Þjóðviljinn - 27.09.1986, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 27.09.1986, Qupperneq 3
FRETTIR Kartöfluinnflutningur i Alagningin úr böndunum Könnun Verðlagsstofnunar: Álagning á innfluttar kartöflur hœkkaði verulega á tveimur mánuðum. Hœkkun heildsöluverðsþrátt fyrirlœkkun innkaupsverðs. Guðmundur Sigurðsson:Álagningin hækkaði ofmikið Við teljum að heildsöluálagning á innfluttar kartöflur hafi farið úr böndunum. Hún hefur hækkað óeðlilega mikið. Því finnst okkur að fylgjast verði mun nánar með verðmyndun á innfluttum kart- öflum þegar innflutningur hefst að nýju. Það kemur þá jafnvel til greina að setja álagningunni ein- hver takmörk, sagði Guðmundur Sigurðsson viðskiptafræðingur Verðlagsstofnunar í samtali við Þjóðviljann í gær. Verðlagsstofnun hefur kannað verðmyndun á kartöflum sem fluttar voru inn í sumar. Kannað- ur var innflutningur þriggja fyrir- tækja, annars vegar sending sem kom í júní en hins vegar sending sem kom til landsins í lok ág- ústmánaðar. í ljós kom að álagning fyrir- tækjanna þriggja á fyrstu send- ingunni var á bilinu 8.3% til 32.6%. Því til viðbótar var reiknuð 5% til 20% rýrnun af kostnaðarverði. Á tveggja mánaða tímabili hækkaði álagning þessara þriggja fyrirtækja hins vegar verulega og var orðin 22% til 76%. Á sama tíma hafði innkaupsverðið er- lendis frá lækkað nokkuð, en þrátt fyrir það hafði heildsölu- verðið hækkað hjá tveimur fyrir- tækjanna um 5%-10%, en lækk- að hjá einu um 24%. Á þessu gáfu innflytjendur m.a. þá skýringu að rýrnun hafi verið mjög mikil á síðustu kart- öflusendingunum. Kartöfluinnflutningur hefur lagst af um skeið, en þegar hann hefst að nýju mun Verðlagsstofn- un að sögn Guðmundar fylgjast mun betur með álagningunni. -gg Sigrún Guðjónsdóttir við hluta innréttingarinnar sem nú er til sölu hér á landi. Finnskur gestur Herra Hú kominn Idag frumsýnir Leikfélag Akur- eyrar barnaleikritið Herra Hú eftir Hannu Mákelá, sem Njörður P. Njarðvík hefur þýtt og Þórunn Sigurðardóttir leikstýrir. Sam- tímis kemur út bók um Herra Hú, sem er skrýtinn svartur karl, og hefur þann starfa að hræða börn - en er innst inni ekki slæmur og hræddur sjálfur við það sem hann ekki þekkir - eins og við öll. Hannu Makelá, segir þýðand- inn og útgefandinn, Njörður P. Njarðvík, er eitt af þekktustu skáldum Finna og hafði gefið út mörg ljóðasöfn þegar hann bjó til þennan karl, sem hefur áhyggjur af því að börnin, sem hann á að hræða eru kannski ekki nógu skelfd... Herra Hú, sagði höfundurinn, sem hingað er kominn og verður viðstaddur frumsýninguna á Ak- ureyri, varð til þegar ég þurfti að segja syni mínum ungum og fé- lögum hans sögur - þá spratt karl Hannu Mákelá með trémynd sem hann hefur gert af sögupersónu sinni (Ijósm.: sm). Einvígið Karpoff Karpoff frestaði í gær 20. skák- inni í einvígi sínu við hcims- meistarann Kasparoff, og verður hún tefld á mánudag. Hafa þá báðir skákmeistararnir fullnýtt frestunarréttinn. Staðan er nú 9Vi-9lA, eftir að Karpoff gerði glæsiforskot heimsmeistarans að engu í þrem- ur skákum. Kasparoff hefur að því leyti betri stöðu að hann held- ur titlinum á jöfnum vinningum eftir 24 skákir, en margir telja að fresfar á móti vegi sálfræðilegt áfall eftir frammistöðu Karpoffs. Breski meistarinn Keene telur að Kasparoff standi óþolinmæði fyrir þrifum, hann eigi að leggja áherslu á úthaldið í stað þess að reyna að gera útaf við Karpoff í upphafi skákar. Frestur er nú allur úti, og ljóst að úrslit í einvíginu fást í síðasta lagi 8. október. Kasparoff hefur hvítt á mánudaginn. - m/reuter. allt í einu fram og féll syni mínum svo vel í geð að hann vildi alltaf heyra meira og meira. Það var komið efni í bók. Farðu ekki að gefa út bamabók, sagði einn koll- ega minn, það er synd og skömm að alvariegt skáld eins og þú vas- ist í slíku! En þetta gerði ég og þetta er eina bókin sem ég fékk mikla gleði af - það tók enginn eftir mér meðan ég var „alvarlegt skáld“, en nú hringdi fólk í mig og skrifaði mér. Og herra Hú fór að lifa sínu eigin lífi hér og þar um löndin, lífi sem ég skil ekki lengur. Hann hefur birst í átta leikhúsum í Finnlandi og þrjátíu í Sovétríkjunum og nú er hann kominn til Svíþjóðar og íslands og fleiri landa. Ég hefi skrifað þrjár bækur um Herra Hú. Nú er hann kominn til Frakklands og býr á eyju Heilags Loðvíks og þangað hefi ég aldrei komið. Kannski fer ég að vita hvað honum líður. Kannski kem- ur að því síðar ef ég verð gamall og Herra Hú líka, að ég skrifa endurminningar hans... Herra Hú varð til úr myrkrinu. Ég var myrkfælinn sem barn, ótt- aðist næturhljóð og það sem var undir rúminu og úr þessu öllu varð Herra Hú til, og í hans dæmi sést það, að óttinn við myrkrið er ekki annað en óttinn við sjálfan sig. Og að lokum skilst manni að myrkrið er ekki hættulegt. Við báðum börn á Akureyri að teikna það sem þau óttuðust mest, sagði Pétur Einarsson leikhússtjóri, og myrkrið var svo sannarlega stór partur margra þeirra mynda. Njörður P. Njarðvík hefur ný- stofnað eigið forlag og Herra Hú er fyrsta bókin sem það gefur út. - áb. Hönnun íslensk listiðn út í lönd V-þýskafyrirtœkið Villeroy & Boch er komið með hönnun á baðinnréttingar eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur etta er nú nokkuð ólíkt því sem almennt gerist við hönnun í baðinnréttingum, sagði Sigrún Guðjónsdóttir, listamað- ur en v-þýska fyrirtækið Villeroy & Boch nýtur nú góðs af hæfi- leikum Sigrúnar með keramik. Fyrirtækið Villeroy & Boch hefur keypt listaverk af henni til notkunar í baðinnréttingar sínar. „Eftir því sem ég veit best er þetta í fyrsta skipti sem erlent fyr- irtæki á þessu sviði fær íslenskan og yfirleitt norrænan listamann til liðs við sig á þessu sviði, við hönnun innréttinga. Þetta kom nú til af því að ég hef notað efni frá þessu fyrirtæki í nokkur ár. Ég kynnti hugmyndir mínar fyrir þeim á síðasta ári og 'þeir lýstu áhuga á frekari samvinnu. Síðan vann ég frekar úr þessum hug- myndum þegar ég var í Sveaborg listamiðstöðinni í Svíþjóð í fyrra.“ „Þeir stæra sig nú að því að selja innréttingar í öllum löndum heims. Hvað um það, þær eru komnar heim og mér sýnist þeim hafa tekist afskaplega vel til því keramik er erfitt efni að eiga við“, sagði Sigrún. IH j %i\c\cVcari^ei|l . SAUMANÁMSKEIÐ Kennt verður að taka upp einföld snið, sníða og sauma eftir þeim. Kenndar verða 4 kennslust. á viku í 10 vikur. Námsgjald er kr. 3.800.-. Kennslustaðir: Miðbæjarskóli og Gerðuberg. Upplýsingar í símum 12992 og 14106. Prjónið eigin peysu Prjónanámskeið fyrir byrjendur. Kennd eru undirstöðuatriði í prjónaskap. Kennari: Fríða Kristinsdóttir, hand- menntakerinari. Innritun daglega í síma 18258. <36<X4+1Mr3ÓUJt>C4^y ^ OTORKURINN Kjörgarði, Laugavegi 59 Framkvæmdastjóri Alþýðuleikhúsið auglýsir lausa stöðu fram- kvæmdastjóra frá og með 1. nóv. n.k. Um er að ræða Vz starf. Umsóknir sendist Alþýðuleikhúsinu. Pósthólf 1445 101 Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.