveðið enn, en það yrði aldrei yfir eitt þúsund krónum á mánuði. Þar á ofan kemur svo verð á afréttara sem er tólf þús- und. „Við teljum þetta ekki svo dýrt, hægt er til dæmis að kaupa afréttara með afborgunum, en það er náttúrlega mál viðkom- andi verslunar. Við verðum með dýrt efni, t.d. verða bíómyndir ekki eldri en tveggja ára og síðar hyggjum við á innlenda dagskrár- gerð. Við höfum ekki reiknað út hversu marga notendur við þurf- um, en reiknum méð að fara inn á annað hvert heimili. Við höfum stofnsett íslenska svæðasjónvarp- ið sem mun starfa um allt land. Þá verður landinu skipt niður í svæði sem hvert inniheldur sjálfstæða sjónvarpsstöð er verður í hönd- um heimamanna á hverjum stað, en þó í samvinnu við okkur. Reiknum við með að þetta taki a.m.k. eitt ár að ná til allra lands- manna,“sagði Jón Óttar Ragn- arsson. -GH 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.