Þjóðviljinn - 03.10.1986, Síða 6
MANNLIF
Fósturskólinn
Afmæli á ólgutímum
Höröur Svavarsson, nemi á3. ári í Fósturskóla (slands: Líklegafyrst og fremst hugsjón, ekki heilla
launin að loknu námi í þessum góða skóla
„Þetta eru auðvitað ólgutím-
ar hjá fóstrum sem afmæli
Fósturskólans ber upp á, en
við fáum vonandi gleðilega af-
mælisgjöf frá starfandi fóstr-
um sem ætla eftir því sem mér
skilst, að herða aðgerðir sínar í
launamálum," sagði Hörður
Svavarsson, nemi á 3. ári í
Fósturskólanum.
Það er ekki algengt að sjá karl-
menn í þessum skóla enda segir
Hörður að skólinn sé að þessu
leyti „húsmæðraskóli okkar
tíma“. Hörður er hins vegar af-
skaplega ánægður með skólann
sinn. „Þetta er ljómandi góður
skóli,“ segir hann, „fyrir þá sem
hafa áhuga á faginu og vilja
leggja eitthvað á sig við námið.
Aðstaðan er ágæt og við höfum
prýðilega kennara. Námsgögnin
sjálf mættu kannski vera betri en
það fæst líklega einhver bragar-
bót á því með þeim styrk sem
skólinn var að fá frá ríkinu, varð-
andi styrk til þýðinga á erlendu
kennsluefni."
- Nú ert þú að ljúka námi úr
skólanum. Hvernig líst þér á
framtíðarhorfurnar í faginu?
„Það sem er manni auðvitað
efst í huga eru þau sorglega lágu
Iaun sem fóstrur í dag fá fyrir
vinnu sína. Byrjunarlaun eftir
þriggja ára nám, rúmar 24.000
krónur, eru auðvitað til skammar
fyrir hið opinbera. Auðvitað lifir
enginn af þessu, eins og ástand
mála nú sýnir: fóstrur fást ekki til
vinnu og nú eru undirbúnar hóp-
uppsagnir þeirra frá og með 1.
nóvember. En fólk verður að
gera sér grein fyrir því að hér er
ekki aðeins um lífskjör fóstra að
tefla, hér er kannski fyrst og
fremst um hag barnanna að ræða.
Hvað varðar kjaramálin sýnist
mér ljóst, að fóstrur hafa ekki
sýnt næga hörku í launamálum
sínum hingað til. Þær hafa gert
allt of mikið af því að taka því sem
að þeim er rétt. En það virðist
ætla að verða breyting á þessu
nú.“
- í ljósi alls þessa, góðs skóla
en svarts útlits á vinnumarkaði,
af hverju valdirðu þetta fag?
„Áhugi fyrst og fremst á
skemmtilegu námi og gefandi
vinnu, kannski einhvers konar
hugsjón. Þó launin séu auðvitað
stórt atriði í þessu, eru þau ekki
allt. Hugsjón, já, ætli megi ekki
segja að ég hafi valið þetta á svip-
uðum forsendum og Bubbi Mort-
hens fór í tónlist og Ragnhildur
Helgadóttir fór í stjómmál!“
-IH
Hörður Svavarsson, á hátíðardagskrá Fósturskólans: „Ljómandi skóli fyrir þá sem hafa áhuga og nenna að leggja
eitthvað á sig.“
Sovéskir dagar 1986
með þátttöku listafólks frá
Sovétlýðveldinu Úzbekistan
Föstudagur 3. okt.
Laugardagur 4. okt.
Sunnudagur 5. okt.
Mánudagur 6. okt.
Þriðjudagur 7. okt.
Flmmtudagur 8. okt.
Föstudagur 9. okt.
Laugardagur 10. okt.
Nokkur dagskráratriði:
Kl. 20.30: Opnuð svartlistarsýning í M(R-húsinu,
Vatnsstíg 10.
Kl. 14: Opnuð sýning á listmunum frá Úzbekistan
að Kjarvalsstöðum. Kl. 16: Opið hús að Vatnsstíg
10, fyrirlestrar, kvikmyndasýning, kaffiveitingar.
Kl. 14: Tónleikar og danssýning Söng- og þjóð-
dansaflokksins „Lazgi" í Þjóðleikhúsinu.
Miðasala í leikhúslnu.
Tónleikar og danssýning á ísafirði.
Tónleikar og danssýning í Bolungarvík.
Fyrirlestur dr. Einars Siggeirssonar að Vatnsstíg
10. Efni: „Vísindaleg og atvinnuleg áhrif, ættuð
frá Úzbekistan, á íslenskar framfarir."
Kl. 20.30: Tónleikar og danssýning að Hlégarði,
Mosfellssveit.
Kl. 15: Tónleikar og danssýning í fólgsheimilinu
Gunnarshólma, Austur-Landeyjum.
MIR
Fósturskóli íslands 40 ára
Hlutverk og framtíð
Úr ræðu Gyðu Jóhannsdóttur, skólastjóra Fósturskóla íslands, á
hátíðardagskrá skólans, 1. októbersíðastliðinn
„Hlutverk Fósturskóla fslands
er að mennta fólk til uppeldis-
starfa á hvers konar uppeldis-
stofnunum fyrir börn frá fæðingu
til 7 ára aldurs.
Nemendur skulu fá fræðilega
þekkingu og starfsþjálfun til að
stunda uppeldisstörf á þeim
stofnunum sem skólinn menntar
starfslið til.“
Lögin eru auðvitað mjög al-
menns eðlis og kveða því ekki á
um hverskonar starfsemi á að
fara frarn á þessum stofnunum.
Við skulum því næst leita svara
við spurningunni - Hvert er
starfssvið fóstrunnar? í hverju
felst starf hennar?
í uppeldisáætlun sem unnin var
og gefin út af menntamálaráðu-
neytinu árið 1985 eru skilgreind
um 20 uppeldismarkmið og jafn-
framt bent á leiðir til að ná þeim.
Þess skal getið að Valborg Sig-
urðardóttir skólastjóri starfaði
sem sérfræðingur ráðuneytisins í
þessu verkefni. í uppeldisáætlun-
inni segir m.a. um vitrænan
þroska: leiðbeina skal barninu,
fræða það, örva athyglisgáfu,
hugsun, minni, málþroska,
sköpunarhæfni og hæfni til ein-
beitingar.
Um eflingu fagurþroska má
lesa að barnið fái fjölbreytt tæki-
færi til að njóta lista, að baminu
sé búin aðstaða og efniviður til að
geta tjáð sig í frjálsu skapandi
starfi í tali og tónum, myndum og
hreyfingum og að eðlileg sköpun-
arhæfni þess sé vernduð og virt.
Á sama hátt er fjallað um hreyfi-
þroska svo og félags- og siðgæðis-
vitund.
í uppeldisáætluninni er einnig
talað um mikilvægi foreldrasam-
starfs. Foreldrar bera fyrst og síð-
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Gyða Jóhannsdóttir.
ast ábyrgð á uppeldi barna sinna
og þá ábyrgð má ekki taka af
þeim. Með breyttum þjóðfélags-
háttum hefur hinsvegar skapast
þörf fyrir sérmenntað starfsfólk
sem vinnur að uppeldi barna
ásamt foreldrum. Það fellur í hlut
fóstrunnar að skipuleggja mark-
visst foreldrasamstarf en þetta
samstarf er oft á tíðum vanda-
samt og liggja fyrir því margar
ástæður, einkum tímaleysi ein-
staklingsins...
Ég tel að tími sé kominn til að
við gerum okkur grein fyrir og
sættum okkur við að þjóðfé-
lagsaðstæður eru gjörbreyttar frá
því sem áður var. Við verðum að
átta okkur á því á hvern hátt fag-
lært starfsfólk og foreldrar vinna
sem best saman að velferð barns-
ins. Nauðsynlegt er að geta velt
því fyrir sér að hvaða leyti fag-
lærð fóstra nái jafnvel betri ár-
angri en venjulegir foreldrar án
þess að vera sífellt ásakaður um
að taka alla uppeldislega ábyrgð
af foreldrum. Um slíkt er alls
ekki að ræða. Það er nefnilega
líka nauðsynlegt að átta sig á tak-
mörkum fóstrunnar og þau eru
auðvitað margvísleg.
Þessi mál þarf að ræða af þekk-
ingu, skynsemi og raunsæi. Það
er mikilvægt að Fósturskólinn
taki virkan þátt í þeirri umræðu
og kynni starfsemi skólans...“
Auglýsing
frá ríkisskattstjóra
Verðbreytingarstuðull fyrir árið 1986
Samkvæmt ákvæðum 26. gr. laga nr. 75 14.
september 1981 um tekjuskatt og eignarskatt
hefur ríkisskattstjóri reiknað verðbreytingarstuð-
ul fyrir árið 1986 og nemur hann 1,2843 miðað
við 1,0000 á árinu 1985.
Reykjavík 1. október 1986
Ríkisskattstjóri