Þjóðviljinn - 03.10.1986, Page 8

Þjóðviljinn - 03.10.1986, Page 8
GLÆTAN Fleiri gerast nu viga menn... Sveinn Valfellsi í fyrra tókst liði hans að sigra Versló, tekst því það aftur í ár? Mælsku- og ræðukeppnirfram- haldsskólanna eru nú að hefjast fjórða árið í röð. Aðalkeppnin, MORFÍS, hefst að vísu ekki fyrr en í nóvember, en þangað til eru hinarýmsu vináttukeppnirfyrir- hugaðar. f kvöld mætast í Verslunar- skóla íslands lið V.í. og Mennta- skólans í Reykjavík. Þetta er tí- unda árið í röð sem þessi lið mæt- ast og er á brattann að sækja fyrir MR-inga. Átta sinnum hafa vesl- ingar farið með sigur af hólmi en MR-ingar aðeins einu sinni. Keppnir þessara fjandvina hafa hingað til verið mjög spennandi og engin ástæða til að ætla að það breytist nú. Lið Menntaskólans í Reykja- vfk er svo skipað: iiðsstjóri Sveinn Valfells, frummælandi Birgir Ármannsson, meðmæl- andi Illugi Gunnarsson og stuðn- ingsmaður Sæmundur Norð- fjörð. Lið V.Í.: liðsstjóri Garðar Vilhjálmsson, frummælandi Halldór Lárusson, meðmælandi Andri Ólafsson og stuðnings- maður Börkur Gunnarsson. Lið M.R. leggur til að hvalveiðum í vísindaskyni verði hætt. Kraftur í Versló Lið Verslunarskólans er ó- reynt. Aðeins frummælandinn, Halldór, hefur keppt áður. Var það á ísafirði í fyrra, en þangað Aðeins ein stúlka var í hópi ræðumanna í úrslitakeppni MORFlS í fyrra, Ásdís Þórhallsdóttir. Það verður annað uppá teningnum í Kvennó þann fimmtánda. sendu drambsamir veslingar b-lið sitt og voru slegnir út úr keppni. Hinir tveir ræðumennirnir eru busar og verður spennandi að fylgjast með þeim. Þessi lið- skipan stafar þó ekki af því að þá veslinga vanti fólk. Nei, á ræðu- námskeið hjá þeim mættu áttatíu manns og því sýnilega mikill áhugi þar. Annað var uppá teningnum í M.R.. Þar mættu um tuttugu manns á námskeið Framtíðarinn- ar og aðeins sjö tóku þátt í keppn- inni Orator Minor. Þurftu þeir framtíðarsveinar að efna til ann- arrar keppni vegna þessa og var sú haldin fyrir luktum dyrum. í liði þeirra er enginn maður reyndur í kappræðum. Birgir hef- ur þó reynslu af ræðuhöldum, var forseti Framtíðarinnar í fyrra og þusað hefur hann hjá Heimdalli. Illugi mun hafa tekið þátt í Orat- or Minor ár hvert, en fyrst nú þótt liðtækur. Sæmundur var formað- ur Herranætur og í framboði til inspektors á síðasta vetri og er almennt h'tið vitað um pontuhæfi- leika hans. En góðan þjálfara ku Sigurlið M.R. í fyrra. hann hafa, kratahöfðingjann sjálfan, son Hannibals. Liðsstjór- inn er úr sigurliðinu í fyrra, Sveinn Valfells og ljóst að hann hefur nokkurri reynslu að miðla. Söguleg keppni „Fleiri gerast nú vígamenn en eg ætlaði“, er kjörorð hins tveggja vikna gamla málfundafé- lags Kvennaskólans í Reykjavík, ásamt með „Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin". Enda hefur félag þetta ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, skorað á M.H. til keppni þann fimmtánda og M.R. þann tuttugastaog- þriðja. Kvennaskólinn hefur að vísu sent lið til keppni undanfarin ár, en þau sár skulu ekki ýfð hér. Keppnin gegn M.H. verður söguleg, því það verður fyrsta mælskukeppni frá landnámi ís- lands, þarsem einvörðungu keppa stúlkur. Vaninn hefur ver- ið sá að einvörðungu drengir skipuðu kappræðulið, jafnvel kappræðulið Kvennaskólans(l), en smátt og smátt virðast menn vera að átta sig á því að við lifum á tuttugustu öldinni og er það vel. Engin ástæða er til að ætla að keppnin við M.R. verði jafn söguleg enda M.R.-ingar seint þekktir fyrir nýjungar, síst í frjálslyndis- eða jafnréttisátt. Forseti Framtíðarinnar kveðst ætla að tefla fram b-liði skólans gegn Kvennó og þá er bara að vita hvort hann kemst ekki að hinu fomkveðna: „Dramb er falli næst“, einsog veslingar á ísafirði um árið.... Vinsældalistar Þjóðviljans Bylgjan 1. (1) Lalsla Bonita Madonna 2. (2) Holiday Rap MC Micker G & Deejay Swen 3. (6) So Macho Sinitta 4. (4) We don’t have to Jermaine Stewart 5. (5) Thorn In my slde Eurythmics 6. (3) Braggablús Bubbi Morthens 7. (12) Take my breath away Berlin 8. (9) Stuck wlth you Huey Lewis and the News 9. ((7) Ég vll tá hana strax Greifamir 10. (15) 1 want to wake up wlth you Boris Gardner Grammió 1. Bubbl Blús fyrir Rikka 2. Rem Lives Rich Peagent 3. Smlthereens Especially for you 4. Smlths Panic 5. Siguee Siguee Sputnik Faunt it 6. Smlths The Queen is dead 7. Elvls Costello Blood and Chocoalate 8. Housemartins London 0 - Hull 4 9. Trlfflds Born Sandy Devotional 10. Zodlac Mlndwarp High Piest Love [ Rás 2 1. (1) LalslaBonita Madonna 2. (6) (1 Just) Dledin YourArms Cutting Crew 3. (8) 1 Wanna Wake Up With You Boris Gardiner 4. (3) Thorn In MySide Eurythmics 5. (2) Ég vll fá hana strax (Korteríþrjú) Greifarnir 6. (5) HolldayRap M.C. Miker G And DJ Sven 7. (7) Stuck With You Huey Lewis And The News 8. (20) SoMacho Sinitta 9. (12) You Can CallMeAI Paul Simon 10. (4) Braggablús Bubbi Morthens 1 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN, Fóstudsgur 3. október 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.