Þjóðviljinn - 27.09.1986, Page 8

Þjóðviljinn - 27.09.1986, Page 8
MENNING Tónlist Fjörutíu norræn verk Umfangsmikil tónlistarhátíð stendur í viku Á norrænum tónlistardögum verður m.a. fluttur Aldasöngur Jóns Nordal. Frá og með laugardegi ræður norræn tónlist ríkjum í Reykja- vík. Norrænir tónlistardagar eru hér haldnir og standa í viku. Alls verða tólf tónleikar á dagskrá þessarar hátíðar og á þriðja hundrað íslendingar munu flytja rúmlega 40 verk frá öllum Norðurlöndunum, m.a. Fær- eyjum sem taka þátt nú í fyrsta sinn. Einnig koma milli 50-60 er- lendir tónlistarmenn til hátíðar- innar. Hátíðin hefst með hljóm- sveitartónleikum í Háskólabíói á laugardag klukkan 14.30. Þar leikur Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjóm Páls. P. Pálssonar verk eftir Hans Abrahamsen, Kalevi Aho, Karl Aage Rasmuss- en og John Speight. Einleikari verður finnski fiðluleikarinn Manfred Gresbáck. Síðar þann sama dag, í Norræna húsinu klukkan 17 verða tónleikar með raftónlist og meðal annars flutt verk eftir Þorstein Hauksson. Á sunnudeginum spilar Kammersveit Reykjavíkur í Ás- kirkju klukkan 16 og um kvöldið, kl. 20.30 kemur fram í Bústaða- kirkju enskur sönghópur „Elect- ric Phoenix". Mánudagurinn ber með sér tvenna tónleika, eins og flestir þessara hátíðisdaga. Klukkan 17 verða í Norræna húsinu tónleikar sem helgaðir verða færeyskri tón- list, einkum nýrri tónlist frá Fær- eyjum og munu færeyskir tón- listarmenn koma þar mikið við sögu. En um kvöldið verða svo kórtónleikar í Langholtskirkju. Þeir hefjast klukkan 20.30 og meðal verka verður Aldasöngur Jóns Nordal í flutningi sönghóps- ins Hljómeykis. Auk hans koma fram Hamrahlíðarkórinn og Kór Langholtskirkju. Skúli Gautason leikur Herra Hú. Leiklist jr Henra HÚ á Akureyrí Höfundurinn Hannu Mákelá viðstaddur frumsýningu í dag Finnski rithöfundurinn Hannu Mákelá kom til landsins í gær og í dag verður frumsýnt á Akureyri eftir hann leikritið Herra HU í flutningi Leikfélags Akureyrar, þýðingu Njarðar P. Njarðvík og leikstjórn Þórunnar Sigurðar- dóttur. Það er Skúli Gautason sem leikur Herra HÚ, en aðrir leikendur eru Einar Jón Briem og Inga Hildur Haraldsdóttir. Leikritið fjallar á varfærinn og skemmtilegan hátt um óttann og segir frá litlum og skrítnum svört- um karli, sem hefur fengið það hlutverk í arf frá forfeðrum sín- um að hræða börn. Það er hann sem lætur marra í hurðum og gólfum og ýlfra í gluggum og hann er örugglega undir rúminu. Þrátt fyrir það að Herra HÚ sé mikill „hræðari" og jafnvel göldr- óttur þá er hann samt sjálfur hræddastur allra og einmana. Herra HÚ eignast þó vináttu tveggja barna og bjórsins sem hefur gert sér stíflu í tjörn í ná- grenninu. Leikritið opnar heim þar sem frelsi, sönn vinátta og jákvæð leikslok eru möguleg. Barnaleikritið um Herra HÚ verður sýnt í annað sinn á sunnu- daginn klukkan þrjú og þriðja á fimmtudaginn klukkan sex. Síma- saga Landssíminn heldur uppá áttatíu ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni hefur verið gefin út bókin Sögu- þræðir símans - þróunarsaga íslenskra símamála eftir Heimi Þorleifsson sagnfræð- ing. Bókin fjallar um það undra- tæki símann og þá byltingu sem það olli í íslensku þjóðlífí. Rifjuð eru upp öll þau miklu mál sem urðu uppúr síðustu aldamótum og sagan rakin allt fram til dagsins í dag með um- fjöllun um fjarskiptaumrótið, gervihnetti og örbylgjur. Það er að sjálfsögðu Póst- og símamálastofnun sem gef- ur bókina út. Fornsögur Sígildar með skýringum Svart á hvítu gerir það ekki endasleppt við fornsögurnar og allan þann almenning sem i brýnni þörf er fyrir náin kynni af menningararfinum. Nú er komin út skólaútgáfa á fjórum ís- lendingasögum og þremur þátt- um undir heitinu Sígildar sögur I. Með textabók fylgir ítarlegt skýringarhefti. Höfundar skýr- inga eru þau Bergljót Kristjáns- dóttir, Bragi Halldórsson, Jón Torfson, Sverrir Tómasson og ömólfur Thorsson. Sögumar eru Bandamanna saga, Bárðar saga Snæfellsáss. Bjamar saga Hítdælakappa og Brennu-Njáls saga, þættirnir Odds þáttur Ófeigssonar, Orms þáttur Stórólfssonar og Þoleifs þáttur jarlaskálds. Textinn er sér- prentun úr heildarútgáfu Svarts á hvftu á íslendingasögum (I-II, 1985-86) og blaðsíðutöl óbreytt frá þeirri útgáfu. Skýringar eru í handhægri Dýrabær Orwells Út er komin f rítröðinni Lær- dómsrit Bókmenntafélagsins hið fræga ádrepuævintýri Georges Orwells, Dýrabær, í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldað- amesi, með formála og skýring- um eftir Þorstein Gylfason. í bókarkynningu segir á þessa leið: Dýrabær (Animal Farm) er ævintýri sem hvert bam getur notið, en líka dæmisaga og þar með lærdómsrit. Það má skipa henni á bekk með perlum slíkra bókmennta: til að mynda Birtíngi Voltaires eða Ferðum Gúllívers eftir Johathan Swift. Uppistaðan í Dýrabæ er saga rússnesku bylt- ingarinnar og síðan Ráðstjóm- arríkjanna frá 1917 til 1939 eða svo. George Orwell (1903-1950) samdi emkum ritgeroir og frá- sagnir af öllu tæi, þar á meðal áhrifamikla frásögn af borgara- styrjöldinni á Spáni. En hann skrifaði skáldsögur líka, aðrar en Dýrabær, og af þeim er 1984 frægust. George Orwell. gormabók og þeim er fylgt úr hlaði með rækilegum formála um íslendingasögur og þann hug- myndaheim sem þær eru til vitnis um. Hverri sögu em gerð nokkur skil í sérstökum inngangi en síðan fylgja orðskýringar, ættartölur, kort og skýringarmyndir, sem miðaðar em við blaðsíðutöl textabókar. Þetta mun vera í fýrsta skipti sem þessi háttur er hafður á skólaútgáfu fomsagna. Tvær þeirra sagna sem hér eru út gefnar hafa ekki áður verið að- gengilegar skólafólki, Bárðar saga og Bjarnar saga, og enginn þáttanna þriggja. Stefnt er að framhaldi á þessari útgáfu og næsta bindi væntanlegt uppúr áramótunum. Þar verða m.a. Laxdæla saga, Króka-Refs saga, Kjalnesinga saga, Harðar saga og Hólmverja, Hrafnkels saga, Hávarðar saga ísfirðings auk nokkurra þátta. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Matthías Viðar Sæmundsson. Ást og útlegð Nýbók eftir Matthías Viðar Bókmenntafræðistofnun Há- skóla íslands og Menningarsjóð- ur hafa sent frá sér nýtt bindi í ritröðinni Studia Islandica. Hún heitir/t st og útlegð - form og hug- myndafræði í íslenskri sagnagerð 1850-1920 og er eftir Matthías Viðar Sæmundsson lektor. Matthías segir sjálfur um verk sitt í 1. kafla: „Hér á eftir verður ljósi beint að ástarhugsjóninni, þróun hennar, myndbreytingum og loks hnignun í byrjun nýrrar aldar. Könnuninni er og ætlað að sýna þá hugarfarsbyltingu sem varð á tímabilinu 1850-1920, þró- unina til nútíma í hugmyndum manna um líf og samfélag.“ Bókin skiptist í sjö kafla. 1. „Form og hugmynd“ þar sem höfundur gerir grein fyrir rannsóknaraðferðum sínum og meginhugmyndum. 2. „Ást úr út- legð“ fjallar um rómantísk við- horf til ástarinnar. 3. „Óland í bókmenntum“ fjallar um sögur Jóns Thoroddsens, Jóns Mýr- dals, Páls Sigurðssonar og Torf- hildar Hólm. 4. „Raunveruleiki í bókmenntum“ fjallar um sögur Jóns Ólafssonar, Gests Pálssonar og Þorgils gjallanda. 5. „Mála- miðlun í bókmenntum“ fjallar um sögur Jónasar Jónassonar, Jóns Trausta, Einars H. Kvaran og Guðmundar Friðjónssonar. 6. „Þróunin til einveru“ fjallar um sögur Jónasar Guðlaugssonar, Einars Benediktssonar og Jó- hanns Gunnars Sigurðssonar. 7. „Ást í útlegð“ fjallar um hvörfin við upphaf nútímabókmennta, einkum verk Gunnars Gunnars- sonar og Jóhanns Sigurjóns- sonar. Margrét Lóa Jónsdóttir. Nátt- virkið Ný bók frá nýju forlagi Nýstofnað bókaforiag, Flugur, fer prýðilega af stað. Byrjar á tveimur Ijóðabókum, Flugum Jóns Thoroddsen frá 1922 og svo nýrri bók eftir Margréti Lóu Jónsdóttur. Margrét Lóa hefur áður gefið út bókina Glerúlfar, en þessi ber heitið Náttvirkið. Hún skiptist í þrjá kafla: Sá fyrsti ber heitið „Ég vissi ekki fyrr en..“, annar „Leyniskjal Alexíu“ og sá þriðji „Dagbók Alexíu“. Náttvirkið er 32 blaðsíður að stærð og er prýdd myndum eftir ljóðskáldið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.