Þjóðviljinn - 27.09.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.09.1986, Blaðsíða 16
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Laugardagur 27. september 1986 219. tðlublað 51. árgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Samningsréttarnefnd Verkfallsrétt fyrir alla Frumvarp samningsréttar- nefndar opinberra starfs- manna að samningsréttarlögum var lagt fyrir fulltrúa (jórmála- ráðuneytisins í gær og efni þeirra kynnt í meginatriðum. í tillögum BSRB, BHMR og BK er krafist fulls samnings- og verkfallsréttar fyrir hvert stétt- arfélag og að öll ákvæði um kjaradóm hverfi, en stofnuð verði kjararannsóknarnefnd op- inberra starfsmanna, KOS. Ríkisvaldið hefur þegar lýst því yfir að „nauðsynlegir dóm-, heilsu- og löggæsluhópar" ættu ekki að hafa verkfallsrétt en í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir því að einstök stéttarfélög þessara hópa ákveði sjálf ákveð- inn hundraðshluta starfsmanna sem verði skylt að gefa unda- nþágu frá verkfallsrétti. „Það kemur ekki til greina að þessir hópar afsali sér verkfalls- rétti“, sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB í samtali við blaðið í gær. Samningsaðilar munu hittast eftir næstu viku en ljóst er að mikið ber í milli og má því búast við að langan tíma taki að ná samkomulagi. Fulltrúar BSRB, BK og BFIMR hafa lýst því yfir að þeir leggi ríka áherslu á Arnþór Helgason Tilræði við lýðræðið Arnþór kœrir til félagsmálaráðherra. Krefstþess að Guðmari Magnússyni verði veitt áminning og hann biðjist opinberlega afsökunar Eg hef sent félagsmálaráðherra bréf þar sem ég rek aðdrag- anda þessa máls og skýri honum frá því að ég hef notað scgul- bandstæki sem hjálpartæki á fundum í einn og hálfan áratug án þess að nokkur hafi gert athuga- semdir við það, sagði Arnþór Helgason í samtali við biaðið í gær, en honum var vísað út af fundi bæjarstjórnar á Seltjarnar- nesi fyrir að hljóðrita það sem fram fór sér til minnis. í bréfinu til ráðherra fordæmir Amþór forseta bæjarstjórnar, Guðmar Magnússon, fyrir beint tilræði við lýðræðið í landinu og mælist til þess að úrskurði hans verði hnekkt, honum veitt áminning og hann biðji Amþór afsökunar opinberlega. „Blindrafélagið mun væntan- lega styðja við bakið á Arnþóri í þessu máli og mér finnst það al- veg fáránlegt að banna blindum manni að nota segulbandstæki sem hjálpartæki á fundum“, sagði Sverrir Karlsson varafor- maður Biindrafélagsins í samtali við blaðið. „Ég hef enga trú á því að til sé lagabókstafur fyrir þessu og við höfum notað slík segul- bandstæki hér í félaginu í mörg ár. Blindur maður getur skrifað blindraletur ef hann hefur að- stöðu til þess á fundi en það veld- ur meira ónæði en hljóðritun þar sem sífellt tikk heyrist í sílnum sem er stungið í gegnum gata- grind“, sagði Sverris. -vd. að samkomulag náist sem fyrst. Að sögn Kristjáns Thorlaciusar er von á að svör ríkisvaldsins birt- ist í frumvarpsformi þegar aðilar hefja viðræður. Þorsteinn A. Jónsson formað- ur launamálaráðs BHMR og Kristján Thorlacius, formaður HÍK sögðu við blaðið að ef vel gengi að ná fram kröfum félag- anna í formi löggjafar væri vel hugsanlegt að tekið yrði upp sam- starf á víðari grundvelli milli allra opinberra starfsmanna í stærstu réttindamálum. _vd. Sjónvarp Listamannastund aflögð í útvarpsráði í gær var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum að leggja niður nafnið „Kvöldstund með listamanni“ í sjónvarpsþáttum. Þarmeð er þó ekki tekið fyrir við- talsþætti af sama toga „heldur verði framvegis rætt við einstak- linga án þess að skipa þeim á sam- eiginlegan bás“. ~PV Hestar Á sýningu til New York Fyrirtækin íslandssport og fs- hestar hafa tekið höndum saman um kynningu á íslenska hestinum f Bandaríkjunum. Einnig hafa fyrirtækin ásamt fleiri aðilum ráðist í útgáfu á alþjóðlegu tíma- riti um íslenska hestinn, Iceland horse international, sem mun koma út í fyrsta skipti í nóvember n.k. í tilefni alþjóðlegu hestasýn- ingarinnar í Madison Square Garden í New York. Forráðamenn fyritækjanna telja að með því að komast inn á þessa miklu sýningu opnist miklir möguleikar bæði á landkynningu og kynningu á íslenska hestinum í Bandaríkjunum en um 27 miljón bandaríkjamanna eru nú með- limir í reiðklúbbum. Ragnar Hinriksson knapi með einn dýrmætasta gæðing landsins, Júní, sem var efstur í A-flokki gæðinga á landsmótinu á Hellu í sumar. Þeir félagar verða samferða á hestasýninguna í Bandaríkjunum í nóvember. Mynd: E.ÓI. MEÐ FOSTUM VOXTUM SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.