Þjóðviljinn - 27.09.1986, Qupperneq 5
„Hefurðu góð sambönd?“
sagði kunningi minn við mig um
daginn.
„Ég þekki mikið af góðu fólki,“
sagði ég.
„Er það nógu gott til að geta
lánað okkur þó ekki væri nema
fimmtíu milljónir?“
„Mér hefur því miður alveg
láðst að gá að því,“ sagði ég. „En
hvað eigum við að gera við
fímmtíu millur?“
„Við stofnum sjónvarpsstöð,"
sagði kunningi minn. „Það er
nútíminn. Þar er hægt að græða.
Þú mátt stjórna stöðinni og búa
til alls konar skemmtilegt efni
handa fólkinu í landinu. Þú getur
skammtað þér gott kaup allt árið
og svo geturðu fengið frí til að
spóka þig á kvikmyndahátíðum
um allan heim.“
„Þakka þér fyrir það,“ sagði
ég. „Þetta erfreistandi tilboð. En
hvað ætlarðu sjálfur að fá út úr
þessu annað en að sjá hugsjón
rætast?“
„Ekki er það nú mikið,“ sagði
hann. „Ég gæti vel hugsað mér að
verða ástsæll með þjóðinni og
frægur af því að endurheimta
Dallas til landsins, auk þess sem
ég gæti svo sem séð um vinsæla
þætti fólki til upplyftingar. Fyrir
þetta mundi ég þiggja sæmileg
laun, en þjóðin sjálf gæti þakkað
mér þótt síðar yrði, til að mynda
með því að fela mér eitthvert
embætti. Kannski á Bessastöð-
um, því að ég er hrifinn af
heilbrigðu lífi og sveitalofti.“
„Það verða nú ekki allir forset-
ar sem koma fram í sjónvarpi,“
sagði ég.
„Það veit ég vel,“ sagði kunn-
ingi minn. „En í sjónvarpsþáttum
mínum ætla ég að leggja áherslu á
að þjóðin fái bjór að drekka eins
og hún getur torgað. Þetta er
þorstlát þjóð.“
meðan auður og völd bíða úti í
ljósvakanum. Hér vantar ekki
nema fáeinar krónur. Kannski
hundrað og fimmtíu milljónir.“
„Þú varst að tala um fimmtíu
milljónir fyrir augnabliki síðan og
nú ertu kominn upp í hundrað og
fimmtíu. Þú verður kominn upp í
stjarnfræðilegar upphæðir áður
en sólin sest.“
„Bíddu nú hægur,“ sagði hann.
„Ég sagði aldrei að okkur vantaði
ekki nema fimmtíu milljónir. Ég
sagði að okkur vantaði fimmtíu
milljónir sem startkapítal. Ef við
fáum startkapítal þá kemur hitt af
sjálfu sér. Peningar streyma
ævinlega þangað sem peningar
eru fyrir. Sko. Fyrir fimmtíu
milljónir förum við af stað og ger-
um okkur gildandi. Við auglýsum
upp að við ætlum að stofna sjón-
varpsstöð og þegar fólk er farið
að trúa því, þá förum við að slá
fyrir alvöru. Við notum
startkapítalið til að fá okkur
húsnæði og húsbúnað og
innréttingar og svo borgum við
inn á tæki og gerum upp fyrstu
launagreiðslur og látum búa til
sjónvarpsmerki og prentum það
á hvíta boli og derhúfur sem
starfsmennirnir ganga svo með.“
„Við fáum slatta af hvítum bol-
um og derhúfum fyrir fimmtíu
milljónir," sagði ég.
„Æ, vertu ekki með þessa
kaldhæðni,“ sagði kunningi
minn. „Við hringjum svo í Sóní
eða eitthvert gott fyrirtæki í Jap-
an og fáum Sólnes-bræðurna til
að hjálpa okkur að gera
kaupleigusamning við gulu
mennina og fyllum húsnæðið af
græjum, þær kosta ekki nema
svona tuttugu til sextíu milljónir.
Japanirnir vilja selja hvað sem er
á afborgunum og nú þegar eru
þeir búnir að selja svo mikið af
úreltu sjónvarpsskrani til íslands
að heilt hverfi í verkamannabú-
/
„Egsagði að okkur vantaðifimmtíu
milljónir sem startkapítal. Efviðfáum
startkapítal þá kemur hitt afsjálfu sér.
Peningar streyma œvinlega þangað sem
peningar erufyrir... “
„Það er margt skynsamlegt í
þessu hjá þér,“ sagði ég.
„Þó það nú væri,“ sagði hann.
„Má ég þá treysta því að þú redd-
ir þessum skitnu fimmtíu milljón-
um?“
„Þar stendur hnífurinn í
kúnni,“ sagði ég. „Ég kann enga
leið til að skaffa fimmtíu
milljónir, nema ef við færum að
stunda veiðiþjófnað á hvölum.
Hins vegar veit ég hvar ég get náð
í fimmþúsund krónur á þriðju-
daginn kernur."
„Þú ert smásál,“ sagði kunn-
ingi minn. „Það sem er undir
milljón kallar maður ekki pen-
inga heldur skiptimynt. Hér
stöndum við á gatslitnum skóm
Bollaleggingar
um sjónvarpsstöð
stöðunum í Tókíó getur farið á
eftirlaun og látið senda sér tékka
frá íslandi mánaðarlega næstu
hálfa öld.
Því næst ræðum við málið við
Bandaríkjamenn, því að það eru
menn sem skilja lífið. Af þeim
kaupum við fullt af hollum og
skemmtilegum myndum og fram-
haldsþáttum handa þjóðinni,
sem er löngu búin að gefast upp á
skandinavísku legvatnsgutli, og
vill sjá fallegt fólk og efnað takast
á í anda frjálsrar samkeppni.
Þetta kostar ekki nema fáeinar
milljónir og ég er handviss um að
við fáum það mestallt skrifað
þangað til við erum farnir að
græða.“
„En eigum við ekki að hafa
eitthvað íslenskt efni?“
„Jú, biddu fyrir þér. Við verð-
um með fréttir alveg lon og don.
Það kostar skít á priki að spjalla
við stjórnmálamenn og jafnvel
hugsanlegt að láta þá borga fyrir
að fá að koma í sjónvarpinu.“
„Ég efast nú um að það sé lög-
legt.“
„Nú jæja, ekkert má nú. En við
getum haft mikið af viðtölum við
stjórnmálamenn sem hafa
heilbrigðar skoðanir og skilja
nauðsyn þess að hér sé frjálst
sjónvarp. Hina þursana sem eru á
móti okkur getum við bara látið
eiga sig. Ekki vilja þeir koma
fram í sjónvarpi, sem þeir vilja
ekki að sé til.“
„Heyrðu...“
„Vertu ekki að grípa fram í
fyrir mér. Nú. Svo kaupum við
íslenskt efni.“
' „Hvaða efni?“
„Bara eitthvað. Það hlýtur að
vera hægt að fá fullt af efni fyrir
slikk.“
„En eigum við ekki að fram-
leiða eitthvað sjálfir?"
„Jújújújújú. Við framleiðum
kvikmyndir og framhaldsþætti
eins og best gerist hjá Bíbísí og
Eibísí og þeim piltum.“
„Þú veist að það kostar að
minnsta kosti tíu milljónir að
framleiða hundrað mínútna
mynd?“
„Er það svona fjandi dýrt?“
„Ég hélt þér þættu tíu milljónir
ekki mikill peningur."
„Við verðum samt að spara.
Við skulum leggja áherslu á
barnaefni. Það er vinsælt að
hugsa vel um börnin.“
„Það er alveg jafndýrt að búa
til gott barnaefni og efni handa
fullorðnum."
„Hvaða vitleysa. Við fáum
bara einhverja kéllingu til að lesa
ævintýri. Það er enginn höfund-
arréttur á þeim.“
„Kéllingunum?"
„Nei, ævintýrunum. Annars er
það kannski vitleysa að vera að
borga allar þessar milljónir sem
þú ætlar að fá lánaðar."
„Það er ekkert mál. Við seljum
áskriftir að prógramminu. Það
kostar til dæmis 950 krónur á
mánuði. Það hljómar vel. Það
nær ekki þúsund kallinum.“
„950 krónur á mánuði eru
11.300 krónur á ári.“
„Já, fólk tekur ekkert eftir því í
svona smáskömmtum. Við fáum
tíuþúsund áskrifendur. Það gera
113 milljónir á ári í tekjur. Svo
seljum við auglýsingar fyrir 50
milljónir á ári. Þá eru heildart-
ekjurnar orðnar 160 milljónir. Á
ári.“
„Hvernig eigum við að rukka
afnotagjöldin?"
„Við látum fólk kaupa sér af-
ruglara á tækin og svo sendum við
lögfræðinga á þá sem eru með
afruglara og skirrast við að
borga.“
„En ef heilar blokkir eða
jafnvel bæjarfélög eru saman um
einn afruglara?"
„Þá sendum við bara lögregluna
á liðið. Það er ekkert mál að
rukka.“
„En hvað um auglýsingarnar.
Afhverju heldurðu að auglýsend-
ur vilji frekar augiýsa hjá okkur
heldur en hjá RUV?“
„Við látum banna Ríkissjón-
varpinu að birta auglýsingar. Það
er brot á einstaklingsfrelsinu ef
einstaklingar þurfa að keppa við
ríkið. Enda á ríkið nóga peninga.
Það eru einstaklingar sem eru
blankir. Menn eins og þú og ég.
Þetta er fínt mál. Við skuldum
hundrað og fimmtíu milljónir
eftirfyrsta árið. Fjármagnskostn-
aður, laun og afborganir eru ekki
nema 70 til 100 milljónir og tekj-
umar verða 160 milljónir. Þá eru
60 milljónir í afgang. Þú færð
milljón á ári.“
„Og þú 59 milljónir?"
„Það er alltaf sama öfundin í
þér. Geturðu ekki unnt dug-
legum mönnum þess að græða?“
„Jújú.“
„Blessaður notaðu þá sam-
böndin og reddaðu 50 millum í
startkapítal handa okkur."
... Við auglýsum upp að við œtlum að
stofna sjónvarpsstöð og þegarfólk er
farið að trúaþví, þáförum við að slá
fyrir alvöru... “
dröslast með kéllingar í barna-
tímum. Það er ekki nógu líbó.
Við fáum strák til að sjá um
þetta. Einhvern með kringlótt
gleraugu á fótlaga skóm. Þá verð-
ur félagshyggjuliðið ánægt.“
„Var það ekki ég sem átti að sjá
um dagskrárgerðina?"
„Jú,“ sagði kunningi minn.
„En hún verður að vera innan
skynsamlegra marka. Þið þessir
íslensku kvikmyndagerðarmenn
eruð á egótrippi greyin og hugsið
ekkert um kostnaðinn."
„Kostnaðinn? Já, vel að
merkja. Hvernig ætlarðu að
„Viltu ekki útvega áskrifend-
uma fyrst?“
„Ef þú vilt ekki vera með í
þessu," sagði kunningi minn. „Þá
sný ég mér bara eitthvert annað."
„Hvert?“ spurði ég.
„Þú gætir nú til dæmis auglýst
eftir fjármagnsaðila handa mér í
Þjóðviljanum," sagði hann. „Það
hlýtur einhver að eiga aura í
sparibók."
Og nú vantar bara dálítið af
peningum og fáeina áskrifendur.
Stórhugurinn er til staðar. Það
má alltaf reyna!
- Þráinn
Laugardagur 27. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5