Þjóðviljinn - 03.10.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Nýja landbúnaðarstefnu
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur-
inn hafa nú farið með æðstu stjórn landbúnað-
armála íslensku þjóðarinnar nær óslitið í marga
áratugi. Það þarf tæpast að fjölyrða um afleið-
ingar þess fyrir neytendur jafnt sem bændur.
Allir vita, að landbúnaðurinn á við djúptæk og
alvarleg vandamál að stríða.
Einhvern veginn hafa málin æxlast svo, að
óvönduðum áróðursmeisturum hefur tekist að
telja fólki trú um að þetta ástand sé einkum og
sér í lagi bændunum sjálfum að kenna. En það
er vitaskuld út í hött. Með engu móti er hægt að
kenna þeim um þann vanda sem íslenskur land-
búnaður er sokkinn í upp að knjám.
Sektarlambið í þessum efnum er fyrst og
fremst kerfið sem búið er að byggja upp í kring-
um landbúnaðinn, og þeir sem geta þakkað sér
það eru að sjálfsögðu þeirflokkar sem stýrt hafa
málefnum landbúnaðarins: Sjálfstæðisflokkur
og Framsóknarflokkur.
Afdrifaríkasti partur þessa kerfis tvíflokkanna
eru fjárfestingalánasjóðir, sem hafa áratugum
saman hvatt bændur til óhóflegra fjárfestinga í
vélum, jarðabótum, húsakosti og bústofni, án
nokkurs tillits til eftirspurnar eftir hinum væntan-
legu afurðum.
Þannig hefur framleiðslugetan á hinum hefð-
bundnu sviðum landbúnaðar vaxið langt um-
fram innlenda eftirspurn, - þrátt fyrir að bænd-
um hafi fækkað. Það er að vísu erfitt að afla
talna um hina raunverulegu framleiðslugetu
vegna margvíslegra takmarkana á framleiðslu
hefðbundinna landbúnaðarafurða á undanförn-
um árum. En það er ærin vísbending að árið
1985 var mjólkurframleiðsla 18 miljón lítra, eða
um 15 af hundraði, umfram eftirspurn. Verð-
lagsárið 1984-1985 var framleiðsla kindakjöts
sömuleiðis 30 af hundraði, eða 2800 tonnum,
umfram eftirspurn innanlands.
Tilraun til að leggja mat á ástandið var gerð í
landnýtingarskýrslu sem nýlega kom út á veg-
um landbúnaðarráðuneytisins. Þar var talið, að
rúmur helmingur núverandi kúabænda og 45 til
70 af hundraði sauðfjárbænda gætu auðveld-
lega framleitt allar þær mjólkur- og kindakjötsaf-
urðir sem hægt er að selja innanlands á kom-
andi árum.
Vegna þessa ástands hefur framleiðslu-
kostnaður í landbúnaði orðið óhóflega hár. Við-
bótarkostnaðinum hefur verið velt út í verðlagið
með þeim afleiðingum að eftirspurn eftir inn-
lendum landbúnaðarvarningi hefur dregist
saman. Enn bætist svo á raunir bændastéttar-
innar að milliliðakostnaður hér á landi, bæði við
vinnslu, dreifingu og sölu, er einkar hár. Það
rýrir enn hlut bænda af því verði sem neytendur
greiða fyrir vöruna.
Það má því segja, að í hnotskurn birtist vandi
landbúnaðar hér á landi í því að framleiðslan er
verulega umfram eftirspurn, verðlag á afurðum
er hátt, og mun hærra en í nágrannalöndunum,
en síðast en ekki síst er afkoma bænda mjög
lök.
Það er í rauninni sérstakt áhyggjuefni, hversu
tekjur bænda og launþega í landbúnaði eru
lágar. Ef til vill er óhentugt að reiða sig alfarið á
opinberar hagtölur í þeim efnum. Sé það eigi að
síður gert kemur í Ijós að meðaltekjur í landbún-
aði voru árið 1984 um 44 af hundraði undir
landsmeðaltali, og miklu lægri en í nokkurri ann-
arri atvinnugrein.
Leiðin úr þessu óviðunandi ástandi getur að-
eins falist í aukinni hagkvæmni í landbúnaðar-
framleiðslu. Það þarf að laga framleiðslugetuna
að innlendri eftirspurn. Hlns vegar er ófært að
bændur beri þyngri byrðar en aðrir landsmenn
meðan á þeirri aðlögun stendur.
Það er augljóst að við verðum að efna í nýja
landbúnaðarstefnu, - sem ber hag bæði
neytenda og bænda fyrir brjósti. Það ber að
kosta kapps um að ná fyllstu hagkvæmni í fram-
leiðslu landbúnaðarafurða hérlendis, með það
fyrir augum að bæta kjör bænda og lækka verð-
ið til neytenda. Til að þetta sé kleift verður að
breyta verulega skipulaginu á því kerfi sem
landbúnaðurinn býr við í dag.
En sú endurskipulagning á framleiðslunni
sem er nauðsynleg til að ná hagkvæmni má alls
ekki fela í sér að sérstakar byrðar séu lagðar á
bændur umfram aðra landsmenn.
Þeir eru ekki sökudólgarnir.
-ÖS
KUPPT OG SKORMD
Austur? Vestur?
Alltaf er hann skemmtilegur,
hann Jón Baidvin, og víst hefur
honum tekist meistaralega það
sem fáir trúðu að væri hægt, en
það er að framlengja lífdaga Al-
þýðuflokksins, sem I skoðana-
könnun DV í nóvember 1984 var
spáð 6,2% fylgi og 3 þing-
mönnum.
í eina tíð var það sagt um
aldurhnigna stjórnmálamenn I
Þýskalandi að þeir hefðu látið
græða í sig apahormóna til að
treina í sér líftóruna, en meðal
annars hefur Jón Baldvin fengið
hormónainnspýtingu úr Banda-
lagi jafnaðarmanna til að freista
þess að auka lífslíkur Alþýðu-
flokksins. ígræðslustarfsemi af
þessu tagi er þó hættuspil, en
hvað á doktorinn að gera þegar
öndin er að fljúga úr sjúkling-
num?
í dag efnir Jón Baldvin til af-
mælisþings krata í Hveragerði,
þar sem flutt verða vönduð atriði.
Til dæmis mun pabbi Jóns Bald-
vins taka í höndina á prófessor
Gylfa Þ. Gíslasyni.
Þegar menn hafa svo jafnað sig
eftir þann sögulega viðburð mun
Guðmundur Einarsson, sem hef-
ur þá sérstöðu að sitja á alþingi
fyrir tvo flokka en enga kjósend-
ur, flytja ávarp. Guðmundur
þessi kom inn á þing í síðustu
kosningum og boðaði merkar
hugsjónir, sem hann fær nú gott
tækifæri til að kynna nánar.
í desert koma svo ávörp gesta.
Þar fer fremstur Ásmundur Stef-
ánsson, sem vafalítið hugsar Jóni
Baldvin þegjandi þörfina fyrir að
hafa rokið í sjónvarpið um dag-
inn og tilkynnt að trúlofun þeirra
stæði fyrir dyrum. En eins og al-
þjóð veit er Ásmundur í lukku- ins. Þetta eru poppaðir tímar.
legri (sumir segja stormasamri) En þegar sögulegu handabandi
sambúð við Alþýðubandalagið, og léttum skemmtiatriðum lýkur
og hlýtur að hafa orðið dálítið hverfur formaðurinn væntanlega
reiður, þegar hryggbrotinn von- aftur að þeirri iðju að reyna að
biðillinn fór að fría til hans fyrir bjarga glötuðum sálum inn í Al-
framan alþjóð. En þetta eru opin- þýðuflokkinn, sem nú er mest
skáir tímar. farinn að líkjast sæluhúsi fyrir
Síðan kemur svo sameiginlegt skipreika alþingismenn eða aðra
borðhald með léttri dagskrá, sem ferðalanga sem eru orðnir svo
hlýtur að verða mjög létt, úr því rammvilltir að þeir vita ekki
að hin þyngri dagskráratriði eru lengur hvert þeir ætluðu að fara.
þegar upp talin, en þá er þess að Formaðurinn lætur drýginda-
gæta að létta dagskráratriði eru lega yfir því að þótt Ásmundur sé
að verða sérgein Alþýðuflokks- ekki til í neitt útstáelsi þá sé hann
að gera hosur sínar grænar fyrir
öðrum verkalýðsleiðtogum sem
taki blíðmælum hans vel. Það má
nefnilega mikið læra af lífsreglu
flagarans gamla hans Don Juan:
Ef maður bara reynir við nógu
margar þá hlýtur einhver að láta
undan.
Með þessi orð nafna síns sáluga
f huga gæti Jón Baldvin til dæmis
litið yfir myndarlega hjörð, sem
virðist vera til í að fara á þing
(þrátt fyrir léleg laun) og stendur
ekki allfjarri krötunum í hug-
sjónalegu tilliti - að svo miklu
leyti sem skynsamlegt er að tala
um hugsjónir meðan BJ-nárinn
er enn glóðvolgur. (Það er
skuggalegt til þess að hugsa fyrir
velunnara Jón Baldvins, að þeir
uppvakningar sem fara.á kreik
meðan þeir eru enn volgir reynast
jafnan hættulegastir).
Nú er nefnilega í uppsiglingu
prófkjör hjá sjálfstæðismönnum
og eins og vera ber á frjálshyggju-
tímum er framboðið meira en
eftirspurnin, þ.e. framboð á
frambjóðendum:
,3innum kalli tímans, kjósum
Bessí Jóhannsdóttur í 6. sæti í
prófkjörinu í Reykjavík,“ segir í
Moggaauglýsingu. Þetta ætti Jón
Baldvin að athuga, jafnvel þótt
vafamál sé að Bessf eigi við hann
þegar hún talar um ,,ka)l tímans“.
Spámenn telja að Bessí eigi
litla' möguleika á 6. sætinu, þótt
sálfræðingar teiji skynsamlegt af
henni að stefna einmitt á það
sæti, því að talan 6 tengist oft
konum hjá þeim flokki, sem hún
býður nú þjónustu sína.
Annar kandídat, sem Jón ætti
kannski líka að spjalla við,
auglýsir í Mogganum á smellinn
hátt:
„Flugstjórinn talar: Gott sam-
ferðafólk, þið haflð hingað til trú-
að mér fyrir lífi ykkar. Trúið mér
nú fyrir atkvæði ykkar. Rúnar.“
(Með þessu fylgir svo mynd af
frambjóðandanum í flugmanns-
úníformi).
Það má
alltaf reyna...
Jón Baldvin stendur nú í stór-
ræðum í afmælishófinu og rétt og
skylt að óska honum og hans fólki
til hamingju með daginn, nú þeg-
ar áttræðisaldurinn er að byrja.
Eftir stormasama ævi og margar
lífshættur verður ellin vonandi
hvorki langdregin né erfið.
Þótt Jón Baldvin sé hér sagður
skemmtilegur maður má ekki
skilja þá lýsingu sem svo, að hann
kunni ekki þá gömlu list að vera
loðinn og myrkur í svörum.
Dæmi: í viðtali við HP segir Jón
þegar hann er spurður hvort hann
sé ennþá staðráðinn í að fara í
framboð eystra, eins og hann hót-
aði Austfirðingum sællar minn-
ingar:
,^Nei. Ég var aldrei staðráðinn í
þvf. Og er það ekki. Þessi ummæli
voru nákvæmlega þau, að ef
heimamenn gerðu ekki að því
gangskör innan ákveðinna tíma-
marka að sameinast um sigur-
stranglegan kandídat - heima-
mann - þá hótaði ég þessu... (bla-
...bla... bla... bla... bla...)... Og
ef það felst í því að færa mig til -
úr einu kjördæmi í annað, þá er
ég til. Og þá gæti svo farið, að ég
færi austur - eða vestur. Þetta
kemur allt f ljós.“
Hér talar sannur hugsjóna-
maður! En allt um það. Til ham-
ingju með daginn, Jón, hvert sem
leið þín liggur. Austur? Vestur?
Norður? eða - hvert á land sem
er. - Þráinn
DJOÐVIIJINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, Össur Skarphóðins-
son.
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. . , -, '
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Inaólfur Hjörleifsson, Kristin Olafs-
dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Sigurdór Sigurdórsson,
Sigurður A. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir,
Vfoir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri)
Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útllt8telknarar: Sœvar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvœmdastjórl: Guðrún Guömundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Auglýslngastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð: 55 kr.
Áskriftarvorð á mónuði: 500 kr.
4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN* Föstudagur 3. október 1986