Þjóðviljinn - 03.10.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.10.1986, Blaðsíða 5
__ Fósturskóli íslands 40 ára Ein af undirstöðum ÞJÓÐFÉLAGSINS Mikilvægi Fósturskóla íslands fyrirþjóðfélagið verðurseint ofmetið. Þessi skóli hélt uppá40 ára afmælisittívikunni Einn merkasti og mikilvæg- asti skóli landsins, Fósturskóli íslands, átti fjörtíu ára afmæli nú í vikunni, nánar tíltekið á miðvikudaginn og var af því til- efni efnt til mikiliar hátíðardag- skrár í Rúgbrauðsgerðinni svonefndu við Borgartún. Þar komu saman núverandi og fyrrverandi kennarar og nem- endur víð skólann, ásamt gest- um. Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri Fósturskólans, sagði m.a. í ræðu sinni á þess- ari dagskrá að fóstran væri „fyrsti faglærði kennari barns- ins“. Víst er að þar var farið með rétt mál. Segja má að það fólk sem útskrifast úr Fósturskólanum, vinni í einni af undirstöðuat- vinnugreinum þjóðarinnar þegar það vinnur að þroska þeirra sem koma til með að taka við þessu þjóðfélagi. Dagheimilin eru ekki geymslustofnanir eins og margir virðast halda. Þetta viðhorf er þó sem betur fer smátt og smátt að hverfa, þó stundum sjáist þess ekki merki á þeim stöðum þar sem ákvarðanir eru teknar sem snerta þessi mál. Hvað sem viðkemur ólíkum viðhorfum varð Fósturskólinn til árið 1946. Þá stofnaði Barnavin- afélagið Sumargjöf skóla, er skyldi veita stúlkum nauðsynlega undirbúningsmenntun til þess að taka að sér forstöðu- og fóstru- störf við leikskóla, barnaheimili og barnaleikvelli. Þessi skóli hlaut nafnið Uppeldisskóli Sumargjafar. Árið 1957 var nafni þessa skóla breytt í Fóstruskóla Sumargjafar. Sumargjöf rak rak síðan skólann í 25 ár með styrk frá ríki og borg. Einkum tók Reykjavíkurborg þátt í rekstri skólans. Árið 1973 var síðan stofnaður Fósturskóli íslands, sem ríkis- skóli og hefur ríkið séð um rekst- ur hans síðan. Fyrsti skólastjór- inn var Valborg Sigurðardóttir og starfaði hún sem skólastjóri fram á vorið 1985 og var því 39 ár í starfi. Núverandi skólastjóri er, eins og fyrr segir, Gyða Jóhanns- dóttir og hefur hún veitt Þjóðvilj- anum leyfi til að birta hér hluta úr ræðu sinni á afmælisdagskrá skólans á miðvikudaginn síðasta. Ræðan fjallaði um hlutverk og framtíð Fósturskólans. -IH Fósturskólinn „Líst prýðilega á skólann“ Kristín Gísladóttir, nemi á fyrsta ári í Fósturskólanum: „Ég athugaði ekki fastakaup hjá fóstrum þegar ég fór í Fósturskólann" Kristln Glsladóttir framan við húsakynni Fósturskólans í Laugalækjarskólanum við Sundlaugaveg: „Líst vel á skólann.' „Ekki voru þaö launakjörin sem heilluðu mig þegar ég á- kvað að fara í þennan skóla, heldur fyrst og fremst áhugi á náminu," segir Kristín Gísla- dóttir, sem er þessa dagana að byrja í skólanum sem átti fer- tugsafmæli á miðvikudaginn i þessari viku. „Ég athugaði nú ekki grunn- launin í fóstrustarfinu þegar ég ákvað að fara í Fósturskólann enda hefði það dregið niður í mér. Nú veit ég hver þau eru en það skiptir ekki öllu máli fyrir mig, ég einbeiti mér fyrst og fremst að náminu.“ - Hvernig líst þér á skólann? „Prýðilega, það eru góðar að- stæður í honum til náms og námið er spennandi. Það eina sem ég hef tekið eftir frá því að ég kom í skólann er aðstaðan á bókasafn- inu. Það er allt of lítið. Nemend- ur hafa aðeins tvö borð til lesturs. Svo mætti það breytast að náms- bækur eru allar á erlendum mál- um nema í íslensku og félags- fræði. En eins og við heyrðum á hátíðardagskránni hefur mennta- málaráðuneytið nú afhent skól- anum styrk til þýðingar á erlendu námsefni. Það er auðvitað skref í rétta átt.“ - Kemur þú beint úr mennta- skóla í Fósturskólann? „Nei, ég hef verið á hinum al- menna vinnumarkaði í nokkur ár en hafði lokið námi í fjölbrauta- skóla.“ - Hvað eruð þið mörg á fyrsta árinu? „Við erum um það bil 50 manns í þremur bekkjum og það er ágætis andi. En það er ekki skemmtilegt sem maður sér og heyrir utan skólans. Ríkisstjórnir og menntamálarráðherrar að undanförnu, virðast ekki vera sérstaklega hrifin af sérnámi ýmis konar, t.d. hvað varðar lánasjóð- inn. Það sést auðvitað, eins og allir vita, í launakjörunum, að þetta er illa metið starf. Maður vonar bara að starfandi fóstrur eigi eftir að standa saman í kom- andi kjarabaráttu. Við í skóla- num stöndum með þeim.“ v - IH Föstudagur 3. október 1986 ÞJÓÐVlUlNN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.