Þjóðviljinn - 27.09.1986, Page 4
LEIÐARI
Tilbúin í slaginn
Væntanlegar kosningar eru nú farnar aö hafa
óheillavænleg áhrif á taugakerfi ríkisstjórnar-
flokkanna. Það þarf ekki nein sérstök mælitæki
til að verða vör við Suðurlandsskjálftana sem
eru farnir að skaka þá með reglulegu millibili. En
hið merkilega er, að stjórnarflokkarnir hafa ekki
áhyggjur af því um hvað eigi að kjósa, - heldur
hvenær eigi að kjósa.
Ráðherrar og þingmenn þessara flokka virð-
ast nefnilega hafa lítið þarfara að gera en pexa í
fjölmiðlum hvort kosningar eigi að vera mánuð-
inum fyrr eða síðar.
Það hefur raunar verið næsta erfitt að átta sig
á þessu stormviðri sem fór af stað í vatnsglasi
stjórnarinnar í kringum væntanlega dagsetn-
ingu kosninganna. Ef til vill erfiðast fyrir íhaldið.
Enda sá formaður þingflokks Sjálfstæðis-
manna sig að lokum tilneyddan til að gefa út
sérstakar lesleiðbeiningar um hvernig bæri að
skilja ummæli hans og annarra þingmanna
Sjálfstæðisflokksins um málið.
Sjálfur var hann hins vegar ekki skýrari en
svo, að Morgunblaðið sá ástæðu til að skrifa
sérstakan leiðara til að skýra skýringar þing-
flokksformannsins.
Allir þekkja svo heiðríkju Morgunblaðsins!
Pexið á sér hins vegar ákveðna skýringu.
Þingflokkur Sjálfstæðismanna lýsti því yfir - að
vísu með einkar loðmullulegum hætti - að hann
vildi flýta kosningum og hafa þær fyrir apríllok.
Framsóknarmönnum fannst þetta hins vegar
stappa nærri helgispjöllum. Þeir vilja nefnilega
ekki flýta kosningum fyrir nokkurn mun.
Það er í sjálfu sér skiljanleg afstaða hjá Fram-
sókn. Það þarf nefnilega ekki einu sinni meðal-
greindan Framsóknarmann til að skilja að allt
útlit er nú fyrir stórfelldan kosningaósigur
flokksins. Menn þurfa ekki nema vera rétt
stautfærir á blöðin til að sjá að það er einmitt
þetta sem skoðanakönnun eftir skoðanakönn-
un boðar.
Það er þessvegna sem Framsóknarmenn
vilja seinka kosningum eins mikið og auðið
verður. Þeir lifa í þeirri veiku von að fái þeir örlítið
meira tóm takist þeim ef til vill að hysja upp um
sig buxurnar sem eru búnar að þvælast um
hælana á þeim síðustu þrjú árin.
Fyrir íslenska sósíalista skiptir þetta lítilsiglda
pex hins vegar engu máli. Kosningar geta verið
hérna megin jóla eða hinu megin, fyrir páska
eða eftir páska, - það gildir okkur einu. Við
,höfum þann einbeitta ásetning að koma þessari
ríkisstjórn frá, og okkur skiptir ekki mestu máli
hvenær við hefjumst handa.
Frá skal hún!
Við förum í baráttuna til að skila góðærinu í
réttar hendur. Það vita allir að aldrei fyrr í sögu
lýðveldisins hefur jafn mikill auður orðið til í
landinu og nú. Sérfræðingur eftir sérfræðing
romsar upp úr sér talnaflóði í fjölmiðlunum til að
sanna að góðærið sé í rauninni ekki tilbúningur
skrifborðsvísindamanna - það sé í rauninni til.
Og við rengjum það í sjálfu sér ekki. Við höldum
því hins vegar fram að mesta góðæri þjóðarinn-
ar hafi siglt fram hjá öllu venjulegu fólki. Þess-
vegna hlýtur það að verða eitt meginverkefni
komandi kosningabaráttu að byggja grunn
undir nýja ríkisstjórn félagshyggjuaflanna sem
sér um að skila góðærinu í réttar hendur.
Við förum líka í baráttuna til að létta vinnu-
þrælkuninni af fólki. Sjá til þess að fólk fái laun
sem það geti lifað af án þess að takast á hendur
eins konar sjálfskipaða útlegð frá mannlegu
samfélagi til að geta með óhóflega löngum
vinnudegi séð sér og sínum farborða.
Þetta eru þeir hlutir sem íslenskir sósíalistar
munu setja á oddinn. Okkar kosningabarátta
mun beinast að því að fleygja út í hafsauga
ríkisstjórn kjararáns og vinnuþrælkunar. Hvort
það verður mánuðinum fyrr eða seinni skiptir
ekki máli. Við höfum beðið í bráðum fjögur ár.
Og nú erum við tilbúin í slaginn!
_ÖS
0 Mynd: Einar Ól.
LJOSOPIÐ
DJOÐVIIJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, Össur Skarphóðins-
son.
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjonsson, Inaólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs-
dóttir, Maanús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson,
Sigurður Á. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir,
Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlit8teiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: ólöf Húnfjörð.
Bllstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
ipnheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð: 55 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 27. september 1986