Þjóðviljinn - 27.09.1986, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 27.09.1986, Qupperneq 2
Anna Kristjánsdóttir, starfs- stúlka: Þetta er fáheyrt og al veg til skamm- ar aö gera svona gagnvart mann- inum. Mér finnst þetta líkt og aö blaðamönnum væri meinað að skrifa fréttir. Sólrún Jónsdóttir, sjúkra- þjálfari: Ef það eru ekki reglur fyrir því að leyfilegt sé að vísa manninum úr húsi fyrir segulbandsupptöku á fundi, finnst mér þetta nokkuð gróft. FRÉTTIR P“SPURNINGINln Hvaö finnst þér um brottvísun Arnþórs Helgasonar af fundi bæjarráös Seltjarnarness á miðvikudaginn? (Spurt á Sel- tjarnarnesi.) Kristján Sigurðsson, versl- unarmaður: Mér finnst þetta nú hálf léleg fram- koma við manninn. Af þvi sem ég hef heyrt og lesið um þetta mál get ég ekki sagt annað. Fylkingin Guðmundur Sigurðsson, læknir: Af því sem ég hef heyrt af þessu máli finnst mér alveg ástæðulaust að honum skuli hafa verið vísað af fundi. Skrifstofa hljómsveitarinnar er nú að flytja í Gimli við Lækjarg- ötu. Verður hún opin alla daga frá kl. 9-17. Þar fer fram öll sala aðgöngumiða og áskriftarskírt- “ina. Endurbætur hafa nú verið gerðar á sviðinu í Háskólabíói. Hefur sviðið lækkað og jafnframt stækkað og hljómburður betri en áður. - Hljómplötuupptaka er í undirbúningi. Stjórn Sinfóníuhljómsveitar- innar skipa nú: Ólafur B. Thors, formaður, Elfa Björk Gunnars- dóttir, Haukur F. Hannesson, Hörður Sigurgestsson og Jón Þórarinnsson. Framkvæmda- stjóri er Sigurður Björnsson og skrifstofustjóri Gunnar Egilsson. -mhg Kristján Vídalín, skrúðgarð- yrkjumaður: Mérfinnst þetta argasta skömm að blindum manni skuli vísað út af þessum fundi. Þessi ráðstöfun sýn- ist mér lýsa hugarfari þeirra manna sem að þessu stóðu. Sinfóníuhljómsveit íslands hóf nýtt starfsár sitt með tónleika- ferð um Vesturland og Vestfirði í byrjun september og síðan kynn- ingartónleikum í Háskólabíói. I vetur heldur hljómsveitin áskrift- artónleika og þrenna aukatón- leika, auk þess sem farið verður út á land. Fyrstu tónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 9. okt. en þeir siðustu 21. maí. Munu þeir væntanlega verða kynntir hér í blaðinu með nægum fyrir- vara. Á efnisskrá hljómsveitarinnar verða ýmis öndvegisverk er- lendra tónbókmennta auk ís- lenskra verka, eldri sem yngri Sú nýbreytni hefur nú verið tekin upp við sölu á aðgöngumið- um að 10 dögum fyrir hver mán- aðamót verður hægt að kaupa miða í lausasölu á áskriftartón- leika komandi mánaðar, nema þegar sala áskriftarskírteina stendur yfir, þá frá 1. viðkomandi mánaðar. Frá og með 1. okt. verður hægt að kaupa miða á alla aukatónleika vetrarins. Er þetta gert til þess að auðvelda þeim, sem sækja hverja tónleika, að tryggja sér miða og jafnframt betri sæti en ella. Hægt verður að kaupa áskriftarskírteini að reglu- legum tónleikum hljómsveitar- innar fyrir eitt misseri í senn og halda þannig föstum sætum. Fastir áskriftargestir hafa jafnan forkaupsrétt að skírteinum í upp- hafi hvers misseris. Ellih'feyrisþegar njóta 30% af- sláttar af verði áskriftarskírteina og nemendur allra skóia geta, gegn framvísun skólaskírteinis, fengið 50% afslátt af óseldum lausamiðum fyrir hverja tón- leika, í miðasölunni í Háskólabí- ói. Sinfóníuhljómsveitin Mikið um dýrðir í vetur Skrifstofan í nýtt húsnœði - Endurbœtur á Háskólabíói Guðrún Birgisdóttir í Heimilistækjum með loftnetsmagnara, í vinstri hendi og „lykilinn“ („brenglarann“ hendi. umtalaða I hægr Sjónvarp Loftnetskerfið bregst Loftnetskerfi ífjölbýlishúsum eru víða svo einföld aðþau geta ekki tekið við tveimursjónvarpsstöðvum. Víða munþurfa að kaupa nýja loftnetsmagnara til að ná sjónvarpsstöðvunum og fellur sá kostnaður á íbúa stærri fjölbýlishúsum gæti kostnaður íbúa við breytingar á loftnetskerfum verið á bilinu 15- 30.000 krónur ef það vill horfa á ríkissjónvarpið og Stöð 2. Og þá er aðeins rætt um efniskostnað, sagði Arthúr Moon í Sjónvarps- miðstöðinni. Arthúr sagði að á sumum stöð- um þyrfti kannski aðeins að skipta um það sem hann nefndi síur en þær eru til að rásirnar, svo sem Stöð 2 og Ríkissjónvarpið trufluðu ekki hvor aðra. Slíkar síur kostuðu 11.600 hjá þeim. En kostnaður með vinnu gæti verið á bilinu 15-30.000 krónur. Har- aldur Sigurðsson, verkfræðingur hjá Póst- og Símamálastofnun- inni staðfesti þessi tæknilegu vandamál. „Við höfum fengið upplýsingar frá íbúum í fjölbýlis- húsum sem gefa til kynna að loftnetsmagnarar í mörgum þeirra séu annað hvort ekki gerð- ir fyrir fleiri en eina rás þannig að Stöð tvö sést t.d. ekki eða þá að loftnetskerfið er svo galopið, ef svo má segja, að hvorki sést til sjónvarps Ríkisútvarpsins, né Stöðvar 2. Er það fyrst og fremst vegna gagnkvæmra truflana." Haraldur sagði að dæmi sem þessi væru fyrst og fremst úr Breiðholti. Víða er ástandið þannig að ljóst er að það verður að skipta um loftnetsmagnara og fellur kostnaður af slíkum breytingum á íbúa fjölbýlishús- anna. Ástæðan fyrir því að truflan- irnar eiga sér helst stað í Breiðholti, er sú að þaðan er stutt í endurvarpsstöðina á Vatns- endahæð. Merkin verða þá svo sterk frá Vatnsenda að rásirnar sem senda sjónvarpsefni trufla hvor aðra þegar þau berast í loftnetskerfi margra fjölbýlis- húsa. -IH Haust- happdrætti Ritsöfn, plötur og myndverk meðal vinninga. Dregiðl. desember Æskulýðsnefnd Alþýðubanda- lagsins hefur hleypt af stokkunum hausthappdrætti með mörgum glæsilegum vinningum. Dregið verður í happdrættinu 1. desember n.k. en meðal vinn- inga eru ritsöfn Halldórs Lax- ness, Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar, Tómasar Guðmunds- sonar, Ljóðasafn Jóhannesar úr Kötlum, íslendingasögur Svarts á hvítu, plötur Bubba, Kristínar Ólafsdóttur og Megasar og ýmis myndverk. Einungis eru gefnir út 7525 miðar og kostar hver miði 150 kr. Blaðaprent Pökkunarfolki sagt upp Átta pökkunarkonum í Blaða- prenti hefur verið sagt upp störf- um frá og með 1. október n.k., en að sögn Hrafnkels Ársælssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins verður þeim gefinn kostur á að vinna fram yfir þann tíma. Ástæðan fyrir uppsögnunum er sú að ákveðið hefiir verið að kaupa tölvustýrða pökkunarvél, sem leysir mannshöndina af við þetta starf. Vélin sem enn er ó- komin til landsins mun að sögn Hrafnkels kosta 5-6 miljónir króna. -gg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. september 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.