Þjóðviljinn - 27.09.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.09.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA MENNING SUNNUDAGS- BLAÐ Verkamannabústaðir Kínabirnir Hafskipsmálið Ragnar úr bindindi Ragnar Kjartansson fyrrverandi framkvæmdastjóri: Eitt og annað athyglisvert í greinargerð minni um rannsókn málsins Það verður allt kapp lagt á að hraða afgreiðslu Hafskipsmálsins hér, en ég get ekkert sagt um hve- nær þeirri vinnu hugsanlega iýk- ur, sagði Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari í samtali við Þjóðviljann í gær, en eins og kunnugt er lauk rannsókn Haf- skipsmálsins í vikunni og eru öll gögn málsins nú komin inn á borð til saksóknara. x Mannaskipti standa nú fyrir dyrum hjá embættinu og gæti það hugsanlega haft áhrif á fram- vindu mála. Jónatan Sveinsson saksóknari hefur mikið haft með þetta mál að gera, en hann mun hætta störfum nú um mánaða- mótin. Þá verða aðrir að taka við og kynna sér málið. Ragnar Kjartansson fyrrver- andi framkvæmdastjóri Hafskips er nú þessa dagana að leggja síð- ustu hönd á greinargerð um rann- sókn þessa máls. „Ég tjái mig ekkert um efnisinnihald greinargerðarinnar fyrr en hún hefur borist fyrrverandi hlut- höfum og starfsmönnum fyrir- tækisins. Það verður eitt og ann- að athyglisvert að finna í þessu plaggi og ég reikna frekar með að það muni hleypa lífi í málið,“ sagði Ragnar þegar Þjóðviljinn forvitnaðist um innihald greinargerðarinnar í gær. Ragnar segist hafa verið í fjöl- miðlabindindi síðustu mánuði, en því muni ljúka með útkomu þessara athugasemda við rannsóknina. ~gg 100 miljónir óhreyföar 302 verkamannaíbúðir á hakanum íheiltár. Sigurður E.: Liggjum með 100 milljónir sem vœru betur komnar í þessum íbúðum Þessi þróun hefur valdið okkur bæði áhyggjum og óþægind- um og við höfum hvatt stjórnir verkamannabústaða til þess að fara hraðar í sakirnar. En sem stendur liggur byggingarsjóður- inn með að minnsta kosti 100 miljónir króna sem stjórnir verkamannabústaða hafa ekki enn nýtt sér og það er ástand sem ekki hefur komið upp áður, sagði Sigurður E. Guðmundsson frarti- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnun- ar ríkisins í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Að sögn Sigurðar hafa enn ekki verið hafnar framkvæmdir við byggingu 302 íbúða sem hús- næðismálastjórn hefur heimilað að byggja á þessu ári og því síð- asta. Heimilað var að hefja fram- kvæmdir við byggingu 71 íbúðar af þessum 302 í fyrrahaust. Sig- urður sagði 19 sveitarfélög vítt og breitt um landið eiga þama hlut að máli og þar á meðal eru stór sveitarfélög eins og Reykjavík, Akureyri, Kópavogur og Hafn- arfjörður. „Þetta er mjög óvenjulegt, venjan er sú að stjómir verka- mannabústaða hafa verið margar á hurðinni í einu að reyna að fá fé út úr byggingarsjóði verka- manna. Þama er um að ræða lán til byggingarframkvæmda, sem framkvæmdir hafa ekki hafist við af ýmsum ástæðum, en við viljum losna við þetta fé, enda teljum við því betur varið í verkamanna- íbúðum en hjá okkur,“ sagði Sig- urður í gær. Aðspurður um hugsanlegar skýringar á þessari þróun sagði hann einkum tvennt koma þar til. „í fyrsta lagi er um það að ræða í sumum tilvikum að tæknilegum undirbúningi heima í héraði hef- ur seinkað, skipulagi og gatna- gerð, þannig að lóðir hafa ekki reynst byggingarhæfar þegar á hefur reynt. I öðru lagi hefur seinkun víða orðið vegna þess að dregist hefur hjá bæði sveitar- stjórnum og verkalýðsfélögum að tilnefna menn í stjórnir verka- mannabústaða eftir kosningarnar í vor, þannig að sumarið hefur reynst dauður tími hvað fram- kvæmdir varðar,“ sagði Sigurð- ur. -gg Hetjuleg Mei Mei, sem er panda-birna í dýragarðinum í Chengdu, höfuð- borg Sichuan, eignaðist hún á laugardaginn, og var það sjötti húnninn sem hún eignast í garðin- um. Eins og aðrar sex afkvæma mæður í Kína fékk Mei Mei - en' það þýðir „litla systir" á máli þar- lendra - titilinn „hetjuleg móðir“ eftir fæðinguna. Húnninn var skýrður Dú Dú eftir fæðingar- borg sinni Chengdu, og töldu gæslumenn að þetta væri í fyrsta skipti sem panda-bima eignaðist sex afkvæmi í dýragarði, en fæð- ingar pöndu-húna eru þar ákaf- lega sjaldgæfar. í Kína eru ekki eftir nema um þúsund pöndur. e.m.j./reuter fékk afhentan í gær fyrir sín 19 mörk í 1. deild. Þess má geta að þetta er þriðja árið í röð sem Frammari hreppir Gullskóinn. (Mynd E.OI.). Guðmundur Torfason markakóngur Islandsmeistara Fram og besti leikmaður (slandsmótsins í knattspyrnu 1986 smellir kossi á Gullskó Adidas sem hann Víðiskaupin Vítaverð vinnubrögð Stjórn VR: Virðingarleysi gagnvartstarfsfólki að tilkynna ekki um sölu stórmarkaðarins áður enfjölmiðlarfá vitneskju um málið að hefur komið fyrir áður að fyrirtæki hafa verið seld án þess að sérstaklega hafi verið tal- að um það við starfsfólkið, en okkur finnst það heldur langt gengið þegar það þarf að lesa um þetta í fjölmiðlum. Slík vinnu- brögð bera ekkiöðruvitni en al- gjöru virðingarleysi gagnvart þessu fólki, sagði Magnús L. Sveinsson formaður VR í samtali við Þjóðviljaun í gær. Ákvörðun eigenda Víðis í Mjóddinni um að selja KRON stórmarkaðinn var tekin án þess að málið væri hið minnsta rætt við starfsfólkið og fékk það ekki að vita um viðskiptin fyrr en gengið hafði verið frá kaupunum og skrifað um það í blöð. Stjórn VR ályktaði um málið á fundi sínum í vikunni og eru þessi vinnubrögð þar harðlega átalin. „Harma ber það virðingarleysi sem starfsfólkinu er sýnt með því að tilkynning um söluna skuli berast til fjölmiðla áður en starfs- fólk verslananna fær um hana vitneskju. Eru slík vinnubrögð vítaverð og síst til eftrirbreytni," segir í ályktun stjórnarinnar. Magnús sagði í gær að haldinn hefði verið fundur með seljend- um, kaupendum og starfsfólki í fyrradag, og sagðist ekki vita annað en að starfsfólk Víðis yrði áfram eftir eigendaskiptin. -gg Ný skipulagslög undanþeginn Félagsmálaráðherra ekki treystfyrir skipulagi á hersvœðum l frumvarpsdrögum að nýjum skipulagslögum er gert ráð fyrir að fært verði inn í lögin ákvæði um að félagsmálaráðuneytið skuli ekki fara með skipulagsmál á svonefndum varnarsvæðum heldur utanríkisráðuneytið. Núgildandi lög gera ráð íyrir að félagsmálaráðuneytið fjalli alfarið um skipulagsmál, en hins vegar eru til lög frá 1982, sem fela utanríkisráðuneytingu þetta hlut- verk á hersvæðunum. Unnið er að smíð skipulagslaga í félagsmálaráðuneytinu og hafa þau á undanförnum vikum verið kynnt fyrir sveitarstjórnum, skipulagsstjórn og fleiri aðilum. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.