Þjóðviljinn - 03.10.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.10.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA 3 október 1986 föstu- dagur 224. tölublað 51. ároanour -m DJÖÐVIUINN MANNLÍF GLÆTAN HEIMURINN UM HELGINA Fótbolti 30-0! Framarar stóðu sig vonum framar gegn Katowice í Póllandi í gær og töpuðu „bara“ 0-1. Þá er lokið Evrópuleikjum íslenskra knattspyrnuliða þetta haustið og eru samanlögð úrslit í leikjunum sex 30-0, íslendingum f óhag. Fram tapaði 0-3 og 0-1 fyrir Pól- verjum, Valur 0-7 og Ó-4 fyrir ítölum og Skagamenn 0-9 og 0-6 fyrir Portúgölum. Markatalan hefur sjaldan verið verri, en liðin hafa einnig sjaldan lent á móti jafnsterkum Uðum. Síðan íslensk lið fóru árið 1969 að taka þátt í útsláttarmótunum öllum þremur hefur markatalan aðeins einu sinni verið lakari, árið 1969: 1-35, en 1970 töpuðu íslensku liðin með sama marka- mun, 2-32. Aðeins einu sinni áður á þessum tíma hefur íslend- ingum ekki tekist að skora mark í Evrópuleikjunum, 0-16 samtals árið 1972. Húsavík Ævaforn birkibútur 5000 ára gamall birkibútur fannst fyrir skömmu í jarðlögum í grunni íþróttahúss á Húsavík, en hann er 22 cm í þvermál. Að sögn kunnugra er það sjaldgæft að leifar af svo stórum trjám finnist í jarðlögum. Þetta kemur fram í Víkurblað- inu nýlega, en þar segir jafnframt að Þröstur Eysteinsson náttúru- fræðingur sem fann bútinn og Gunnar Baldursson jarðfræðing- ur telji að búturinn hafi legið undir öskulagi kennt við Heklu 4, sem þýði að hann sé eldri en 4500 ára gamall. Á þeim tíma var hlýindaskeið og svæðið þar sem Húsavík er nú alvaxið birkiskógi. Tréð sem fannst er talið hafa verið um 10 metrar á hæð þegar það féll fyrir 5000 árum, eða svip- að að stærð og stærstu birkitré sem nú vaxa á Húsavík. Landspítalinn Bömunum úthýst Sjúkrarúm ónýtt vegna skorts á starfsfólki Starfsfólk hér er að gefast upp, það er búið að fá sig fullsatt af þessu ástandi, sagði Hrönn Guð- mundsdóttir deildarstjóri barna- deildar 13 E á Barnaspítala Hringsins við á Landspítalanum í samtali við blaðið f gær, en þar hefur verið dregið úr hjúkrun barnanna vegna gífurlegrar manneklu. „Fimm hjúkrunarfræðingar hafa þegar sagt upp störfum og tvær þeirra eru farnar,“ sagði Hrönn. „Unnið er í 7,3 stöðugild- um af 13 leyfilegum. Allir sjúkra- liðar hafa sagt upp, flestir frá 1. október en 2 fara í desember. Auk þess hættu fimm sjúkraliðar í síðasta mánuði. Núna er unnið í 3,8 stöðugildum sjúkraliða af 5 leyfilegum. Fleiri hafa þó verið starfandi hér vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Með því að hafa aðra deildina dagdeild og hina aðeins opna á virkum dögum er verið að reyna að redda málunum fram að jólum, en það er fyrirsjáanlegt að þá þurfi að loka ef ekkert verður að gert. Fólkið hér vinnur mikla auka- vinnu og enginn má veikjast eða forfallast. Það er undir miklu álagi og svartsýnt á að heilbrigð- isyfirvöld geri nokkuð í málinu.“ -vd. Hrönn Guðmundsdóttir deildarstjóri barnadeildar 13 E: Við sendum börnin heim um helgar eða á deild 12 E sem er yfirfull. Dagdeildin lokar kl. 16.00 og rúmin eru auð vegna skorts á starfsfólki. Mynd Sig. Leiðtogafundurinn Eitt í dag annað á morgun Það eru engar líkur á að þessi viðburður fari úrskeiðis nema þeir aðilar sem standa að fundinum vilji klúðra þessu. Ég verð að segja að ég hef aldrei kynnst svona hringlandahætti, sagði Kjartan Lárusson fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu ríkisins í samtali við Þjóðviljann í gær, en starfsfólk ferðaskrifstof- unnar hefur lent í erfiðleikum vegna ófullnægjandi upplýsing- astreymis frá Sovétmönnum og Bandar ikj amönnum. „Þetta á allt að smella saman ef við fáum að vita hvaða vanda við eigum að leysa. Staðreyndin er hins vegar sú að upplýsingar frá þessum aðilum hafa hingað til verið vita gagnslausar, þeir segja eitt í dag og annað á morgun. Við höfum ekki fengið neinar áreið- anlegar tölur um fjölda í fylgdar- liði leiðtoganna, hvort Reagan kemur með 200,300,500 eða 900 manns með sér. Ef þetta heldur áfram fram á síðasta dag er ég Útlendingaeftirlit Sálgreining í flugstöðinni Vönkuðum Finna vísaðfrá. Porgeir Þorsteinsson: Maðurinn var augljóslega ekki með sjálfum sér Eftirlit með komum erlendra farþega til Keflavíkurflugvallar hefur verið hert nyög vegna leiðtogafundarins í næstu viku, og hefur nú þegar einum manni verið neitað um landvist. Sá er að sögn Þorgeirs Þorsteinssonar lög- reglustjóra á vellinum finnskur og „augljóslega geðbilaður“ að sögn Þorgeirs. „Það var greinilegt að maður- inn var ekki með sjálfum sér,“ sagði Þorgeir þegar Þjóðviljinn spurði um þetta í gær. Aðrir er- Iendir farþegar hafa mátt sætta sig við stranga leit og vökult eftir- ht, en ekki lent í sálgreiningu í flugstöðinni. Farþegar til landsins eru nú mun fleiri en í meðalári og taldi Þorgeir ekki ólíklegt að straumurinn myndi enn aukast þegar Uði á næstu viku. -gg hræddur um að þetta verði skringileg samkoma,“ sagði Kjartan í gær. Af þessum sökum hefur ferða- skrifstofan átt erfitt með að leysa úr vanda fjölmiðlafólks sem hing- að streymir og vantar gistingu. Föruneyti leiðtoganna eru for- gangshópar, vanda þeirra verður að leysa fyrst. Mikið hefur verið rætt um að fá hingað til lands skemmtiferða- skip, sem nota mætti sem hótel, en ákvörðun verður ekki tekin um það fyrr en í dag. Nokkur skip standa til boða og geta verið komin til landsins f upphafi næstu viku. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar leiðtogarnir munu funda eða búa, en reiknað er með að það skýrist í dag. Hótel Saga er enn talin líklegasti fundarstaður- inn, en hótelið hefur ásamt Hótel Loftleiðum, Esju og Holti verið tekið leigunámi með bráða- birgðalögum -gg Sja siðu 3 Himinfurður Sóltér sortna Sólmyrkvi vestanlands um sexleytið í dag I dag klukkan 17.58 verður sólmyrkvi á Vesturlandi, hinn mesti síðan árið 1954, og hylst sól- in Reykvíkingum að meira en fjórum fimmtu. Sólmyrkvinn stendur aðeins í nokkrar sekúndur, en eftir sól er sest, klukkan allhratt vegna þess að eftir það eykst sólmyrkvinn. Tungl skyggir næst á sólu á ís- landi árið 2003, og er hér um merkan viðburð að ræða, en þeim sem á horfa er þó af fróðum mönnum ráðlegt að gæta sjónar- innar og rýna ekki í nema gegn- um litað gler eða ámóta. Myr- kvinn verður meiri eftir því sem staðið er hærra og nær almyrkvi á fjöllum uppi eða á flugi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.