Þjóðviljinn - 27.09.1986, Síða 7
Umsjón:
Páll
Valsson
DJOÐVIUINN
Munch-sýningin opnuð í dag
Myndin var aldrei fullgerð...
Myndlistin
höfðar til
tilfinninga
Spjallað við Hörpu Björnsdóttur
mótífum og hve auðvelt er að
trúa því að myndunum sé ekki
lokið. Myndsköpun hans var
ferli, allt gat tekið breytingum,
myndin var ekki fullgerð meðan
lífið hélt enn áfram. Þvísjáum við
þessar eilífu víxlverkanir - víxl-
verkanir milli mynda, sem lýsa
tilfinningum ungs manns og sex-
tugs listamanns sem finnur öðru
vísi tii, hefur annað næmi. Við
finnum víxlverkanir, sem ganga
frá málverki yfir í grafík (og þar
skerpast kannski línur og einfald-
ast) og svo þaðan aftur yfir í mál-
verk. Munch vitnaði stundum í
Leonardo da Vinci sem ekki gat
lokið við sín verk nema fá - en
skildi eftir sig sterkari áhrif en
flestir aðrir...
Munchsafnið í Osló á 4-5000
teikningar og um ellefu hundruð
málverk. Það er mjög drjúgur
hluti alls sem þekkt er eftir
Munch (nálægt 2000 málverk) og
er það því að þakka, að Munch
arfleiddi Oslóborg að verkum
sínum. Hann var, sagði Arne
Eggum, eins og ýmsir aðrir lista-
menn sem hefur tekist að sýna
okkur heiminn með nýjum hætti
- vildi gjarna að sem stærstur
hluti verka hans væri á einum
stað til þess að menn kæmust til
þess betur að sjá hlutina í sam-
hengi, sjá hvernig eitt leiðir af
öðru.
F*að hefur verið gífurleg eftir-
spurn eftir Munchsýningum-sig-
ursælar sýningar hafa verið í Jap-
an og Kína, í Madrid og Lening-
rad og nú eru á dagskrá Barce-
lona, Essen og Munchen...
Harpa Björnsdóttir heitir ung
myndlistarkona sem sýnir nú
myndir sínar í Gallerí Borg við
Austurvöll. Harpahefurhaldið
fjórareinkasýningar, þaraf
tvær í Kaupmannahöfn síðan
hún útskrifaðist úr MHÍ. Á
kynniskorti sýningar Hörpu er
prentað- „Tilfinningin er allt—
orð eru bara hljóð". Ég spurði
Hörpu hvort þetta væru
kannski einkunnarorð hennar
í myndlist:
„Kannski ekki einkunnarorð.
Þetta er tilvitnun úr Fást eftir Go-
ethe og þetta sló mig svo sterkt.
Annað sem hefur haft mikil áhrif
á mig er kvikmyndin Persona
eftir Ingmar Bergman. Eftir hana
fannst mér sem maður gæti bara
haft munninn lokaðan framvegis.
Það má líta á yfirskriftina kannski
sem leiðbeinandi. Ég lít á mynd-
iist svipað og tónlist, hún er upp-
lifandi, kallar á upplifun fremur
en skýringar. Höfðar til tilfinn-
inga frekar en vitsmuna. Maður-
inn er líka frekar tilfinningavera
en vitsmunavera, hans tilfinn-
ingasvið er stærra. Myndlistar-
menn eru alltaf krafnir skýringa,
spurðir þessum leiðinlegu „af
hverju“ spurningum. En tón-
listarmenn eru hins vegar sjald-
nar ónáðaðir með svoleiðis
spurningum.“
- En þá vaknar sú spurning
hvort myndlistargagnrýni eigi
rétt á sér?
„Hún á rétt á sér ef menn upp-
lifa eitthvað. Ef myndlistin kallar
á einhver viðbrögð gagnrýnand-
ans þá er hún í lagi. En skyldu-
skrifin eru það ekki, þegar menn
skrifa gagnrýni af skyldunni ein-
ni.
Gagnrýnin er auðvitað margs-
konar. En mér finnst oft eins og
skilgreiningar deyði myndlistina,
myndirnar verði blóðlausar og
sálarlausar á eftir. Ekkert eftir í
upplifunina. Það er líka erfitt að
miðla sterkum tilfinningum með
orðum, þú verður kannski fyrir
mjög sterkri upplifun af einhverri
mynd en getur ekki tjáð það. Og
gagnrýni verður aldrei annað en
ein upplifun einnar manneskju,
jafnvel þótt hún sé listfræðingur.
Það vantar dálítið uppá það að
hér á landi mótist einhver
heildartilfinning gagnvart mynd-
list. Kannski er það vegna þess að
myndlistarumræða fer að stórum
hluta fram í krítík í dagblöðum."
Harpa við eina mynd sína í Gallerí Borg, en sýningu hennar lýkur 30. september. (Mynd E.ÓI.)
- Nú slengi ég á þig klassískri
spurningu. Hvernig finnst þér ís-
lensk myndlist standa í saman-
burði við aðrar þjóðir?
„Vel. Ég ferðaðist til dæmis í
sumar um Evrópu og mér finnst
miðað við það sem ég sá þar að
mjög margir myndlistarmenn
hérna heima séu verulega góðir.
Ég er sannfærð um að margir fs-
lendingar eiga eftir að gera það
gott í hinum alþjóðlega myndlist-
arheimi, ýmsir hafa þegar gert
þetta einsog til dæmis Svavar
Guðnason sem er þekkt nafn í
myndlist í Danmörku. Það er
hins vegar bundið bæði tíma og
tilviljun hvað slær í gegn, ómögu-
legt að segja til um það.“
- Hvað er spennandi að gerast í
myndlistinni?
„Það er til dæmis merkileg ný-
abstrakt í gangi. Landslagið er
líka orðið áberandi og margt gott
þar og svo þessi fígúratívi
expressjónismi. Það er margt
sem vex núna hlið við hlið og
kannski hefur það alltaf verið
þannig. Og tilviljun hverju er
hampað. Góð abstrakt er alveg
jafn góð myndlist og góður ex-
pressjónismi.“
- Hvert er þitt takmark í mynd-
listinni, þinn óskadraumur?
„Að geta unnið að myndlist og
átt heima á íslandi. ísland er
landið. Það er bara svo takmark-
að sem býðst. Maður vinnur í
annarri vinnu og treystir á sölu og
stopul starfslaun."
- Aðstæðurnar eru þá hemill á
myndlistina, brauðstritið?
„Ég veit það nú ekki,
brauðstritið er ekkert nýtt.
Myndlistarmenn hafa alltaf þurft
að vera í brauðstriti. Picasso vann
að auglýsingum og Kjarval var á
sjónum. Menn bíta sig út úr þessu
hægt og rólega. Það er undir
manni sjálfum komið. Menn
verða að halda trúnni á sjálfan
sig, það er það mikilvægasta.
Auðvitað verða menn þreyttir og
lúnir, en samt verða menn að
vera bjartsýnir. Það er fyrir öllu.“
-pv
hefði virkari stefnu að því er
varðar að velja það sem menn
helst fýsir að sjá fremur en að
taka við tilboðum. Og væri að-
stoð fagmanna eins og Ólafs
Kvarans og Arne Eggum mikils
virði í þeirri viðleitni.
Brýnt
erindi nú
Ólafur Kvaran sagði, að valdar
hefðu verið einkum þrjár mynda-
raðir, sem allar spretta af misk-
unnarlausri sjálfsskoðun lista-
mannsins. Þar fara margar sjálfs-
myndir frá alllöngum tíma, þá
myndaröðin „Græna herbergið",
þar sem höfuðþemu eru afbrýði,
girnd, hatur (frá 1906-1907), þá
„Listamaðurinn og fyrirsætan“
og loks myndir frá seinni árum
Munchs sem eru tilvísanir til fyrri
mynda hans - „Veika stúlkan“ í
nýjum litum, „Gelgjuskeið“ og
fleiri.
Myndirnar eru frá okkar öld,
sagði Ólafur, þær lýsa þeim tfma
þegar Munch hefur horfið frá
hálfbókmenntalegu táknsæi til
þess að hlaða litinn miklu tilfinn-
ingagildi, til þeirrar óheftu tján-
ingar sem einkennir „nýja mál-
verkið“ í dag. Nýja málverkið
nefndi ég- það minnir m.a. á það
hve brýnt erindi Munch á í dag,
hjá honum finnum við þessa
sömu óheftu tjáningu. Margir
segja að nýja málverkið sé skelfi-
lega „ljótt“ - og þessar myndir
hér voru óskaplega ljótar á sínum
tíma í augum furðu margra.
Arne Eggum talaði um það hve
oft Munch bryddar upp á sömu
Viö fáum alltof margar beiðnir
um aö senda sýningar á verk-
um Munchs til útlanda og
verðum sjálfsagt viö alltof
mörgum, sagði Arne Eggum,
forstöðumaöur Munch-
safnsins í Osló í gær, þegar
kostur gafst á að sjá sýningu á
fjörutíu myndum eftirhinn
norska snilling upp festa í
Norræna húsinu. En, bætti
hann við - þetta er í anda
Munchs sjálfs, semvarfústil
að leggja myndir sínar í háska
ogsenda þærvíðaum löndtil
að sem flestir gætu séð þær.
Arne Eggum, Knud Ódegárd
forstjóri Norræna hússins og
Ólafur Kvaran listfræðingur og
listráðunautur hafa unnið saman
að því að velja myndir á sýning-
una. Knud lét þess getið að hér
væri um gamlan draum sinn að
ræða sem hann væri nú glaður yfir
að ræst hefði. Hann sagði og að
þessi Munchsýning, „sérhönnuð"
fyrir ísland, væri partur af þeirri
viðleitni sinni að Norræna húsið
Arne Eggum, Ólafur Kvaran og Knud ódegárd völdu til Munch-sýningarinnar. (Mynd Sig).
Laugardagur 27. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7.