Þjóðviljinn - 03.10.1986, Síða 7

Þjóðviljinn - 03.10.1986, Síða 7
tUÚÐVHJINN Baráttuglatt biartsýnisfóll Umsjón: Helgi Hjörvar Það er skammt stórra högga á milli í alþjóðapólitíkinni á þessum síðustu og misvondu tímum. Að viku liðinni funda í Reykjavík þeir Michael Gorbatsjoff og Ronald Reagan, en nú í dag hefst lands- þing Æskulýðsfylkingarinnar og stendurfram ásunnudag. Þareð fjölmiðlaveldi auðvaldsins á (s- landi hefur kappkostað að þegja þennan viðburð í hel, þótti okkur rétt að grafast nokkuð fyrir um hann og samtökin sem að honum standa. Við lögðum því nokkrar spurningar fyrir Önnu Hildi Hildi- brandsdóttur, en hún ásæti í framkvæmdaráði ÆFAB og er starfsmaðurfylkingarinnar. Æskulýðsjylkingin Anna, eru þetta ekki bara samtök fyrir uppa úr röðum ungra allaballa? „Nei, langt því frá. Þetta er hópur ungs fólks sem vill breyta. Ekki breytinganna vegna, heldur vegna þess að það hefur fengið nóg. Hefur fengið nóg af þessari ríkisstjórn og því hvernig hún eykur æ á misréttið. Stefna henn- ar í kjaramálum, í málefnum lánasjóðsins, í utanríkismálum o.s.frv. miðast nefnilega öll að sama marki: að auka á misrétti meðal manna. En þú mátt ekki skilja þetta svo að við séum bara einhverjir nei- kvæðir nöldrarar, sem þykjast geta gert alla hluti betur en aðrir. Nei, það er bjartsýnisfólk sem skipar sér í þessa fylkingu. Hug- sjónafólk. Fólk sem á sér draum um jafnrétti og bræðralag og trúir því að fyrr en síðar muni hann rætast. Þú sérð það Iíka á öllu okkar starfi að þetta eru engin uppa- samtök. Þetta eru baráttu- samtök. Meðan önnur ungliða- samtök leggja höfuðáherslu á að kenna félögum sínum að taka sig vel út í sjónvarpi og snúa sig útúr erfiðum spurningum, svo þeir eigi betri möguleika á að komast á þing, þá erum við með aðgerð- ir. Við höfum tekið þátt beint og óbeint í nær öllum þeim aðgerð- um sem tengst hafa ffiði, kjaram- álum og skólamálum undanfarin ár. Ekki til þess að fá einhverja bitlinga, heldur vegna þess að við viljum láta til okkar taka.“ En hefðurðu einhverja sérstaka skýringu á því afhverju ÆFAB er svo ólíkt öðrum ungliðasam- tökum? „Annarsvegar er sú sem áður var nefnd, að hugsjón okkar er fegurri og meiri en komast á í annan stað er það að Æskulýðs- fylkingin eræskulýðsfylking. Hjá okkur eru flestir um og undir tví- tugu og því ekki komnir í frama- potið almennilega. Hjá öðrum ungliðasamtökum eru menn hinsvegar í þessu fram undir fer- tugt og þess t.d. ófá dæmi að for- menn ungliðasamtaka séu að- stoðarráðherrar! Það að gegna trúnaðarstörfum í þessum sam- tökum er þá orðið að tröppu í hinum pólitíska framastiga." Starfsöm samtök segirðu. Hvað hafið þið afrekað á því starfsári sem nú er að Ijúka? „Þú biður ekki guð um lítið. Ef við nefnum það helsta þá ber sennilega hæst Suður-Afríku að- gerðirnar sem við stóðum fyrir, trú hugsjón okkar: jafnréttinu. Sú aðgerð var um margt til fyrir- myndar um það hvernig starfa á að slíkum málum. Við létum okk- ur ekki nægja að tala um það hve þetta væri nú ferlegt, heldur fór- um útá göturnar og reyndum að gera eitthvað í þessu. Eins var um E1 Salvador söfnunina sem við tókum þátt í. Mestan tíma tóku auðvitað bæjar- og sveitarstjórn- arkosningarnar. Þar létum við mjög mikið að okkur kveða og þá einsog í fyrrnefndu aðgerðunum, úti á götunum. Undanfarið höfum við verið í fundarherferð. Fórum á Austfirðina og hluta af Vestur- landi, ísafjörð og Hveragerði. Ný deild var stofnuð á Akranesi, haldin norræn ráðstefna um fjöl- S-Afríku-aðgerðirnar voru mjög til fyrirmyndar. Við fórum útá götu og reyndum að gera e-ð. miðla, blómlegan kaffihússrekst- ur höfum við verið með, hag- fræðinámskeið, fræðslufunda- raðir o.s.frv. o.s.frv.“ Og þingið, hvað gerist á því? „Það gæti nú gerst ýmislegt á þingi“, segir hún og glottir útí annað. „Hvort sem Jóni Bald- vin líkar betur eða verr, fáum við nú loksins að hitta ungkratana. Þingið okkar verður í ráðstefnu- sal verkalýðsfélaganna í ölfus- borgum, en flokksþing kratanna á Hótel Örk og má segja að hver velji sér fundarstað eftir smekk og lífsskoðun. En kratarnir munu gista á sama stað og við í orlofs- húsunum í Ölfusborgum. Ég held að það geti orðið gaman að ræða við ungkratana, enda standa þeir okkur nær en Jóni Baldvin t.d. í utanríkismálum. Þess utan er síðan hið hefð- bundna þingstarf, þarsem við reynum að blanda okkur beint í þjóðmálaumræðuna, mótum stefnu í fjöldamörgum málum og veltum því fyrir okkur hvað megi beturfara á næsta starfsári. Menn verða að muna að Æskulýðsfylk- ingin er aðeins þriggja ára gömul og því erum við enn alltaf að læra. Friðarmál, kjaramál og kosn- ingar verða væntanlega efst á baugi í ár. Ólafur Ragnar, Ás- mundur og Svavar koma og verða með fyrirlestra hver um sitt mál og við fáum tækifæri til að láta okkar álit í ljós við þá. Og ekki má gleyma kvöldbæn- inni á laugardagskvöldið...“ Sjá dagskrá á flokkssíðu, bls. 12. Þórsmerkurferðin er orðin árlegur viðburður í starfi fylkingarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.